Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 25
Spariskír- teini ríkis- sjóðs boðin með bætt- um kjörum SALA verðtryggðra spari- skírteina ríkissjóðs í 2. flokki 1983 hefst þriðjudaginn 15. nóvember nk., að því er segir í fréttatilkynningu Seðla- banka íslands, en þar segir ennfremur, að útgáfan sé byggð á heimild í fjárlögum fyrir yfirstandandi ári. Grunnvísitala flokksins verð- ur lánskjaravísitala nóvem- bermánaðar, sem er 821 stig. Andvirði seldra skírteina verður samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar varið til að- gerða í húsnæðismálum. Skír- teinin eru með breyttum og betri kjörum miðað við síðustu flokka, segir í fréttatilkynning- unni. Helztu breytingar eru þær, að vextir verða 4,16%, en voru 3,53% og eru þeir jafnir allan lánstímann. Raungildi höfuð- stólsins tvöfaldast á lánstíman- um, sem nú er 17 ár, en var 20 ár áður. Binditími skírteinanna er 3 ár og verða þau innleysanleg eftir 1. nóvember 1986. Inn- lausnardagar eru nú á 6 mán- aða fresti, en hafa hingað til verið árlega. Spariskírteini verða seld á nafnverði, án vaxtaálags, til nk. mánaðamóta, en frá og með 1. desember breytist söluverðið við breytingu á lánskjaravísi- tölu frá grunnvísitölu, sem er vísitala nóvembermánaðar, að viðbættum vöxtum frá 1. nóv- ember til kaupdags. Spariskírteini í 2. flokki 1983 eru gefin út í fjórum verðgild- um, 500 krónur, 1.000 krónur, 5.000 krónur og 10.000 krónur. Samkvæmt lögum var heimilt að gefa út skírteini fyrir 200 milljónir króna á þessu ári. í 1. flokki, sem var upp á 75 millj- ónir króna, seldust 64 milljónir króna. Heimild er því til að selja skírteini fyrir allt að 136 milljónir króna að þessu sinni. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 25 nyttför o/m2!r wiXjr* Mritnl*: Jón Sveinsson í verslun sinni í Hafnarfíröi. Þar eru á boðstólum 14 tegundir af þynni og uppleysiefnum og er mikil ásókn í þau af hálfu unglinga. MorgunbUMA/Júlfus. Sniffefni og afleiðingar þeirra: „Sex strákar lágu í öngviti, froðufellandi — sá yngsti 6 ára u Þynnir er seldur í öllum byggingarvöruverslunum á landinu. Skilmerki- lega ér varað við hættum efnisins á erlendri framleiðslu. Að efnið sé hættulegt húð og augum, hvað þá heila. — í engu er varað við hættum efnisins á íslensku framleiðslunni og reglugerðir því brotnar. Aðeins sagt — Þynnir, ætigrunn. „VIÐ höfum hætt að selja ung- mennum sniffefni hér í málningar- vöruversluninni Lækjarkoti, nema þeir framvísi beiðni frá foreldrum. Astæðan er að daglega komu börn og ungmenni og vildu kaupa þynni og ýmis uppleysiefni. Ljóst var að þau keyptu þetta til þess að sniffa. Eins urðum við varir við að ungl- ingar stálu þessum efnum úr hill- um,“ sagði Jón Sveinsson, eigandi málningarverslunarinnar Lækjar- kots í Hafnarfírði, í samtali við Mbl. en í Fjarðarpóstinum, blaði sem gefið er út í Hafnarfírði, hvatti hann Hafnfírðinga til um- hugsunar og aðgerða um þessi mál. „Ég varð fyrir miklu áfalli í sumar. Fagurt sumarkvöld vann ég frameftir í versluninni og bak við verslunina kom ég að sex strákum í öngviti, froðufellandi, sá yngsti sex ára gamall. Ég hélt að hann væri að deyja og hringdi umsvifalaust í sjúkrabifreið og lögreglu. Strákarnir höfðu stolið þynni úr hillum frá mér, sett efnin í stóran plastpoka og lutu höfði í pokann og önduðu eitur- efnunum að sér. Þetta mun gert til þess að fá sterkari og fljót- virkari áhrif. Aðkoman var ljót og ég var gjörsamlega miður mín í marga daga á eftir. í framhaldi af þessu gripum við til þess ráðs að hætta að seija ungmennum þessi efni nema þau framvísi miða frá for- eldrum. Daglega komu ung- menni með umboð til þess að kaupa uppleysiefni, piltar og stúlkur. Þá hringdum við heim til þeirra til þess að fá umboðið staðfest. Það kom fyrir, að stálp- aðir unglingar svöruðu í símann og staðfestu umboðið. En okkur grunaði að maðkur væri í mys- unni og buðumst til þess að senda efnin heim, en því var nánast undantekningarlaust hafnað og því neituðum við að selja ungmennunum efnin. Þessa viku hefur dregið úr ásókn, að- eins tveir komið og reynt að kaupa þynni — ungmennin vita sem er að ekki þýðir að koma hingað. í hefndarskyni voru bílar okkar skemmdir og eins var krotað á veggi verslunarinnar. Nú vitum við, að flest ungmenni nota ekki þessi hættulegu efni, en einn er of mikið, hvað þá tug- ir ungmenna eins og mig grunar að sé raunin. Mér hefur fundist sem almenns áhugaleysis gæti um þetta mál og því skrifaði ég í Fjarðarpóstinn. Ég veit að ungmenni kaupa þessi efni í öðr- um málningaverslunum og því vildi ég að fleiri fylgdu fordæmi okkar. Auðvitað verður seint komið í veg fyrir þennan ófögn- uð, en okkur ber að gera það sem í okkar valdi stendur, því þegar allt kemur til alls, þá höfum við, mín kynslóð — foreldrar þessara barna brugðist," sagði Jón Sveinsson. Námslánin eru bundin lánskjara- vísitölu og greiðast upp að fullu — segir Sigurbjörn Magnússon háskólanemi að greiða þau til baka þremur árum eftir að námi lýkur. Flestir munu greiða lánin til baka á 15 til 16 ár- um, en greiðsla getur tekið allt að 40 árum. Greiðslubyrðin er miðuð við rauntekjur, 3,75% af rauntekj- um, og lætur því nærri að hér greiði fólk svipaða upphæð og greiðist í útsvar. Þetta verður fólk að greiða á sama tíma og það er í flestum tilvikum að koma sér upp eigin hús- næði. — Þá ber þess einnig að geta. að námsmenn hafa ekki möguleika á að auka tekjur sínar, því um leið lækka námslánin. Enn ber að hafa í huga að aðeins um 3% stúdenta komast að í húsnæði Félagsstofn- unar, hinir þurfa að búa á leigu- markaðnum, sem eins og allir vita hefur verið mjög erfiður á höfuð- borgarsvæðinu. — Einhverjir búa svo í foreldrahúsum, en þeir fá að- eins 70% námslán. Hér er því margt sem þarf að skoða," sagði Sigurbjörn, „og frá- leitt er að gera samanburð sem slík- an. Ég endurtek hins vegar að laun til fólks í fiskvinnu eru of lág, og eins má vel vera að endurskoða þurfi námslánakerfið. Núverandi kerfi er engin heilög kýr, sem ekki má hrófla við.“ Greiðum af lánunum til 70 ára aldurs — segir Sigurður Skagfjörð Sigurðsson formaður stjórnar Lánasjóðs námsmanna „LAIIN fólks í fískvinnu eru of lág, en það breytir því þó ekki, að gera verður skýran greinarmun á launum og námslánum sem greiðast upp að fullu,“ sagði Sigurbjörn Magnússon laganemi og fyrrum fulltrúi stúdenta í Lánasjóði íslenskra námsmanna í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær. — Sigurbjörn var spuröur álits á ummælum Arna Johnsen al- þingismanns í þingræðu, þar sem hann sagði forkastanlegt að fólk í fískvinnu hefði lægri framfærslueyri en háskólanemar. „Námslán eru bundin lánskjara- vísitölu" sagði Sigurjón, „og fólk fer „MIKILvÆGT atriði í þessari um- ræðu er það, að fólk í fískvinnu getur aukið tekjur sínar frá lágmarkslaun- um, en það geta námsmenn í raun ekki, því við aðrar tekjur sem þeir afla sér, lækka námslánin," sagði Sig- urður Skagfjörð Sigurðsson, formaður stjórnar Lánasjóðs ísl. námsmanna, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. — „Þá ber einnig að hafa í huga,“ sagöi Sigurður, „að námslánin eru vísitölulán, sem endurgreiðast á 40 árum. Það þýðir, að háskólanemi sem lýkur námi um þrítugt er að greiða af lánunum allt til sjötugs. Ýmislegt fíeira má nefna, þegar fjallað er um þessi mál. Það er til dæmis staðreynd, að aðeins helming- ur þeirra námsmanna, sem á rétt á lánum, neytir þess réttar. — Vissu- lega bendir það til þess að námsmenn vilji helst sleppa við að taka lánin. Aðsóknin getur þó aukist ef vinna minnkar og harðnar á dalnum, það á eftir að koma í Ijós. — Svo er einnig eftir að sjá hvað verður úr þeim tillög- um scm menntamálaráðherra hefur lagt fram, en þar er gert ráð fyrir að tekjur fyrir vinnu dragist ekki allar frá námslánunum. Það á með öðrum orðum að gera námslánin vinnuhvetj- andi, en þau gætu talist vinnuletjandi við núverandi aðstæður," sagði Sig- urður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.