Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 Kjartan Guöjónsson: „Vefarinn'* íslenzk grafik ’83 Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er jafnan mikill viðburður þegar félagið íslenzk grafík opnar sýningu á verkum félagsmanna. Jafnan er vel að sýningunum stað- ið enda njóta fáar sýningar jafn mikillar aðsóknar og áhuga al- mennings. Sýningarskrárnar eru jafnan til fyrirmyndar og nú hef- ur í annað skipti verið ráðist í út- gáfu kynningarrits um félags- menn, en slík kynningarrit hafa ótrúlega mikið að segja, sem aug- lýsing og áróður heima sem er- lendis. Hér sitja menn vissulega ekki á rassinum, bíðandi eftir að frægðin komi fljúgandi inn um gluggann, allsendis fyrirhafnar- laust ... Sýningin í ár er mjög vönduð ef á heildina er litið, næsta of slétt og felld, þótt mikið sé um ágætar myndir, það er líkast sem að menn hiki við að taka mikla áhættu og leggi því meiri áherslu á þekki- legar lausnir, sem þeir geti staðið við með sóma. Þetta er ekki bein aðfinnsla, en frekar ábending, því að undirrit- aður vill helst sjá líf og fjör í hlut- unum, hæðir og lægðir, blóð, tár og svita, að menn berjist til síð- asta blóðdropa við efniviðinn í heild sinni. Sumir leggja áherzlu á tæknilega áferð í sjálfum pappírn- um, leikur sem búið er að kanna til hlítar og segir manni ekki leng- ur nýstárlega sögu þótt mjög vel sé að verki staðið. Aðrir, en of fá- ir. leggja áherzlu á hið umbúða- lausa og má nefna hér sem dæmi Jóhönnu Bogadóttur, sem sýnir sín hreinustu og öflugustu verk til þessa. Það er „dynamískur" kraft- ur í þeim er grípur og hér hefur dugnaður hennar og staðfesta bor- Sigrid Valtingojer: „Á fömum vegi, bandingi 1“ ið árangur. Myndir Ragnheiðar Jónsdóttur eru einnig öflug verk og sterk og sennilega sterkasta fram- lag hennar til þessa, verður áhugavert að fylgjast með fram- haldinu hjá þessari ágætu lista- konu. Jón Reykdal stendur fyrir sínu með ljóðrænum myndum en vinnubrögðin í myndum hans mættu sýna meiri heild, — það er líkast því að hinn slétti efsti hluti einstakra mynda sé ekki í sam- hengi við hin jarðbundnu og sterku vinnubrögð fyrir neðan. Myndefni hans er ívið þröngt en hann vinnur vel úr því. Vinnu- brögð Jóns og Þórðar Hall eru nokkuð svipuð tæknilega séð en formin gjörólík. Þórður leggur meira upp úr flatarmálslegri heild og leik með ótal margslungin form. Edda Jónsdóttir á tæknilega vel gerðar myndir en persónulega þóttu mér teikningarnar hennar á Haustsýningunni áhugaverðari. Sérstöðu skipa verk Jónínu Láru Einarsdóttur fyrir ísmeygilega kímni og yndisþokka. Sama verður og sagt um myndir Ásdísar Sigur- þórsdóttur, sem er í stöðugri sókn sem listamaður. Myndir hennar eru mettaðar yndisþokka og ást- þrunginni dulúð, svo vel fer hún með myndefnið að jafnvel siða- Ljósm. Ól.K.Mag. Akranes: Vilja lausn á vanda Brekkulækjarskóla FULLTRÚAR frá Brekkulaekjar- skóla á Akranesi, um 20 manns úr hópi kennara, nemenda og foreldra, gengu á fimmtudag á fund fjárveit- inganefndar Alþingis. Erindið var að afhenda áskorun þess efnis, að nú þegar verði veitt fjármagni til lausnar gífurlegum húsnæðisvanda, sem skólinn hefur átt við að stríða um margra ára skeið. Á meðfylgjandi mynd sést Frið- jón Þórðarson alþm. taka við áskoruninni, en með hópnum á myndinni eru einnig alþingis- mennirnir Valdimar Indriðason og Skúli Alexandersson. Árniður bernskunnar Leiklist Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið: ÓDAUÐLEIKI. Tilbrigði fyrir útvarp í framhaldi af sögu Williams Heinesens um „Skáldið Lín Pe og trönuna hans tömdu“. , Leikgerð, þýðing og leikstjórn: Þorgeir Þorgeirsson. Tæknimaður og hljóðmeistari: Hreinn Valdimarsson. Ódauðleiki, leikgerð Þorgeirs Þorgeirssonar eftir kunnri smá- sögu Williams Heinesens, var ekki fyrirferðarmikill í dagskrá útvarpsins. Ódauðleiki er hug- leiðing um dauðann og eilífðina, skáldskapinn og ekki síst frægð- ina. Eins og segir um skáldið Ln Pe var hann dáður fyrir „söngv- ana um kærleikann og eilífðina —• söngva sem hann þó aldrei leyfði nokkrum lifandi manni að teikna niður því ljóðin sem hvergi lifa nema í huga manns- ins eiga að fá að deyja með því fólki sem ann þeim“. Tíu árum eftir lát skáldsins minnast þrír vinir hans þeirra daga þegar veldi hans stóð sem hæst, en ræða einkum hvernig dauða hans hafi borið að hönd- um. Ekki eru þeir sammála. Skyndilega kemur drengur á fund þeirra og hann kann að greina rétt frá endalokum skáldsins. Hann kann öll kvæði Lín Pe, er reyndar arftaki hans, hann sjálfur endurborinn. Mjög skemmtilega eru æska og elli leidd saman í leikgerðinni, skáldin tvö sem eru eitt og sama skáld: „Allt sem er jarðneskt kemur og fer, ekkert er víst nema þetta: hlutir koma og fara og koma svo aftur." Skáldið Lín Pe fylgir andan- um Ti-Te í átt til eilífðarinnar þar sem allt er fullkomið. En Lín Pe vill frekar snúa aftur til jarðarinnar, til hins veraldlega og flytja ljóð heimskum fugli, hinni trúu trönu sinni. í refs- ingarskyni er hann dæmdur til að lifa jarðlífinu aftur og ham- ingja hans er mikil þegar árnið- ur bernskunnar berst honum til eyrna. Ljóðið er um gleði hinna hversdagslegu þátta lífsins:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.