Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 Sýningunni íslensk grafík ’83 lýkur á sunnudagskvöld Undanfarið hefur staðið yfir í kjallara Norrœna hússins sýning á verkum 31 grafíklistamanns, sem félagið íslensk grafík gengst fyrir. Er þetta sjötta samsýning félagsmanna, 17 félagsmenn sýna, en auk þess var ófélagsbundnum listamönnum boðið að vera með og þáðu 14 það boð. Á sýningunni eru um 140 verk og eru þauflest öll til sölu. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld, en er opin í dag og á morgun á milli klukkan 14 og 22. Hér á eftir fara viðtöl við nokkra aðstandendur sýningarinnar. w Ingiberg Magnússon formaður félagsins íslensk grafík: Mikil gróska í grafík Félagið íslensk grafík var stofnað árið 1969 og eru félagsmenn nú um 30 að tölu. Annað hvert ár gengst félagið fyrir samsýningum félgsmanna og er félagssýningin íslensk grafík '83 sú sjötta í röðinni. Núverandi formaður félagsins er Ingiberg Magnússon. Blaðamaður bað Ingiberg að gera nokkra grein fyrir starfsemi félagsins og sögu þess. Málmþrykk: Fyrst er sérstakt einangrunarefni borið á kopar — eða zinkplötu. Síðan er rispað í efnið með þar til gerðum nálum, svipað og teiknað sé með penna. Þegar teikningunni er lokið er platan böðuð í sýru. Einangrunar- efnið er því næst þvegið af og þá hefur sýran étið sig niður í málm- inn þar sem strikað hafði verið. Blekinu er svo nuddað vandlega á flötinn og þess gætt að það fari vel ofan í hverja rauf. Loks er blekið þurrkað af yfirborði plötunnar og þá er hún tilbúin til prentunar. Sigrún lýsti mezzótintu-tækn- ÍHBÍ svo: „Maður byrjar á því að ýfa upp koparplötu með sérstöku áhaldi, sem er ekki ósvipað tób- aksjárni. Það er mikil vinna og getur tekið tvo til þrjá daga. Það er engin sýra notuð og næst byrjar maður á sjálfri myndinni, slípar niður í járnið með sérsmíðuðum slípurum, mest þar sem á að vera ljósast. Maður vinnur sem sagt frá svörtu yfir í hvítt, líkt og teiknað mannshár í vefinn Sáldþrykk hefur nokkuð rutt sér til rúms hér á landi síðustu árin, sérstaklega síðan kennsla hófst í listinni við Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1975. Þórður Hall er einn þeirra sem fást við graffk af þessari tegund, hann kennir sáldþrykk við Myndlista- og handíðaskólann og á nokkur verk af þessu tagi á sýningunni í Norræna húsinu nú. Við báðum Þórð að lýsa því í stuttu máli hvernig mynd er gerð með þessari aðferð: „Sáldþrykk er ævagömul jap- litirnir eiga að vera margir. Jap- önsk aðferð við myndgerð, þótt efnin sem notuð eru nú séu önnur en áður var. Þetta gengur þannig fyrir sig, að þéttofinn nælonvef- ur er strekktur á ramma, en síð- an er skapalón búið til með því að þekja þann hluta vefjarins sem ekki á að þrykkja með sér- stökum plastefnum. Ramminn er síðan lagður á blað og litur strokinn með sköfu eftir vefnum. Liturinn sáldrast þá í gegnum möskvana á þeim stöðum sem ekki hafa verið einangraðir. Það er aðeins hægt að nota einn lit í einu og því þarf fleiri ramma ef anir notuðu á sínum tíma mannshár í vefinn, seinna var silki notað en nú er algengast að brúka nælon." — Er hægt að blanda saman litum með þessari aðferð? „Á vissan hátt. Það er hægt að þrykkja lit yfir annan, blátt yfir gult, til dæmis, og fá einnig fram grænan blæ. En þessi blöndun er töluvert ólík því sem hægt er að ná fram með olíulitum og vatns- litum." — Hvernig vinnurðu slíkt verk? Gerirðu nákvæma frum- teikningu? Ingiberg Magnússon, formaður félagsins fslensk grafík, í sýningarsalnum í kjallara Norræna hússins. unnið hafði verið hér á landi á þessu sviði. Á sýndingunni í Norræna húsinu nú fórum við út í að bjóða ófélags- bundnum listamönnum að vera með. Það er mjög ánægjuleg hve margir höfðu áhuga á þessu. Það er 31 lista- maður sem sýnir og af þeim eru 14 ófélagsbundnir, mest ungt fólk, sem annaðhvort er í námi eða hefur ný- lokið því. Það er greinilega mikil gróska í þessari listgrein hér á landi um þessar mundir." — Hver heldurðu að sé skýringin á því? „Það kemur sjálfsagt margt til. Eitt er að grafísk tækni er í sjálfu sér mjög heillandi, býr yfir miklum möguleikum. Eins hefur grafíkin fengið mjög góðar undirtektir, að- sóknin hefur verið góð á sýningar okkar og salan ágæt. Og svo má ekki gleyma því að hér er um ódýrar myndir að ræða, sem fólk hefur frekar efni á að kaupa en til dæmis málverk." Þórður Hall á verkstæði Myndlista- og handíðaskóla fslands. Morgunblaöið/Kristján Einarsson „Já, ég geri vinnuteikningu í réttri stærð áður en ég hefst handa. En því er ekki að neita að myndin þróast oft á allt annan veg en gert var ráð fyrir í upp- hafi. Hún tekur af manni völdin, maður sér smám saman nýja möguleika og hikar því ekki við að breyta út af frumhugmynd- inni, ef því er a skipta." Sigrún Eldjárn í vinnustofu sinni. Sigrún Eldjárn: Eini íslenski lista- maðurinn sem notar mezzótintu-tækni í huga leikmannsins er grafík grafík. En málið er engan veginn svo einfalt. Undir þetta samheiti fellur fjöldinn allur af aðferðum til að skapa listaverk raeð hinum ýmsu tól- um. Fjórar aðferðir eru sennilega al- gengastar: steinþrykk (litografía), málmþrykk (æting), sáldþrykk og dúkrista. Ein aðferð er minna þekkt hér á landi, mezzótinta, en Sigrún Eldjárn er eini grafíklistamaðurinn hérlendis sem beitir þessari tækni og sýnir tíu slíkar myndir á sýning- unni í Norræna húsinu. Sigrún lýsti mezzótintu-aðferðinni fyrir blaða- manni, en af því að efniviðurinn er koparplata er rétt að lýsa fyrst venjulegu málmþrykki til að fá samanburð. væri með hvítri krít á svart blað. Það er hægt að ná öllum tónum á milli svarts og hvits, sem er einn aðalkosturinn við þessa aðferð. Loks er blekið borið á og prentað. Ég lærði þessa aðferð úti í Pól- landi og hef unnið við þetta frá árinu 1978. Mér er ekki kunnugt um annan íslending sem stundar þetta nú,“ sagði Sigrún. „Þótt við lítum svo á að félagið hafi verið stofnað árið 1969 þá var áður til annað félag með sama nafni. Það var stofnað árið 1954 en leið undir lok,“ sagði Ingiberg. „Sumir vildu því kannsi líta svo á að félagið hafi verið endurreist 1969. í gamla félaginu komu margir ágætis listamenn við sögu. Jón Engilberts var eina aðalsprautan og ég get nefnt nokkur önnur nöfn, Nínu Tryggvadóttur, Barböru Árnason, Jóhann Briem, Gunnlaug Scheving og svo auðvitað Braga Ásgeirsson og Kjartan Guðjónsson, en þeir eru báðir virkir í félaginu okkar nú. Við höfum haldið sex félagssýn- ingar frá stofnun félagsins 1969. Þá fyrstu í Unuhúsi 1970, síðan í Nor- ræna húsinu 1975, ’77, ’79, '81 og loks núna ’83. Auk þess hefur félag- ið efnt til sýninga víða erlendis, til dæmis á öllum Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum og Vestur-Þýska- landi. Afmælissýning 1979 gerði víð- reist. Hún var opnuð á sama tíma á íslandi og i Finnlandi, en fór síðan um öll Norðurlöndin að Færeyjum undanskildum. Á Listahátíð 1976 stóð félagið fyrir yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum á íslenskri grafík, sem var eins konar úttekt á því sem Þórður Hall: Japanir notuðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.