Morgunblaðið - 11.11.1983, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983
LiONEL RICHIE — CANT SLOW DOWN:
Platan sem fór beint í 3. sæti breska vinsældalistans og er
nú komin í 2. sæti.
ADRAR NÝLEGAR PLÖTUR:
Smkokey Robinson — Blame It
On Love And All The Great Hits
Junior Walker —
Blow The House Down
Kinks — Greatest Hits
Verity — Interrupted Journey
Rás 3 (nýja safnplatan)
Genesis — Mama
Culture Club —
Colour By Numbers
Guömundur Rúnar Lúövíksson
— Gallabuxur
Agnetha Fáltskog —
Wrap Your Arms Around Me
25 Years of Motown Classics
(safnplata)
UB40 — Labour of Love
Paul McCartney —
Pipes of Peace
LITLAR PLÖTUR og 12“:
Smokey Robinson —
Blame It On Love
Toyah — Rebel Run
Paul Young —
Come Ðack And Stay
David Knopfler — Soul Kissing
Rick James —
Cold Ðloodes (12“)
Stone City Band —
Ladies Choice (12“)
Madness — wings Of A Dove
Agnetha Fáltskog —
The Heat Is On
Munið eftir
T-bolunum!
SENDUM í PÓSTKRÖFU S. 11508
Á þessu ári var Motown-fyrirtækiö 25 ára og í tilefni af því
er komið fullt af splunkunýjum plötum frá þeim.
GET CRAZY:
Tónlistin úr myndinni „Get Crazy“, sem var sýnd í Bíöhöllinni
fyrir stuttu síöan.
Þeir lata ekki
COMMODORES — 13:
Hljómsveitin sem Lionel Richie
deigan siga.
Kolbrún Jónsdóttir, alþingismaður:
Frjálsir samningar
fiskkaupenda og seljenda
Kafli úr „jómfrúræðu“
Hér fer á eftir kafli úr fvrstu þingræðu Kolbrúnar Jónsdóttur (BJ), 8.
landskjörins þingmanns, sem hún flutti sem framsögu fyrir frumvarpi um
Verðlagsríð sjávarútvegsins 7. nóvember sl. Yfirskrift er Mbl.
„Þetta frumvarp til breytinga á
lögum um Verðlagsráð sjávarút-
vegsins felur í sér eina breytingu,
þess efnis, að 10. gr. laganna falli
niður, en í stuttu máli fjallar hún
um sérstaka yfirnefnd Verðlags-
ráðs með oddamanni frá Þjóð-
hagsstofnun. En með slíku fyrir-
komulagi hefði ríkið bein afskipti
af ákvörðunum um fiskverð.
Þegar útflutningsbótakerfið var
langt niður í ársbyrjun 1960 var
ákveðið að opinberum afskiptum
af fiskverðsákvörðunum skyldi
hætt og teknir upp frjálsir samn-
ingar um verð milli fiskseljenda
og fiskkaupenda. Þessi tilhögun
reyndi á þolrif samningsaðila, því
komið var nær vertíðarlokum áður
en samningar tókust um fiskverð,
en ekki kom samt til verkfalls. f
upphafi ársins 1961 voru gerðir
nýir kjarasamningar milli sjó-
manna og útvegsmanna. Megin-
efni hinna nýju samninga var
gagnger breyting á hlutaskipta-
reglum, sem miðaðist við það m.a.
að sjómenn tækju. sinn hlut á
sama verði og útgerðarmenn
fengju fyrir fiskinn, en það hafði
ekki áður verið. Framvegis skyldi
því hvorki samið um sérstakt
skiptaverð eins og áður hafði verið
gert né um frádrátt frá fiskverð-
inu áður en til hlutar væri reikn-
að. Með þessari breytingu urðu
hagsmunir sjómanna um fisk-
verðsákvörðun enn skýrari en áð-
ur, og sjómenn gerðu vitaskuld þá
kröfu að eiga beina hlutdeild að
öllum fiskverðsákvörðunum.
Árið 1961 lá nærri að til verk-
falla kæmi á síldveiðiflotanum
vegna þess að ekki hafði tekist að
ÞESSI mynd var tekin á einu
dekkjaverkstæðinu í höfuðborg-
inni þegar menn voru í óða önn að
setja snjódekk undir bíla sína.
Ekki eru í gildi neinar reglur
um það hvenær ökumenn eiga að
vera búnir að setja snjóhjól-
barða undir bíla sína. Sam-
kvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Guðna Karlssyni, for-
stöðumanni Bifreiðaeftirlits
ríkisins, eru meginreglur um
ákveða verð á síld. Skipaði Emil
Jónsson þáv. sjávarútvegsráð-
herra nefnd átta manna, einn frá
hverju hagsmunasambandi. Á
vegum þessarar nefndar var sam-
ið frv. til laga, sem varð stofn að
lögum nr. 97 18. des. 1961 um
Verðlagsráð sjávarútvegsins. Með
þessum lögum var gert ráð fyrir
að hagsmunaaðilar semdu um
verð á sjávarafurðum, óháðir
rikisafskiptum.
Breyting var gerð á þessum lög-
um í des. 1964 á skipun yfirnefnd-
ar, sem fól í sér að forstöðumaður
Efnahagsstofnunar, eða fulltrúi
hans, var sjálfkjörinn oddamaður
yfirnefndar. Þetta ákvæði er enn
óbreytt nema hvað Þjóðhagsstofn-
un er komin í stað Efnahagsstofn-
unar.
Þar með tekur ríkisvaldið sér
stöðu á milli samningsaðila.
Þessi tilhögun hefur leitt það af
sér að misvægi hefur skapast á
milli fiskkaupenda og fiskselj-
enda. Vil ég í framhaldi af því fá
að lesa hér upp smákafla úr ræðu
Kristjáns Ragnarssonar, for-
manns LÍÚ, sem birtist í Morgun-
blaðinu fimmtudaginn 3. nóv. sl.
með leyfi hæstv. forseta:
„Þegar haft er í huga að Verð-
lagsráði sjávarútvegsins ber að
taka jafnt tillit til veiða og vinnslu
við ákvarðanir sínar veldur það
undrun að heyra og sjá hve mikill
mismunur er á afkomu þessara
greina. Svo virðist sem oddamaður
yfirnefndar ráðsins hafi ekki
gengið þann gullna meðalveg sem
honum er ætlað að ganga. Með
öðrum orðum að það eru ákvarð-
anir oddamanns sem vega þyngst
hjólbarða þær að ef negldir
hjólbarðar séu undir bíl, þá eigi
allir hjólbarðar að vera negldir.
Einnig verða að vera samstæðir
hjólbarðar á sama öxli, þ.e. ekki
mega vera sumar- og vetrardekk
saman að aftan eða framan.
Á myndinni má sjá sumar-
dekkið sem undan bílnum kom
og vetrardekkið, sem undir hann
fór. Eins og sjá má er ekki neitt
munstur eftir í sumardekkinu og
það því kolólöglegt.
Kolbrún Jónsdóttir
um verðmætaskiptingu á milli út-
gerðar og fiskvinnslu."
Þessi tilhögun hefur leitt það af
sér að misvægi hefur skapast á
milli fiskkaupenda og fiskselj-
enda, eins og ég áður nefndi. Hef-
ur því ríkisvaldið vegna afskipta
sinna af fiskverðssamningum
gripið til ýmissa hliðarráðstafana
svo sem gengisfellinga eða upp-
bóta á verðjöfnunarsjóðum. Þess-
ar ráðstafanir hafa sjaldnast dug-
að lengur en þrjá mánuði, með til-
svarandi verðbólguhækkun og
þörf á endurtekningu vegna hækk-
unar á rekstrarkostnaði. í öðru
fylgiskjali með þessu frv. segir í
grein eftir Friðrik Pálsson, fram-
kvæmdastjóra Sölusambands ísl.
fiskframleiðenda, sem birt var í
tímaritinu Ægi 1978, með leyfi
forseta:
„Á því er enginn vafi að stofnun
Verðlagsráðs sjávarútvegsins á
sínum tíma og svo stofnun Verð-
jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins voru
spor í rétta átt. En því miður er
svo komið að hvorug þessara
stofnana stendur lengur undir
nafni. Það gerist æ algengar í
störfum beggja þessara stofnana
að forstjóri Þjóðhagsstofnunar og
aðrir embættismenn í krafti ríkis-
stjórnar ákveða bæði fiskverð í yf-
irnefnd Verðlagsráðs og viðmið-
unarverð í Verðjöfnunarsjóði. Þær
ákvarðanir eru sjálfsagt ekkert
verri fyrir það. En við erum komin
langt frá upphaflegum tilgangi
með stofnun Verðlagsráðs, sem
var að koma á frjálsum samning-
um milli fiskkaupenda og seljenda
án beinna afskipta ríkisstjórna."
Við könnumst öll mætavel við
aðgerðir ríkisstjórna til þess að
leysa vanda sjávarútvegs eða fisk-
vinnslu. Gengisfellingar, gengis-
sig, erlendar lántökur til að
styrkja fjárfestingarsjóði sjávar-
útvegsins o.fl. Allar þessar að-
gerðir hafa miðast að því að velta
vandanum á undan sér líkt og
snjóbolta sem hleður stanslaust
utan á sig þar til hann er orðinn
svo stór að enginn fær við ráðið.
Slíkum boltum verður ekki enda-
laust velt yfir á samfélagið. Ef tap
er á sjávarútvegi er tap á öllu
þjóðfélaginu. Þetta er undirstöðu-
atvinnugrein Islendinga með um
70% af útflutningsverðmætum
landsins. Það verður því að teljast
réttlát krafa að þeir menn sem
þessum starfsgreinum stjórna
beri ábyrgð á fjárfestingu og
rekstri þessara fyrirtækja. Án
ábyrgðar hlutaðeigandi aðila
verður ekki hagkvæmni náð.
Á árunum frá 1961—82 hafa
verið teknar 273 ákvarðanir um
fiskverð af yfirnefnd Verðlags-
ráðs. Þar af hefur samkomulag
náðst 65 sinnum. Ákvarðanir um
fiskverð þar sem atkvæði odda-
manns var notað með seljendum
gegn kaupendur voru 110, en með
kaupendur gegn seljendum 71. 23
ákvarðanir um fiskverð hafa verið
teknar með atkvæði oddamanns
og annarra fulltrúa á víxl eða með
hjásetu. Oddamaður hefur fjórum
sinnum úrskurðað fiskverð einn.“