Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
23
heimili mínu. Mér var heimsókn
hennar minnisstæð, því varla er
hún sest við kaffiborðið hjá okkur,
þegar hún segir við mig: „Þú hefur
lækningamátt."
Ég leit á þetta sem hverja aðra
fyndni og sagði henni það. Ég
hafði litið svo á, að mitt hlutverk
væri að skrifa um fólk með and-
lega hæfileika og upplýsa almenn-
ing um þá, en sjálfur hafði ég
aldrei haft snefil af þeim. Nú full-
yrti miðillinn hins vegar, að ég
hefði hæfileika til að stunda
æðstu tegund huglækninga — svo-
nefndar fjarhuglækningar, sem
felast í því að huglækni nægir að
hugsa til viðkomandi sjúklings.
Huglækningar
Ég vissi ekki hvað eg ætti að
halda — hverjum myndi detta í
hug að hringja í Ævar Kvaran
vegna sjúkdóms. Mér fannst þessi
hugmynd hreint fráleit og gat
hreint ekki tekið þetta alvarlega.
Nóttina eftir vekur Jóna Rúna,
konan mín, mig upp af værum
svefni, en hún er gædd miklum
sálrænum hæfileikum. Hún segir
við mig að það sé kominn maður
að handan sem vilji komast í sam-
band við mig og vilji hann fá leyfi
til að lækna í gegnum mig í fram-
tíðinni. Ég vissi ekki hvernig ég
ætti að taka þessu, en hugsaði sem
svo að það ætti ekki að skaða neitt
að prófa þetta. Síðar komu fleiri í
þetta samband, flestir læknar, en
frá ýmsum tímum, og síðast bætt-
ust við tveir íslendingar sem ég
þekkti í lifanda lífi.
Nú eru þeir sjúklingar er leitað
hafa til mín orðnir nær 4.000 og
margt af þessu fólki hefur hlotið
bata. Ég tek að sjálfsögðu ekki
eyri fyrir að veita þessa hjálp,
enda er hún ekki mér að þakka í
neinum skilningi — ég er aðeins
farvegur sem notaður er af lækn-
um á öðru tilverusviði.
En ertu ekki farinn að láta ímynd-
unaraflið hlaupa með þig í gönur —
er nokkur fótur fyrir svona löguðu?
— Ég er sammála þér í því, að
þetta virðist fáránlegt við fyrstu
skoðun, en sé skyggnst dýpra finn-
ast þess mörg dæmi, að lækningar
hafi átt sér stað fyrir hugmegin.
Lestu t.d. frásagnir af lækningum
Einars á Einarsstöðum og ólafs
Tryggvasonar á Akureyri — þær
taka af öll tvímæli hvað þetta
varðar. Athugaðu að það er líka
dálítið fáránlegt að trúa því einu,
sem við skynjum með skilningsvit-
unum fimm — það er auðvelt að
sýna fram á, að þau eru bæði
takmörkuð og ónákvæm. Ef þú
trúir því einu sem þú sérð sjálfur,
er hætt við að heimsmynd þín
verði harla fábreytt. Það er rétt
eins og sumir haldi, að það sé búið
að uppgötva allt sem skiptir máli
nú á tímum, en þessu er þveröfugt
farið — það er ekki nema brot sem
menn hafa uppgötvað og þess
vegna hlýtur núverandi heims-
mynd okkar að vera bæði tak-
mörkuð og röng.
Spíritisminn
Telurðu að spíritisminn feli í sér
hinn rétta skilning á manni og
heimi?
— Ég tel mig nú varla spíritista
lengur og sjálfsagt sitja þeir uppi
með ýmsar vitleysur eins og aðrir.
Þó ég hafi verið hlynntur þessari
stefnu í sumu, hef ég fyrirhitt
spíritista sem mér hefur alls ekki
geðjast að. Sumt af því fólki sem
er altekið af þessari stefnu sækir
miðilsfundi í gríð og erg, að því er
virðist sér til skemmtunar. En
hvað er unnið með því, ef menn
taka engum framförum sjálfir í
gegnum þessa stefnu; en ef svo er
ekki eru spíritistar eins og hver
annar trúflokkur.
Ég vil ekki hvetja neinn til að
sækja miðilsfund eða rækta með
sér miðilshæfileika. Eins vara ég
fólk við að leika sér við „andaglas"
eða annað því um líkt. Því er
nefnilega þannig varið, að ekki
verða allir að englum við það eitt a
deyja, öðru nær. Sumir eru harla
^ Gagnrýni
verdur að vera
studd rökum.
Annars er hún
einskis virði. U
neikvæðir og ráðvilltir fyrst eftir
dauðann — þeir dragast mjög að
jörðinni og neyta allra bragða til
að komast í samband við lifandi
fólk. Þeir sem þannig er ástatt um
geta hæglega komist í samband
við miðla og það leiðir ekkert gott
af því — það stafa af því ill áhrif
og þetta fólk lýgur að fundar-
mönnum ef því er að skipta.
Það er vandasamt að vera góður
miðill af þessum sökum, og til þess
eru ekki hæfir nema mjög vandað-
ir menn. Þeir verða að vanda sín
orð, athafnir og hugsanir í hví-
vetna, og mega aldrei leyfa sér að
vera neikvæðir. Það kom mér á
óvart þegar ég var í heimsókn hjá
breska spíritistasambandinu fyrir
nokkrum árum að kynnast nokkr-
um af miðlum Breta. Maður
heyrði illt umtal hjá þeim og sum-
ir virtust jafnvel haldnir öfund.
Ég er viss um að þetta eru ekki
merkilegir miðlar, varla komast
þeir í samband við háþroskaðar
verur.
Svikamiðlar —
trúarofstæki
Miðlar sem hafa framfæri sitt
af starfinu eru alltaf varasamir.
Margir þeirra dragast út í að við-
hafa svik þegar hæfileikarnir
bregðast þeim. Dæmin sanna að
ýmsir hafa orðið uppvísir að svik-
um — þess vegna er varasamt að
gleypa við öllu á þessu sviði.
Er þá svo að skilja að þú sért ekki
fylgjandi spíritismanum lengur?
— Ég get sagt þér að ég er ekki
eins trúaður á þetta og ég var.
Ýmsir spíritistar hafa sömu ein-
kennin og trúarofstækisfólk —
þeir sjá ekki annað en þeir vilja
sjá og taka enga gagnrýni til
greina. Nýlega var t.d. komið upp
um miðil sem getið hafði sér gott
orð í Bretlandi. Þessi maður þótt-
ist fær um að efna hluti í höndum
sér og sýndi þetta á miðilsfundum
sínum. Það var forseti breska
spíritistasambandsins sem kom
upp um hann. Hafði maðurinn
komið þessum hlutum fyrir í seg-
ulbandstæki sem hann hafði með
sér á fundina og sönnuðust svikin
á hann.
En þá gerist það, sem maður
hefði alls ekki búist við, að ráðist
var harkalega á þennan kunna
spíritista fyrir að koma upp um
svikamiðilinn en svikarinn varð
ekki fyrir neinu aðkasti af hálfu
spíritista.
Framlífið
Telurðu þá að ekki sé hægt að
öðlast fulla vissu um framlíf í gegn-
um sálarrannsóknir?
— Það fer eftir því hvernig þær
eru framkvæmdar og með hvaða
miðlum. Sjálfur öðlaðist ég mína
sannfæringu um annað líf eftir
öðrum leiðum — þetta er nokkuð
sem hver maður verður að finna
fyrir sig. Það er erfitt að sanna
slíkt í fljótu bragði. Menn verða að
leita til að öðlast þessa vissu.
Eins og ég sagði áðan, fer það
algerlega eftir miðlinum hversu
merkilegur miðilsfundur verður.
Hafsteinn Björnsson var einn af
þessum miklu miðlum, og á fund-
um hjá honum var eins og maður
væri kominn í beint samband við
framliðna. Það var rétt eins og
þeir væru komnir í eigin persónu
og þá var hægt að spjalla við þá
um heima og geima, eftir því sem
hver vildi. Þessir framliðnu menn
gátu þulið aragrúa af atburðum úr
eigin lífi og lífi þeirra sem á fund-
inum voru; og alltaf kom þetta
heim við minningar fundarmanna.
Sumir hafa skýrt þetta þannig,
Þaðfór ekki
hjá því að ég sæi
Ijóslega, að ég var
andlega gjald-
þrota og skuld-
irnar margar og
stórar U
að um einhvers konar hugsana- -
lestur hafi verið að ræða, en ég tel
það hæpið. Oft voru rifjuð upp at-
vik á þessum fundum sem við^om-
andi fundarmaður var búinn að
gleyma, en mundi svo þegar hann
fór að rifja það upp. Eins kom oft
fyrir að menn fengu upplýsingar
um týnda hluti sem enginn á fund-
inum hafði hugmynd um að væru
til.
Einhverju sinni útvegaði ég
mjög tortryggnum manni fund hjá
Hafsteini, og þuldi sá maður sem
kom í sambandið svo mikið úr lífi
þessa manns, að ég held að hann
hafi sannfærst um lífið eftir dauð-
ann. Eins var það með Róbert
Arnfinnsson leikara — hann kom
eitt sinn á fund með mér og fékk
kynstur af upplýsingum sem eng-
inn annar en hann sjálfur og
nokkrir ættingjar gátu vitað.
Þetta virkar mjög sannfærandi á
meðan á því stendur, því rödd
Hafsteins breyttist og jafnvel
svipur hans, eftir því hver talaði í
gegnum hann. Ég man að Róbert
sagði að fundinum loknum, að
annað hvort væri Hafsteinn mesti
blekkingamaður heims eða það
væri til annað líf.
Nú hafa þeir sem standa að mið-
ilsfundum og ödru slíku stundum
orðið fyrir gagnrýni frá kirkjunni
eða kristnum söfnuöum — telurðu
hana réttmæta?
— Gagnrýni verður að vera
studd rökum. Annars er hún
einskis virði.
Leiklistarkennsla
Ævar R. Kvaran hefur fengist við
fleira en leiklist og sálarrannsóknir.
Hann hcfur rekið leiklistarskóla um
30 ára skeið og jafnframt stundað
frumburðarkennsíu og sett fram eig-
in kenningar um íslenzkan fram-
burð. Ég spyr Ævar út í þetta.
— Það hefur alltaf átt vel við
mig að kenna og byrjaði ég að
kenna leiklist við Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins þegar ég kom frá
námi. En þó ég hafi kennt leiklist
í yfir 30 ár hef ég aldrei lagt að
neinum að gerast atvinnuleikari
og frekar dregið úr nemendum
mínum en hitt, ef þeir hafa leitað
eftir áliti mínu. Ég hef sagt sem
svo, að ef menn geti hugsað sér að
verða annað en leikarar þá eigi
þeir heldur að velja hinn kostinn.
Það er hreint og beint hættulegt
ungu fólki að leggja sig í þetta.
Samkeppnin er mikil — það er
alltaf verið að skipta um leikrit og
raða niður í hlutverk, tækifærin
eru mismunandi góð, og hættan
liggur í því að gjarnan skapast öf-
und og jafnvel fjandskapur milli
fólks. Það er margt sem spilar
inní, þegar raðað er í hlutverk,
jafnvel klíkuskapur og baktjalda-
makk, og ungur leikari hlýtur að
mæta allskyns óréttlæti. Þetta
kyndir undir það versta í mannin-
um og það eru alls ekki allir færir
um að mæta þessu álagi. Amatör-
leikhúsið er allt öðruvísi, því þar
er það áhuginn einn sem drífur
menn áfram.
Um framburðarmál íslenzkunn-
ar verð ég fáorður hér, því um þau
efni hef ég skrifað margar greinar
í Morgunblaðið og er enn að því,
enda er þetta samtal þegar orðið
alltof langt.
Vidtal: Bragi Oskarsson
i