Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 3 Skreiðarsalan til Nígeríu: Morgunblaðið/KÖE Sigurvegarar danskeppninnar á fimmtudagskvöldið, danska parið Colin James og Lene Mikkelsen. Alþjóðlega danskeppnin á Sögu: Danska parið sigraði — önnur keppni í kvöld FYRSTA aiþjóðlega danskeppnin sem haldin hefur verið hér á landi fór fram á Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið. Fjögur pör í fremstu röð áhugadansara í heiminum kepptu í fimm suður-amerískum dönskum: samba, jive, paso doble, rumba og cha-cha-cha. Danska parið, Colin James og var á Sögu og var dönsurunum Lene Mikkelsen, unnu keppnina, óspart klappað lof í lófa. en þau voru fyrirfram álitin sig- Önnur samskonar keppni með urstranglegust. í öðru sæti varð sömu þátttakendum fer fram í breska parið David Griffin og Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Tvö Adele Preston, en par frá Hong pör verða á gólfinu í einu og er Kong, Kevin Lee og Susan Cliff, búist við að keppnin standi í eina hafnaði í þriðja sæti. Húsfyllir til eina og háifa klukkustund. Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóri AB STJORN Almenna bókafélagsins samþykkti á fundi í gær að ráða Kristján Jóhannsson framkvæmda- stjóra AB frá og með 1. janúar nk. Kristján tekur þá við starfi Brynjólfs Bjarnasonar, sem ráðinn hefur ver- ið framkvæmdastjóri Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur. Brynjólfur hefur verið framkvæmdastjóri AB frá aprfi 1976. Kristján Jóhannson er fæddur i Reykjavík 4. janúar 1951. Lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1972. HA-prófi í hag- fræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 1978 og cand. merc. prófi frá sama skóla 1981. Starfaði með námi hjá Dan- marks Statistik og Privatbanken í Kaupmannahöfn. Hagfræðing- ur Félags íslenskra iðnrekenda frá 1981. Kennari í rekstrar- hagfræði við viðskiptadeild Há- skóla íslands og á fjármálanám- skeiðum Stjórnunarfélags ís- lands frá 1982. Á sæti í stjórn Félags Viðskiptafræðinga og Kristján Jóhannsson hagfræðinga, sem formaður fræðslunefndar. Kvæntur Ingi- björgu Sigurðardóttur, meina- tækni. Eiga þau tvö börn. Talið að afslátturinn fjármagni leyfiskaup — segir Ólafur Björnsson, stjórnarformaður Skreiðarsamlagsins „ÉG HELD að þau leyfi, sem veitt hafa verið fyrir innflutningi á skreið til Nígeríu, hefðu öll verið notuð burtséð frá afslætti. Stjórnvöld í Nígeríu hafa sett hámarksverð á innflutta skreið, en markaðsverð þar er nánast frjálst. Því hafi hvorki verið þörf á því að gefa afslátt né lækka verð. Þetta sýnir einfaldlega að skreiðarsalan er bezt komin á sem fæstum höndum," sagði Ólafur Björnsson, stjórnarformaður Skreiðarsamlagsins, er Morgunblaðið innti hann álits á full- yrðingum nígerska skreiðarkaupmannsins Koiki um það, að afsláttur á skreið kæmi ekki fram í Nígeríu og nær hefði verið að lækka verðið opinberlega en gefa afsláttinn. Það hefði fremur aukið skreiðarkaup Nígeríumanna. „Afslátturinn hefur hins vegar ráðið mestum um, hver hefur náð sölu hverju sinni. Hefði skreiðin verið hér öll á hendi einna heildar- samtaka eða tveggja, held ég að af- sláttur hefði orðið lítill sem enginn. Slík samtök myndu einnig vera í aðstöðu til þess að leita samstöðu við Norðmenn, en Noregur er nán- ast eina landið, sem keppir við okkur á þessum markaði. Mér er ekki kunnugt um það hvort afslátt- urinn kemur fram á vörureikningi eða ekki, en væntanlega veit Koiki hvernig þessum málum er háttað, þar sem hann hefur keypt mikið af skreið sjálfur. Markaðslega séð held ég að engin þörf hefði verið á því að lækka verð á skreið, það er umfram eftirspurn eftir skreið enda staðfestir Koiki að afslátturinn hafi ekki komið fram í markaðsverði. Ég veit ekki fyrir víst til hvers afslátturinn hefur verið notaður, en talað er um að hann sé notaður til að kaupa inn- flutningsleyfi. Sé það rétt, sýnist mér að eins og afslátturinn hefur ráðið mestu um það hver hafi selt hverju sinni, hefur hann einnig ráð- ið því, hverjir hafi endanlega náð leyfunum, hafi verið uppboð á þeim og hefur þá afslátturinn væntan- lega hækkað verð leyfanna, en ekki haft neitt að segja til um endanlegt markaðsverð. Við höfum rekið okkur á það einu sinni enn, að þetta frjálsræði í út- flutningi er algjörlega út í hött og eingöngu til þess að að skaða selj- endur alveg eins og það væntanlega verður til þess, að bæta hag kaup- enda, eða þeirra, sem verzla fyrir þá. Við getum tekið dæmið um eggjaeinokunina hér, sem er til þess að tryggja hag framleiðenda sem heildar en þar með að ganga á hag kaupenda. I þessu tilfelli eigum við sem mesta hagsmuni í því að kom- ast sem lengst með kaupendurna," sagði Ólafur Björnsson. DAIHATSU 850 háþekjusendibíll Nýr og frábær valkostur fyrir þá sem þurfa lítinn, sparneytinn en rúmgóöan sendibíl vegna eigin atvinnureksturs eöa annarra nota. Verð aðeins kr. 199.800,- með öllu Þetta er DAIHATSU 850 3 heleðsludyr 3 strokka 850cc 41 hö din vél (hin frábæra DAIHATSU CHARADE vél í nýrri útfærslu) Eigin þyngd 740 kg Burðarþol 680 kg 12“ hjólbarðar Snúningsradíus 4,0 m Lengd 3,20 m Breidd 1,40 m Hæð 1,90 m Hæð undir lægsta punkt 17,5 cm Til afgreióslu strax Viöurkennd gæði, viðurkennd þjónusta. DAIHATSU-umboðió, Ármúla 23, 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.