Morgunblaðið - 13.11.1983, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
Ekki finnst mér séra Jón Þorvarðarson hafa breytzt síðan ég sá
hann fyrst. Þá var hann nýkominn í bæinn eftir tveggja áratuga
þjónustu úti á landi og hafði verið kjörinn prestur í Háteigssókn.
Þegar þetta var mátti telja kirkjur í Reykjavík á fingrum annarrar
handar. Það var eftir því tekið er nýr prestur bættist í þann hóp
sem fyrir var. Séra Jón hóf þegar barnastarf við frumstæð skilyrði,
í ófullgerðum hátíðasal Sjómannaskólans þar sem messur og
önnur safnaðarstarfsemi fór fram líka. Ekki er mér grunlaust um
að mæður í Hlíðunum hafi margar orðið fegnar að losna við
barnahópinn upp í Sjómannaskóla á meðan þær voru að stússa í
kringum sunnudagssteikina því þetta var á þeim tíma er sunnu-
dagsmaturinn var snæddur í hádeginu á þeim degi.
Séra Jón hafði sérstakt lag á börnum og auðfundið að honum þótti
vænt um þau. Hann var afar virðulegur, settlegur nokkuð, mildur
og Ijúfur í framkomu, en gat líka verið röggsamur ef á þurfti að
halda. Hann þurfti ekki annað en líta á krakka sem varla stóðu úr
hnefa svo þeir héldu kyrru fyrir meðan á barnaguðsþjónustu stóð
og svo fengu allir sína jesúmynd og fóru heim.
Síðan eru liðnir þrír áratugir og það er ekki fyrr en ég sé myndir
af séra Jóni, teknar um sama ieyti og hann kom í bæinn, að það
blasir við að vitaskuld hefur hann breytzt eins og allir aðrir. En
fasið er hið sama og hlýjan í hýrum augunum er á sínum stað.
Hann er grannur og lágvaxinn en vörpulegur þó og snar
í snúningum.
— Já, það er nú svo merkilegt,
segir hann, að ég finn ekki fyrir
því að vera orðinn 77 ára. Ég er
fæddur 10. nóvember 1906, á Lúth-
ersdaginn. Hverju ég þakka þessa
góðu heilsu? Reglulegu líferni og
hollu fæði. Nú, og svo hef ég tekið
lýsi í mörg ár. Reyki dálítið en hef
sama og ekkert drukkið af áfengi
um dagana. Nú, og svo syndi ég.
Helzt á hverjum degi en það tekst
nú ekki alltaf.
— Þér hefur þá ekki fallið illa
að setjast í helgan stein?
— Nei, ég hef ekki kunnað illa
við það. Ég sagði af mér fyrir sjö
árum og fyrstu árin á eftir vann
ég mörg prestsverk, eiginlega of
mörg fannst mér. Annað hvort er
maður hættur eða ekki. Svo ég tók
af skarið og vísaði því frá mér þótt
oft kæmi fyrir að mér leiddist að
þurfa að vísa fólki á bug. Það kem-
ur fyrir að ég skíri eitt og eitt
barn en núorðið eru það yfirleitt
eingöngu börn á vegum náinna
vina og vandamanna. Það er það
prestsverk sem ég hef haft mesta
ánægju af um dagana, að skíra lít-
il börn. Það er eitthvað heilagt yf-
ir þeim og því sem fram fer og ég
kemst alltaf í alveg sérstaka
stemmningu. Mér finnst oft sem
viðstaddir séu líka snortnir helg-
um tilfinningum. Þótt ekki sé ég
lengur þjónandi prestur þá þarf ég
ýmsu að sinna og uni mér vel. Ég
Séra Þorvarður
Þorvarðarson og
Andrea Elísabet
Þorvarðardóttir
ásamt sonum sín-
um (talið frá
vinstri), Þorvarði,
Kristjáni, Hirti og
Jóni. Prestshjónin
fluttust í Mýrdal-
inn árið 1907. Á
leiðinni var komið
við í Reykjavík og
myndin tekin þar.
í Mýrdalnum tvö-
faldaðist barna-
hópurinn, en
fyrstu fjögur árin
bjó fjölskyidan að
Norður-Hvammi
en fluttist þá til
Víkur.
Rætt við séra
Jón Þorvarðarson
sem hefur verið
prestur í hálfa öld
spor. Ég var líka viss um að í
prestsstarfi yrði ég í þjónustu
góðs málefnis. Við vorum átta,
systkinin, og þótt efnin væru lítil
voru foreldrar okkar á einu máli
um að menntun okkar skyldi hafa
forgang. Þorvarður, bróðir minn,
sem lengi var aðalféhirðir Lands-
bankans og síðar Seðlabankans,
hafði farið í Verzlunarskólann og
Kristján bróðir minn las læknis-
fræði. Og það varð úr að ég fór í
guðfræði.
— Var eitthvað annað sem þú
gazt hugsað þér að læra?
— Já, ég gat hugsað mér að
læra hagfræði. Hún hefði sjálf-
sagt legið nokkuð vel fyrir mér en
guðfræðin varð fyrir valinu og ég
hef aldrei séð eftir því, svo margar
yndisstundir sem ég hef átt í
prestsstarfi. Löngu seinna fór Sig-
urgeir, sonur minn, að læra hag-
fræði og nú er hann aðstoðar-
bankastjóri í Seðlabankanum.
Margrét, dóttir okkar, er kennari
og ólafur, hinn sonurinn, er lækn-
ir. Heimilislíf áttum við gott og
gleðilegt er það að börnum okkar
hefur farnazt vel.
Tvennt einkenndi föður minn.
Hann unni bókmenntum og var
skáldmæltur. Hann ritaði fagurt
mál. Hann var einstakur sjúkra-
vitjari og mikið fyrir lækningar og
kunni töluverð skil á þeim. Maður
nokkur austur í Mýrdal hélt því
fram að faðir minn hefði bjargað
lifi sínu. Maðurinn hafði fengið
lungnabólgu og upp úr henni
heilabólgu. Honum var ekki hugað
líf. Þegar svo var komið söðlaði
faðir minn hest sinn og hélt af
stað. Þetta var um sumarmál og
enn ís á bæjarlæknum þar sem
sjúklingurinn átti heima. Faðir
minn tók klaka og muldi og lagði
kalda bakstra við höfuðið. Með
„Kirkjusókn enginn mæli-
kvarði á trúarlíf í landinu“
hef góðan tíma og hvorki of lítið
að gera né of mikið.
— Hvað varstu lengi þjónandi
prestur?
— í 44 ár. Ég vígðist vorið 1932
og varð þá aðstoðarprestur föður
míns í Vík í Mýrdal. Þá um haust-
ið var ég settur sóknarprestur á
Akranesi og var þar fram á mitt
næsta sumar en gerðist þá aftur
aðstoðarprestur föður míns. Um
dvöl mína á Akranesi á ég ein-
staklega hugljúfar minningar. Að
skilnaði gáfu Akurnesingar mér
gæðing, mjög fjörugan. Hann átti
ég lengi og nefndi hann Akra. Árið
1934 var ég svo kosinn sóknar-
prestur í Vík og þjónaði þar í át-
ján ár. Þar var gott að vera. Mýr-
dælingar eru gott fólk en gefnir
fyrir að fara sínar eigin leiðir.
— Hvað olli því að þú varðst
prestur?
— Ég hygg að þar hafi nokkru
um ráðið að ég fann það á föður
mínum að hann vildi þetta mjög
gjarnan. Hann lagði aldrei að mér
að leggja þetta fyrir mig, en í
okkar ætt var margt presta og
ofur eðlilegt að hann langaði til að
einn sona hans fetaði í þau fót-
Séra Jón Þorvarð-
arson og frú Lauf-
ey Eiríksdóttir
ásamt börnum
sínum, Margréti,
Sigurgeir og Ólafi.
Myndin er tekin
þegar fjölskyldan
bjó í Vík.
þeim kældi hann niður manninn
sem hafði háan hita. Þar kom að
sóttin rénaði. Fékk hann góðan
bata og kenndi sér ekki frekara
meins, varð hraustur dugnaðar-
maður og lifir enn, 88 ára gamall.
Ekki veit ég hvernig föður mínum
hugkvæmdist að reyna þetta.
Ég mat föður míns mikils. Hann
var heilshugar prestur, góður
maður og gjöfull með afbrigðum
þótt alltaf væri hann fátækur. Og
hann hélt alltaf reisn sinni. Sá
háttur hans var óháður efnahagn-
um. Hann hafði aldrei h átt um
það sem hann lét gott af sér leiða,
en svo fréttist það sumt hér og þar
á löngum tíma. Eitt sinn vék sér
að mér maður hér í Reykjavik og
kvaðst hafa verið fermingarbarn
föður míns. Hann var munaðar-
laus og hafði verið sendur í fóstur
austur í Mýrdal. Þegar fermingar-
athöfninni var lokið hafði faðir
minn kallað hann afsíðis og gefið
honum úr í fermingargjöf. Okkur
bræðrunum gaf hann úr í ferm-
ingargjöf, vönduð mjög, af
Omega-gerð, og mitt gengur enn
ef ég trekki það upp. Ég spurði
ekki að því en ég er viss um að