Morgunblaðið - 13.11.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
45
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
arútvegsins, sem stæði uppi með
samansafnaðan margra ára
rekstrarhalla og vanskilaskuldir,
þrátt fyrir „innlegg" sitt í þjóðar-
búið.
Það væri skondin kenning, i
ljósi staðreynda sem við blöstu í
þessum undirstöðuatvinnuvegi, að
ríkisstjórnin hafi tekið fjármuni
frá fólkinu í landinu og fært til
atvinnuveganna. Nær væri að
segja að bág staða atvinnulífsins
væri sök þess, hve illa horfði hjá
hinum almenna launamanni.
Báðir lögðu þeir, fyrrverandi og
núverandi sjávarútvegsráðherra,
áherzlu á samráð hagsmunaaðila í
sjávarútvegi, veiða og vinnslu,
Hafrannsóknarstofnunar og ríkis-
stjórnar, áður en endanleg
ákvörðun yrði tekin um veiði-
stefnu 1984.
Þessi samráð væru hafin og yrði
fram haldið.
Það yrði miklum erfiðleikum
bundið að laða þjóðfélagið að
breyttum aðstæðum í sjávarútvegi
og laga það að skertum möguleik-
um til margvíslegrar fram-
kvæmda, sem kynnu að vera æski-
legar en væru ekki viðráðanlegar
um sinn. Það væri rétt, sem um
væri spurt, að þjóðhagsáætlun
1984 væri byggð á meiri bjartsýni
um veiðihorfur en nýjar upplýs-
ingar — sem síðar bárust — stæðu
til.
Þeir, sem þátt tóku í þessari
umræðu, töldu þjóð og þingi mik-
inn vanda á höndum. Skiljanlegt
væri að fiskifræðingar vöruðu við
að taka of mikla áhættu, þegar
fjöreggið ætti í hlut. Hins vegar
gengju þjóðhagsleg rök (atvinnu-
leg og efnahagsleg) ekki samstiga
hinum fiskifræðilegu. Hagsmunir
sjómanna, fiskverkunarfólks og
sjávarplássa, og raunar verð-
mætasköpun og útflutningsfram-
leiðslan í heild yrðu fyrir nýjum
skakkaföllum, ef fylgt, yrði fram
200.000 tonna „heildarkvóta" í afla
þorsks 1984. Sjónarmið fiskifræð-
inga yrði að virða; spurning væri
hinsvegar, hver ætti að setja
markið og hvernig að skipta, svo
allir mættu sæmilega við una.
Þetta er rétt. Það er hinsvegar
stjórnmálamanna að taka af skar-
ið, eftir að hafa gaumgæft fiski-
fræðilegar niðurstöður og rök
hagsmunaaðila í sjávarútvegi í
„samráðsnefnd" ríkisstjórnarinn-
ar.
Þorskurinn verður ekki snið-
genginn í þjóðhagsáætlun íslend-
inga.
(Járnblendiverk-
smiðjan
á Grundartanga)
Sverrir Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, sagði á Alþingi í vik-
unni, að tæknilega séð hafi rekst-
ur járnblendiverksmiðjunnar
gengið mjög vel, jafnvel betur en
nokkur þorði að vona. Engu að síð-
ur hafi verið „stórfelldur rekstr-
arhalli hjá félaginu á hverju ári“.
Ástæðan er fyrst og fremst verð-
fall á kísiljárnmarkaðinum.
Það kom fram í máli ráðherra,
að verksmiðjan á Grundartanga
er ein nýjasta og fullkomnasta
kísilmálmverksmiðjan í heimin-
um, er t.d. búin mengunarvörnum
af fullkomnustu gerð. Þar af leiðir
að fjármagnsleiga (vextir) og af-
skriftir eru verulegur kostnaðar-
þáttur, sem gera henni erfitt fyrir.
Uppsafnaður rekstrarhalli um
nk. áramót verður rúmlega 250
milljónir norskra króna, sem sam-
svarar u.þ.b. 950 milljónum ís-
lenzkra króna. Reksturinn horfir
hinsvegar til betri vegar.
Greiðsluhalla hefur verið mætt
með víkjandi lánum frá eigendum
(Elkem og íslenzka ríkinu) og „er
hlutur íslenzka ríkisins í víkjandi
eigendalánum og ábyrgð 102,5
milljónir norskra króna eða 390
m.ísl.kr. á gengi dagsins í dag“.
Orðrétt sagði ráðherra:
„í áætluðum efnahagsreikningi
félagsins fyrir næstu áramót er
gert ráð fyrir að ójafnað tap fyrir-
tækisins verði þá 251,4 m. norskra
kr., þannig að segja má að eigið fé
fyrirtækisins 117,7 m. norskra kr.
og eigendalánin séu nánast töpuð.
Hér er um upphæð að ræða sem er
u.þ.b. 950 m.ísl.kr. á núgildandi
gengi og hlutur íslenzka ríkisins
er rúmlega 520 m.ísl.kr. þar af.“
Rekstrarafkoma fyrirtækisins í
framtíðinni byggist fyrst og
fremst á því, hvort markaðsað-
stæður leyfa að fullnýta fram-
leiðslugetu verksmiðjunnar.
Breytilegur framleiðslukostnaður
hennar (laun í framleiðslu, hrá-
efni og orka) er nú 2.650 norskar
kr. á hvert tonn. Miðað við núver-
andi rekstrarskilyrði skilar hvert
viðbótartonn, sem hægt er að
framleiða og selja, tæplega 1100
n.kr. upp í fastakostnað. Þetta
framlag eykst með hækkandi
verðlagi og hefur úrslitaáhrif á af-
komu fyrirtækisins.
Eins og mál standa í dag er það
talinn vænlegastur kosta, að ís-
lenzka rikið gangi til samninga við
meðeigandann, Elkem, og jap-
anska fyrirtækið Sumitoma Corp-
oration, um eignarhluta til síðar-
nefnda fyrirtækisins — og sölu-
samning á framleiðslu, sem
tryggði fyllri nýtingu á fram-
leiðslugetu; og afskrifa eldri
hluthafalán í leiðinni.
Ráðherra tók skýrt fram, að
engin áform væru uppi um lokun
járnblendiverksmiðjunnar; þvert
á móti væri unnið fullum fetum að
viðreisn hennar.
Þegar ljóst var að hefðbundnar
auðlindir, sem lífskjör þjóðarinn-
ar hvíla á, þ.e. auðlindir, nytja-
fiska og gróðurmoldar, væru
komnar að nýtingarmörkum, jafn-
vel umfram þau, horfðu menn til
vannýttrar auðlindar, orkunnar í
vatnsföllum og jarðvarma. Virkj-
un þeirrar 'orku (auðlindar) hlaut
þó að vera háð markaðsmöguleik-
um.
Stórvirkjanir, umfram innlend-
an markað heimila og smærri
fyrirtækja, gátu því aðeins svarað
kostnaði, að stóriðja kæmi til sög-
unnar. En stóriðja er háð hráefn-
isöflun, sölumörkuðum, fjár-
magnsútvegun og tækniþekkingu,
sem gamalgrónar fyrirtækjasam-
stæður hafa mestpart í hendi sér,
sér í lagi hina tvo fyrstu þættina.
Það var því sjónarmið hinna
hyggnari í pólitískri stjórnsvslu
þjóðarinnar að hafa samflot með
erlendum aðilum fyrstu þróun-
arskrefin í stóriðju (tilurð orku-
markaðar), taka okkar á þurru í
orkuverði, sköttum og atvinnu, en
láta aðra leggja fram áhættufé
stofnkostnaðar og rekstrar, a.m.k.
fyrst um sinn, meðan stóriðjufyr-
irtækin væru að komast yfir byrj-
unarerfiðleika og festa sig í sessi,
m.a. á sölumörkuðum. Síðar mætti
huga að stigvaxandi eignaraðild,
eins og raunin varð á í Noregi, sem
fór þessa leið mörgum áratugum á
undan okkur.
Reynslan af járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga hefur
staðfest þetta sjónarmið.
Við getum ekki flutt út ónýtta
orku fallvatna okkar í stórum stíl
nema í formi framleiðslu, sem
heyrir til stóriðju.
En í þeim efnum sem öðrum
þurfum við að læra af reynslunni.
Kór Langholtskirkju söng undir stjórn Jóns Stefánssonar við setningu Ís-Klang ’83, tæplega 250 manns sskja
námskeiðiö.
ég mikinn mun, það var hreint
ótrúlegt hvað mikið hafði lærst á
aðeins fimm dögum. Þessi nám-
skeið finnst mér nauðsynleg kór-
fólki og gott tækifæri sem fleiri
hefðu átt að notfæra sér og sam-
eina þannig áhugamál og sumar-
frí.“
Sigurgeir Sigmundsson: „Ég er
hér í hópi hjá Jóni, það er mjög
skemmtilegt og margt af honum
að læra. Eg er í Flúðakórnum í
Hrunamannahreppi og syng jafn-
framt í kirkjukórnum, en hef nú
ekki verið lengi í þessu, sex ár eða
svo. En það er gaman að fara á
þessi námskeið og það gefur
manni tækifæri til að kynnast
bæði margbreytilegri kóratónlist
og mörgu fólki."
Magnús Steinn Loftlson: „Ég
hef sungið í kór í hálft þriðja ár,
Pólýfónkórnum og Mótettukórn-
um og tók þátt í Nord-Klang-
námskeiðinu í sumar. Ég lærði þar
margt nýtt og skemmtiiegt. Þetta
var góður hópur sem ég var í þar
L***ndir Köt,
sem tekin var fyrir tónlist allt frá
renesans til jazz. Við gerðum til-
raunir með að setja gömul verk í
nýjan búning og höfðum til undir-
leiks jazzpíanista, trommuleikara
og bassaleikara. Svo tókum við
líka hreyfingar inn í svo þetta
varð mjög líflegt. Andinn á þessu
námskeiði hér er ekki ósvipaður
þó þetta sé minna í sniðum.“
Sem fyrr segir lýkur námskeið-
inu í dag með tónleikum í Gamla
bíói. Þeir eru opnir almenningi og
hefjast klukkan þrjú.
LÍMMIÐAPRENTUN —
VÖRUMIÐAPRENTUN
Prentum allskonar miöa og merki, til vörumerkinga,
vörusendinga og framleiöslumerkinga. Ennfremur
hvers konar aövörunar-, leiöbeininga- og áherslu-
miða.
Allt sjálflímandi á rúllum í einum eöa fleiri litum.
LÍMMERKI,
Síðumúla 21,105 Raykjavlk,
aími 31244.
Rum
Ljós og dökk
HDSOASNiHÖLLIN
BlLOSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK * 91-81199 og 81410
Lucy
Hagsýnn velur það besta