Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 >7É.g Keld vit'i r\án&, Vw/ox Kirm blái S'oWcurinn þinn «r." ásí er ... ... að leyfa henni að skreyta húsið að eigin vild. TM Rm U.S. Pat. Off.—all rights reserved ® 1980 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu 305 Vk) skulum kom. okkur drengur Afsakið É ^ dáHtjð minn. Hun móðir þin er að laga til. Finnst ég eiga von á kærum vini V.T. skrifar: „Velvakandi góður! Mig langar til að senda þér nokkrar línur, en tilefnið er út- varpið okkar góða, sem ég er ánægð með að flestu leyti. Fyrst ætla ég að minnast á það, sem betur mætti fara. Það fyrsta eru fimmtudagarnir. Þá er ekkert sjónvarp og fyndist mér, að þá ætti að vanda sérstaklega til dagskrár. En það er nú eitthvað annað upp á teningnum, því að þeir eru yfirleitt langleiðinlegast- ir, ekkert bitastætt að hafa nema veður og fréttir og stundum góð leikrit. Ekki líst mér vel á hugmyndir nýja leiklistarstjórans, að hafa leikrit aðeins tvisvar í mánuði og taka þá viðameiri leikrit fyrir og hafa fleiri leikara. Það er alveg fráleitt: því fleiri leikarar sem fram koma, því verr kemst stykkið til skila. Það sýndi sig t.d. í Nas- hyrningunum. Þó ég væri búin að sjá leikritið, var þetta óskapnaður sem maður botnaði ekkert í, ein- mitt vegna fjölmennisins. Ég trúði því varla, að þetta væri sama leik- ritið; ekki fyrir það að leikararnir værú lélegir, því að þetta voru úr- valsleikarar, heldur einungis fyrir það að útvarp þolir ekki fjölmenni, ef komast á til skila það sem flutt er. Eins finnst mér ófært að blanda um of saman talmáli og hljómlist. Sérstaklega er það slæmt fyrir þá sem hafa skerta heyrn. Þá er það rangt að slíta sundur talað mál með hljómlist. Ég vorkenni engum að tala (eða hlusta) í 20—30 mín- útur án hvíldar. Að minnsta kosti kemst Jónas Árnason vel frá því. Það gerðu líka þeir ágætu út- varpsmenn okkar hér áður fyrr og það léttilega. En þetta virðist vera í tísku nú að slíta í sundur talað mál í tíma og ótíma og koma að músík. Ég er ekki á móti tónlist, nema síður sé, en vil halda henni fyrir mig. Fiirugerði 1. Efndir verði uppfylltar Þorsteinn Jóhannsson skrif- ar 10. nóv.: „Kæri Velvakandi. Aldraðan leiguliða í Furu- gerði langar til að beina skeytum sínum til Davíðs Oddssonar og borgarstjórnar Reykjavíkur. Svoleiðis er að okkur hefur verið lofað, að við fengjum aðra lyftu i húsið, Furugerði 1, en lítið orðið úr fram- kvæmdum. Það er lyfta í hús- inu, bæði lítil og iðulega í bil- un (síðast í dag). Það er ekki forsvaranlegt, því að íbúar hússins eru ein- göngu háaldraðir og ekki fær- ir um að ganga átta stiga, en húsið er átta hæðir og íbúar 90 manns. Vil ég vona, að við verðum virt þess, að efndir verði upp- fylltar. Virðingarfyllst." Ég vil geta þess, að ég sakna mikið þátta Arnþrúðar Karlsdótt- ur, Dropa, og Syrpu Páls Þor- steinssonar. Þetta voru afbragðs- góðir þættir. Jæja, þá er best að snúa sér að því sem vel er gert og fengið hefur að halda velli í vetrardagskrá. Fyrst er að nefna hina frábæru þætti Jónasar Jónassonar. Það virðist vera alveg sama, hvað hann gerir fyrir okkur útvarps- hlustendur. Og það er alveg stór- kostlegt, hvað honum gengur vel að fá fólk til að spjalla um allt milli himins og jarðar, rétt eins og það sé að rabba við góðan vin eða kunningja. Þó er þetta oft fólk, sem hann hefur aldrei hitt. Ég segi fyrir mig, að mér finnst ég eiga von á kærum vini, þegar hans er von í útvarpinu. Þá er það ar.nar útvarpsmaður sem ég missi aldrei af. Það er Þrá- inn Bertelsson, með stutta spjall- þætti sína um allt og ekkert. Þeir eru svo vel fram settir, að unun er á að hlýða. Ekki má gleyma Hermanni Gunnarssyni, sem er svo fullur af lífi og kímni, að ég get aldrei setið kyrr þegar ég hlusta á hann. Hann lyftir manni hátt upp úr drunga hversdagsins. Þá eru það þulirnir okkar, allir með tölu. Þó geri ég svolítinn mun á þeim. Tveir skera sig úr, Pétur Pétursson og Jóhannes Arason. En allir eru ágætir. Þá eru það fréttamennirnir. Kristinn R. ólafsson á Spáni og Atli Rúnar Halldórsson í Noregi skera sig úr með frábærri frammistöðu sinni; einnig Helgi Pétursson sem er mjög ánægju- legt að vera búið að fá heim. í hans stað vestra kom Stefán Jón Hafstein, mjög góður útvarpsmað- ur, og veit ég að hans verður sakn- að hér heima. Ekki má gleyma Útvarp Akur- eyri. Það hefur farið vel af stað, langt fram úr mínum björtustu vonum, starfsfólk þess létt og ferskt. Um sjónvarpið mætti margt segja, en mest af því yrði nei- kvætt. Þó að þar finnist innan um gott eíni, er það svo lítið að mér þykir ekki taka því að nefna það. Og því fer mjög aftur, hvað sem veldur. Ef það er júlíopnunin eða fjármagnsskortur af öðrum „Ekki má gleyma Hermanni Gunn- arssyni, sem er svo fullur af lífi og kímni, að ég get aldrei setið kyrr, þegar ég hlusta á hann. Hann lyftir manni hátt upp úr drunga hvers- dagsins.“ ástæðum, en ekki kæruleysi í efn- isvali, þá fyrir alla lifandi muni fækkið útsendingardögum og vandið til þess efnis sem sent er út. Ég er viss um, að hægt er að gera betur en gert er og spara ein- hvers staðar án þess að það komi niður á dagskránni." „Miskunnsemi þrái ég — en ekki fórn“ Tómas Björnsson skrifar: „Velvakandi. Varðandi bréf Árelíusar um Kvennabréf nr. 1 árið 1983: Hvers konar karlremba er þessi Árelíus? Er það ekki karlmaðurinn sem á að vernda konuna, og það sérstaklega fyrir sjálfum sér og sinni taumlausu lostagirni? Skyldi hann ekki fremur gæta þess af kostgæfni, að barni yrði ekki til? Eða hvað er það þá sem veldur því að kornungar stúlkur verða þungað- ar? Er það kristnum manni sæm- andi aö haga sér eins og hani í hænsnakofa og yfirgefa svo konu og ófætt barn hennar? Til þess að miskunnarlaust karlaveldið geti síð- an ásakað hana fyrir að vilja granda barni sínu? Þvílíkt og annað eins þjóðfélag sem við búum í. Og af hverju taka ekki farísearnir að sér þessar ekkjur og föðurleysingja, sýna þeim kær- leika og rétta þeim hjálparhönd í þrengingum þeirra, í stað þess að fordæma og útskúfa fórnarlömbum karlrembunnar? í Mattheusi 23, 4 segir: „Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri." Hvaða einstæð móðir með tvö börn getur framfleytt sér og börn- unum á 12 þúsund krónum á mán- uði, þegar 6 þúsund krónur af því fara í barnagæslu? ísland allsnægt- anna? Hversu langt viljið þið ganga í að refsa konu og barni (eða börnum) fyrir misgjörðir ykkar? Eins lengi og til eru í okkar „kristna" samfé- lagi eigingjarnir, óábyrgir og kæru- lausir karlar, sem vanvirða og smána konur, þá verða einnig til ófrískar einstæðar mæður, sem stundum telja sig neyddar til að gangast undir fóstureyðingu. „Miskunnsemi þrái ég en ekki fórn,“ stendur skrifað. Miskunnsemi með þeim sem fyrir ofríki verða. „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta: Að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálf- an sig óflekkaðan af heiminum." Jakobsbréf 1, 27 og Jesaja 1, 16—17. Með fyrirfram þökk fyrir birt- ingu.“ Jónas Jónasson. „Þad virðist vera alveg sama, hvað hann gerir fyrir okkur útvarpshlustendur. Og það er alveg stórkostlegt hvað honum geng- ur vel að fá fólk til að spjalla um allt milli himins og jarðar, rétt eins og það sé að rabba við góðan vin eða kunningja. Þó er þetta oft fólk sem hann hefur aldrei hitt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.