Morgunblaðið - 11.11.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983
15
Kúafeiti veldur
reiði á Indlandi
Delhí, 10. nóvember. AP.
HEILAGAR kýr hafa enn á ný
blandast í stjórnmál á Indlandi í
framhaldi af uppljóstrunum um
notkun nautgripafítu við framleiðslu
matarolíu, sem mjög er notuð við
matargerð á Indlandi.
Leiðtogar tveggja stjórnmála-
flokka fóru nýverið í hungurverk-
fall og stuðningsmenn stjórnar-
Veður
víða um heim
Akureyri 0 skýjaó
Amsterdam 15 heiðskírt
Aþena 17 skýjað
Barcelona 18 þrumuveður
Berlín 10 heiöskfrt
BrUssel 17 heiðskírt
Buenos Aíres 27 rígning
Chicago 18 rigning
Dublin 13 skýjað
Feneyjar 13 þokumóða
Frankturt 5 skýjað
Gent 7 skýjað
Havana 30 heiöskfrt
Helsinki 7 skýjað
Hong Kong 26 heiðskírt
Jerúsalem 21 heiðskirt
Jóhannesarborg 25 heíðskfrt
Kairó 23 heíðskírt
Kaupmannahötn 10 skýjað
Las Palmas 24 léttskýjað
Lissabon 17 rigning
Lundúnir 18 heiðskírt
Los Angeles 26 skýjað
Malaga 20 skýjað
Mallorca 15 skýjað
Mexíkóborg 19 skýjað
Miami 29 skýjað
Montreal 10 skýjað
Moskva 6 skýjað
New York 21 rigning
Osló 7 skýjað
París 18 heiðskírt
Peking 12 heiðskírt
Perth 27 heiðskirt
Reykjavík 4 skýjað
Rio de Janeiro 33 heiðskirt
Róm 20 heiðskírt
San Fransiaco 14 rigning
Seoul 13 skýjað
Sydney 22 akýjað
Tókíó 15 rigning
andstöðunnar flykktust að heimili
Indiru Gandhi forsætisráðherra
til að mótmæla meintum svikum í
olíugerðinni.
Indverjar leggja sér ekki nauta-
kjöt til munns af trúarástæðum og
greip um sig mikil reiði meðal
landsmanna þegar fréttist að
dýrafitu, einkum nautgripafeiti,
hefði verið blandað saman við
grænmetisolíu, sem Indverjar
kalla „Vanaspati" og nota við alla
matargerð.
Dæmigerð indversk fjölskylda
ver vikulega jafnvirði 10 Banda-
ríkjadollara til matarolíukaupa.
Með því að nota dýrafitu við fram-
leiðsluna lækkar framleiðslu-
kostnaður' og hagnaður framleið-
anda eykst. Hins vegar myndast
sérstakur keimur af olíunni þann-
ig blandaðri og kemst svindlið því
fljótt upp.
Frá hersýningu á Rauða torginu í Moskvu á afmæiisdegi byltingarinnar. Skriðdrekar af
gerðinni T-72 bruna yfir torgið.
Ræningjarnir
láta í sér heyra
Amsterdam, 10. nóvember. AP.
FYRSTU skilaboðin bárust í dag frá
ræningjum Freddy Heineken for-
stjóra Heineken-bjórverksmiðjunn-
ar, en talsmenn verksmiðjunnar og
lögregla neituðu að segja hvort farið
hefði verið fram á lausnargjald.
Blað í Rotterdam skýrði frá því
að hringt hefði verið á ritstjórn-
arskrifstofur þess þar sem krafist
var þriggja milljóna gyllina lausn-
argjalds, eða jafnvirðis 30 millj-
óna íslenzkra króna.
Talsmenn Heineken-verksmiðj-
unnar og lögreglunnar tilkynntu
fréttabann af þeirra hálfu vegna
mannránsins. Mun það vera ein af
kröfum ræningjanna.
Freddy Heineken, sem er sex-
tugur og náinn vinur konungsfj-
ölskyldunnar, var rænt ásamt bíl-
stjóra sínum er þeir yfirgáfu höf-
uðstöðvar fyrirtækisins í Amst-
erdam í gærkvöldi. Ræningjarnir
voru þrír saman. Sjálfvirk byssa
fannst nærri árásarstaðnum, en
gífurleg leit fer fram um land allt
að felustað mannræningjanna.
Einnig hafa vegtálmar verið reist-
ir víða af sama tilefni og öflugur
vörður við landamæri og flugvelli.
Leigubílstjóri varð vitni að rán-
inu, en var hótað með byssu er
hann reyndi eftirför. Forðaði
hann sér er ræningjarnir námu
staðar og stigu út með brugðnar
byssur.
Freddy Heineken
Kosningar í Perú
nk. sunnudag
Grenada:
Skiptst á skotum
vid leyniskyttur
St Georges, Bonn, 10. nóvember. AP.
BANDARÍSKIR landgönguliðar á Grenada skiptust á skotum
við nokkrar leyniskittur í dag, og eru það fyrstu vopnavið-
skiptin á eynni í fjóra daga. Engan sakaði.
Atvikið átti sér stað á þjóðveg- Sameinuðu þjóðunum frá því
inum frá höfuðborginni til flug- 1975. Er hann hagfræðingur frá
vallarins nýja. Sjö hermenn London School of Economics og
Lím», 10. nóvember. AP.
RÚMLEGA sjö þúsund Perú-
búar ganga að kjörborðinu
næstkomandi sunnudag og
kjósa sér bæjar- og sveitar-
stjórnir, og er litið á kosn-
ingarnar sem mælikvarða á
vinsældir Fernando Belaund-
es forseta. Belaunde varð
forseti eftir kosningar fyrir
þremur árum er lýðræði var
komiö á að nýju í Perú.
Kosningarnar fara fram í
skugga hryðjuverka, sem skæru-
liðahópar, sem andstæðir eru for-
setanum, hafa staðið fyrir. Hafa
þeir hótað blóðbaði á sunnudag, en
stjórnin heldur ótrauð sínu striki
og segist ekki hvika fyrir hótunum
þeirra.
Alan Garcia leiðtogi Sósíal-
demókrata sagði í dag að þjóðin
mundi auðsýna óánægju sína með
efnahagsstefnu stjórnar Belaunde
í kosningunum. Samkvæmt skoð-
anakönnunum er búist við sigri
Sósíaldemókrata í höfuðborginni
og mörgum öðrum borgum, en
kosið er til 1700 bæjar- og sveitar-
stjórna.
Skæruliðasamtök maóista, Veg-
ur ljómans, hafa drepið rúmlega
2.500 Perúbúa og þrisvar valdið
myrkvun í höfuðborginni, í tíð
Belaundes. Svar forsetans var að
lýsa neyðarástandi, en í framhaldi
af því var stjórn hans sökuð um
ofsóknaraðgerðir er lögregla og
her landsins reyndu að hafa upp á
uppreisnarmönnum.
stóðu vörð við vegtálma er fimm
eða sex leyniskyttur hófu skot-
hríð úr hæðum handan vegarins.
Þegar kyrrð komst á leituðu
hermenn og þyrlur á svæðinu en
komu ekki auga á skytturnar, en
fundu sjálfvirkan AK-47-riffil,
falin einkennisklæði og sendi-
stöðvar.
Alister Mclntyre, sem falin
hefur verið forysta í níu manna
bráðabirgðastjórn Grenada, er
tæknikrati, sem hefur enga póli-
tíska reynslu.
Mclntyre hefur starfað hjá
frá Nuffield College í Oxford.
Hann er 51 árs og þriggja barna
faðir.
Helmut Kohl kanzlari Vestur-
Þýzkalands sagði við umræður
um innrásina á Grenada á þingi í
morgun, að útilokað væri að
jafna henni við íhlutun Rússa í
Afganistan. Skírskotaði hann til
yfirlýsinga á Bandaríkjaþingi
um að innrásarliðið yrði á brott
frá Grenada eftir tvær til þrjár
vikur, og sagðist mundu fagna
því ef slík yfirlýsing yrði gefin
um brottför Rússa frá Afganist-
an.
Rómantík-
in blómstr-
ar í Gretna
Green
Gretna Green, Skotlandi, 10. nóvember. AP.
BRÚÐKAUPUM rómantískra
elskenda frá Englandi, sem hlaup-
izt hafa aö heiman, fer stöðugt
fjölgandi. Kemur þetta fram af
tölum frá Gretna Green, en þessi
smábær á vesturströnd Skotlands
hefur um 200 ára skeið verið
griðastaður ungs og ástfangins
fólks frá Englandi, sem komast
vildi framhjá ströngum hjúskap-
arskilyrðum heima fyrir og ganga í
hjónaband þrátt fyrir ungan aldur.
Á þessu ári hafa þegar 357
hjónavígslur farið fram í
Gretna Green og 50 til viðbótar
eru þegar ráðgerðar fyrir ára-
mót, en eiga ef til vill eftir að
verða enn fleiri. „Þetta hefur
verið annamesta árið hjá mér
allt frá 1966,“ er haft eftir Pat
Bryden, sem hefur umsjón með
þessum vígslum.
Hjónavígslur af þessu tagi
hófust 1754, er „óregluleg"
hjónabönd án prests og kirkju-
legrar viðhafnar voru gerð
ólögleg í Englandi. 1 Skotlandi
nægði hins vegar, að vottar
fengjust að hjúskaparheiti
hjónaleysanna. Stóð svo fram til
ársins 1939, að þessu var breytt
og var eftirleiðis nauðsynlegt að
skrá vígsluna í embættisskrár.
„Hjúskapariðnaðurinn" í
Gretna Green beið nokkurn
hnekki 1969, er aldurstakmörk
fyrir hjúskap fólks án samþykk-
is foreldra voru lækkuð í Eng-
landi úr 21 ári niður í 18 ár. En
sökum þess að fólk þarf aðeins
að vera 16 ára gamalt til þess að
geta gift sig í Gretna Green, þá
er alltaf til ungt fólk, sem ekki
hikar við að fara þangað í þessu
skyni - ekki sízt sunnan úr Eng-
landi
Leynisamningarnir segja frá um-
fangsmiklum vopnasendingum
GERDIR höfðu verið leynisamn-
ingar milli Grenada annars vegar
og Sovétríkjanna, Kúbu og Norð-
ur-Kóreu hins vegar, sem gert
hefðu Grenada að „óhagganlegri
hernaðarútstöð Sovétríkjanna".
Kemur þetta fram í þeim skjölum,
sem Bandaríkjamenn komust yfír í
innrásinni í Grenada. Skýrði Kenn-
eth Dam, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna frá þessu og
gat þess ennfremur, að samkvæmt
þessum samningum hefðu Sovét-
ríkin skuldbundið sig til þess að
láta Grenada í té vopn að verðmæti
25,8 millj. dollara, þar á meðal 74
skotpalla til þess að skjóta flug-
skeytum.
Þá áttu Rússar ennfremur að
senda samkvæmt þessum samn-
ingum 4000 marghleypur, 2500
vélbyssur, 7000 jarðsprengjur,
15000 handsprengjur, 1050
skammbyssur og 16 skothelda
herflutningabíla til Grenada auk
fleiri vopna.
Norður-Kórea hugðist senda
Grenada vopn að verðmæti 12
millj. dollara, þar á meðal marg-
ar tegundir af byssum og útbún-
að til þess að skjóta sprengjum
með flugskeytum. Kúbumenn
höfðu heitið því að senda hernað-
arráðgjafa til Grenada.
Samkvæmt upplýsingum
Bandaríkjamanna hafði veru-
legur hluti þessara vopna þegar
verið afhentur. Alls hafi verið
um 13 samninga að ræða og sé sá
fyrsti milli Sovétríkjanna og
Grenada. Hann var undirritaður
27. okt. 1980 og var um vopna-
sendingar.