Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 38

Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Sendiherra Spánar á Islandi: Lýöræðislegir stjórnarhættir hafa bætt samskipti þjóöanna „EFTIR AÐ lýðræðislegir stjórnar- hættir komust á í hcimalandi mínu hafa samskipti íslands og Spánar aukist og dýpkað. Hér er um tvö lýðræðisríki að ræða sem ekki er eins langt á milli og virðist sam- kvæmt landakortinu. Þjóðir okkar vilja sameiginlega leggja sitt af mörkum til að vernda vestrænt lýðræði og evrópska menningararf- leifð,“ sagöi Juan Durán-Loriga, nýskipaður sendiherra Spánar á Is- landi, þegar hann dvaldist hér á landi fyrir skömmu og afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, trúnaðarbréf sitt en aðsetur sendiráös Spánar á íslandi er í Osló. Hér á landi er Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf., spænskur ræðismaður. „Hvað svo sem samstöðu landa okkar á alþjóðavettvangi líður,“ hélt sendiherrann áfram „skiptir hinn mannlegi þáttur ekki minna máli, að góð kynni takist á milli þjóðanna. Margir fslendingar fara á hverju ári til Spánar og okkur er kappsmál að styðja kennslu í spænsku við Háskóla íslands. Með því erum við bæði að auka kynni íslend- inga á spænskri menningu og opna dyrnar að menningu spænskumælandi þjóða í Suður- Ameríku, sem okkur er ljúft.“ Þórður Örn Sigurðsson er lektor í spænsku við Háskóla ís- lands en Aitor Yuraola López frá Spáni kennir þar einnig og sam- kvæmt upplýsingum hjá heim- spekideild hefur spænska ríkið nýlega samþykkt að leggja fé af mörkum til að treysta spænsku- kennslu enn frekar í sessi í há- skólanum. Nú eru 10 innritaðir í spænsku í skólanum. „Þú spyrð, hvort Spánverjar líti frekar til Suður-Ameríku en Evrópu, þegar þeir meta stöðu sína í heiminum," sagði sendi- herrann. „Við erum Evrópubúar í sögulegum, menningarlegum og pólitískum skilningi. Hins vegar erum við þeirrar skoðunar að Evrópubúar verði að líta til annarra heimshluta og ekki síst þriðja heimsins og teljum að við höfum sérstöku hlutverki að gegna sem tengiliður milli Evr- ópu og Suður-Ameríku eða Norður-Afríku þar sem við höf- um jafnan haft ítök. Spánverjar hafa einnig þá sérstöðu meðal Evrópuþjóða að það er auðveld- ara fyrir okkur en aðra að skilja hin flóknu félagslegu vandamál sem við er að etja í ríkjum Suður-Ameríku. Við viljum tengjast Vestur- Evrópu enn frekar en orðið er með aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu, en Spánn varð 16. aðildarríki þess fyrir rúmu ári og við höfum varnarsamning við Bandaríkin. Nú fara jafnaðar- menn með stjórn á Spáni og þeir lofuðu að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðildina að NATO. Staðan í alþjóðamálum er viðkvæm um þessar mundir og spænska ríkisstjórnin vill ekki gera neitt sem kynni að auka á spennu, þess vegna hefur ekki enn verið ákveðið hvenær þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram, það verður þó ekki á árinu 1984. Spænsk stjórnvöld hafa á hinn bóginn ekki haldið áfram viðræðum við samaðila sína að NATO um fulla hlutdeild í hern- aðarsamstarfinu innan banda- lagsins. Hlé hefur verið gert á þeim viðræðum. Kommúnistar á Spáni eru með háværar kröfur á Juan Durin-Lorgia, sendiherra Spánar. hendur ríkisstjórninni um að þjóðaratkvæðagreiðslan fari strax fram, en þeir eru auðvitað á móti aðildinni að bandalag- inu.“ — Hver er afstaða ríkisstjórn- arinnar til Evrópueldflauganna sem nú á að koma fyrir? „Spánn var ekki þátttökuríki í NATO í desember 1979 þegar ákvörðunin um eldflaugarnar var tekin. Við erum því ekki aðil- ar að henni. Það er stefna spænskra stjórnvalda að kjarn- orkuvopn séu ekki á Spáni. Á hinn bóginn virðir spænska rík- isstjórnin ákvarðanir ríkis- stjórna annarra landa varðandi kjarnorkuvopn og hefur til dæm- is lýst skilningi á stefnu vestur- þýsku ríkisstjórnarinnar." — Hvað um aðild að Evrópu- bandalaginu (Efnahagsbanda- lagi Evrópu)? „Spánverjar eru óánægðir með hve það gengur hægt að ná sam- komulagi um aðild að Evrópu- bandalaginu (EB). Á meðan Franco fór með stjórn landsins var sagt, að bandalagið væri að- eins fyrir lýðræðisríki. Nú sjáum við hins vegar að aðild Spánar strandar á efnahagslegum atrið- um. Ríkin í EB óttast samkeppni frá okkur. Okkur þykir hins veg- ar miður að vera aðeins taldir gjaldgengir í varnar- og hernað- arsamvinnunni en ekki þar sem samstarfið byggist á efnahags- legum og pólitískum forsendum. Samningarnir um EB-aðild eru mjög flóknir. Við getum til dæmis ekki sætt okkur við að umþóttunartíminn verði lengri við afnám tolla á landbúnaðar- vörum, þar sem mest er í húfi fyrir okkur, en á iðnaðarvörum, þar sem samkeppni yrði hættu- leg fyrir okkur. Varðandi tíma- setningar höfum við samleið með Portúgölum í viðræðum um aðild að bandalaginu en samið er við okkur sérstaklega." — Hefur lýðræðið náð að skjóta rótum á Spáni? „Það er stöðugleiki í spænsk- um stjórnmálum. Þetta sannað- ist best þegar stjórnarandstaðan vann sigur í kosningum og tók við ríkisstjórnarforystu með lýð- ræðislegum hætti. Spánverjar vilja búa við lýðræðislega stjórnarhætti." Juan Durán-Loriga hefur ver- ið í 32 ár í spænsku utanríkis- þjónustunni og meðal annars verið sendiherra í Jórdaníu og Vestur-Þýskalandi áður en hann var skipaður til starfa í Osló. Jafnframt hefur hann gegnt ábyrgðarmiklum trúnaðarstörf- um í ráðuneytinu í Madrid. Hann sagði að þetta væri fyrsta heimsókn sín til íslands. „Þjóðir okkar hafa lengi rækt- að með sér viðskiptasamband," sagði sendiherrann, „og það hef- ur verið ykkur íslendingum í hag. Við stefnum ekki að því að hreinn jöfnuður ríki í verslun milli þjóðanna enda samrýmist það ekki hugmyndum um frjáls alþjóðaviðskipti. En okkur er kappsmál að selja ykkur sem mest af framleiðslu okkar. Við höfum orðið illa úti í efnahags- þrengingum síðustu ára. At- vinnuleysi er nú um 14 til 15% á Spáni. Við höfum aldrei haft fulla atvinnu í landinu en krepp- an undanfarin ár hefur aukið á vandann fyrir þá sök að Spán- verjar sem leituðu eftir atvinnu í löndunum fyrir norðan Pyrenea- fjöll sneru heim aftur — um ein milljón manna. Þessu fólki hefur gengið illa að verða sér úti um vinnu. íbúar Spánar eru 36 milljónir en til landsins koma um 40 millj- ónir ferðamanna á ári hverju. Án ferðamannaiðnaðarins yrði efnahagslegt hrun í landinu. Nú ber hæst í ferðamálum hjá okkur að reyna að lengja ferða- mannatímann. Til þess að það megi takast þarf að bæta hótelin á sólbaðsstöðunum en ekki síður að laða ferðamenn til landsins í öðrum tilgangi en þeim að sleikja sólina. Við viljum stuðla að menningarlegum ferðalögum um Spán á öðrum árstímum en þegar heitast er,“ sagði Juan Durán-Lorgia, sendiherra, að lokum. Ný vöruafgreiðsla í HAFNARFIRÐI Arnarflug hefur opnað vöruafgreiðslu að Dalshrauni 15, Hafnarfirði til hagræðingar og þæginda fyrir viðskiptavini í Hafnarfirði og nágrenni. Aðkeyrsla frá Reykjanesbraut og Dalshrauni. - Sími 53616. Flugfélag með ferskan blæ ARNÁRFLUG Lágmúli 7, Sími 29511 HVERFISGATA 56, SiMI 23700. NÓATÚN17, SÍMI 23670. AFSLA' Sdfnabusaman fjttektumþmumog fabu." TSPÓUJR 5wawa Með nýju afsláttarkortunum gefst þér nú kostur á að safna saman öllum úttektum þínum hjá Myndbandaleigu kvikmyndahusanna jafn- óðum og vinna til ókeypis útlánsá myndefni síðar. Þegar þú hefur safnað 20 úttektum á kortið færðu að velja þér 3 spólur til afnota ókeypis. Þannig getur þú aftur og aftur fengið nýtt afsláttarkort og haldið saman úttektum þinum, vitandi það að slíkt borgar sig. Komdu, fáðu þér afsláttarkort strax í dag og kynntu þér í leiðinni allar nýju myndirnar sem voru að koma. Úrvalið aldrei meira. 0PNUNARTÍMI HVERFISGATA 56, SÍMI 23700. NÓATÚN117, SlMI 23670. VIRKADAGA kl. 12.00 21.00 VIRKADAGA kl. 15.00-23.00 LAUSUN kl. 14.00-21.00 LAUSUN kl. 14.00-23.00 Nú er einnig hægt að taka út og skila spólum á hvorum staðnum sem er, hafi menn samninginn meðferðis. Athugið að í verslunarmiðstöð- inni að Nóatúni 17 eru þó aðeins VHS-spólur ennþá. y€>f\ÁNK A ViDEG 0% LJ ■T ... T* ukivtns*. EMI enna- vinir Austurríkiskona, 31 árs, mjög áhugasöm um land og þjóð: Anncliese Pawlik, Oberndorf 296, 6322 Kirchbichl, Tirol, Austria. Sextán ára japönsk stúlka með mikinn tónlistaráhuga: Aya Kawamura, 30, 2-chome Taiheicho, Seki-shi, Gifu, 501-32 Japan. Brezk kona, 56 ára, með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, prjónaskap og bóklestri, svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem hún safnar lands- lagsmyndakortum, skeiðum, bók- amerkjum og lyklahringjum, vill eignast íslenzka pennavini: Nora McCullough, Terrona, 28. Claremont Cresc., Morecambe, LA4 4HH, England.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.