Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 Annað bindi af Skrifað í skýin Bókin Skrifart í skýin, önnur minningahók Jóhannesar R. Snorra- sonar fyrrv. yfirflugstjóra, er komin út. Þessi nýja bók ber sama heiti og fyrri bókin, Skrifað í skýin, og tek- ur efni hennar við þar sem frá var horfið í fyrri bókinni árið 1946, en lýkur í upphafi sjöunda áratugar- ins. í frétt útgefanda segir m.a.: „Það gætir margra grasa í þessari bók. Hún hefst með stuttu ágripi úr flugsögunni. Síðan eru rifjuð upp frumbýlingsár millilanda- flugs íslendinga og ævintýralegar flugleiðir í Skymaster-flugvélum á fyrsta áratugi millilandaflugs með innflytjendur frá Miðjarðarhafs- löndum til Suður-Ameríku. Þá er greint frá upphafi Heklugossins árið 1947 og fyrsta fluginu til gosstöðvanna, samferð með eftir- minnilegum mönnum, þ.á m. stór- söngvaranum Jussa Björling og Jóhannesi Kjarval listmálara. Sagðar eru spaugilegar sögur af flutningi ýmissa dýrategunda í farþegaflugvélum fyrr á árum og atviki þegar farþegi tók völdin í annarri Viscount-flugvél flugfé- lagsins. Að lokum er greint frá lendingu á hafísnum, næstum miðja vegu milli íslands og Grænlands, fyrstu kynnum af Austur-Grænlandi og flugi Katalina-flugbátanna á þær slóðir, svo nokkuð sé nefnt." Bókin er 342 blaðsíður, kafla- heiti 36 og myndir 119, þ.m. lit- myndir frá Grænlandi. Prent- smiðjan Oddi hf. annaðist setn- Friðrik teflir fjöltefli í dag FRIÐRIK Ólafsson, stórmeistari í skák, mun tefla fjöltefli í dag kl.14. Er búist við að um 40 skákmenn taki þátt í fjölteflinu, sem fer fram í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur við Grensás- veg. Jóhannes Snorrason ingu, prentun og bókband. Auglýs- ingastofa Gísla B. Björnssonar gerði bókarkápu og Snæljós sf., Garðabæ gefur bókina út. Oli G. Jó- hannsson sýnir í Sjallanum Akurejri, 11. nóvember. ÓLI J. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, efnir til málverkasýn- ingar í Sjallanum nú á sunnudag- inn og stendur sýningin aðeins þennan eina dag og verður opnuð kl. 15 og lýkur kl. 1 eftir mið- nætti. Oli sýnir þarna ca. 40 myndir, sem allar eru málaðar og teiknaðar á þessu ári og því síð- asta. Er þama um að rsða ýmsar hugmyndir sem listamaðurinn hefur fest á blað auk margra mynda frá sjávarsíðunni. Tilefni þessarar sýningar óla er, að einmitt þennan dag eru liðin 10 ár frá því hann sýndi í fyrsta sinn, sem var í Landsbankasalnum á Akur- eyri. Meðfylgjandi mynd er af listamanninum með eitt þeirra verka, sem á sýningunni verða. Ljósm: Mbl. GBerg. Úr einu atriði íslensku revíunnar. Revíuleikhúsið: Islenska Revían á Hótel Borg Revíuleikhúsið tekur nú upp þráðinn þar sem hann slitnaði í vor og hefjast sýningar á fslensku reví- unni eftir Geirharð Markgreifa á föstudag. Samningar hafa tekist við Hótel Borg um að hafa sýn- ingarnar á revíunni í Gyllta sal hótelsins, en sem kunnugt er missti Revíuleikhúsið húsnæði sitt á miðju leikári í fyrra er Hafnarbíó var rifið. Hótel Borg mun bjóða revíugestum upp á mat og drykk og hefur verið útbúin sérstakur revíumatseðill. Gestir munu sitja undir borðum á meðan á sýningu stendur og komast rúmlega hundr- að á hverja sýningu. Leikstjóri fslensku revíunnar er Gísli Rúnar Jónsson, leikend- ur eru Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Saga Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Kjartan Bjargmundsson og Örn Árnason. Leikmynd gerði Stein- þór Sigurðsson og lýsingu ann- ast Ingvar Björnsson. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um tillögu ríkisstjórnarinnar: Tökum því vel að ákvæð- ið sé numið úr gildi Feginn því aö ríkisstjórnin hefur séð aö sér, segir Björn Þórhallsson, varforseti ASI „VIÐ höfum í grundvallaratriðum verið á móti banni við samningum og afnámi samningsréttar og þess vegna hljótum við að taka því vel að þetta ákvæði bráðabirgðalaganna sé numið úr gildi,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ í samtali við blm. Morgunblaðsins, en hann var spurður álits á þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar, að tak- Unnið af kappi fyrir sýninguna. Hveragerði: Sölusýning vistmanna í Ási HveragerAi, 9. nóvember. VISTMENN á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði halda á morgun, sunnudag, hasar og sölusýningu á munum sem þau hafa búið til. Verður basarinn haldinn að Bröttuhlíð 20 og hefst kl. 14.00. Fréttaritari Mbl. leit nýlega inn í föndurstofuna í Ási og var vistfólkið þá í óða önn að Ijúka við frágang á mörgum fögrum munum fyrir sýn- inguna. Mikið var af góðum ullarföt- um, bæði á börn og fullorðna, svo og mörgum fallegum útsaumsmunum, dúkum, púðum, veggmyndum og jólaföndri. Daglega er sala opin að Bröttuhlíð 20 á milli kl. 13.30 og 17.00, fimm daga vikunnar. Kennarar í Ási eru þær Unnur Benediktsdóttir og Ólöf Harðardóttir. Að sögn Unnar hefur allt efni til þessarar vinnu hækkað afskaplega mikið. Kemur það sér illa fyrir þennan starfshóp sem ekki hef- ur úr háum launum að spila, en hannyrðavörur eru í háum tolla- flokki og mætti gjarnan endurskoða þau mál. Ég óska vistfólkinu í Ási til ham- ingju með sölusýninguna sem ég veit að verður þeim til sóma. Sigrún mörkun á samningsrétti verði felld niður úr bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar frá því í vor. „Við viljum ítreka það, svo virð- ist sem árangur hafi náðst í bar- áttunni við verðbólguna, en það á eftir að sýna sig betur hvernig þessi mál þróast,“ sagði Magnús. Magnús gat þess að nauðsynlegt væri að allir legðust á eitt með að tryggja það að árangur næðist í baráttunni við verðbólguna. Hins vegar ítrekaði Magnús að ljóst væri að möguleikar til hefðbund- inna kjarabóta væru ekki fyrir hendi, við þær aðstæður sem ríktu í þjóðfélaginu nú. „Ég er því feginn að ríkisstjórn- in hefur séð að sér og ætlar að fella úr bráðabirgðalögunum það meginákvæði sem skerðir samn- ingsréttinn," sagði Björn Þór- hallsson, varaforseti ÁSÍ, þegar Mbl. leitaði álits hans á þessu máli. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um það. Ásmundur Stefánsson, forseti ASf, tók undir orð Björns og fagn- aði þeim áfanga sem nú væri í sjónmáli varðandi samningsrétt verkalýðshreyfingarinnar. Lagði Ásmundur áherslu á að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri árangur andófs verkalýðssamtakanna gagnvart lögunum og þeim víð- tæka stuðningi sem fram hefði komið við afstöðu samtakanna. Jafnframt væri ljóst af yfirlýsing- um forsætisráðherra að um væri að ræða viðurkenningu ríkis- stjórnarinnar á því að nánast úti- lokað sé að takast á við vanda þjóðfélagsins í efnahagsmálum án samráðs við verkalýðssamtökin. Segja mætti að yfirlýsingar nokk- urra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins hefðu leitt í ljós að ekki væri meirihlutastuðningur við lagaákvæðið á Alþingi. Ásmundur sagði rétt að minna á að samn- ingsréttur væri enn skertur, því ekki væri heimilt samkvæmt hugmynd ríkisstjórnarinnar að semja um vísitölubindingu launa og ljóst væri að ef semja ætti til einhvers tíma, yrði að tryggja kaupmátt með einhverjum hætti á samningstímanum. Þá sagði Ásmundur að felldar væru niður launahækkanir sem einstakir hópar hefðu samið um til lengri tíma en almennu samn- ingarnir giltu og þeir hefðu átt í vændum þegar lögbindingu lyki. Því hefði verið mótmælt í ályktun miðstjórnar ASÍ, að sögn Ás- mundar. Hann sagði að meginþungi yrði lagður á að ríkisstjórnin yrði að gera meira en að gefa heimild til samninga, hún yrði að virða þá samninga sem gerðir yrðu. LAUGARDAGUR omimto-4 EIÐISTORG/11 Vdrumarkaturinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.