Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 25 Með mesta móti af síldinni nú — segir Kristján Jónsson, skipstjóri á Hamrasvani SH 201 „I>AÐ HEFUR VERIÐ ágætis veiöi síðustu tvær nætur á svæðinu alveg frá Stokksnesi og austur undir Papey. Við erum á reknetum, vorum að landa 350 tunnum á Djúpavogi og erum alls komnir með eitthvað á þriðja hundrað lestir. Aðfaranótt þriðjudagsins hefur verið bezta nóttin í þessu hingað til, það hefur verið með mesta móti af henni nú og stóra síldin að koma inn í veiðina. I>að hefur aldrei verið meira af henni og bátarnir hafa verið með frá 200 tunnum upp í 100 lestir í netin. Þá er hér talsvert af nótabátum á svæðinu frá Hvalsnesi að Papey, en sfldin liggur mjög nálægt og grunnt,“ sagði Kristján Jónsson, skipstjóri á Hamrasvani SH 201, er Morgunblaðið ræddi við hann í talstöð síðastliðinn þriðjudag. happdrætti Sumargleðinnar Dregið var í happdrætti Sumargleðinnar þann 15. október sl. Meðal vinninga var litasjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni við Síðu- múla sem kom í hlut Sigrúnar Guðjónsdóttur. Myndin var tekin þegar verslunarstjórinn, Már Elíasson, afhenti Sigrúnu vinninginn, en tækið sem hún hlaut reyndist vera nr. 400 af seldum tækjum á þessu ári. Lengi kinda von Syðra-Langholti, 9. nóvember. FIMM MENN fóru á vélsleðum síð- astliðinn mánudag inn á afrétt að leita kinda. en grunur var að fé væri enn eftir á afréttinum, því fór sáust eftir tvær kindur. Þeir vélsleðamenn fengu slæma færð og vont veður en komust þó í Ásgarð í Kerlingarfjöllum. Mikill snjór var, en ár ófrosnar, en þeir félag- ar komust þó yfir á þunnum ísspöngum á mikilli ferð. Á svonefndum Skipholtskrók, sem er vestur af Kerlingarfjöllum, fundu þeir veturgamla á frá Kjóastöðum í Biskupstungum, en hin kindin sem talin var á afréttum, hefur sennilega verið komin undir snjó. Heim kom- ust þeir félagar síðla kvölds í svarta myrkri. Töluverðan snjó setti niður fyrjr nokkru og varð þá að hýsa fé. Hey eru talin næg, en þó með minna móti og misjöfn að gæðum. Sauðfé hefur heldur fækkað hér í sveit á síðustu árum Sig. Sigm. „Við erum bjartsýnir á að þessi góða veiði haldi áfram og síldin endi hér í Berufirðinum eins og hún hefur gert undanfarin ár. Það er fremur erfitt að eiga við hana hérna við skerin og menn hafa lent í vandræðum með netin. Haldi svona góð veiði áfram verð- ur ekki langt í það að söltun ljúki og mér líst ekki á að reknetabátar standi í því að veiða síld í fryst- ingu, verðið er of lágt til þess að það borgi sig. Það lokast allt aust- ursvæðið þegar söltun líkur vegna lítillar frystigetu og það fer eng- inn að keyra með síldina suður fyrir land fyrir þetta verð. Verðið, bæði til söltunar og frystingar, er til skammar, sérstaklega fyrir okkur, sem erum á netunum. Ég held að margir heltist úr lestinni vegna þess eftir þessa vertíð," sagði Kristján Jónsson. Messur: Landsbyggð- ar kirkjur Guöspjall dagsins: Matt. 9.: Trú þín hefir gjört þig heila. BORGARNESKIRKJA: Barna- messa á morgun, laugardag, kl. 10.30. Sóknarprestur. KIRK JUHVOLSPREST AKALL: Sunnudagaskóli í Hábæjar- kirkju á sunnudaginn kl. 10.30. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sókn- arprestur. SEYDISFJARÐARKIRKJA: A morgun, laugardag, kirkjuskóli kl. 11. Á sunnudaginn kl. 14 fjölskylduguösþjónusta. Kirkju- kaffi eftir messu í umsjón æskulýösfélagsins. Sóknar- prestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Guösþjónusta á sunnudaginn kl. 14. Sr. Stefán Lárusson. Póstflutn- ingur tefst HOLLENSKA póst- og símamála- stofnunin hefur tilkynnt, aö vegna verkfalls megi búast vid töfum á póstflutningi til og frá Hollandi. (Fréttatilkynning.) Elliðaár: Veiðileyf- in hækka um 37,5% BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag, að hækka gjöld fyrir veiðileyfi í Elliðaám á næsta sumri um 37,5%. Dagurinn mun kosta 2.400 krónur næsta sumar, en kostaði 1.745 krónur á síðasta sumri. ERGO-DATA stóllinn frá DRABERT heldur þér í góðu skapi allandaginn. T\ IV ‘I Sá sem er undir álagi við vinnuætti aðeigakostá góðumstól. Spenna minnkar afköst. Veittu þérog starfsfólki þínu þægindi, sem gera ykkur óþvinguð og auka vellíðan: Ergo-Data stóllinnfrá Drabert með Relaxof lex bakstuðningi virkar afslappandiáallan líkamann í hvaða stellingu sem er. I Drabert situröu rétt. Eitt lítið símtal getur þýtt betri vinnuaðstöðu. Síminn hjá okkur er83211. Hringdu og viðsendumþér □ Ergo-Style bæklinginn □ Ergo-Databæklinginn □ Drabert heildarbæklinginn HALLARMÚLA 2, 105 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.