Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 + Móðir okkar og fósturmóðir, VALGEROUR G. SVEINSDÓTTIR, Suöurgötu 15, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 10. nóvember. Anna Jónsdóttir, Jórunn Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Jódís Jónsdóttir, Árni Jónsson, Sveinn Jónsson, Helena Soffía Jónsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, EGILL S. JÓHANNSSON, skipstjóri, sem lést 3. nóvember veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Sveinbjörn Egilsson, Þorsteinn Egilsson, Alda Jónsdóttir og barnabörn. + Systir okkar, GUÐRUN SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Hámundarstöðum, Vopnafiröi, síðast aö Droplaugarstöðum, Reykjavík, sem lést 8. nóv. síöastliöinn, verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. nóv. nk. kl. 13.30. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET BRYNJÚLFSDÓTTIR, Ægissiðu 119, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. nóvember kl. 1.30. Stefanía Guðmundsdóttir, Sveínn Á.E. Eggertsson, Baldvin Eggertsson, Birgir A. Eggertsson, Brandur S. Eggertsson, barnabörn o Jónsson, Eiríkur Einarsson, Rósa Kristjánsdóttir, Gyöa Ásbjarnardóttir, Jóhanna Högnadóttir, barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móöir okkar og dóttir, HREFNA JÓHANNSDÓTTIR, Ljósheimum 20, verður jarösungin frá Langholtskirkju mánudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Björgvin Alexandersson, Jóhann Þór Björgvinsson, Sandra Margrét Björgvinsdóttir, Anna Rós Björgvinsdóttir, Gunnþórunn Eiríksdóttir. + Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem auðsýndu okkur sam- úö og vinarhug viö andlát og jaröarför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU SIGÞÓRSDÓTTUR, Ennisbraut 33, Ólafsvík. Guðbrandur Guöbjartsson, Kristbjörg Guöbrandsdóttir, Magnús H. Sigurjónsson, Guöbr. Þorkell Guöbrandss., Droplaug Þorsteinsdóttir, Sigþór Guðbrandsson, Sigurbjörg M. Kristjánsd., barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og föður okkar, EIRÍKS HELGASONAR, rafvirkjameistara, Stykkishólmi. Unnur Jónsdóttir, börnin og fjölskyldur þeirra. Kristján Loftsson bóndi — Minning Fæddur 12. júní 1887 Dáinn 2. nóvember 1983 Látinn er í hárri elli Kristján Loftsson fyrrum bóndi á Felli, Biskupstungum. Kristján fæddist á Hömrum í Gnúpverjahreppi, sonur hjónanna Lofts Loftssonar og Sigríðar Bárðardóttur, en þau hjón bjuggu á Hömrum í eitt ár og teljast síðustu bændahjón sem þar bjuggu. Kristján var næstelstur systkina sinna sem voru 7 að tölu en eru nú öll látin. Kristján ólst upp við kröpp kjör og varð fljótt að fara að vinna fyrir sér eins og altítt var um börn bænda á þeim tímum, en þó kjörin væru kröpp var maturinn kjarn- góður og áreynslan holl hraustum sveinum. Kristján varð því fljótt sterkur vel og hafði hraustan lík- ama, enda ending hans við erfið- isvinnu einstök, og í nær 80 ár stóð hann óbilugur við bústörf, fyrst með foreldrum sínum, sem bóndi og að lokum með börnum og barnabörnum á Felli. Árið 1891 flyst Kristján með foreldrum sínum að Kollabæ í Fljótshlíð og búa þau þar þangað til þau flytja aldamótaárið út í Hrunamannahrepp og ólst Krist- ján þar upp. En árið 1910 verða þáttaskil í lífi Kristjáns er hann kemur sem vinnumaður til Katr- ínar Guðmundsdóttur í Haukadal, Katrín var þá nýorðin ekkja, en Greipur maður hennar lést þetta ár. Kristján kvæntist Guðbjörgu Greipsdóttur frá Haukadal árið 1912 og hófu þau búskap þar sama ár. Haukadalur er sem kunnugt er, höfuðból að fornu og nýju, iand- stærð með hjáleigum talin um 8.500 ha. Það liggur því í augum uppi að jörðin var afar erfið til búskapar, smalamennskur erfiðar og nokkuð snjóþungt og hættur fyrir fé. Sumarbeit var með af- brigðum góð, þó herjaði á þessum árum einn mesti uppblástur á Haukadalsheiði sem menn höfðu kynnst. Beitarhús Haukadals- bænda stóðu vítt um í hinu stóra landi jarðarinnar og var vetrar- beit óspart notuð, oft staðið yfir og mokað ofan af fyrir sauðina, er hafðir voru í hinu forna Hauka- dalsseli sem er 6 km fyrir norðan Haukadalsbæinn forna. Ærhús stóðu suður með Tungufljóti í al- menningi og var þangað 8 km leið. Mikið erfiði var því samfara að hirða um fé Haukadalsbóndans og mátti oft litlu muna í hríðarbylj- um að menn næðu heim frá beit- arhúsum. Það kom sér því vel að Kristján var vel í stakk búinn að taka við því mikla erfiði er í því fólst að nytja hlunnindi Hauka- dals. Lengi var þá vinnumaður hjá honum Gústaf bróðir hans, sem einnig lést á þessu ári. Þeir bræð- ur voru mjög samrýndir og oft sagði Kristján mér, að varla hefði hann haldið út búskapinn í Haukadal ef hann hefði ekki á þessum árum notið aðstoðar Gúst- afs. En er Gústaf hóf sjálfur bú- skap voru elstu börnin farin að hjálpa til við bústörfin. í Haukadal fæddust þeim hjón- um 10 börn og af þeim dóu 4 í æsku. Árið 1929 verða enn þátta- skil í lífi hans ér hann flytur frá H^ukadal að Felli; hafði hann í tvö ár búið í tvíbýli við mág sinn Sigurð Greipsson, er síðan hefur búið í Haukadal ásamt fjölskyldu sinni. Fell og Haukadalur eru ólík- ar jarðir; Fell er í miðri sveit og Krossar á leiöi Framleiði krossa á leiði. Mismunandi geröir. Uppl. í síma 73513. var þá að komast í vegasamband, en þjóðvegurinn upp Biskupstung- ur var lagður upp úr 1930. Á Felli fæddust þeim hjónum 3 börn í viðbót og voru þá börnin orðin 9 sem upp komust og eru þessi: Greipur varðstjóri í Reykjavík, Sigurgeir fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Sigríður húsfrú í Reykjavík, Jóhanna húsfrú í Reykjavík, Loftur fyrrum bóndi á Felli, síðar fangavörður í Reykja- vík, lést 1982, Ketill verkstjóri í Þorlákshöfn, Auður húsfrú á Felli, Katrín húsfrú í Mosfellssveit, og Áslaug húsfrú í Reykjavík. Öll hafa þau systkinin frá Felli erft hina góðu kosti foreldranna, en að þeim hjónum stóðu sterkir stofnar í ættir fram. Guðbjörg, kona Kristjáns, lést 1973. Loftur sonur þeirra tók við búsforráðum á Felli 1953 en vegna heilsubrests flutti hann til Reykjavíkur 1963 og við búi á Felli tóku Auður og maður hennar, Jóhann Vilbergsson. Kristján hélt þó áfram fjárbúskap allt til ársins 1978. Flest ár sem hann bjó á Felli fór hann vor og haust á Biskups- tungnaafrétt, var hann jafnan vel ríðandi og átti marga góða hesta. Á einum þeirra, er hann nefndi Bleik, fór hann yfir 20 haust til Hveravalla. Hann hafði ánægju og gleði af þeim ferðum og síðast fór hann til fjalls er hann var 85 ára gamall. Kristján fylgdi Framsóknar- flokknum að málum; hann var skoðanafastur og lét þar hvergi hlut sinn þó lærðir menn skiptust á skoðunum við hann. Hann var lengi innheimtumaður Tímans hér í sveit og minnist ég þess sérstak- lega er hann kom til mín í þeim erindagjörðum á haustdögum. Kristján var mér aufúsugestur; er við höfðum jafnað reikningana var jafnan spjallað góða stund um búskap, og sagði Kristján mér margt frá mönnum er fyrir mína daga höfðu erjað bændabýlin í Biskupstungum. Á Felli átti Kristján sitt ævikvöld hjá ást- kærri dóttur sem studdi föður sinn í ellinni, er halla tók undan fæti. Síðasta ár ævinnar dvaldi Kristján á sjúkrahúsum og nú síð- ast á sjúkrahúsi Suðurlands þar sem hann lést, og nú þegar fyrsti snjórinn hefur fallið til jarðar, er Kristján lagður til hinstu hvílu í Haukadalskirkjugarði þar sem hann ungur æskumaður hóf lífs- starfið fyrir 73 árum. Vel var það vandað sem lengi átti að standa. Ég kveð þennan vin minn með þakklæti í huga. Björn Sigurðsson Vefðu mig nú vinarörmum þínum, værð og rósemd gefðu huga mínum. Þú ert þreyttum sætur þessar löngu nætur, þér í faðmi býr þú öllu bætur. Allt of fáir þakka þó sem skyldi þína hvíld og unaðsríku mildi. Ef þú oss ei gistir, erum vér brotnir kvistir, laufín fölnuð, lífsins kraftar misstir. Ó hve heitt þig þráir ellin þunga. Þú ert líka vörður bamsins unga, þitt er því að sinna, það — ef værð skal finna — njóta verður náðarhanda þinna. Lífsins fortjald dýrðarheima dylur, dána vini líkams augum hylur. En þeim Edens-lundum upp þú lýkur stundum. Opnar hlið að ástvinanna fundum. (Halla L. Loftsdóttir) Afi minn er horfinn augum mínum en hverfur þó aldrei úr huga mínum því hann hélt í hönd mína æskuárin. Hann er kominn í hóp vina, konu, dætra og sona. Guð blessi minningu afa míns. Guðbjörg Jóhannsdóttir í dag, þann 12. nóvember 1983, er til moldar borinn í Haukadal tengdafaðir minn, Kristján Loftsson, Felli í Biskupstungum, sem lést 2. nóvember sl. á 97. ald- ursári. Gránunes, Leggjabrjótur, Þjófadalir og Beinhóll voru hon- um hafn munntöm og kunnug ör- nefni, eins og þau væru í túnspild- unni í kringum bærinn heima. í hálfa öld samfleytt var Kristján fastur fjallferðamaður á Kjöl, enda þekkti hann landið á milli jökla flestum mönnum betur. í fimmtíu ár var hann í þeim glað- væra hópi er rak safn þeirra Bisk- upstungnamanna, lífsbjörgina sjálfa, í réttirnar á hverju hausti. Kristján var þó enginn viðvaning- ur í fjallaferðum er hann reið í sína fyrstu ferð á Kjöl, því að í sextán ár var hann búinn að vera fullgildur fjallferðamaður á Hreppamannaafrétt. Mér telst svo til, að Kristján hafi verið samanlagt í fjallferðum nær hálft annað ár, auk þess sem 18 ára búrekstur hans í Haukadal, þar af 16 ár sem bóndinn, færðu honum ómældan smalatíma inn til heiða. Kristján var 90. aldursári er leiðir okkar lágu fyrst saman og ég mun seint gleyma því, þegar öldungurinn gekk keikur og léttur í spori í stofuna. Hann hafði alla þá kosti til að bera, er prýða mega hinn sanna fjallferðamann, létt- leika og líkamlega hreysi, glögg- skyggni og gott náttúruskin, þrautseigju og þolinmæði, auk glettninnar, glaðværðarinnar og sönghneigðarinnar er gerðu hann hvarvetna að aufúsugesti og fé- laga. Ég kem úr hópi þeirra borgar- búa, sem hafa ferðast mikið og dvalist inn á öræfum íslands við störf og í leik, þar sem beitt er nútíma þekkingu og ferðatækni. Við töldum okkur hafa uppgötvað nýjan heim, öræfa-tignar og feg- urðar. Kynni mín af Kristjáni færðu mér þó fljótt heim sanninn um, að við höfðum hér vaðið villu og reyk. Hann og hans líkir höfðu ávallt þekkt og kunnað að meta hrikaleik, fegurð og tign öræf- anna, þó að ferðamáti þeirra væri annar og minna um fjölmiðla- fréttir af ferðum þeirra. Það nær enginn góðum árangri í fjall- og öræfaferðum, nema hon- um þyki vænt um landið sitt og beri fulla virðingu fyrir marg- breytileik þess, hörku og blíðu. Þetta gerði Kristján og það fer því vel á því, að hans hinsta hvíla hér á jörðu er í Haukadal, við hjarta þess lands er hann unni og virti. Guttormur Sigbjarnarson í Gnúpverjahreppi neðanverð- um var gamalt býli, sem Hamrar hét. Jörðin var lítil, tvíbýli þar öðru hvoru og þar því fremur þröngt um bú. Síðustu ábúendur þessarar jarðar voru ung hjón, komin austan úr Fljótshlíð, Loftur Loftsson frá Tjörnum undir Eyja- fjöllum og Sigríður Bárðardóttir frá Kollabæ í Fljótshlíð. Þetta var vorið 1887. Árið áður höfðu þau eignast dóttur í Kollabæ, er hlaut nafnið Halla Lovísa, sem kunn varð síðar fyrir ljóðagerð. En hún fluttist ekki með út ( Hreppa, heldur varð eftir hjá afa sínum og ömmu. En þá um vorið, 12. júní, fæddist þeim annað barnið, dreng- ur, sem hlaut nafnið Kristján. Hann leit dagsins ljós árið, sem örlög þessa litla býlis voru ráðin og honum eru þessar línur helgað- ar. Ekki fara sögur af búskap þeirra hjóna þarna, en árið eftir fluttu þau að Dalbæ í Ytri-Hrepp og voru þar í tvö ár. Þaðan átti Kristján sína fyrstu bernsku- minningu. Loftur faðir hans ætl- aði að heiman. Hesturinn beið úti og hafði verið borið hey fyrir hann. Þá hafði drengur tekið í tauminn og teymt hann burt, en fannst að lokum úti á túni, liggj- andi á maganum á svelli haldandi í tauminn. Eftir tveggja ára bú- skap í Dalbæ fluttu foreldrar hans vorið 1890 aftur austur að Kolla- bæ vegna tilmæla Bárðar afa hans, sem kominn var á efri ár og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.