Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 15 Kór Dómkirkjunnar. Kór Kársness- og Þingholtsskóla. Tónlistardagar Dómkirkjunnar: Kórtónleikar á laug- ardag og sunnudag Frumflutt nýtt verk eftir Jón Ásgeirsson TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunn- ar eru nú haldnir öóru sinni. Það er Kór Dómkirkjunnar og stjórnandi hans, Marteinn H. Friðriksson, sem sjá um framkvæmd alla. Efnt er til þessara daga til að kynna kirkjutón- list. Aðalviðburðir tónlistardaganna verða á laugardag og sunnudag með kórtónleikum, sem hefjast kl. 17.00 báða dagana. A laugardag flytur Kór Dóm- kirkjunnar verk eftir Vittoria, Brahms, Mendelssohn-Bartholdy og Bach. En svo flytur kórinn ásamt Kór Tónlistarskólans í Reykjavík „Fest- und Gedenk- spruche" op. 109 eftir Brahms. Hvor kórinn um sig er með um 40 manna lið, þannig að þarna verða flytjendur 80 talsins, og hlýtur það að vera tilhlökkunarefni að heyra svo voldugan kór flytja hið fagra tónverk. — Jafnframt leikur svo Hörður Áskelsson á Dóm- kirkjuorgelið fantasíu og fúgu í g-moll e. Bach. Á sunnudag frumflytja Kór Dómkirkjunnar og Kór Kársness- og Þinghólsskóla, sem lýtur stjórn Þór- Jón Ásgeirsson, tónskáld. unnar Björnsdóttur, nýtt verk eftir Jón Ásgeirsson, „Leyfið börnunum að koma til mín“. Samdi Jón það sl. sumar að beiðni Marteins H. Frið- rikssonar. Einsöngvari verður Halldór Vilhelmsson. Barnakór- inn telur um 40 félaga, þannig að þarna eru aftur 80 söngvarar að flytja hina fögru list. Barnakórinn syngur einnig fleiri lög. Ef veður leyfir mun hann jafnframt syngja nokkur lög úti fyrir kirkjudyrum upp úr kl. hálffimm, áður en tónleikarnir befjasL Á sunnudagstónleikunum leikur Marteinn H. Friðriksson einnig á orgelið tvö verk eftir Brahms, tónskáldið sem sérstaklega er kynnt á þessum dögum. Loks má ekki gleyma messunni á sunnudag kl. ll, þar prédikar sr. Þórir Stephensen, og Dómkórinn syngur lög eftir Gunnar Thorodd- sen, Cruger, Distler o.fl. Tromp- etleikararnir Lárus Sveinsson og Jón Sigurðsson leika í messunni og dómorganistinn leikur tónlist eftir Brahms og Hallgrím Helga- son. Kór Dómkirkjunnar og stjórn- andi hans, Marteinn H. Friðriks- son, hafa hér ráðist í mikla hluti, sem hafa kostað bæði vinnu og fjármuni, ekki síst óhemjumikla vinnu. Mér finnst það kalla á okkur hin, sóknarbörn og velunn- ara Dómkirkjunnar og tónlistar- áhugafólk yfirleitt, að sækja þess- ar athafnir. Ég er viss um, að þar finnur hver maður eitthvað, sem gefur honum gleði í sinni og þroska í sál. Munum því tónlist- ardaga Dómkirkjunnar nú um helgina. Þórir Stephensen l,ára Rafnsdóttir Elísabet F. Eiríksdóttir Egilsstaðir: Aðrir áskriftartónleik- ar Tónlistarfélagsins Kgilsstoðum, 8. nóvember. AÐRIR áskriftartónleikar Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs á þessu starfsári verða í Egilsstaðakirkju á laugardaginn kemur, 12. nóvember, og hefjast kl. 17. Þar syngur Elísabet F. Eiríks- dóttir, sópransöngkona, við undirleik Láru S. Rafnsdóttur. A efnisskránni verða m.a. verk eftir Donandy, Puccini, Grieg; Sigvalda Kaldalóns, Pál Isólfsson og Jón Ás- geirsson. Á sunnudag verður svo ár- leg kaffisala tónlistarfélags- ins í Menntaskólanum á Eg- ilsstöðum. Þar verður alls kyns góðgæti á boðstólum með kaffisopanum — auk léttrar tónlistar. M.a. munu nemendur úr Tónskóla Fljótsdalshéraðs koma þar fram og ennfremur Jass- smiðja Austurlands og sönghópur sem nefnir sig Bráðabirgðaflokkinn. Skemmtun þessi hefst kl. 15. — Ólafur. á Honda bílum árg. ’83 Civic 3h beinsk. Civic 3h sjálfsk. Civic 3h „sport“ Civic 4h Sedan beinsk. Civic 4h Sedan sjálfsk. Quintet 5h beinsk. Accord 3h beinsk. Accord 4h Sedan beinsk. Accord 4h Sedan beinsk. EXS Accord 4h Sedan sjálfsk. EXS Prelude 2h beinsk. EX Prelude 2h beinsk. EX + P.S. Öll verð miöuð við bankagengi Yen: 0. Var 259.600 293.800 311.400 312.000 320.500 361.500 382.500 396.100 434.500 451.200 447.500 458.000 Nú aðeins 238.500 273.500 291.900 287.200 297.200 339.100 326.000 341.100 374.200 384.500 422.700 432.900 Lækkun kr. 21.100 20.300 19.500 24.800 23.300 22.400 56.500 55.000 60.400 66.700 24.800 25.100 11998 og tollgengi Yen: 0.11998. Axord Góðir greiðsluskilmálar Tökum notaöa bíla uppí ® Opið 1—5 í dag. A ISLANDI Vatnagörðum 24, Símar 38772 — 39460 — 82089

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.