Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 19 vandasta fólk gæti ekki hneyksl- ast. Myndir hennar hafa fyrir dul- úðuga áferð sérstöðu á sýningunni og þyrftu að koma fyrir augu er- lendra á sem flestum sýningum ytra. Dúkristur Kjartans Guðjóns- sonar eru mjög fjörlega unnar og hann virðist bæta við sig með hverri sýningu. Skurðurinn er mun fjölbreyttari og fínlegri en áður og myndefnið margbreytilegt þótt af svipuðum stofni sé. Björg Þorsteinsdóttir glímir við erfiða þraut í myndum sínum og ferst það vel úr hendi þótt slík myndgerð höfði ekki til mín. Ing- unn Eydal hefur tekið út mikinn þroska undanfarið, myndefnið er annað og verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu. Ingiberg Magnússon er samur sér í dúkskurðarmyndum sínum — mætti gjarnan víkka út mynd- sviðið. Sigrid Valtingojer er með hárnákvæmt útfærðar ætingar og hefur aldrei verið sterkari að mín- um dómi. Á óvart kemur Margrét Zófóníasdóttir með tvær litlar en litríkar dúkristur sem bera sterkri skapgerð vitni, — myndir hennar eru ólíkar flestu öðru á sýning- unni fyrir vinnubrögðin. Akureyr- ingurinn Guðmundur Ármann á að- eins tvær myndir á sýningunni, en virðist í sókn, einkum í mynd sinni „Blindur leiðir blindan". Dúk- skurðarmyndir Valgerðar Bergs- dóttur eru mjög sérkennilegar í fíniegum vinnubrögðum en stund- um finnst manni þó að hún mætti gefa skapinu lausan tauminn. Mezzótintur Sigrúnar Eldjárn virka á mig meira sem skreytingar í bók en sjálfstæð verk og eru eftirtekt- arverðar sem slíkar. Af hlut utan- félagsmanna er framlag Gunnars Arnar sórum áhugaverðast. I heild er þetta mjög menning- arleg og áhugaverð sýning en hún skilur ekki nægilega mikið eftir sig í huga undirritaðs eftir nokkr- ar heimsóknir því að hér skortir sviptingarnar. Eftirminnileg slagsmál við myndefni og tækni. En sýningin er sannarlega heimsóknar virði og minnt skal á að nú fer í hönd síðasta sýn- ingarhelgin. Og þetta er sýning sem sómi er að í Norræna húsinu. I»orgeir Þorgeirsson Sjáið vinir, grasið grænkar, kuldinn bítur, vindur næðir, snjórinn þyrlast en grasið grænkar, mikil, mikil og græn er velsæla mín. Þannig verður Ódauðleiki lofsöngur til lífsins, þess sem skiptir meira máli en öll heims- ins frægð. Flutningur Ódauðleika var í anda dæmisögunnar hljóðlátur, minnti á köflum meira á sam- lestur en leikið verk. Leikhljóð skiptu miklu máli í verkinu og einnig kínversk tónlist. Tranan lætur líka að sér kveða. Það komst allt vel til skila hjá Hreini Valdimarssyni. Leikar- arnir voru einnig starfi sínu vaxnir: Árni Tryggvason, Bald- vin Halldórsson, Erlingur Gísla- son, Sólveig Halldórsdóttir og Valur Gíslason. Nýbylgjumálverk Myndlist Bragi Ásgeirsson Undanfarið hafa þrír fulltrúar hins svokallaða nýja málverks eða nýbylgjunnar, sem það er einnig nefnt, verið með sýningu á ferskustu framleiðslu sinni. Eru þetta þeir Gunnar Örn Gunn- arsson, Jón Axel Björnsson og Vignir Jóhannsson. Allir hafa þeir vakið athygli á sér áður, sem framsæknir fulltrúar þess- arar listastefnu sem fer eins og logi yfir akur í listaheiminum. Víst er að þetta eru atkvæða- miklir fulltrúar nýrrar kynslóð- ar málara er nú ryðst fram með mikilli málunar- og sýninga- gleði. Gunnar Örn er þekktastur þeirra þremenninga enda þeirra elstur og sjóaðastur í listinni. Hann hafði þegar fyrir löngu markað sér ákveðin stílbrögð, sem hann virtist eiga eftir að þróa til hlítar er nýja málverkið tók hug hans allan, — svo al- gjörlega að maður sér næsta ekkert af fyrri vinnubrögðum í þessum málverkum hans. Nema ef vera skyldi hraðinn en hann er einkennandi fyrir þessa teg- und málverks. Jafnvel hefur það komið fyrir að einn frægasti fulltrúi og upphafsmaður þess- arar stefnu málaði eitt sinn á eina sýningu á fáeinum dögum. Að stofni til hafa myndir Gunnars lítið breyst frá sýningu hans í Listmunahúsinu nú í vor, myndefnið er svo til það sama en myndirnar sumar hverjar stærri. Einhvern veginn finnst mér myndir Gunnars ekki nægi- lega unnar né upplifaðar, nokk- uð lausar í sér og hrjúfar. Það er helst í myndunum „Mynd“ (4) og „Græninginn frændi minn“ (6) sem fram koma vinnubrögð, sem ég er sáttur við frá hendi Gunn- ars Arnar. Sjálfur er hann á því, að myndir sínar eigi að vera spurning. Að málinu sé ekki lok- ið. Spurning til áhorfandans. Þetta er að vissu marki hárrétt en myndinni sjálfri þarf að vera lokið, form og litir þurfa að smella saman hve lítið eða mikið sem borið er í verkið. Jón Axel Björnsson hefur vak- ið mikla athygli fyrir ferska málaragáfu og mér finnst enda kenna mestrar málaragleði og sannfæringar í myndum hans á þessari sýningu. Þær eru upplif- aðar með tilfinningu æsku- mannsins, ferskari en þó furð- anlega mótaðri. Myndir hans „Nafnlaus" (15) og „Nafnlaus" (17) orkuðu sterkt á mig og þó veit ég að hann getur miklu bet- ur og á enda eftir að gera sterkari hluti ef að líkum lætur. Myndir hans eru mjög stórar og kraftmiklar. í þennan mann er F.v. Vignir Jóhannsson, Gunnar Örn Gunnarsson og Jónas Axel Björnsson vinna að uppsetningu sýningar sinnar. mikið spunnið. Vignir Jóhannsson kemur frá sjálfri listaborginni New York, með rosastórar myndir í far- angrinum. Af myndunum að ráða er hann á góðri leið með að mála sig frá Vladimir Velicko- vic, sem var áður mikill áhrifa- valdur í list hans. í myndum hans er ennþá mikill hraði og kraftur — þær eru tæknilega vel úr garði gerðar og á það atriði leggur hann sýnu meiri áherslu en félagar hans. Einhver glans er yfir áferð myndanna sem ég - kann einhvern veginn ekki við ennþá — máski er það fernisinn. Vignir er stórhuga og vílar ekki fyrir sér að berjast fyrir lífi sínu í heimsborginni þar sem sam- keppnin er gífurlega hörð. Langt er síðan ég hef komið til New York svo ég þekki ekki af eigin raun listalífið eins og það er núna — einungis af blöðum og bókum en þau segja aldrei alla söguna heldur einungis skoðanir skrifendanna. Hvort myndir hans eigi að tjá ragnarök og heimsendi er ekki gott að segja því að myndirnar eru nafnlausar en það er einmitt mjög í móð nú um stundir. Fram hefur komið að lítill áhugi og markaður er fyrir þessa tegund myndlistar hérlendis eins og alls staðar þar sem stóru galleríin eru ekki með í leiknum. Allt nýtt vekur vissa tortryggni, það vita allir þeir er reynt hafa en þó hefur nýbylgjumálverkið verið meira auglýst en nokkur annar nýr myndstíll á öldinni. Nauðsynlegt er að gera eitt- hvað fyrir þann fjölmenna hóp ungra listamanna er nú ryðst fram, fjölmennari en nokkru sinni áður. Það verður einungis gert með þátttöku fjölmiðla og myndarlegri auglýsingu í formi bókaútgáfu. Hér verða menn að vera stórhuga svo að unga fólkið nái að þroskast og dafna á þeim vettvangi er það kýs. Það er einnig stuðningur að því einu að koma og skoða sýningar, — mik- ill stuðningur... Basar Styrktar- félags lamaöra og fatlaðra Árlegur basar kvennadeiidar Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra verður í Sigtúni sunnudaginn 13. nóvember klukkan 14. Á bas- arnum verður mikið af jóla- skrauti, handunnar vörur og mikið af íþróttavörum. í fréttatilkynn- ingu frá félaginu segir að það heiti á velunnara sína að koma og styrkja gott málefni. O Tvær góðar í Háskólabíói OFFICER AJVDA Foringi og fyrirmaður Whatafeeling.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.