Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 A5 halda sig við kjarna máls Athugasemd frá framkværnda- stjórn Landssambands iðnaöar- manna — samtaka atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum — varðandi verðlagsmál eggjaframleiðenda: Framkvæmdastjórn Lands- sambands iðnaðarmanna — sam- taka atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum — samþykkti á fundi sínum þann 24. október sl., að verði verðákvörðun eggja felld undir Framleiðsluráð landbúnað- arins og sexmannanefnd, muni Landssambandið þegar í stað draga fulltrúa sinn úr nefndinni. Þessa samþykkt stjórnarinnar, sem gerð var í fullu samráði við fulltrúa Landssambandsins í sex- mannanefndinni, kynnti forseti Landssambands iðnaðarmanna í setningarræðu á 40. Iðnþingi ís- lendinga og skýrði ástæður, sem þar lágu að baki. Bersýnilegt er, að þessi afstaða stjórnar Lands- sambandsins, sem ekki síst var tekin með hagsmuni innlendrar brauð- og kökugerðar í huga, hef- ur orðið tilefni mikillar umfjöll- unar á opinberum vettvangi varð- andi hugsanlega verðskráningu á eggjum og raunar um verðmynd- unarmál landbúnaðarvara al- mennt. Hafa margir orðið til þess að leggja orð í belg, m.a. málsvar- ar Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins og framkvæmdanefndar um eggjadreifingarstöð Sambands eggjaframleiðenda. Hafa sumir þessara aðila lýst furðu sinni á sjónarmiðum stjórnar Lands- sambands iðnaðarmanna til þess- ara mála, og þá fyrst og fremst, að stjórn Landssambandsins skuli setja sig á móti hugmyndum um að komið verði á fót eggjadreif- ingarstöð. Hér hafa þessir „ábyrgu aðilar" drepið umræðunni á dreif og vilj- andi eða óviljandi ekki haldið sig við kjarna málsins. Hafa þeir hiklaust bendlað Landssambands- stjórn við skoðanir og ummæli, sem hún hefur aldrei viðhaft. Hið sanna í þessu máli er á hinn bóginn það, að fyrirhuguö stofnun eggja- dreifingarstöðvar hefur ekki verið mótmælt af hálfu Landssambands- ins. Stjórn Landssambands iðnað- armanna telur það hins vegar óheillaspor, verði orðið við kröfum vissra afla þess efnis, að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins með að- stoð sexmannanefndar annist verð- skráningu allra eggja á innlendum markaði. Eggjaframleiðendur hafa til þessa ekki notið atbeina Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og sexmannanefndarinnar við verð- lagningu á eggjum. Hefur í þess- ari búgrein ríkt samkeppni, og hafa risið upp eggjabú, sem án ríkisforsjár og styrkja hafa getað boðið egg sín á viðunandi verði, a.m.k. miðað við sumar aðrar landbúnaðarafurðir. í lögum er svo fyrir mælt, að landbúnaðar- ráðherra geti ákveðið með reglu- gerð, að Framleiðsluráðið skuli annast verðskráningu á eggjum, ef eggjaframleiðendur óski þess. Ræður sexmannanefnd engu um þá ákvörðun. í slíkri skipan felst, að allir verði að selja egg sín á sama verði, nauðugir viljugir og varðar refsingu ef einhver byði þau á lægra verði en hið opinbera, skráða verð segði til um. Skiptir 31 engu þótt einstakir eggjafram- leiðendur gætu sýnt fram á, að til- kostnaður þeirra við framleiðsl- una væri aðeins brot af hinu opin- bera verði. Það eru þessar hugmyndir um breytt fyrirkomulag á verðlagingu eggja, sem framkvæmdastjórn Landssambands iðnaðarmanna hefur verið að vara við, en ekki hugmyndir um eggjadreifingar- stöð eins og sumir virðast þó telja. Á síðustu dögum virðast þeir öllu hljóðlátari, sem áður voru öldung- is óragir við að hampa kröfum sín- um um opinbera forsjá í verð- lagsmálum eggjaframleiðenda. Er vonandi að þetta viti á gott, og að Landssamband iðnaðarmanna hafi ekki til einskis farið fram með mál þetta. Fyrirtæki í brauð- og kökugerð nota egg í miklum mæli í framleiðslu sína. Eggjaverð hefur því veruleg áhrif á verð inn- lendrar kökuframleiðslu og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja í brauð- og kökugerð gagnvart er- lendum keppinautum. Hjá fyrir- tækjum í þessari gamalgrónu iðngrein starfa nú milli 600 og 700 manns. Þessi aðilar eiga rétt á því, að afkomu þeirra sé ekki teflt í tvísýnu. Beið eftir að létti til svo ég gæti málað Ljósm.: Emilía Björg Björnsdóttir. Sigurður Haukur Lúðvígsson listmálari. Hann opnar í dag þriðju mál- verkasýningu sína hérlendis, en auk þess hefur hann sýnt í Danmörku og víðar. Rætt við Sigurð Hauk Lúðvígsson listmálara sem í dag opnar þriðju málverkasýningu sína Sigurður Haukur Lúðvígsson listmálari opnar í dag sýningu á rösklega fimmtíu málverkum sín- um í húsgagnaversluninni Skeif- unni á Smiðjuvegi 6 í Kópavogi, Sýningin, sem er sölusýning, verð- ur opnuð klukkan 14, en mál- verkin eru 38 olíumyndir og af- gangurinn vatnslitamyndir. Blaða- maður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við Sigurð Hauk í vik- unni, þar sem hann var í óða önn að setja sýninguna upp. Allt fígúratífar myndir „Sjón er sögu ríkari þegar málverk eru annars vegar," sagði Sigurður Haukur, „en ég get þó sagt að þetta eru allt „fíg- úratíf“ verk, landslag, hús og þjóðlífsmyndir. Myndirnar eru að ég held allar málaðar á þessu ári og síðasta, og myndefnið hef ég sótt víða um land. Ég fór til dæmis í sumar norð- ur og austur um land og málaði talsvert, hér eru til dæmis myndir úr Mývatnssveit, Horna- firði, Lóni, Grindavík og víðar lengra frá suðvesturhorninu, og svo eru myndir skemmra að; frá Þingvöllum, Grindavík, Kefla- vík, Eyrarbakka og víðar. — Nei, það er ekkert úr Reykjavík að þessu sinni.“ — Er einhver eðlismunur á olíumyndunum hjá þér og vatnslitamyndunum annar en efnið sem unnið er með? „Nei, ekki held ég það, mynd- efnið er að minnsta kosti hið sama, hvora aðferðina sem ég nota. Olíumálverkin eru þó stærri og grófari, vatnslita- myndirnar minni og fínlegri, í því liggur munurinn fyrst og fremst.“ Veðrið hefur engin áhrif á skapið — Það rigndi mikið í sumar, hefur það ekki slæm áhrif á listamanninn, er ekki hætta á að andríkið verði minna við slíkar aðstæður? „Nei, ég finn ekki til þess, mér líður jafn vel, hvort heldur það rignir eða ekki. Því er hins vegar ekki að neita að það getur komið sér illa þegar fengist er við úti- myndir og landslagsmyndir, ef rignir og ef útsýnið er lítið sem ekkert. Mér veittist því erfitt að mála hér sunnanlands í sumar. — Ég lenti einnig í því austur í Skaftafellssýslum í sumar að fá rigningu og lítið skyggni þegar ég ætlaði að fara að mála, og þá var ekki annað að gera en bíða. — Það gerðist svo þegar daginn eftir að dró frá, og þá sá ég til að festa eitthvað á léreft! Hvað ég tek mér fyrir hendur að lokinni þessari sýningu? — Ég held bara mínu striki, held áfram að mála, ég á ekki von á neinum stórum breytingum á næstunni. Ég hef þetta að aðal- starfi núna, og þarf því ekki að spyrja neinn leyfis til að setjast niður með litina.“ Þar með var iistamaðurinn rokinn, enda í nógu að snúast, og að lokum bað hann blaðamann- inn að sleppa því alveg að hafa mynd af sér með viðtalinu. Þeirri ósk er hér með hafnað! Anders Hansen JMtogtniMiifeffe Metsö/ublað á hverjum c/egi! Sölusýning á Hrafnistu HIN ÁRLEGA sölusýning á handavinnu vistfólks á Hrafnistu í Reykja- vík verður í dag, laugardag, í húsakynnum Hrafnistu. Sölusýningin verður opin frá klukkan 13.30 til 17.00 og verður þar margt muna til sölu. Á meðfylgjandi mynd má sjá vistkonur á Hrafnistu við vinnu sína. Aðalfundir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur sjálfstæðifélaganna i Reykjavík veröa haldnir sem hér segir: Nes- og Melahverfi 14. nóv. kl. 20.30 aö Hótel Sögu. Háaleitishverfi 14. nóv. kl. 20.30 í Valhöll. Hóla- og Fellahverfi 14. nóv. kl. 20.30 aö Seljabr. 54. Vestur- og Miöbæjarhverfi 15. nóv. kl. 18.00 aö Hótel Sögu. Austurbær og Norðurmýri 15. nóv. kl. 18.00 í Valhöll. Bakka- og Stekkjahverfi 15. nóv. kl. 20.30 aö Seljabr. 54. Laugarneshverfi 16. nóv. kl. 18.00 í Valhöll. Hlíöa- og Holtahverfi 17. nóv. kl. 18.00 í Valhöll. Langholt 17. nóv. kl. 20.30 Langholtsv. 124. Skóga- og Seljahverfi 17. nóv. kl. 20.30 aö Seljabr. 54. Hvöt fél. sjálfstæöiskvenna 17. nóv. kl. 20.30 í Valhöll. Smáíb - Búst.- Fossv.hv. 19. nóv. kl. 14.00 í Valhöll. Árbæjar- og Seláshverfi 19. nóv. kl. 14.00 aö Hr.bæ 102b. Málfundafélagiö Óöinn 27. nóv. kl. 14.00 í Valhöll. Landsmálafélagiö Vöröur 28. nóv. kl. 20.30 í Valhöll. Heimdallur Aöalfundur var haldin í júní sl. Félagar er hvattir til aö mæta á aöalfundina og taka virkan þátt í störfum Sjálfstæöisfélaganna. Fulltrúaráö sjálfstœöisfélaganna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.