Morgunblaðið - 11.11.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 11.11.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 29 einhverjar heyrnarleifar, hefur lært að lesa af vörum og tala. í fyrri hluta leikritsins náði Lilja frábærum tökum á hlutverki sínu, áherslur, sagnorðavöntunin sem einkennir málfar heyrnarskertra, hreyfingar og fas var með ágæt- um. í seinni hlutanum fannst mér Lilja fara dálítið út af sporinu, hvort þar er um að kenna þýðingu eða leikstjórn geri ég mér ekki al- veg grein fyrir. Valgerður Dan kemur inn í heiminn til að hjálpa minnimáttargenginu að ná fraun réttindum sínum í sambandi við störf. Valgerður dregur upp ansi átakanlega mynd af okkur heyr- andi: erum við virkilega svona í vitund heyrnarlausra? Svona væn og góð að vísu, en svo skilnings- laus og yfirborðskennd að engu tali tekur. Valgerður kom þessu til skila af stórmikilli prýði. Hins vegar hvarflaði að mér í seinni- hluta hvort felldir hefðu verið úr leikritinu einhverjir kaflar varð- andi þessa beinhörðu jafnréttis- baráttu, þar var eitthvað sem ekki small. Þar sem ég hef því miður ekki lesið leikritið kann hér að vera á ferð misskilningur minn. Karl Ágúst Úlfsson fer með hlut- verk Orin Dennis, vinar Söru, og sýnir á glöggan hátt tilfinninga- hita hans og streð við að „komast áfram" í heyrandi heiminum. Sig- ríður Hagalín fór með lítið hlut- verk móður Söru. Enn eitt dæmi um hversu vel má vinna úr tiltölu- lega litlum hlutverkum. Harald G. Harldsson stóð fyrir sínu sem skólastjóri Heyrnleysingjaskól- ans, ef frá eru talin fyrstu tvö at- riðin þar sem hann var fullmikið að leika. Það segir sig sjálft að leikhóp- urinn hefði varla náð svo sterkum áhrifum ef ekki hefði komið til hnitmiðuð og manneskjuleg leik- stjórn Þorsteins Gunnarssonar og sem dæmi um atriði þar sem leik- stjórn og leikur haldast í hendur á magnaðan hátt var „reiði-atriði“ milli þeirra Orin og Söru. Víst skynjaði maður þá þögnina stút- fulla af hljóðum. Leikmynd Magnúsar Pálssonar gæti ekki einfaldari verið, en hún nær tilgangi sínum og lýsing Daniels Williamssonar er öldungis dæmi um hvað góð lýsing getur skapað margþætta stemmningu, sterka/hlýja/hljóða. Það var eig- inlega nokk sama, Daniel tókst það allt saman. Að þéringum frátöldum (það er líka mál leikstjórans) og titli leiksins, finnst mér þýðing Úlfs Hjörvar hljóma mætavel. Áhrifamikil sýning um efni sem skiptir máli. Vonandi fær þetta leikrit eins mikla og góða aðsókn og það á skilið. Og kannski það hjálpi okkur líka. Bæði okkur í heyrandi heimi og hinum, þar sem þögnin ríkir, full af hljóðum. Kjartan Ragnarsson sem leik- stýrt hefur sýningu Skagaleik- flokksins á Eðlisfræðingunum hefur haft erindi sem erfiði. Sýn- ingin er vel unnin innan sinna takmarka. Vissulega eru merki áhugaleikhússins víða á sýning- unni, sum neikvæð, önnur jákvæð. Það væri með ólíkindum ef hægt væri að tefla fram úrvalssveit áhugaleikara hjá einu leikfélagi og láta alla vinna leikafrek. En heildarmyndin er góð. Mig langar aðeins til að minnast á fáeina leikara sem sýndu að mínum dómi kosti áhugaleikhúss- ins og gáfu á köflum atvinnuleik- urum lítið eftir. Gerður Rafnsdóttir, sem lék Fröken Matthildi von Zahnd, doktor og geðlækni, náði í sumum atriðum sterkum tökum á hlut- verki sínu, ekki síst í lokin. Krist- ján E. Jónasson í gervi Jóhanns Vilhjálms Möbíus bar höfuð og herðar yfir flesta leikara, trúverð- ugur og lýsti óvenjulegum skiln- ingi á persónunni. Hann fékk und- irritaðan áhorfanda oft til að gleyma því að um áhugamanna- leiksýningu væri að ræða, en það væri ofmælt að hann hafi fyllilega valdið erfiðu hlutverki. Samleikur þeirra Kristjáns og Helgu Braga Jónsdóttur í viðkvæmasta atriði leikritsins tókst með ólíkindum vel. Helga Braga er áreiðanlega meðal þeirra ungu áhugaleikara sem eru von Skagaleikflokksins. Ingimar Garðarsson og Auður Sigurðardóttir sem léku trúboðs- hjón, hún reyndar í hlutverki fyrrverandi konu Möbíusar, áttu sinn rika þátt í kátínu áhorfenda. Þau fengu með farsakenndum leik sínum áhorfendur til að gleyma alvörunni. Leikstjórinn birtist í því hvernig þau voru látin túlka hlutverk sín, að sumu leyti voru þau að leika Kjartan Ragnarsson og er engin ástæða til að harma það. Stór hlutverk í höndum þeirra Sveins Kristinssonar, Magnúsar Benediktssonar og Jón; Páls Björnssonar voru vel af hendi leyst innan þess ramma sem áhugaaleikhúsið setur. Ég vil einnig geta sannfærandi leiks Haralds Helgasonar í fremur litlu hlutverki yfirhjúkrunarmanns. Hinir tónelsku synir Möbíusar skiluðu einnig sínum hlutverkum með prýði. Leikmyndin var ekki nákvæm- lega eftir fyrirmælum Durren- matts, en á engan hátt til skaða. Tæknileg atriði voru síður en svo til að skyggja á þá heildarmynd sem fékkst af þessu athyglisverða framtaki Skagaleikflokksins. Eng- ir teljandi erfiðleikar voru við að mæla fram vandaðan íslenskan texta Halldórs Stefánssonar. En ósköp er blábjánalegt að kalla síg- arettur vindlinga. Það gerir eng- inn maður. Jóhann Hjálmarsson Sönghópurinn: Sigþrúður Harðardóttir, Gunnar Arnason, Helgi E. Kristj- ánsson og Smári Kristjánsson. Að reyna að toga upp húmorinn Leíklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Selfoss: Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason. Leikstjóri: V’iðar Eggertsson. Leikmynd: Ólafur Th. Ólafsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljómsveitarstj.: Helgi E. Krist- jánsson. Áhugamannaleikfélög úti á landi hafa gert heilmikið af því á þessu ári að flytja verk Jónasar Árnasonar, m.a. af því að höf- undur mun vera/verða sextugur á þessu ári. Leikverk Jónasar eru um margt vel fallin til að áhugamannahópar glími við þau, svo og þá leiki sem þeir bræður Jónas og Jón Múli hafa gert í samvinnu. Þið munið hann Jör- und var fyrst flutt hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir æði mörgum árum og hefur síðan verið sýnt víða. Ekki þarf að orðlengja um söguþráðinn: hér segir frá komu og valdatöku Jörundar í byrjun nítjándu aldar og hundadaga- stjórnun hans. Sönghópur á enskri krá hefur söguna, en síð- an er brugðið upp svipmyndum á sviðinu, oft og einatt með aðstoð sönghópsins. Verkið er sjálft ágætis afþreyingarstykki, mann- eskjuleg meðferð höfundar á Jörundi, háð hans um f slendinga bara skemmtilegt, írsk og skozk þjóðlög verkinu til hinnar mestu prýði. Svo að þá er eiginlega bara að velta fyrir sér, hvernig sýningin skilar sér í meðförum leikenda og leikstjóra á Selfossi. Það er komið í tízku að láta áhorfendum að Jörundarleikn- um finnast þeir vera staddir á enskri krá. Hugmyndin er svo sem góð og gild. En ætli sé alltaf eins kalt á enskum krám og var í Selfossbíói á þriðjudagskvöld. Hugmyndir leikstjórans um að láta leikendur ganga á milli og heilsa upp á gesti, tala hástöfum saman við „þarinn" eða hafa í frammi sving og hopp og hí fyrir framan sviðið áður en sýningin hefst, var að mínum dómi ekki vel lukkuð uppákoma, heldur þvingað og lítill glæsibragur yfir því öllu saman. Viðbrögð áhorf- enda við sýningunni og áður- nefndu hoppioghíi studdi kenn- ingar Jörundar um íslendinga: að þeir kunni hvorki að syngja, tala að ekki sé nú minnst á að brosa. Gerði þó sönghópurinn sitt til að örva áhorfendur. Um frammistöðu leikara og leikstjórn er að öðru leyti ekki ástæða til að hafa mörg orð, en mér þótti mjög fjarri því að hún heppnaðist. Sú ákvörðun leik- stjóra að gera Studiósus þannig úr garði að inn á svið veltist skrækur og óskiljanlegur kjáni öðru hverju var bara leiðinlegt. Gervi Braga Ólafssonar og Hall- dórs P. Halldórssonar sem fs- lendingar, svo og framganga, var hins vegar dæmi um eitt af fáu sem var skemmtilegt í sýning- unni. Annað atriði má ótvírætt nefna, þegar Hundadagakóngur býður dömu sinni til málsverðar og drykkju. Mímík Sigríðar Karlsdóttur var með ágætum. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson átti góða spretti sem Jörundur, en Charlie Brown — Axel Magn- ússon — hefði þurft að kunna textann betur og helzt geta raul- að, þar sem hann á eitt skemmti- legasta lag leiksins, Barbara. f heild var sviðsetningin ákaf- lega laus í reipunum, og leikhóp- urinn sem heild ósamstæður og leikurinn því bæði handahófs- kenndur og óagaður. Það má og ber að virða starf- semi áhugaleikfélaga og til þeirra eru gerðar aðrar kröfur en til atvinnuleikhúsa og litið með langtum meiri velvild á gjörðir þeirra en hinna síðar- nefndu. En til þeirra verður að gera nokkrar listrænar kröfur þó. Og þær voru ekki uppfylltar hér. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar: Námskeið að hefjast í dönsunum úr Staying Alive STAYING ALIVE heitir dansamynd sem frumsýnd verður hérlendis um jólin og nú er að hefjast námskeið hjá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar þar sem dansarnir úr kvikmyndinni verða kenndir. „Staying Alive dansarnir eru sjö talsins, sex sólódansar og einn paradans. Allt sérlega flottir og skemmtilegir dansar en hafa þann kost að vera ekki flóknari en svo að allir ættu að geta lært þá,“ sagði Heiðar Ástvaldsson í sam- tali við blm. Mbl. „Dansarnir eru svipaðir og í kvikmyndinni nema hvað við höfum ekki tæknibrellur til að grípa til og sleppum auk þess öllum dömulyftingum þar sem dansarnir eru miðaðir við diskótek. Dansana getur maður haft einfalda ef maður vill en svo' er líka hægt að útfæra þá eins flott og Travolta gerir í myndinni. Margir muna dansana úr Sat- urday Night F«ver. í þessari mynd eru þeir enn betri fyrir utan það náttúrulega að Travolta er orðinn mun þjálfaðri dansari. Námskeiðið er 10 vikur, fimm skipti fyrir jól og fimm eftir jól, og verðum við með það á Akureyri og :í tveim stöðum í Reykjavík, Brautarholti og Drafnarfelli. Tím- arnir verða á sunnudagseftirmið- dögum og kennarar eru Harpa Pálsdóttir og Svanhildur Sigurð- ardóttir. Þær hafa báðar kennt hjá mér mjög lengi og fór Harpa með mér sérstaka ferð til Dan- merkur að læra dansana." Er dýrt á svona námskeið? „Nei, ég held ég megi segja að danskennsla á íslandi sé alveg sér- staklega ódýr. Þetta tíu tíma nám- skeið kostar 650 krónur eða svipað og að fara í bíó. Og á tímum auk- innar líkamsræktar má minna á að diskódansar eru fín hreyfing." Námskeiðið hefst sunnudaginn 13. nóvember og fer innritun fram í dansskólunum frá kl. 1—6, fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Paradansinn úr kvikmyndinni Stay- ing Alive er einn af sjö dönsum úr myndinni sem kenndir verða á nám- skeiði Heiðars. Mase Fox 2500/4200 Rafstöðvar hinna vandlátu . Vegur 47 kg. Eldsneyti: Bensín. Hávaði: 73 db í 7 m fjarlœgð. Vélarstærö: 4,5 Hp við 3000 snúninga. Sjálfvirk hraöastilling við misjafnt álag. Eldsneytistankur: 4,2 Itr. Verö kr. 47.939/55.560. Benco Bolholti 4, simar 91-21945 / 84077 LE IKFIMIRIMLAR 1 Jyrir alla fjölskylduna undid líkamsrækt hei ma í' stefán f f/1/ & V Ljólafur,:. 'X résmidja súdarvogj 18 /S.86125 WAGNER- sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett með dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskaö er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niður í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiösluskilmálar. Atlas hf Ármúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.