Morgunblaðið - 13.11.1983, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
Þrjátíu ár frá stofnun Blóðbankans
Á þriðja hundrað manns
gefa blóð í hverri viku
f blóðtökuherberginu, þar sem
sex manns geta gefiö blóð á
sama tíma, en blóó geta allir gef-
ið sem eru á aldrinum 18—65 ára.
tengsl íslenskra blóðgjafa og al-
mennings við Blóðbankann og til
að fræða sömu aðila og stjórnvöld
um mikilvægi blóðs til lækninga.
Þá var Blóðbankinn með þeim
fyrstu sinnar tegundar til að taka
upp Rhesus-varnir, sem hófust hér
árið 1969. Rhesus-flokkar eru sér-
stakt blóðflokkakerfi. ABO blóð-
flokkakerfið er þekktast og af því
eru fjórar gerðir. Blóðflokkahlut-
föll í þessu kerfi eru þannig hjá
fslendingum að flestir eru í
O-flokki (56%), Þá kemur
A-flokkur (30%), B-flokkur (10%),
en fámennastur er AB-flokkur
(2—3%). Burtséð frá aðalblóð-
flokkunum geta menn verið Rhes-
us neikvæðir, eða Rhesus jákvæðir
og eru Rhesus-varnir til þess að
koma í veg fyrir að móðir, sem er
Rhesus neikvæð, myndi mótefni
gegn barni sínu í móðurkviði og
skaði það.
DJÚPFRYSTí
AMSTERDAM
Árleg aukning á blóðsöfnun hef-
ur verið 8—9%, til að svara þörf-
um sjúkrahúsanna. Blóðið er hlut-
að niður í rauðar blóðfrumur, sem
notast við súrefnisflutning, blóð-
flögur, til að stöðva blæðingar og
plasma, eða blóðvatn. Plasmað er
notað til gefa blóðvatn eftir mikið
vökvatap úr líkama, t.d. eftir
bruna. Ur plasma má einnig vinna
storkuþætti. Þessir þættir eru síð-
an settir í umbúðir og frystir, en
þeir hafa meira geymsluþol en
ósundurhlutað blóð, sem ekki
geymist nema í 21 dag. Meginhluti
þess blóðs sem safnað er í bankan-
um nýtist þó á fyrstu tveimur vik-
unum. í þeim tilfellum þegar um
BLÓÐTÖKUR hafa löngum tíðkast á meðal íslendinga. Töldu
menn í eina tíð að ráða mætti bót á ýmsum sjúkdómum og kvillum
með blóðtökum og voru blóðtökustaðir á líkamanum taldir 53.
Átti hver þeirra sinn kvilla. Bíldskerar nefndust þeir sem fram-
kvæmdu blóðtökurnar og eru frásagnir af lækningamætti þeirra á
ýmsa vegu, en blóðtökur í lækningaskyni lögðust að mestu niður á
seinni hluta 19. aldar. í stað þeirra komu seinna meira blóðgjafír
til lækninga. Hófust þær að ráði erlendis í lok fyrri heimstyrjald-
arinnar, þegar hermenn gáfu blóð til þeirra sem höfðu orðið fyrir
slysum eða miklum blæðingum vegna sjúkdóma og þurftu á blóði
heilbrigðra manna að halda. Rover-skátar Væringjafélagsins í
Reykjavík tóku upp þennan sið um 1935 og stofnuðu „blóðgjafa-
sveit skáta“. Var Jón Oddgeir Jónsson formaður hennar.
Blóðgjafastarfsemin færðist síðan í auknu mæli inn á spítalana og
þann 14. nóvember 1953 var Blóðbankinn stofnaður.
Hugmyndinni um blóðbanka
varpaði Valtýr Albertsson, læknir
fram árið 1949. Var henni vel tekið
og hófust framkvæmdir við bygg-
ingu hússins sem Blóðbankinn
hefur starfað í til þessa dags þann
1. september sama ár. Einn aðal-
hvatamaðurinn að stofnun hans
var, auk Valtýs, prófessor Níels
Dungal, sem hafði þá um nokkurn
tíma hagnýtt sér eiginleika blóð-
flokkanna í þágu réttarlæknis-
fræði. Voru fyrstu forstöðumenn
Blóðbankans svæfingarlæknar
Landspítalans, þeir Elias Ey-
vindsson, Víkingur H. Arnórsson ,
Valtýr Bjarnason og enfremur
Guðmundur Þ. Þórðarson, læknir.
Árið 1972 var siðan dr. ólafur
Jensson, læknir, skipaður for-
stöðumaður bankans og hefur
hann gegnt því starfi síðan.
FÆSTIR í
AB-FLOKKI
Blóðbankinn hefur fært út kví-
arnar á mörgum sviðum frá því að
hann tók til starfa 1953 með sex
manna starfsliði. Þar starfa nú
um 30 manns, þar af 15 í rann-
sóknardeildum, sex hjúkrunar-
fræðingar við blóðtöku og blóð-
söfnun, auk lækna og aðstoðar-
fólks. Að meðaltali er safnað blóði
úr 250—300 manns á viku og gefur
þá hver eina einingu, sem er 450
ml. af blóði. Á fyrstu árum Blóð-
bankans var árlega safnað á milli
eitt og tvö þúsund einingum, en á
síðasta ári söfnuðust 14.206 ein-
ingar. Blóðsöfnunin fer fyrst og
fremst fram innan veggja Blóð-
bankans, en einnig er farið i söfn-
unarferðir til þéttbýliskjarna í
nágrenni Reykjavíkur, í skóla og á
vinnustaði. Eru slíkar ferðir farn-
ar í samvinnu við Rauða kross ís-
Læknar Blóöbankans. F.v. dr. Ólafur Jensson, forstöðumaöur, soili H.
Alfreö Árnason, erföafrseöingur.
HBv!
Erlingsson, aöstoöarlæknir, og dr.
Steinunn Haröardóttir, líffræö-
ingur, vinnur hér vió blóöfrumu-
þvott í skilvindu.
lands, sem hefur umsjón með
skipulagningu söfnunarinnar og
leggur til bíl og bílstjóra. Þá hafa
ýmis samtök önnur dyggilega að-
stoðað Blóðbankann við starfið.
Má þar bæði nefna þá einstakl-
inga sem koma reglulega, á
þriggja mánaða fresti, og gefa
blóð og eins þá hópa sem mynda
„varasveitir" og koma með stutt-
um fyrirvara vegna sérþarfa
sjúklinga í sjaldgæfum blóðflokki
eða af öðrum ástæðum. Blóðgjafa-
félag íslands var stofnað þann 16.
júlí 1981 í þeim tilgangi að efla
Flokkaó blóö í kæligeymslu.
Dr. Ólafur Jensson heldur hér á
frystu plasma.
sjaldgæfan blóðflokk er að ræða
er sá möguleiki fyrir hendi að
leggja slíkt blóð inn til djúpfryst-
ingar í alþjóðlegan blóðbanka í
Amsterdam, sem ríki Evrópuráðs-
ins standa að.
Blóðbankinn safnar fyrst og
fremst blóði fyrir sjúkrahús í
Reykjavík, þar sem flestar stærri
aðgerðir fara fram. Eiinig er af-
greitt blóð til sjúkrahúsa á lands-
byggðinni. Þó safnar Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri blóði að
hluta til eigin þarfa. Sjúkrahúsin
senda beiðni til bankans um blóð
fyrir tiltekinn sjúkling og fylgir