Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 27

Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 27 \ Námskeið í almennri skyndihjálp Rauðkrossdeild Kópavogs gefur bæjarbúum og þeim sem hafa áhuga kost á námskeiði í almennri skyndi- hjálp. Námskeiðið verður í vestur-álmu Kópavogsskóla og hefst 15. nóv. kl. 20.00. Það verður 4 kvöld, 18 kennslustundir. Námskeiðið er öll- um opið. Þátttaka tilkynnist í síma 41382 dagana 14. og 15. nóv. kl. 14.00—18.00. Á námskeiðinu verður reynt að veita sem mesta verklega þjálfun. Einnig verða sýndar kvikmyndir um hina ýmsu þætti skyndihjálpar. Auk þess verða kenndar nýjungar en þeirra merkust er „Munn við háls-aðferðin“. Það er aðferð sem notuð er við endurlífgun fólk sem andar um op á hálsi vegna þess að barkakvlið hefur verið numið brott, oftast vegða illkynjaðar mein- semdar í hálsi. Námskeið þetta er gott fyrir fólk sem stundar mikið útivist á vet- urna svo sem fjallaferðir og rjúpnaveiðar. Þess má geta að námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum, iðn- skólum og mörgum menntaskólum. Basar hjá kvenfélagi Kristskirkju í DAG, 13. nóvember, heldur kvenfé- lag Kristskirkju basar og kaffisölu í Landakotsskólanum, og hefst það kl. 14.30. Þetta er árlegur viðburður í starfi Kvenfélagsins, og hafa kon- urnar unnið flest allt sjálfar í frí- stundum og á fundum sínum. Á basarnum verða m.a. seldar prjónavörur á hagkvæmu verði auk annarra muna, sem hægt er að nota til jólagjafa svo og vinagjafa. Einnig verða seldir hinir vinsælu lukkupokar. Þá er og hægt að gæða sér á kaffi og gómsætum kökum. Allir eru hjartanlega velkomnir, og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma. Séra Ágúst K. Eyjólfsson, sóknarprestur. Þorsteinn á Blá- tindi - Sjötugur Einn af hinum bjargföstu at- hafnamönnum landsins, Þorsteinn Sigurðsson frá Blátindi í Vest- mannaeyjum, verður sjötugur 14. nóvember nk. Þorsteinn hefur unn- ið alla sína ævi í heimabyggð sinni, Vestmannaeyjum, en að loknu skyldunámi vann hann ýmis störf, m.a. við trésmíði. Þá sinnti Þor- steinn bjargmennsku og var fyrsti maðurinn ásamt félaga sínum að klífa Þrídranga í Vestmannaeyjum. Fljótlega hóf Þorsteinn vinnu á vettvangi sjávarútvegsins, safnaði reynzlu og þekkingu. Á sjötta ára- tugnum hóf hann rekstur eigin fyrirtækis í fiskiðnaði ásamt at- orkusömum félögum sinum, en þeir stofnuðu Fiskiðjuna hf., sem um árabil hefur verið eitt stærsta frystihús landsins og afkastamesta. Þorsteinn Sigurðsson, eða Steini á Blátindi, eins og hann er kallaður í daglegu tali heima í Eyjum, er í hópi þeirra dugmestu athafna- manna landsins sem hafa lagt áherzlu á að vinna sitt starf í kyrr- þey. Þannig er Þorsteinn einn af máttarstólpum uppbyggingar í frystiiðnaði landsmanna, úr hópi þeirra sterku persónuleika sem héldu sínu striki í gegnum skin og skúrir, vörðust áföllum af lagni og einurð með skynsemina að leiðar- ljósi. Þorsteinn er nú framkvæmda- stjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar hf. í Vestmannaeyjum, en hann hef- ur víða komið við sögu í ýmsum málum þar sem þörf var athafna- manna og skynsamlegra ráða. Yndisstundir utan hins daglega starfs hafa ekki legið á lausu í rík- um mæli hjá þessum ágæta at- hafnamanni, en líklega kann Steini á Blátindi hvergi betur við sig en með góðum félögum í trilluútgerð á heimaslóð. Síðari árin hefur Þor- steinn notað hvert tækifæri sem hefur gefist til þess að bregða sér á sjó dag- eða kvöldstund og þá er oft fiskilegt. Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi var einn af þeim Eyjamönnum sem missti hús sitt undir hraun í eldgos- inu 1973, en þótt hann stæði á sex- tugu var ekkert verið að hika og hann reisti nýjan glæsilegan Blá- tind. Steini á Blátindi er efni í langa grein, en í samræmi við hans stíl, að flæða ekki yfir allt, vil ég hafa þessa afmæliskveðju snaggaralega og óska honum og Önnu konu hans gæfu og gengis í framtíðinni, þar eru glæsileg hjón. — Árni Johnsen Nýjung íHagkaup! rænmetis - ávaxtatorg Komið og njótið þess að geta valið nýtt, ferskt grænmeti og ávexti. Tölvuvog gefur upp verðið og þyngdina. STÆRRI VERSLUN - BETRIKAUP TT A TT ATip Skeifunni 15 IlAVJliAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.