Morgunblaðið - 13.11.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.11.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Séra Solveig Lára Guömundsdóttir Fyrirbœna- guðsþjónusta Viö höldum áfram aó hugleiða fyrirbæn fyrir sjúkum. Þess vegna göngum við upp Skólavörðuholtið og hverfum inn i Hallgrímskirkju til viðtals við séra Karl Sigur- björnsson því þar eru haldnar fyrirbænaguðsþjónustur á þriðju- dagsmorgnum. Með sjálfum okkur hugleiðum við með hverju formi þær guðsþjónustur muni vera, eru þær bænastundir, þar sem fólk biður upphátt, eru þær stuttar guðsþjónustur í hefðbundnu formi sunnudagsins eða eitthvað annað? l)m mátt fyrirbænarinnar efumst við ekki. Gudsþjónusta á virkum degi Þessar guðsþjónustur hófust árið 1976, segir séra Karl. Við séra Ragnar Fjalar höfum sam- ráð um þær. Við höfðum tvennt í huga. Við vildum að hér yrði fjölbreyttara guðsþjónustulíf, hægt að skjótast í kirkju í miðri viku á leið í vinnu án þess að gera sér sérstaka ferð, en þetta tíðkast í erlendum borgum. Á hinn bóginn höfðum við í huga þörf safnaðarins fyrir vettvang, þar sem fólk getur úthellt hjarta sínu í bæn og fengið fyrirbæn. Byggt kringum altarissakramentið Ég sá fljótlega eftir að ég hóf starf sem prestur á Landspítal- anum að fólk biður um fyrirbæn fyrir sér og ástvinum sínum. Það er svo auðvelt að segja: Ég skal biðja fyrir þér — en það þarf að vera farvegur fyrir þetta starf. Þessar guðsþjónustur eru far- vegur. Fólk veit um þær og þykir það gott. Nei, við höfum ekki bænastundir, þar sem fólk er beðið að biðja sjálft upphátt. Það mætti vel hafa guðsþjónust- urnar í því formi og í öðrum söfnuðum eru bænaguðsþjónust- ur með öðru sniði. Við byggjum þessar guðsþjónustur upp kring- um altarissakramentið, höfum altarisgöngu í annað hvort skipti. Mér finnst kirkjan nú vera að koma auga á hvað hún á mikinn fjársjóð í altarissakra- mentinu. Þetta er látlaus guðs- þjónusta um orðið og sakra- mentið, þar sem fyrirbæn fyrir sjúkum er í brennidepli. Það hef- ur fylgt því mikil blessun, ekki sízt fyrir söfnuðinn í heild, að eiga þessar stundir. Þegar klukkurnar hringja er beðið Já, þjónustan er þegin. Annars hefði þetta lognast útaf. Við fundum strax að þetta svaraði þörf. Hér starfar mjög trúfastur kjarni. Það er aldrei fjölmenni, 10 uppí 25 koma, en miklu fleiri koma ekki nema einu sinni en óska eftir að það sé beðið fyrir þeim. Og við vitum að þau eru mörg með okkur í bæn á þessum stundum. Þau hafa sagt að þegar þau heyri í klukkunum heim til sín þá eigi þau sína bænastund heima meðan við biðjum hérna í kirkjunni. Það er líka hluti af starfinu í söfnuðinum. Og roskn- ar konur í söfnuðinum taka þetta sem fyrirbænastarf sitt, fara héðan með bænaefni heim til sín. Séra Karl Sigurbjörnsson — áherzlan er á orðinu og sakrament- unum. Styrkur bænarinnar Þetta eru ekki lækningasam- komur. Áherzlan er á orðinu og sakramentunum, fyrirheitunum. Fyrir mér er það jafn mikil gjöf Guðs ef einhver finnur að Drott- inn hefur náð til hans með orð sitt og hann hefur fengið styrk í stríði sínu — jafnvel þótt hann læknist ekki. Við eigum að leggja áherzlu á þetta, að það er hægt að fá styrk hjá Drottni í erfiðleikum. Þetta er þáttur i sálgæzlu kirkjunnar. Þegar fólk á í erfiðleikum, ástvinir þess liggja á skurðarborðinu, þá finnst því oft að það þurfi að gera eitthvað. Hvað er þá stór- kostlegra en að ganga í helgidóm Drottins, heyra orðið og ganga að altarinu? Sálgæzla kirkjunnar Allir prestar eru kallaðir að sjúkrabeði til að biðja fyrir sjúk- um og leggja hendur yfir þá. Það er ekki mikið talað um þetta en þetta er mikill liður í heilbrigð- isþjónustu kirkjunnar. Mér verð- ur það æ hugleiknara hvað það er gott fyrir fólk að fá að skrifta, segja hug sinn og fá fullvissu um fyrirgefningu Guðs. Þetta er náðarmeðal, sem við í lútherskri kirkju eigum að huga betur að. því í þessu er mikill lærdómur fólginn. Við gætum haldið þessu sam- tali áfram miklu lengur og okkur langar til að taka það upp aftur seinna. En síminn hjá séra Karli hringir títt og nú er líka barið að dyrum. Kurteislega rísum við úr sætum og á leiðinni niður Skóla- vörðuholtið höfum við miklu meira að hugleiða en þegar við gengum þar upp áðan. Biblíulestur vikuna 13.—19. nóvember Kristniboð Sunnudagur 13. nóvember: Matt. 2S.16—20 — Kristniboðsskipunin. Mánudagur 14. nóvember: Post. 1.6—10 — Þér munuð öðlast kraft. Þriðjudagur 15. nóvember: Post 13. og 14. kafli — Fyrsta kristnihoðsferðin. Miðvikudagur 16. nóvember: Post. 16.6—15 — Kristnin berst til Evrópu. Fimmtudagur 17. nóvember: Post. 20.17—38 — Lok þriðju kristniboðsf. Kveðjustund. Föstudagur 18. nóvember: Gal. 1.6—9 — Hið linnulausa kristniboð. Laugardagur 19. nóvember: Fil. 3—11 — Gleði starfsins. Ilallgrímskirkja — bænastundirnar eru hluti af safnaðarlífinu. Aðeins Jesús 24. sunnudagur eftir trinitatis Jóh. 5.17—23 í sjónvarpsfréttum á sunnudaginn var sáum við austur- lenzkan trúarleiðtoga koma út úr einkaþotu sinni í stuttri viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Sá hinn sami hafði veitt Bítlunum leiðsögn og boðizt til að leiðbeina stjórnendum heimsins. Fleiri en bítlarnir leita andlegrar leiðsagnar í róti samtímans. Og fleiri en þeir leita hennar í trúar- brögðum austurlanda. Öllum er okkur líka frjálst að leita hamingju okkar og hugareflingar hvar sem við viljum. En guðspjallið í dag segir: Sá, sem heiðrar ekki soninn, heiðr- ar ekki föðurinn, sem sendi hann. Biblían segir okkur ekki að allar leiðir liggi til Guðs að lokum, það sé sama hvað þær heiti, Guð sé allt í öllu og öll trúarbrögð séu leit Guðs að manninum. Biblían segir þvert á móti að eigi skulum við elta falsguði, ekki bærast með hverjum kenningar- vindi, ekki gefa okkur að annarlegum lærdómi. Hún segir að enginn komi til föðurins nema fyrir soninn, fyrir Jesúm Krist, sem dó á krossinum á Golgata og Guð reisti aftur upp frá dauðum til að frelsa syndugt og þrjóskt mannkyn. Ekkert annað er til hjálpræðis, ekkert annað. Við erum ekki þvinguð til að afneita öðrum trúarbrögðum og játa Krist, — en okkur stendur það til boða. Meir en það, Guð er sífellt að kalla okkur með kærleika sínum til að vekja trúna á Krist í hjörtum okkar. Þess vegna sendi hann spámenn Gamla testamentisins og postula Nýja testamentisins, þess vegna sendir hann kristniboða sam- tíðarinnar og presta og safnaðarfólk. Hugleiðum það í dag. Kristniboð Islendinga í Eþíópíu og Kenýa í dag er kristniboðsdagur- inn. Söfnuðir landsins kynn- ast starfi Sambands ís- lenzkra kristniboðsfélaga, sem á sér velunnara í flest- um sóknum kirkjunnar. Sambandið gefur út blaðið Bjarma, sem flytur fréttir af starfinu árið um kring. Hvar rekur kristniboðssam- bandið starf? í tveimur löndum Afríku; Eþíópíu og Kenýa. Hvaða tækifæri hefur kristniboðið í Eþíópíu? Starfað er í Konsó og Voitódalnum þar fyrir sunn- an og starf er einnig hafið á tveimur nýjum stöðum. í Konsó er rekinn heimavist- arskóli, sjúkraskýli og hjálp- arstarf þar sem kristniboð- arnir vinna með Konsó- mönnum að gróðursetningu, vegalagningu og vatnsmiðlun og fleiru og fleiru. Unnið er að bókagerð og þýðingu Bibl- íunnar á tungur þjóðflokk- anna í Eþíópíu. Hvaða erfiðleikar mæta? Hin marxísku yfirvöld vinna gegn kristinni trú. Þegar þau náðu völdum lok- uðu þau höfuðstöðvum lúth- ersku kirkjunnar í Addis Ab- eba. Á mörgum stöðum í Eþíópíu ofsækja yfirvöldin kristið fólk grimmilega. En valdsmenn eru misjafnir og margir og afstaða þeirra á hverjum stað skiptir mestu. Hver eru tækifærin í Kenýa? Prédikað er á 15 stöðum á starfssvæðinu, haldin biblíu- námskeið, konum kennt að sauma, sinna heilsuvernd, lesa og skrifa. í barna- skólanum eru 300 nemendur. Kristnum mönnum er tekið fagnandi til kristinfræðslu í Það er hugsanlegt ad við höfum áhrif á framtíð þessarar litlu stúlku í Konsó, getum gert líf hennar bjart og gott. skólunum og eiga mjög greiðan aðgang að útvarpi og eftirspurn er eftir kristnu lesefni. Hverjir eru erfiðleikarnir í Kenýa? Verkefnin eru mörg og möguleikarnir margir — en fleira starfsfólk vantar. Hverjir eru þar kristniboð- ar? Tvenn hjón vinna nú í hvoru landi. í Eþíópíu starfa Ingibjörg Ingvarsdóttir og Jónas Þórisson og Valgerður Gísladóttir og Guðlaugur Gunnarsson. í Kenýa starfa Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson og Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.