Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 44

Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Færri fiskar og smærri: Þorskurinn verð- ur ekki sniðgenginn í þjóðhagsáætlun íslendinga Hver er þungamiðjan í efnahagslegu sjálfstæði fslendinga? Heldur íslenzki sjómaðurinn á svari við þeirri spurningu í hendi sér? — Máske hefði þessi myndatexti einfaldlega átt að hljóða svona: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. (Þorskur á þingi) Þorskurinn kom mjög við þing- störf í vikunni sem leið. Þessi nytjafiskur, sem lífskjör í landi hvíla á, er ekki jafn gjöfull og fyrrum, enda stofninn hrað- minnkandi að dómi fiskifræðinga. Garðar Sigurðsson, fjórði þing- maður Sunnlendinga, talaði um þorskinn sem hinn raunverulega gjaldmiðil þjóðarinnar í verzlun- arsamskiptum við umheiminn. Fyrir tveimur árum, 1981, færðu íslenzkir fiskimenn að landi 470.000 tonn af þessum „gjald- miðli". Fiskifræðingar vara hins- vegar við að taka meira úr stofn- inum 1984 en 200.000 tonn. „Það þýðir," sagði þingmaðurinn, „að 60 fiskar af hverjum 100 eru horfn- ir.“ Menn greinir á um hvort ofveiði eða breyttar aðstæður í lífríki sjávar valdi stofnminnkun þorsks. Sennilegt er að hvorutveggja komi til. Meginmálið er að hlusta verð- ur á fiskifræðinga, þróa veiðisókn að veiðiþoli nytjafiska — og byggja stofnstærð þeirra þann veg upp, að þeir gefi hámarksafrakst- ur í þjóðarbúið. Silungsræktun og eldi lax hefur gefið góða raun hér á landi. Hefur það verið kannað sem skyldi, hvort rækta megi þær tegundir nytjafiska, sem mest hafa gefið í þjóðarbúið, með hliðstæðum hætti, t.d. í innfjörðum? En víkjum aftur að Garðari Sig- urðssyni. Hann sagði efnislega: Undirstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar, sem hún lifir öll á, er illa kominn, og ekki von til, að mínum dómi, að það sé hægt að bæta kjör landsmanna mikið meðan þannig stendur á. Auðvitað geta menn haldið þar um „miklar ræöur, en þær eru einskis virði“. Hér vegur Garðar að einhverjum, sem hann tíundar ekki frekar. Annar þingmaður, Kjartan Jó- hannsson, þriðji þingmaður Reyk- nesinga, gerði því skóna, að 200.000 tonna afla 1984 yrði skipt að jöfnu milli báta- og togaraflota. „Við erum líklega með 100 togara, eða því sem næst ... 100 þúsund tonn á 100 togara eru 1000 tonn af þorski á skip. Veiðigeta þeirra er sjálfsagt 4000 tonn og veitir ekki af, til að standa undir þessu," (væntanlega er átt við tilkostnað). Hér kom þingmaður að kjarna- punkti, samræmingu veiðisóknar að veiðiþoli, þ.e. mótun veiðistefnu 1984, sem nú er unnið að í ríkis- stjórninni. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði efn- islega, að sú stefna þyrfti að byggjast á tveimur höfuðatriðum: • ad veiða þann fisk, sem við telj- um hyggilegt og nauðsynlegt að veiða, með sem minnstum til- kostnaði. • að meðhöndla hann og vinna þann veg, að við fáum sem mest fyrir hann á sölumörkuðum. Hér er mikið vandamál á ferð. Það verður erfitt að samræma fiskifræðileg rök og atvinnu- og efnahagslegt viðhorf, sem varða öll sjávarpláss í landinu og þjóð- arbúskapinn í heild. í tengslum við veiðistefnu komu ábendingar um „kvótakerfi" á tog- ara, líkt því sem tekið hefur verið upp í veiðum síldar og loðnu. Sjáv- arútvegsráðherra sagði að núgild- andi lög veittu sér „ekki vald til að setja kvótakerfi á togarana ... Þannig að þessi mál þurfa að koma til meðhöndlunar hér á Al- þingi, ef slíkt skal upp tekið“. Það er sýnt að þorskurinn hefur og mun sennilega í enn ríkara mæli valda þingi og þjóð heila- brotum. Verði ekki veiddar nema 200 þúsund lestir af þorski á næsta ári þýðir það mikinn at- vinnu- og tekjusamdrátt i sjávar- plássum landsins, allt að 12—13% samdrátt í útflutningsframleiðslu sem svarar til 2 milljörðum króna og 3,5% samdrætti þjóðarfram- leiðslunnar. Samdráttur þjóðarframleiðslu þriðja árið í röð er mikið alvöru- efni. Það hefði ekki sakað að hafa eins og eitt eða tvö stóriðjufyrir- tæki upp á að hlaupa i þessari stöðu. (Þorskur í þjóð- hagsáætlun) Kristín Halldórsdóttir, þing- maður Samtaka um kvennalista, kvaddi sér hljóð utan dagskrár á Alþingi sl. fimmtudag og spurðist fyrir um viðbrögð stjórnvalda við skýrslum og veiðitillögum fiski- fræðinga varðandi þorskinn. Vakti hún athygli á því að þjóð- hagsáætlun og fjárlagafrumvarp 1984 væru byggð á öðrum og hag- stæðari veiðiforsendum sjávarút- vegs en fárra daga niðurstöður fiskifræðinga teldu raunhæfar. Það kom fram í máli sjávarút- vegsráðherra að þorskfiskum hefði ekki aðeins fækkað í íslands- álum, sem svaraði 40 milljónum „kvikinda", heldur hefði meðal- þyngd hvers fisks minnkað úr 2,40 kg. í 2,10 kg. (14,6%). Breytt skil- yrði í lífríki fisksins hefðu hægt á vexti hans, sem jafnframt þýddi, að hann yrði seinna kynþroska. Það væri fleira en veiðisókn sem hefði áhrif á viðgang stofnsins. Matthías Bjarnason, fyrrv. sjáv- arútvegsráðherra, vék m.a. að „svartri skýrslu fiskifræðinga" 1974. Þá hafi veiðitillögur þeirra fyrir komandi ár staðið til 230.000 tonna. Ástandið hafi þá að því leyti verið verra, að aðeins 54% aflans var okkar, hinn hlutinn er- lendra veiðiflota. Engin fiskveiðiþjóð hefur gert meira en við í fiskvernd, sagði Matthías. • í fyrsta lagi höfum við ýtt er- lendum veiðiflotum út úr fisk- veiðilögsögu okkar, mestpart, og verðum þar enn að gera betur. • í annan stað höfum við möskva- stærð smærri en aðrar veiðiþjóðir, sem eitt út af fyrir sig hefur kom- ið í veg fyrir mikið smáfiskadráp. • Það þriðja er að við höfum hald- ið veiðiflota okkar frá uppeldis- svæðum, bæði tímabundið og til lengri tíma, og takmarkað veiði- sókn eftir fleiri leiðum. Hins vegar höfum við aukið við veiðiflota okkar, umfram veiðiþol, það verðum við að játa, sagði þingmaðurinn. Matthías fór og orðum um, hver áhrif það myndi hafa á atvinnu og afkomu sjávarplássa vítt um land, sem og á þjóðarbúskapinn í heild, ef alfarið yrði farið eftir tillögum um 200.000 tonna afla 1984. Hafa yrði einnig í huga sjón- armið atvinnugreinarinnar, sjáv- Landssamband blandaðra kóra: Fjölmennt námskeið fyrir kórfólk haldið um helgina — lýkur með tónleikum í Gamla bíói í dag „Ís-Klang ’83“, söngnámskeið fyrir kórfólk, var haldið nú um helg- ina á vegum l<andssambands bland- aðra kóra og lýkur því srðdegis með lokatónleikum í Gamla bíói. Á föstudag leit blm. Mbl. inn í Langholtskirkju þar sem nám- skeiðið var haldið og hitti þar fyrst, að máli Sigríði Pétursdóttur ritara Landssambandsins. „Hug- myndin að Ís-Klang námskeiðinu er komin frá söngnámskeiði með svipuðu sniði sem samtök nor- rænna kóra standa fyrir á þriggja ára fresti og heitir Nord-Klang,“ sagði Sigríður. „íslendingar hafa sótt þetta námskeið tvisvar, 1980 þegar það var haldið í Finnlandi og í sumar fóru 16 Islendingar á namskeiðið í Svíþjóð. Strax efir námskeiðið í Finnlandi hófum við undirbuning að svona námskeiði hér, en vegna lítillar þátttöku var það ekki haldið. Við kenndum tím- anum um. Þetta var um sumar og reyndum því haustið núna með þeim árangri að þáttakendur eru tæplega 250. Þetta námskeið er mun minna í sniðum en Nord- Klang, þar er boðið upp á 12 mis- munandi verkefnahópa þar sem tekin er fyrir kirkjutónlist, jazz, nútímatónlist og negrasálmar svo eitthvað sé nefnt. Hér höfum við aðeins tvo hópa, „Gamalt og nýtt“ þar sem Steen Lindholm var söng- stjóri, sem kemur hingað sértak- lega frá Kaupmannahöfn, leið- beinir og tekur fyrir nýjan tján- ingarmáta í söng, og „Að syngja hreint“ þar sem Jón Stefánsson leiðbeinir þeim sem minna hafa sungið. Kvölds og morgna er svo samsöngur og nokkrir kórar koma fram með eigin dagskrá." í sönghléi hafði blm. tal af stjórnendum hópanna Jóni og Steen og byrjaði á að forvitnast um dagskrá Steens. „Við erum að prófa okkur áfram með verk eftir Bach og á morgun ætlum við að setja hreyfingar við það,“ sagði Steen. „Þetta er eins- konar kórdramatik. Hún er mikið notuð í Bandaríkjunum bæði við æfingar og tónleika en lítið er um þetta á Norðurlöndum nema kannski einna helst í Svíþjóð. Ég hef þá trú að í framtíðinni verði þetta hluti af kórþjálfuninni. Með því að túlka lögin með einföldum hreyfingum jafnframt því að syngja þarf einstaklingurinn að leggja meira fram persónulega en annars og ég held að það sé bæði hollt og þroskandi. Nemendur Jón Stefínsson Steen Lindholm. stjórnar verkefna frá Kaupmanna- hópnum „AA syngja höfn, stjórnar hópn- hreint". um „Gamalt oe nýtt". mínir hér hafa verið mjög jákvæð- ir og móttækilegir fyrir nýjungum eins og þessum, og það sem hefur einna mest komið mér á óvart á þessu námskeiði er hversu hreint þessi blandaði hópur syngur." Jón, hefur þú reynt þetta við þína kennslu? „Nei, ég hef ekki verið með þetta, en ég hef reynt að brjóta upp þessa gömlu hefð með smá hreyfingu eins og að láta kórinn dreifa sér um salinn meðan hann syngur og það hefur alltaf virkað vel,“ sagði Jón. „Mér finnst þetta námskeið gott framtak og held það geti virkað sem vítamín- sprauta fyrir þátttakendur. Þar sem við höfum ekki fleiri hópa skapast að vísu ákveðnir erfiðleik- ar við framkvæmdina vegna þess að þá lendir í sama hópi fólk sem lagt hefur stund á tónlistarnám í lengri tíma og áhugafólk sem ekki les nótur. Ég kenni í mínum hópi grunninn undir kórþjálfun en Steen er með það sem kemur síð- ast. Það hefði verið gott ef við hefðum líka getað haft hóp þarna einhvers staðar á milli.“ Næst hitti blaðamaður að máli þrjá af þátttakendum Ís-Klang en þeír eiga það sameiginlegt að hafa allir verið á Nord-Klang. Dórothea Einarsdóttir: Ég hef sungið í kór frá því ég var ungling- ur og frá 1968 hef ég sungið með Söngsveitinni Fílharmóníu. En þrátt fyrir þessa reynslu fannst mér ég hafa óhemju gagn af Nord-Klang-námskeiðunum. Fyrra námskeiðið sem ég fór á í Finnlandi var fimm daga langt og var ég í hópi sem tók fyrir messu eftir Dvorák. Þegar ég fór að æfa með kórnum veturinn eftir fann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.