Morgunblaðið - 11.11.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983
17
J
■
TF-Rán fundin á 82 metra dýpi í Jökulfjörðum:
N eðansjávarmy ndavélin
staðfesti fiind flaksins
ísafirði, 10. nóvember, frá Hjálmari Jónssyni,
blaóamanni Morgunblaðsins.
Landhelgisgæsluþyrlan
TF-Rán fannst skömmu fyrir
hádegi í dag um hálfa aðra
sjómílu norður af Höfða-
strönd í Jökulfjörðum. Ligg-
ur hún þar á 45 faðma dýpi,
sem eru rúmir 82 metrar.
Það var tæki, sem fengið var
að láni frá varnarliðinu, gert
til að nema hljóðmerki frá
neyðarsendum, sem náði
merkjum frá þyrlunni þannig
að hægt var að miða hana út
og staðsetja.
Staðurinn, sem þyrlan fannst
á, er talsvert sunnar en sá staður,
þar sem brak úr þyrlunni fannst
og talið var í fyrstu að hún lægi.
„Við einbeittum okkur fyrst að
því að rannsaka svæðið, þar sem
brakið fannst, en síðan stækkuð-
um við svæðið. Staðurinn, sem
þyrlan fannst á, kemur heim og
saman við þann tíma, sem það
hefur tekið fyrir brakið að reka
þangað sem það fannst, miðað við
þann vind, sem þá var,“ sagði
Höskuldur Skarphéðinsson
skipherra er blm. Morgunblaðs-
ins ræddi við hann um borð í
óðni í dag.
„Það ruglaði okkur dálítið í
ríminu að skipverjum bátanna,
sem fundu brakið, fannst sem það
væri að koma upp en ekki að það
væri á reki,“ sagði Höskuldur.
Til frekari staðfestingar á því,
að þarna er um flak þyrlunnar að
ræða, kom upp á þessum stað olía
og loftbólur. Þá var rækjubátur
fenginn til að fara yfir svæðið
með dýptarmæli. Fann hann þúst
á hafsbotni á þeim stað, þar sem
þyrlan er talin liggja.
„Við getum ekki kafað niður að
flakinu nema með því að fá að-
stoð erlendis frá. Bæði þarf til
þess afþrýstiklefa og einnig þarf
sérstaka loftblöndu til að kafa
niður á þetta dýpi en Flugmála-
stjórn, Landhelgisgæslan og ef til
vill Sikorsky-verksmiðjurnar
verða að koma sér saman um
hvað gera skuli. Allir eiga þessir
aðilar hlut að máli,“ sagði Hös-
kuldur Skarphéðinsson ennfrem-
ur. Vélbáturinn Siggi Sveins frá
ísafirði kom um miðjan dag á
slysstaðinn með neðansjávar-
myndavél, sem notuð hefur verið
við veiðarfærarannsóknir héðan
frá ísafirði. Var henni sökkt
niður á þeim stað, þar sem þyrlan
er talin liggja, og staðfesti að svo
væri.
Bandarískur björgunarmaður um borð í Óðni í gær. Á þilfari liggja tækin sem gerðu mönnum unnt að finna flak þyrlu
Landhelgisgæzlunnar. Morgunblaðið/ Friðþjðfur
Þyrla flytur aukinn tækjabúnað um borð í Óðin í gær.
MorRunblaðið/ Friðþjófur
slysstaðinn og kl. 01:10 fannst brak
úr þyrlunni skammt frá þar sem
varðskipið hafði legið er TF-Rán fór á
loft. Guðmundur Kjærnested segist
ímynda sér, að þyrlan hafi ekki verið
komin í nema 200—500 feta hæð á
þeim tíma, sem leið frá því hún fór á
loft og þar til hún hvarf. Hún var
með venjuleg siglingaljós og ljóskast-
arar á varðskipinu lýstu niður á
dekkið til að auðveida þyrlunni lend-
ingu aftur. Æfingar, eins og þarna
var að hefjast, hafa margsinnis verið
reyndar áður.
ískipid 00INN
tN kemur kl 17:39
fer kl 22:53
TF-RAN
kl 22:56 ?
Flak finnst
þann 10/11
Albert Guðmundsson um tilvitnanir Verzlunarráðsins:
Hef ekki skipt um skoðun
Skatturinn felldur niður við fyrsta tækifæri
Gjaldendur skattsins hafa nú þeg-
ar orðið að greiða 7% af eignum
sínum í skatt þennan, eða um 360
milljónir króna á núgildandi verð-
lagi.
Þegar skattheimta á eignir er
orðin eins há og raun ber vitni, er
álitamál hvort ekki sé verið að
fara á svig við ákvæði stjórn-
arskrárinnar um friðheldi eign-
arréttarins. Verzlunarráðið mun
beita sér fyrir því að á þetta verði
látið reyna fyrir dómstólum, verði
skatturinn endurnýjaður.
Meirihluti núverandi stjórnar-
þingmanna hefur margítrekað
lýst því yfir, að skatt þennan eigi
skilyrðislaust að fella niður.
Verzlunarráð íslands ítrekar mót-
mæli sín gegn þessari óréttmætu
skattheimtu og skorar á þing-
menn að standa við fyrri yfirlýs-
ingar.“
„Verzlunarráðsmenn hafa
komið á minn fund og ég hef
útskýrt fyrir þeim ástandið í
þjóðfélaginu og af hverju ekki er
hægt núna á þessu stigi að fella
þennan skatt niður. Ég hef líka
sagt þcim, að ég hafi ekki skipt
um skoðun og þessi skattur
muni verða felldur niður við
fyrsta tækifæri. Mér finnst því
að með yfirlýsingum eins og
þarna eru gefnar séu þeir
Verzlunarráðsmenn að koma í
bakið á mér,“ sagði Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra
í viðtali við Mbl. í tilefni af því
að í fylgiriti Verzlunarráðsins
mcð ályktuninni um sérstakan
skatt á vcrzlunar- og skrifstofu-
húsnæði er vitnað í ummæli hans
frá Alþingi 9. desember árið
1980.
I tilvitnuðum ummælum frá
árinu 1980 harmar Albert Guð-
mundsson það „enn einu sinni,
að þetta frumvarp til laga um
sérstakan skatt á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði skuli nú vera
til endurnýjunar“. Hann bætir
því við að hann hafi þrisvar
sinnum áður sagt, að hann liti á
þetta frumvarp sem hluta af
eignaupptökustefnu og að sú
stefna sé andvíg lífsskoðunum
hans. Þá er einnig haft eftir
honum að hann telji það miklu
alvarlegra mál en fjölmargir
geri sér grein fyrir, ef ekki sé
hægt að leggja niður bráða-
birgðaskatta, sem aldrei hafi
verið gert ráð fyrir að festust í
því fjármálakerfi sem þjóðfé-
lagið hafi búið sér til.
Fjármálaráðherra sagðist
einnig vegna tilvitnana Verzl-
unarráðsins: „Ég átti sízt von á
þessu, þar sem barátta mín
gegn þessum skatti á sínum
tíma var í samstarfi við þá,
þannig að þeir þurfa ekki að
brýna mig opinberlega. Þeir
hafa komið í heimsókn til mín
og rætt þetta og það ætti að
vera nóg. Ég vona þó að sam-
skiptin við Verzlunarráðið geti
áfram orðið eins og þau hafa
verið hingað til, en ekki í gegn-
um fjölmiðla."