Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 40

Morgunblaðið - 13.11.1983, Side 40
De Lorean-bílafyrirtcekið. Fyrir um það bil ári síðan komst bandarísk- ur kaupsf/slumaður á forsíður fréttablaða þeg- ar hann var ákœrður fgrir smygl á miklu magni af kókaíni og að hafa haft uppi áform um að koma þvi í sölu. Maðurinn, John De Lorean, var umsvifalaust hnepptur í gæslu- varðhald og fjármálaheimurinn, beggja vegna Atlantshafsins, stóð á öndinni af undrun. Menn áttu erfitt með að trúa að jafn snjall maður og John De Lorean teldi sér sæma að grípa til þess ráðs, að hagnast af fíkniefna- sölu, jafnvel þó það yrði til að bjarga fyrirtæki hans og hugarfóstri, De Lorean Motor Co., frá yfirvofandi gjaldþroti. John Zachary De Lorean fædd- ist á kreppuárunum (árið 1925) í bílaborginni Detroit í Bandaríkj- unum og ólst þar upp, elstur fjög- urra bræðra. Foreldrarnir voru báðir innflytjendur frá Evrópu, faðirinn, Zachary, var ættaður frá Elsass-Lothringen-héraði, þar sem menn eru af blönduðum frönskum og þýskum stofni og flestir kaþólskrar trúar, og móðir- in var austurrísk. De Lorean eldri, sem vann hjá Ford-bílaverksmiðj- unum, var drykkfefldur, þau hjón slitu samvistir nokkrum sinnum á meðan á uppvexti drengjanna stóð, þau skildu svo alveg síðar. John De Lorean, sem dáði móð- ur sína mjög, hóf ungur að vinna á kvöldin og um helgar með námi, til að leggja sitt af mörkum til heimilisins. Hann vamr t.d. í kjör- búðum sem drengur og á unglings- árunum spilaði hann á saxófón í næturklúbbum. Hann sagði einhverntíma frá því í viðtali, eftir að hann var orð- inn stórauðugur maður, að hann þekkti það af eigin raun að taka til hendi við vinnu, ekkert jafnaðist á við það, að vita að maður hefði innt starf vel af hendi, það hefði verið sú tiifinning sem hefði hvatt sig til dáða, ekki vonin um gróða. John De Lorean hóf nám við Lawrence-tækniskólann í Detroit, fékk þar námsstyrk en þurfti að gera hlé á náminu á meðan hann gegndi herþjónustu á stríðsárun- um. Að því loknu tók hann upp þráðinn aftur og útskrifaðist sem verkfræðingur. Hann hóf störf hjá Chrysler-bílafyrirtækinu og hélt samtímis áfram námi í kvöld- deildum háskóla til að öðlast master-gráðu í verkfræðinni. Þeg- ar því markmiði var náð skipti hann um starf og hóf, 27 ára gam- all, að vinna hjá Packard Motor Car Co. og var fljótt gerður yfir- maður rannsóknar- og þróunar- deildar. Jafnhliða því starfi hóf hann nám í fyrirtækjastjórnun í kvölddeildum University of Michi- gan og náði þar annarri master- gráðu. Þegar hér var komið sögu var hann gerður forstjóri hinnar nýju verkfræðideildar Pontiac hjá General Motors. Hjá GM var honum fengið það verkefni að hressa upp á útlit Pontiac-bílsins, gera hann ný- John De Lorean og DMC-12-bíllinn DMC-12 bíllinn. Christina De Lorean á meðan að allt lék í lyndi. Myndin tekin í hávaxinn maður, grennti sig um 30 kg, hann fékk sér andlitslyft- ingu, lagði til hliðar hefðbundin hneppt jakkaföt, klæddist frjáls- lega og stundum eins og táningur, hann lét hár sitt vaxa og litaði það, og skildi við konu sína eftir 15 ára hjónaband. Hann sást eftir það í fylgd ým- issa glæsikvenna og kvikmynda- stjarna, var tíður gestur á skemmtistöðum og í samkvæmum, og komst því oft í slúðurdálka dagblaðanna og á fréttamyndir frá ýmsum mannamótum. Meðal vinkvenna hans frá þessum glaumgosatíma má nefna t.d. Ur- sulu Andress, Nancy Sinatra og Candice Bergen. Hann gekk síðan að eiga tvítuga stúlku en var þá sjálfur kominn á fimmtugsaldur, það hjónaband entist aðeins árið. Þau hjón höfðu rétt tekið sér kjörson, Zachary (nú 13 ára gamall), þegar hjónabandið brast. Við skilnaðinn fékk De Lorean umráðarétt yfir drengn- um. Árið 1972 kynntist De Lorean fyrirsætunni Christina Ferrare, rúmlega tvítugri stúlku af ítölsk- um ættum. Myndir af henni höfðu prýtt forsíður allra helstu tísku- blaða Bandaríkjanna, hún var eft- irsótt fyrirsæta og fékk há laun fyrir starf sitt. borðstofu þeirra hjóna í New York tískulegri og þar með eftirsóknar- verðari. Það verkefni tókst svo vel, að hann var gerður yfirverkfræð- ingur fyrirtækisins árið 1961. Árið 1967 kom hann með á markaðinn meðalstóran bfl með kraftmikilli vél, og var reiknað með að fyrsta árið myndu seljast 5 þúsund bílar. Bílasalan varð þó snöggtum meiri, alls seldust 312 þúsund bílar þetta fyrsta ár. Salan á Pontiac-bílum marg- faldaðist undir stjórn De Lorean og fyrir vikið var hann gerður að forstjóra yfir Chevrolet-deildinni, þar sem sama sagan endurtók sig. De Lorean var settur yfir allar deiidir sem fóru með innanlands- sölu bæði á fólks- og vörubílum árið 1972, og var þar með orðinn einn af aðalforstjórum hins risa- stóra fyrirtækis General Motors, árslaun hans námu 650.000 dollur- um. GM framleiðir Pontiac-, Chevrolet-, Cadillac-, Buick- og Oldsmobile-bíla. Breytingar í einkalífinu Eftir að John De Lorean tókst svo vel að gera Pontiac-bílinn ný- tískulegri útlits og meira aðlað- andi, hófst hann handa við að breyta eigin útliti og ímynd. Fyrst má telja að hann, sem er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.