Morgunblaðið - 11.11.1983, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983
Verðlækkun á
Ijósritunarvélum
Fyrir 5 árum síðan hójXEROX maraþonverkejni. hönnun
a Ijósrilunarvélum sem þolað gætu hið mesta álag ogjajn-
jramt haldiðgæðum Ijósrita ísétjlokki. Nú er árangurXEROX
vtsinda og tæknimanna kominn í Ijós.
1020. 1030. 1035. 1045 og 1075 MARAhONVÉLARNAR eru
komnar á markaðinn. tilbúnar að skjota öllum keppinau-
lum rejjyrlr rass.
Vegna mikillar sölu MARAÞONVÉLANNA alls staðar i heim-
inum hejur XEROX nú tilkynnt 15-20% verðlækkun á vél-
um og varahlutum, sem á eftir að koma öllum viðskiplavin-
um XEROX lil góða. °
XEROX
Leiðandi merki í Ijósritun
NÓN HF. XEROX UMBOÐIÐ
Hverfisgotu 105 S 26234-26235
LEIKHÚSSQESTIR - ÓPERUQESTIR
Lengið ferðina og eigið ánægjulegri
kvöldstund.
Arnarhóll býður upp á stórkostlegan
matseðil, fyrir eða eftir sýningu.
Húsið opnar kl. 18.00.
Borðpantanir í síma: 91 — 188330
MATSEÐILL
Reyksoðið laxapaté með spínatsósu
Pottsteikt önd með appelsínuhjúp
Vanilluterta með kiwi-creme
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MAUREEN J0HNS0N
Fjöldafundur á vegum verkalýösfélaganna á Trafalgar-torginu í Lundúnum. Þetta var árið 1980 og verið var að
mótmæla einu og öðru í stjórnarfari Margretar Thatcher og stjórnarliðs hennar. Á fundinn mættu allt að
140.000 manns, en óvíst er að svo margir myndu mæta ef efnt væri til slíks fundar í dag.
Verkalýðsfélög í Bretlandi
mega muna sinn fifil fegri
Það fer ekki alltaf svo, að atvinnuleysi og verðbólga verði gróðrarstía
verkfalla og stóraðgerða verkalýðsfélaga sem taka höndum saman til að
knýja fram betri kjör. Áratugum saman hafa verkalýðsfélögin leikið stórt
hlutverk í breskum stjórnmálum. Stjórnmálamenn hafa óttast þau, lagt
sig í framkróka til að þóknast þeim og haft þau með í ráðum til að styggja
þau ekki. í dag er staðan hins vegar allt önnur. Fimm ár undir harðri
stjórn íhaldsflokks Margrétar Thatcher hefur hleypt loftinu úr verka-
lýðsfélögunum. Lífsskilyrði í Bretlandi ættu að henta verkalýðsforystun-
um. Dapur efnahagur, metatvinnuleysi, verðbólga og tilheyrandi fylgifisk-
ar, en samt sem áður er það ekki svo. Fram undan eru fimm ár undir
stjórn íhaldsfiokksins til viðbótar og verkalýðsfélögin eru ekki skugginn
af sjálfum sér. Þau mega muna sinn fífil fegri.
„Við höfum borgað ...“
að er engin spurning, að
við höfum borgað hátt
gjald síðustu árin og styrkur
okkar hefur farið þverrandi,"
sagði Len Murray framkvæmda-
stjóri TUC, 10,5 milljóna manna
verkalýðsfélagasamtaka. í orð-
um hans felst m.a.: Minnkandi
félagatala í verkalýðsfélögum,
misheppnuð verkföll, fleiri
reglugerðir undan viðjum
stjórnvalda og reglugerðir sem
hefta æ meira völd og möguleika
félaganna. Murray sagði einnig:
„Við reiknuðum með viðbrögðum
við vaxandi atvinnuleysi, jafnvel
einhvers konar byltingu gegn
þeim öflum sem skópu það. En
nú erum við einfaldlega undr-
andi.“
í september var ársþing TUC
haldið og þar kvað við annan tón
heldur en verið hefur. Róttækir
verkalýðsleiðtogar hafa löngum
komist langt með félög sín og
látið mikið að sér kveða, en á því
varð nú mikil breyting. Arthur
Scargill, formaður stéttarfélags
námumanna, kvaddi sér hljóðs
og hvatti menn til að hætta að
skríða fyrir stjórnvöldum og
snúa vörn í sókn. Fleiri tóku
undir orð hans, gallinn var bara
sá, að það nenntu ekki margir að
hlusta á þá. Slík vinnubrögð
ganga ekki lengur. Hófsamir
náðu þarna óumdeilánlega völd-
um, þeir settust í % hluta sæt-
anna í stjórn TUC. Einn verka-
lýðsleiðtogi, Terry Duffy, sagði á
fundinum: „Sumir af stéttar-
bræðrum okkar lifa í einhvers
konar draumaheimi.
Þeir halda að það gangi enn þá
að skella á einum til tveimur
hörkuverkföllum, þá falli íhalds-
stjórnin og stjórn undir forystu
Verkamannaflokksins taki við.
Það væri nær að hugsa um heim-
inn sem við búum í, hugsa um
leiðir til að koma málum okkar í
samt lag á ný.“
Af sem áður var
Það er af sem áður var. Verka-
lýðsfélögin og Verkamanna-
flokkurinn hafa jafnan verið
samtvinnuð fyrirbæri. Félögin
stóðu að stofnun flokksins um
aldamótin síðustu. Á áttunda
áratugnum voru félögin og
flokkurinn í essinu sínu. Árið
1974 féll stjórn íhaldsflokksins
og Edward Heaths eftir að kola-
námumenn höfðu sett allt á ann-
an endann með verkföllum sem
spiluðu slíkan tvíliðaleik með
olíukreppu, að varla var hægt að
tala um annað en þriggja daga
vinnuviku í Bretlandi. Heath
efndi til nýrra kosninga ... og
stjórn hans féll. Stjórnir Verka-
mannaflokksins undir forsæti
þeirra Wilsons og Callaghans
hlóðu mjög undir verkalýðsfé-
lögin. Þær gerðu félögin valda-
meiri en nokkru sinni fyrr og
voru samningsliprar um kaup-
hækkanir. Þetta þýddi ekki að
verkföll væru úr sögunni, oft
voru erfiðir tímar og verkföll
voru kölluð „breska meinsemd-
in“. Eftir því sem völd verka-
lýðsfélaganna jukust, þeim mun
erfiðari urðu þau í taumi.
Það versta sem gat komið
fyrir félögin var að íhaldsflokk-
urinn undir strangri forystu
kæmist til valda. Og það var
nákvæmlega það sem gerðist.
Margrét Thatcher leiddi flokk-
inn til sigurs 1979 og síðan hafa
verkalýðsfélögin verið í jafnri og
þéttri hnignun. Verkföllum hef-
ur fækkað um rúman helming og
þrátt fyrir um það bil 13% at-
vinnuleysi, hefur töpuðum
vinnudögum vegna verkfalla
fækkað úr 16,3 milljónum að
meðaltali síðustu þrjú árin, fyrir
1980, miðað við 7,2 milljónir
daga að meðaltali ár hvert síðan.
Kaupið hærra
Annað sem grefur undan
verkalýðsfélögunum er sú stað-
reynd, að þeir sem ekki hafa
misst atvinnu sína, hafa komist
vel af, því kaup hefur hækkað
meira en verðbólgan. í ágúst síð-
astliðnum hafði kaup hækkað
um 7,5% að meðaltali það sem af
er árinu, verðbólgan var á sama
tíma hins vegar 4,6%.
Þær kauphækkanir sem orðið
hafa, eru eins miklar og stjórn-
völd treysta sér til undir þeim
kringumstæðum sem ríkja, þau
hafa því ekki verið til viðræðu
um meira.
Þetta hefur orðið til þess að
draga úr einingu verkalýðsfélag-
anna og þá með þeim hætti, að
heilu félögin hafa ýmist neitað
kalli foringja sinna um að fara í
verkfall, eða þá að þau hafa farið
í verkfall og rekið sig svo á, að
stuðningur annarra félaga er
enginn. Arthur Scargill, leiðtogi
námumanna, gerði mikið veður
út af verkföllum eigi alls fyrir
löngu, hvatti 204.000 félaga sína
til verkfalls, en var ekki sinnt.
Stáliðnaðarmenn fóru í verkfall,
en urðu að hætta við vegna
stuðningsleysis. Ray Buckton,
formaður stéttarfélags járn-
brautarstarfsmanna og bruna-
liða, sagði um 31 dags verkfall
sinna manna á síðasta ári: „Við
vorum illa sviknir, svona aðgerð-
ir heppnast ekki nema að til
komi stuðningur verkalýðshreyf-
ingarinnar í heild." Sama er að
segja um fleiri félög en ofan-
greind, þau hafa farið í verkföll
en ekkert haft upp úr krafsinu
nema fyrirhöfnina og tapið, það
er því ekki að undra að verkföll
njóti æ minnkandi vinsælda.
Getuleysi verkalýðshreyf-
ingarinnar virðist algert. Hefur
hún ekkert getað gert þó að
rúmlega helmingur þeirra stál-
iðnaðarmanna sem síðast fóru í
verkfall 1980, hafi nú misst at-
vinnu sína. Kannski er of mikið
að tala um algert getuleysi, því
skemmst er frá að segja, að hinir
30.000 vatnsveitustarfsmenn
Lundúnaborgar fengu helmings-
kauphækkun með 5 daga verk-
falli í febrúar á þessu ári. En
verkalýðsleiðtogar neita því ekki
samt sem áður, að þeir hafi beð-
ið lægri hlut í fleiri verkföllum
en hollt getur talist fyrir áður
öfluga hreyfingu.
Að mati sérfræðinga hafa
verkalýðsfélögin tapað fleiru en
verkföllum. Frá pólitískum sjón-
arhóli hafa þau verið virt að
vettugi. Eric Jacobs, einn af rit-
stjórum Sunday Times, ritaði
nýlega: „Verkalýðsfélögin gerðu
sér ekki grein fyrir því að þau
voru að valda pólitísku öngþveiti
sem myndi rúa þau völdum.
Launakröfur þeirra buðu upp á
vaxandi verðbólgu og það hafði
neyð og örbirgð fjölmargra í för
með sér. Dómurinn yfir verka-
lýðsfélögunum hefur verið kveð-
inn upp með velgengni Thatch-
er-stjórnarinnar.“
Margir verkalýðsleiðtogar eru
þeirrar skoðunar að þeirra tími
muni koma á ný, eða um leið og
Thatcher og hennar stefna eiga
ekki lengur upp á pallborðið hjá
þjóðinni. En aðrir eru ekki viss-
ir. Félagatal flestra verkalýðsfé-
laganna hefur dregist saman, í
sumum félögum svo um munar.
Einn launþegi útskýrði það
þannig og telja margir að verka-
lýðsleiðtogar megi margt af
þeim fáu orðum læra: „Það eina
sem maður fær frá verkalýðs-
leiðtogum eru fyrirskipanir um
að fara í verkföll og hótanir ef
við gerum það ekki. Eftirtekjan
er svo engin, við höfum ekkert
upp úr því.“
Maureen Johnson er fréttamaður
hjá Associated Press.