Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 32
Bítlaæðið HOLLUWOOD Opið öll Rvöld FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Björgun TF-Ránar af hafsbotni: Utanríkisráðiineyt- ið leitar til flotans Afar mikilvægt vegna rannsóknarinnar að ná flakinu heilu upp á yfirborðið I tanríkisráAuneytið hefur, að til- hlutan Klugmálastjórnar og rann- sóknarnefndar flugslysa, óskað eftir því að kannað verði hvort hægt verði að fá hjálp frá bandaríska flotanum við að ná flaki TF-Ránar af sjávar- botni. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi varnarliösins, sagði Mbl. í gær, að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um hvaða björgunarsveit úr flotan- um kæmi hingað til lands ef með þyrfti; hann taldi að varnarliðið myndi ekki hafa milligöngu í því máli, það færi beint á milli utanrík- isráðuneytisins og yfirstjórnar bandaríska flotans í Norfolk. „Það er afar mikilvægt, rann- sóknar slyssins vegna, að flakið ná- ist sem heillegast upp,“ sagði Gunn- ar Bergsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Það mál er annars í höndum rannsóknarnefnd- ar flugslysa og væntanlega verður tekin ákvörðun um framhaldið eftir daginn í dag, þegar aðstæður hafa verið kannaðar betur á slysstaðn- Almennt tölvu- net sett upp á íslandi 1985 PÓSTUR & sími bauð sjö fyrirtækjum að gera tilboð í búnað vegna uppsetningar á almennu tölvuneti, eða gagnaflutningsneti, sem koma á upp hér á landi, að því er Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur hjá l’ósti & síma sagði í erindi á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands og Skýrslutæknifélags íslands um „Skrifstofu framtíðarinnar" í gærdag. Þorvarður sagði að sex fyrir- tækjanna hefðu gert tilboð og væru þau til athugunar hjá Pósti & síma. „Ef við lentum ekki í niðurskurði með þetta mál verð- ur gengið frá samningum við eitt fyrirtækjanna á næstunni með það fyrir augum, að efnið geti verið til afhendingar um áramót- in 1984—1985 og kerfið yrði þá tilbúið til notkunar á miðju ári 1985,“ sagði Þorvarður ennfrem- ur. Gert er ráð fyrir, að meginstöð með 140 inngöngum verði komið upp í Reykjavík, en síðan verða stöðvar í Stykkishólmi, á ísafirði og Blönduósi með 20 inngöngum á hverjum stað. Þá verða stöðvar á Akureyri og Egilsstöðum með 35 inngöngum á hvorum stað og loks verður stöð á Hvolsvelli með 30 inngöngum, eða samtals 300 inngangar. Þorvarður sagði að við athug- un Pósts & síma hefði komið í ljós, að stórnotendur í landinu hefðu áhuga á að nýta á bilinu 100—110 innganga. Það væri hins vegar enn óljóst hvernig nýting yrði áfram. Ef eftirspurn- in eykst síðan er fljótlegt að stækka kerfið. Þá kom það fram hjá Þorvarði, að hugmyndin væri að tengjast tölvunetum í Bretlandi, Banda- ríkjunum og á Norðurlöndunum, en út frá þeim kerfum væri síðan hægt að tengjast áfram víðs veg- ar um heiminn. Miðað við kerfið eins og það er hugsað eiga öll fyrirtæki á íslandi að geta tengzt því, hvar sem er á landinu. Þegar tölvunetið verður komið upp verður hægt að flytja allar tölvutækar upplýsingar hvert á land sem er, auk þess sem hægt er að flytja þær milli landa. Fram hefur komið, að „svarti kassinn" svokallaði, sem m.a. hljóð- ritar öll samtöl í flugvélum og sam- skipti þeirra við stjórnstöðvar á láði eða legi, var ekki nema að hluta til í TF-Rán. Hljóðriti „kassans" var sendur utan í viðgerð fyrir nokkru og hafði ekki verið settur í þyrluna aftur eftir að tækið kom til landsins í lok síðasta mánaðar. Hljóðmerkjagjafi „svarta kassans" var á sínum stað og starfaði eðli- lega. Rétt er að taka fram, að hljóð- ritinn er eingöngu segulbandstæki og hefur ekkert að gera með flug- hæfni eða stjórnun flugfara. TF-Rán var ekki tryggð sérstak- lega — nema gegn þriðja aðila — frekar en aðrar eignir ríkisins. Trygging bætir því ekki það tjón, sem orðið hefur af þyrlutapinu. Ekkert hefur enn verið rætt um hvort eða hvenær ný þyrla verði fengin hingað til lands í stað TF-Ránar. Aætlað verð nýrrar Sik- orsky-þyrlu er talið vera um 2,7 milljónir bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 76 milljónum króna. — Fulltrúi Sikorsky-verksmiðjanna er væntanlegur til landsins þegar hafist verður handa um björgun þyrlunnar, að sögn Gunnars Bergsteinssonar. Sjá nánar á miðopnu: „Neóan- sjávarmyndavélin staófesti fund flaksins." 'frZr^X.'i if .■ f/"'. . ■ - z"; - 4f ■ . ‘ - iS’ ■ ■ x /, ". . . :■. Morgunblaðió/ RAX Vélbáturinn Siggi Sveins sem björgunarmenn nota á slysstaðnum yfír fíaki TF-Ránar í gær. f gúmbátnum eru menn sem láta sjónvarpsmyndatökuvél síga niður í djúpið. Afsláttur vegna skreiðarsölu fyrstu 9 mánuði ársins 96,5 milljónir króna: Afslátturinn kemur ekki fram í Nígeríu „AFSLÁTTURINN, sem þið fslend- ingar gefíð á skreiðinni, nú allt að 27%, lækkar verðið til ykkar en ekki okkar. Hann kemur hvergi fram í Nig- eríu og tugmilljónir króna falla í hend- ur milliliða, sem ólöglegir eru í þess- um viðskiptum. Þetta hefur ekki liðk- að fyrir sölu til Nígeríu, en hefði getað það verulega hefðuð þið lækkað verðið beint til okkar. Með því að gefa þenn- an afsiátt hafa Norðmenn og íslend- ingar sýnt að þeir hafa verið að svindla á okkur undanfarin ár. Með þessu er viðskiptum landanna stefnt í Samkomulag innan ríkisstjórnar um að breyta bráðabirgðalögum: Þrenging samnings- réttar verði felld út Forsætisráðherra kunngerði á Al- þingi í gær að ríkisstjórnin hefði kunngert fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar þann vilja sinn, að fella brott úr bráðabirgðalögum um launa- mál (nr. 54/1983) ákvæði um tíma- bundna skerðingu samningsréttar. Forsendur þessa breytta viðhorfs eru tvíþættar, samkvæmt bréfi rík- isstjórnarinnar til þingnefndar: 1) markmið bráðabirgðalaganna, að ná verðbólgu niður í 30 af hundraði fyrir lok ársins, er þegar í höfn, 2) Verðbólgan hefur náðst niður í 30% horfur í efnahags- og atvinnumálum 1984 eru enn dekkri en áður var tal- ið, ekki sízt vegna nýrra upplýsinga um stofnstærð og veiðiþol helzta nytjafisks okkar, þorsksins. — Brýna nauðsyn ber til að koma á viðræðum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar þar um. Forsætisráðherra sagði að vísi- tala hefði hækkað um 6,9% frá 1. ágúst sl., sem jafngilti 30% verð- bólgu miðað við heilt ár, og hækkan- ir næstu mánaða yrðu um eða undir því verðbólgustigi. Sjá nánar í þingfrétt bls.18 í Mbl. í dag. voða,“ sagði Kolawolc Omasan Ades- iji Koiki, skreiðarkaupmaður frá Nig- eríu, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt Hagtíðindum var fyrstu 9 mánuði þessa árs flutt út skreið fyrir 360 milljónir og hausar fyrir 117,9 milljónir króna. Sam- kvæmt 20% afslætti, sem í gildi hef- ur verið á þessu ári, hafa íslend- ingar gefið 95,6 milljónir króna í af- slátt vegna þessara viðskipta. „Þessi afsláttur kemur hvergi fram á fylgiskjölum, þar stendur hið opinbera verð og miðað er við það, þegar skreiðin er seld í Nígeríu. Því kemur þetta engum til góða nema milliliðunum, sem hagnast á vand- ræðum beggja þjóðanna. Með við- skiptaháttum eins og þessum eru Is- lendingar, ásamt fleiri þjóðum, að leggja efnahag Nígeríu í rúst. Hefði ég farmbréf og fylgiskjöl, sem sýndu að ég fengi opinberan 20 til 27% afslátt af skreiðinni, væri ekki vafi á því að ég gæti flutt inn verulegt magn, en ekki á þann hátt, sem hafður hefur verið á. Nígeríumenn munu halda áfram að borða skreið ef efnahagsásUnd leyfir. Þáttur í því að bæta þáð er hjálp ykkar íslendinga til að útrýma núverandi viðskiptaháttum. Á und- anförnum árum hafa útlendir inn- flytjendur stolið 5 billjónum punda af Nígeríumönnum með fölsun pappíra. Við þurfum heiðarlega viðskiptamenn og heiðarlega banka til að leysa þennan vanda. Nígeríu- menn yrðu ánægðir ef enginn af- sláttur yrði gefinn. Við myndum samt halda áfram að kaupa skreið, en með afslættinum stuðlið þið að áframhaldandi ólöglegum viðskipta- háttum. Ég veit hvað ég þarf að gera, þegar ég kem heim,“ sagði Ko- iki. Þjófa- gengi upprætt ÞJÓFAGENGI sjö pilta á aldrin- um fjórtin ira til tvítugs hefur verið upprætt í Kópavogi. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur að undanfornu rannsakað fjöl- mörg innbrot, sem framin voru víðs vegar í Kópavogi. Brotist var inn í barnaheimili á Haf- braut og við Bjarnhólastíg, inn í Digranesskóla, félagsheimilið og bókasafnið, svo eitthvað sé nefnt og ollu þjófarnir umtals- verðu tjóni auk þess að stela talsverðum verðmætum, þar með talið myndband. Aðeins tveir piltanna eru yfir 16 ára aldri og var fulltrúi fé- lagsmálastofnunar Kópavogs viðstaddur yfirheyrslur hinna, sem undir lögaldri eru. Allir hafa strákarnir áður komið við sögu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.