Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 5 Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki sínu í My Fair Lady. Glugginn í sjón- varpi kl. 20.55: My Fair Lady, BARA-Flokkur- inn, Crafts USA og Návígi „Fyrir þennan þátt fórum við norður til Akureyrar og litum inn á sýningu á söngleiknum My Fair Lady,“ sagði Sveinbjörn Baldvins- son, er hann var spurður um efni fyrsta „Glugga" vetrarins. „í þættinum verður sýnd upp- taka frá sýningunni. Einnig verður rætt við Þórhildi Þor- leifsdóttur, leikstjóra, nokkra leikara og áhorfendur. Við komum við á Kjarvals- stöðum, þar sem nú stendur yfir handíðasýningin „Crafts USA“ og fylgjumst síðan með tveimur bandarískum glerlistarmönnum að starfi í Bergvík á Kjalarnesi og ræðum við þá. Á meðan æf- ingar á leikriti Jóns Laxdal, „Návígi“, stóðu yfir, brugðum við okkur með upptökutækin í Þjóðleikhúsið og ræddum við Jón og Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra. Pálmi Gestsson mun lesa úr nýrri skáldsögu Einars Kára- sonar, „Þar sem djöflaeyjan rís“ og síðan ætla ég að spjalla svo- lítið við Einar. Þátturinn endar svo á lagi, sem við tókum upp fyrir norðan. Það er BARA- Flokkurinn, sem flytur lagið „What’s That Cat“ sem er af væntanlegri hljómplötu þeirra félaga." Það sem vakti athygli margra, er þátturinn var á dagskrá sjón- varpsins síðastliðinn vetur, var sviðsmyndin, sem mörgum fannst gefa þættinum glæsilegt og sérstætt yfirbragð. „1 fyrra voru þeir tveir sem unnu sviðsmyndina," segir Svein- björn. „Það voru Snorri Sv. Friðriksson og Gunnar Bald- ursson, í ár verður Baldvin Björnsson hins vegar einn um þetta. Þátturinn í ár verður heldur ekki eins oft á dag- skránni og í fyrra, það verða að- eins fjórir þættir fyrir áramót. Lista- og skemmtideild sjón- varpsins er í algjöru fjársvelti, en undir þá deild flokkast ein- mitt það efni, sem virðist falla áhorfendum best í geð. Eins og ég sagði áðan, verða aðeins fjór- ir þættir fyrir áramót og það setur okkur skorður í vali efnis í þáttinn. Við reynum samt að velja það sem við teljum áhuga- vert og það sem við teljum að njóti sín vel í sjónvarpinu." Umsjónarmaður þáttarins á móti Sveinbirni verður Áslaug Ragnars. „Þó að við Áslaug sé- um umsjónarmenn, þýðir það síður en svo að við séum ein að stússa í þessu,“ segir Svein- björn. „Það er margþætt vinna, sem liggur að baki hvers þáttar, þó áhorfendur verði hennar ekki varir. Ég get sem dæmi nefnt þann mann, sem stjórnar upp- tökunni og í þessu tilfelli er Við- ar Víkingsson," sagði Svein- björn I. Baldvinsson, sem klukk- an 20.55 opnar fyrsta glugga vetrarins. Sjónvarp kl. 16.10 — Húsið á sléttunni: Góður andi í þáttunum * segir Oskar Ingimarsson, þýðandi Húsið á sléttunni í Hnetulundi, birtist aftur á skjánum í dag. Óskar Ingi- marsson, er þýðandi þáttanna, eins og undanfarin ár. Morgunblaðið hafði samband við hann og spurði hann um þennan fyrsta þátt og þættina almennt. „Þessi þáttur heitir Aftur í skóla," segir Óskar. „Þetta er fyrri hlutinn, þ.e. á sunnudaginn eftir viku verður seinni hluti „Aftur í skóla" sýndur. Nýjar persónur koma til sögunnar, til dæmis kennslukona, sem kennir í skólanum og bróðir hennar Almanzo. Lára litla, sem nú er sennilega orðin 13—14 ára, verður mjög ástfangin af Almanzo. Móðir Nellyar vill einnig gjarnan fá hann sem tengdason. Þannig að búast má við að ýmislegt fari að gerast á þessum slóðum. María kemur ekki við sögu í fyrstu þáttunum, en hún stundar nám í blindraskólanum. Nýju þættirnir snúast náttúrulega aðallega um þessar tvær fjölskyldur, þ.e. Ingallsfjölskylduna og kaup- mannsfjölskylduna. Persónulega finnst mér góður andi í þessum þátt- um og mér finnast þeir allt eins eiga erindi til fullorðinna, eins og barna. Það getur að vísu verið að maður verði að eiga svolítið eftir af „barn- dómnum" til að geta meðtekið þá. Ég er farin að kynnast þessum fjölskyld- um svolítið náið í gegnum þýðingar á þáttunum og mér finnst alltaf jafn- gaman að Húsinu á sléttunni," sagði Lengst til vinstri má sjá nýju ástina hennar Maríu sem er töluvert Öskar Ingimarsson að lokum. eldri en hún og heitir Álmanzo. að bóka i SUMARHDSINÍ- HOLLANDI 81 Óbreytt verð frá 1983 S-L ferðaveltan dreifir greiðslum á yfír 20 mánuði * Eemhof-Kempervennen stóraukið sætaframboð ★ Fjölskylduferðir í algjörum sérflokki Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá árinu 1983. í sumar var uppselt i allar ferðir, biðlistar mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina tímanlega og hefja strax reglubundinn spamað með SL-ferðaveltunni. í henni er unnt að spara í allt að 10 mánuði og endurgreiða lán jafnhátt spamaðinum á 12 mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins miklum mun auðveldari en ella. Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og verjast þannig öllum óvæntum hækkunum. Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintyrið 1984 að vemleika hjá sem allra flestum fjólskyldum. Eemhof Sumarhúsaþorpið sem slósvo rækilega í gegnásl. sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða. veitingahús. verslanir, bowling, diskótek, tennis. mini-golf. sjóbretti o.fl. o.fl. o.fl. Kndalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar. Vetrarsalan opnar þér greiðfæra leið Vetrarsala Samvinnuferða-Undsýnar a hoUenaku sumartuisunum er okkar aðlerð t hess að opna sem allra llestum viðráðanlega oo*greiðlæra leið í gott sumarfrl með alla fiölskvlduna. í erfiðu elnahagsástandi er ömetanlegt að geta tryggt sér hárréttu terðma -affÆsiltrr Kempervennen Nýtt þorp, byggt upp t kjölfar reynslunnar í Eemhof og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í Eemhof og í Kempervennen er sfðan bætt um betur og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar. veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk jjess sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum fyrir börnin. Fyrirhyggja í ferðamálum - einföld leið tU lægri kostnaðar og léttan greiðslubyrði Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni oghjá umboðsmönnum um allt land Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRfETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 * Ný sending Sip leðurkuldaskór Litir: rautt, gulbr., drapp, blátt. St.: 20—33. Verö frá kr. 895,- Hlý fóöruð vinylstígvél Litir: hvítt. St.: 20—28. Verö kr. 381.- Hlý fóðruð vinylstígvél Litir: blátt. St.: 20—28. Verð kr. 381.- Kveninniskór, leóur Litir: hvítt, blátt, drapp. St.: 36—41. Verö frá kr. 679.- TwÆ ®óK0RINN VELTUSUNDI1 21212 meginþorra þjódarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.