Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 20

Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Rætt viö Þorvald í Síld og fisk um kjötvinnslu hans og svínabú Svínsskrokkurinn hlutaður niður eftir kúnstarinnar reglum. Úr „fæðingardeild" svínabúsins á Minni-Vatnsleysu. „Leggjum áherslu á úrvals hrá- eíni, fagkunnáttu og hreinlæti** „VIÐ LEGGJUM áherslu á að all- ar okkar framleiðsiuvörur séu úr nýjum hráefnum og aldrei fer neitt af okkar svínaafurðum í frost. Með því að láta svínabúið og kjöt- vinnsluna vinna saman tekst okkur þetta og eru því í þeim versl- unum sem hafa okkar vörur á boðstólum ávallt nýjar vörur og er það mikið öryggi fyrir viðskiptavin- ina að vita það,“ sagði Þorvaldur Guðmundssnn, forstjóri, og eig- andi Síld og fisks, er blaðamaður Mbl. skoðaði kjötvinnslu fyrirtæk- isins að Dalshrauni 9 í Hafnarfirði og svínabúið að Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. „Á Minni-Vatnsleysu rekum við stærsta og vandaðasta svína- bú landsins," sagði Þorvaldur. „Þar hðfum við grisjað upp okkar eiginn stofn en hann höf- um við verið að rækta síðustu þrjá áratugina með góðum árangri. Svínunum er slátrað í sláturhúsi á Minni-Vatnsleysu og koma þaðan 75—80 dýr á viku, eða 4.500 kíló. Það er sú framleiðsla sem fer í gegnum kjötvinnsluna á viku. Öll svín eins Það er útbreiddur misskiln- ingur að öll svin séu eins. En það er svo að vöðvabygging dýrsins skiptir miklu máli svo og fóðrun- in, en við höfum lagt áherslu á að rækta vöðvamikil dýr, með litlu fituhlutfalli og þess vegna er okkar skinka sannkölluð megrunarskinka. Það er óhætt að segja að þetta hefur gengið vel enda selst öll framleiðslan jafnóðum. Hér í kjötvinnslunni vinna 30 manns og 7—8 á svína- búinu. Hér vinnum við eingöngu afurðir frá okkar eigin svínabúi. Kjötið kemur jafnóðum og dýr- unum er slátrað hér inn í kjöt- vinnsluna. Við erum með full- komnustu vélasamstæður sem notaðar eru í þessari iðngrein og vinna eingöngu fagmenn að þessu með aðstoðarfólki. Við leggjum áherslu á: Úrvals hrá- efni, fagkunnáttu og snyrti- mennsku og hreinlæti, það eru okkar einkunnarorð." — Hvað með þátt fóðursins í bragðgæðum, maður hefur heyrt um svínakjöt með fiskbragði? „Það er alls ekki sama á hverju svín eru fóðruð. Það kem- ur fram í bragði kjötsins, til dæmis kemur fiskbragð af kjöt- inu ef of mikill fiskur er gefinn. Við notum fjórar fóðurblöndur á okkar búi. Eina fyrir grísina hjá gyltunum, aðra fyrir smágrísina þegar þeir eru vandir frá gyltun- um, þá þriðju fyrir eldri svínin og þá fjórðu fyrir gylturnar sjálfar." Offramleiðsla — kjarnfóðurskortur — Talað er um að svínaræktin sé komin með offramleiðsluvanda- mál. „Ekki hefur maður mikið orðið var við það enn. Það hefur alltaf komið fram hér á landi i öllum búgreinum og víðar og það er ekki óeðlilegt að offramleiðsla komi fram í þessari framleiðslu líka. En í heildina tekið þá hefur framleiðslan verið svipuð neysl- unni á undanförnum árum.“ — Rætt hefur verið um fram- leiðslustjórnun í þessu sambandi. „Ég held að enginn geti stjórn- að þessari framleiðslu betur en framleiðendurnir sjálfir, aðrir gera það ekki betur. Ég hef verið með þetta bú í 30 ár og við höf- um alltaf hagað búrekstrinum eftir því sem markaðurinn hefur krafist og ég held að við séum vel færir um að stjórna þessu þann- ig áfram." — Hvað með fóðurbætisskatt- inn, svínaræktendur gagnrýndu hann harðlega á sínum tíma. „Já, hann er ansi hár og ýtir undir það að varan er dýrari en hún þyrfti að vera. Skatturinn er 33% og leggst það ofan á cif-verð fóðurbætisins en hann er aðal- fóður svínanna. Frá okkar búi einu fara um 3,5 milljónir í þennan sjóð á þessu ári og svína- ræktendur hafa ekki fengið eyri af honum til baka. Ég vil taka það fram, að við innheimtum þennan skatt aðeins því að hann er að mestu leyti kominn inn í verðlagið svo það eru neytend- urnir sem greiða þennan skatt en ekki ég. Nei, ég er ekki ánægður með að borga þennan fóðurbætisskatt, ekki síst fyrir hönd neytendanna sem borga hann að mestu í hærra kjöt- verði," sagði Þorvaldur Guð- mundsson að lokum. Svínabú Þorvaldar, Minni-Vatnsleysu. Mor?unbi»óií/RAx Svona eru bjúgun búin til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.