Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 Nokkrar félagskonur með basarmunina, sem seldir verða á morgun, sunnu- dag. Basar Húsmæðrafélagsins á morgun HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur árlegan basar sinn að Hallveig- arstöðum sunnudaginn 13. nóvember. Húsmaeðrafélagið er eitt af elztu félögum borgarinnar, sem um árabil hefur lagt áherzlu á margs konar fræðslu fyrir húsmæður. Félagið rekur eigið félagsheimili að Baldursgötu 9 og er þar opið hús hvern mánudag. Hittast félagskonur þar með handavinnu sína og vinna saman að gerð basarmuna. A basarnum á morgun verður margt rauna, en einnig verða seldir lukkupokar. Einnig verður flóamarkaður. Ágóði rennur til góðgerðarstarfsemi félagsins. «----- QP9 Olympíuleikar 1984 Þeir sem ætla að tryggja sér miða á hinarýmsu greinar leikanna vinsamlega hafi samband við Ferðaskrifstofu ríkisins fyrir 20. nóvember n.k. þegar lokafrestur rennur út. f.h. Olympíu nefndar íslands FERDASKRIFSTOFA RtKISIHS Reykjanesbraut 6 Reykjavík Iceland Tel. 25855 Morgunblaðið/ Kristján Einarsson Á sýningunni „Skrifstofa framtíðarinnar" kynnir IBM á fslandi hina nýju einkatölvu fyrirtækisins, sem nýverið var kynnt í Evrópu. IBM hefur fram til þessa aðallega framleitt stærri tölvur og tölvukerfi. „Skrifstofa framtíðarinnar“ — Yfirskrift tölvusýningar Stjórnunarfélagsins og Skýrslutækni- félagsins, sem stendur yfir í Húsgagnahöllinni við Bfldshöfða Tölvusýningin „Skrifstofa fram- tíðarinnar“ var opnuð í fyrrakvöld í Húsgagnahöllinni við Bfldshöfða, í kjölfar námsstefnu Stjórnunarfé- lags íslands og Skýrsiutæknifélags íslands fyrr um daginn um sama efni. Alls taka 21 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni, sem gefur gott þversnið af því, sem er að gerast í tölvumálum hér á landi. Við opnun sýningarinnar kom fram, að talið er, að árið 1985 muni tölvunotkun ná til 75% allra starfa í atvinnulífinu, á einn eða annan hátt. Það er því augljóst, að tölvan verður hluti af daglegu lífi þorra manna á næstu árum. Á sýningunni er að finna allar helztu nýjungar á sviði tölvu- tækni, frá smátölvum til stærri véla. Áherzla er lögð á að sýna hvernig skrifstofusjálfvirkni gengur fyrir sig með samteng- ingu ólíkra kerfa og verkþátta. Samtenging tölva og notkun al- menningsgagnaneta eru nýjung- ar sem auka notagildi tölvanna. Hvort tveggja er kynnt á sýning- unni. Einnig er lögð áherzla á að sýna önnur hjálpartæki á skrifstofum svo sem skjalaskápa fyrir tölvugögn, ljósritunarvelar og fleira. Niðurstaða námsstefnu félag- anna tveggja, sem haldin var á Hótel Loftleiðum á fimmtudag, var sú að hér á landi værum við í raun aðeins búin að stíga fyrstu skrefin í tölvuvæðing- unni. Mikið starf væri framund- an. Þá var það skoðun manna, að leggja yrði sívaxandi áherzlu á uppfræðslu starfsfólks í fyrir- tækjum um tölvumál og reyndar þyrfti sú uppfræðsla að færast meira til hins almenna borgara. Tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörö er með stóran sýn- ingarbás, þar sem aðallega eru kynntar tölvur frá Digital-tölvufyrirtækinu. Hjá Radíóbúðinni er lögð aðaiáherzla á hina nýju LISA-tölvu, sem kynnt var hér á landi í síðustu viku. Menn hafa veríð að fá botn í hlutina í Borgarnesi. HELQARTILBOÐ: Qisting í tveggja manna herbergi m/baði í tvær nætur ásamt morgunverði og ferðum fram og til baka frá Reykjavík með Sæmundi eða Akraborg. Verð frá kr. 970.00 á mann. Leitið upplýs- inga hjá Hótel Borgarnesi eða Ferðaskrif- stofu ríkisins. Það var haft eftir Bakkabræðrum, að botninn væri suður í Borgarfirði. Þetta orðtak hefur verið að rætast á óvæntan hátt fyrir marga, sem átt hafa í fióknari málum en bræðurnir á Bakka. Menn kannast orðið við það úr fréttum, að þegar mikið liggur við og ekkert má trufla fara nefndir og ráð stundum upp í Borgarnes til þess að fá botn í hlutina. Þar finna menn frið til að hugsa og tala saman. Þar er líka að finna þá tilbreytingu frá daglegu umhverfi, sem oft nægir til þess að sjá hlutina í samhengi. Frið og tilbreytingu má víða finna á íslandi en í Borgarnesi hefur verið byggð upp að- staða rétt utan við höfuðborgarsvæðið fyrir fólk sem vill vera í friii án þess að missa í leiðinni af þægindum nútímans. Hótelið er tilvalið fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið en ekki síður fyrir einstaklinga, sem vilja finna frið og ró rétt við bæjardyrnar hjá sér án þess að leggja á sig mikil ferðalög kostnað. FERDASHRIFSIOFA HÓTEL RIKISINS BORdiARNES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.