Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 • Það hefur jafnan þótt og þykír enn með stærstu og beztu stimplum sem söngvarar hafa getað fengið, að hafa komið fram hjá Metropolitan- óperunni í New York. Hún hefur verið viðurkennd sem ein af allra fremstu óperum heims og lengst af getað valið í sérhvert hlutverk úr beztu röddum óperuheimsins. Um þessar mundir i þessi fræga ópera aldarafmæli, sem haidið verð- ur hátíðlegt í vetur með pomp og pragt, á sviði og utan. Enn telst hún með þeim beztu í heiminum, sýn- ingar eru um tvö hundruð á vetri og tugir verka á efnisskrá og hún hefur þá sérstöðu að bera sig vel fjárhags- lega. Hins vegar má sjá um það rætt, að þar megi greina nokkur þreytu- merki, stundum skorti nokkuð i listrænan kraft og endursköpun og vegna vaxandi samkeppni annarra óperuhúsa í heiminum sé ekki alltaf jafn vel skipað í öll hlutverk og áður fyrr, enda þótt stórstjörnur séu þar jafnan í stærstu hlutverkum. Má sjá í afmælisskrifum um óperuna, að gagnrýnendur hennar binda miklar vonir við nýjan stjórnanda hennar, James Levine; að hann blási í hana nýju lífi, en hann hefur sem hljóm- sveitarstjóri þar undanfarin ár stór- um aukið hróður óperuhljómsveitar- innar, — eða eins og einhver sagði: „Maður er hættur að hlusta á hljómsveitina með öðru eyranu að- eins.“ Þegar óperuflutningur hófst í Bandaríkjunum var þessi listgrein nánast einkaeign hinna ríku. Óperusýningar voru dýrt fyrir- tæki þá sem nú og ekki á annarra færi en auðugra undir að standa, því að ekki stóð ríkisvaldið fyrir slíkri starfsemi. Svo var þó ekki ýkja lengi. Enda þótt stúkur og önnur betri sæti væru jafnan skipuð skartklæddum og djásnum skrýddum beztu borg- urum, fengu þeir, sem áhuga höfðu meðal almennings, fljótlega að njóta óperunnar líka. Það var spænskur tenórsöngv- ari, Manuel Garcia, sem kynnti Bandaríkjamönnum óperuna árið 1825. Tæpum þrjátíu árum síðar var farið að sýna óperur að stað- aldri í húsi Tónlistarakademíunn- ar og fyrr en varði komust færri að en vildu, óperuunnendum fjölg- aði jafnt og þétt. Auðmönnum fjölgaði líka og nú var hafizt handa um að reisa nýtt óperuhús. Reist var Metropolitan-óperuhús- ið á Broadway, milli 39. og 40. götu, þar sem óperan var til húsa þangað til starfsemin var flutt í Lincoln Center árið 1966. Fyrsta frumsýningin á Metropolitan var 22. október 1883 — sýning á „Faust" eftir Gounod. Ekkert var til sparað að gera veg stofnunarinnar sem mestan. Til voru kallaðir beztu söngvarar heims og ekkert verið að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur í verkefnavali; á fyrstu árunum voru ítalskar og þýzkar óperur meginuppistaðan, þar á meðal óperur Wagners, síðan rússneskar og franskar. Markið var sett hátt, kröfurnar strangar og árangurinn eftir því. Smám saman almenningseign Áhugi á sönglistinni jókst stór- um í Bandaríkjunum með tilkomu óperunnar, en á þeim tímum — og reyndar lengi síðan — sóttu band- arískir söngvarar gjarnan mennt- un sína til Evrópu og vildi lengi brenna við að þeir þyrftu fyrst að sanna getu sína í óperuhúsum þar, áður en þeir kæmust á sviðið heima í Metropolitan. Þegar heimsstyrjöldin fyrri brauzt út rann upp blómaskeið fyrir bandaríska söngvara. Þá var ekki svo auðvelt að sækja söngv- ara til Evrópu. Það eitt út af fyrir sig jók áhuga almennings á óper- unni, en auk þess kom nú grammófónninn til sögunnar. Enrico Caruso, sem fyrst kom fram hjá Metropolitan-óperunni 1903, átti sínar almennu vinsældir til dæmis fyrst og fremst að þakka hljómplötunni — rödd hans Metropolitan óperan 100 ára hljómaði víðar en nokkurs annars söngvara hafði gert til þess tíma og laðaði jafnframt æ fleiri að óperunni, — og þegar byrjað var að útvarpa tónlist að ráði og kom- ið á beinum útsendingum frá Metropolitan til allra króka og kima Bandaríkjanna, varð óperan almenningseign. Það sýndi sig í verki eftir kaup- hallarhrunið 1929, þegar finna varð nýjar leiðir til að halda óper- unni gangandi. Árið 1935 var stofnað félag í því skyni. Það hratt af stað fjáröflun- arherferð sem hafði þríþætt markmið; að efla vitund almenn- ings um óperuna sem Iistgrein, að efla vitund um það hlutverk, sem hinn almenni borgari gæti gegnt við að tryggja framtíð óperuflutn- ings, og að kaupa óperuhúsið af erfingjum upphaflegra eigenda, sem treystu sér ekki til að halda rekstrinum áfram. Á skömmum tíma tókst að Ú: tónlistarííYinu Margret Hemreksdóttir w W m ~ ™ w /* tT 2 Mttm. Hf Hif ; Fj Metropolitan óperan í New York. Gamla óperuhúsið, heimkynni óperunnar fri 1883 tíl 1966, þegar starfsemin var ftutt í Lincoln Center. Þannig var umhorfs í gamla óperuhúsinu í upphafi. Eftir bruna þar iríð 1892 var innréttingum þar breytt safna nægilegu fé til þess og kom þriðjungur þess fjár frá út- varpshlustendum úti um landið. Með tilkomu sjónvarpsins hefur aðdáendum og unnendum óper- unnar enn fjölgað mjög. Sýning- um Metropolitan er sjónvarpað og útvarpað í stereó reglulega og hef- ur það haft geysileg áhrif; komið slíkum fjölda á óperubragðið, ef svo má segja, að aðsóknin að óperusýningum, bæði Metropolit- an og annarra óperuhúsa í Banda- ríkjunum, hefur stóraukizt. Vaxandi áhugi fyrir nýjum óperum Ekki er minna um vert, að þessi áhugi hefur ekki aðeins náð til hinna vel þekktu klassísku óperu- verka, heldur einnig nýrri verka og ýtt undir óperusköpun banda- rískra tónskálda, sem til skamms tíma hafa lítinn hljómgrunn fund- ið fyrir slík verk, með einstöku undantekningum þó. Fyrsta bandaríska óperan var sett á svið hjá Metropolitan árið 1910. Það var „The Pipe of Desire" eftir Frederick Converse, stutt ópera flutt á tveimur sýningum aðeins, ásamt I Pagliacci og Ca- valleria Rusticana. Á árunum 1908 til 1935 var framkvæmdastjóri Metropolitan Leikskrá fyrstu sýningar MetropoBtan i „Faust“ eftir Gounod. Christíne Nilsson fór með hhitverk Marguerite. Caruso var aðal tenórsöngvarí Metropolitan á árunura 1903—20, hér í óperu Puecinis „La Faniculla del West“. Guilio Gatti Casazza, sem gerði ítrekaðar tilraunir til að koma bandarískum óperum á framfæri, en þær gengu jafnan í skamman tíma. Það var ekki fyrr en á árun- um 1934 og 1935 að bandarískar óperur slógu í gegn, það voru „Porgy and Bess“ eftir George Gershwin og „Four Saints in Three Acts“ eftir Virgil Thomp- son. Um og upp úr 1940 kom Gian Carlo Menotti hinn ítalski fram á sjónarsviðið sem óperuhöfundur í Bandaríkjunum. Hann hefur að vísu aldrei gerzt bandarískur ríkisborgari, en hafði menntazt þar og búið, og margar óperur hans voru frumsýndar þar og eru fastur þáttur á efnisskrám óperu- húsa. Síðan komu menn eins og Aaron Copland, Samuel Barber, Leonard Bernstein, Robert Ward, Roger Sessions og fleiri, sem skrifuðu óperur, en gengið hefur á ýmsu með vinsældir þeirra. Hefur stjórnendum Metropolitan verið legið nokkuð á hálsi fyrir að hafa ekki hlúð betur að bandarískum James Levine verkum, þeir gagnrýndir fyrir að flytja þau of sjaldan. En stjórn- endur þar taka ógjarnan þá áhættu að flytja ný, óþekkt verk. Stundum hefur það verið gert og ekki tekizt sem bezt, svo sem við flutning á óperunni „Anthony og Cleopatra" eftir Samuel Barber, sem frumflutt var við opnun nýja óperuhússins í Lincoln Center, í íburðarmikilli sviðsetningu Zeffir- ellis. Þá vildi ekki betur til en svo, að sviðsbúnaðurinn brást og sýn- ingin fékk slíka útreið, að hún var strax tekin af dagskrá. En oft hef- ur líka vel tekist til og nýjum verkum verið vel tekið og nú eru, sem fyrr sagði, miklar vonir bundnar við að James Levine, sem er aðeins fertugur að aldri, bæti þarna úr. Hann hefur verið til þess hvattur að taka sér til fyrir- myndar menn á borð við Heinrich Conried, sem stjórnaði óperunni á árunum 1903—1908. Conried byrj- aði feril sinn með því að setja ung- an tenór í aðalhlutverk; sá hét Enrico Caruso. Hann þurfti ekki að sjá eftir því. Sama ár setti hann upp „Parsifal" Wagners í trássi við fjölskyldu höfundarins, það mun hafa verið fyrsta sýning á þeirri óperu utan Bayreuth. Hann innleiddi Richard Strauss á svið í Bandaríkjunum og hneyksl- aði svo með uppfærslu á „Salome", að það verk komst þar ekki aftur á svið í 27 ár. Hann fékk Puccini sjálfan til að stjórna fyrstu sýn- ingunum á „Madame Butterfly" og „Manon Lescaut" og Mahler til að stjórna fyrstu sýningu Metropolit- an á „Tristan und Isolde" Wagn- ers. Ekki að undra þótt menn langi að sjá slíkt áræði á ný. Annað mál er, hvort fjármála- stjórar óperunnar eru sama sinn- is. Þeir hafa undir stjórn Anthony A. Bliss haldið þannig á málum undanfarin ár, að fjárhagur óper- unnar er nú traustur. Hörðustu gagnrýnendur hennar segja, að það hafi gerzt á kostnað list- rænnar kröfu, að á Metropolitan- óperunni megi nú marka nokkur listræn ellimörk. Um þetta má vafalaust deila, en aðsóknin að óperunni sýnir ótvírætt, að þorri áhreyrenda kann enn býsna vel við þá gömlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.