Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 1

Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 264. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Alfred Heineken Talsmaður Arafats sagði í kvöld, að leiðtoginn væri enn í Tripoli, en vildi ekki segja nánar frá dvalarstað hans. Arafat ræddi við menn sína í stutta stund síðdegis, en síðan hefur ekkert til hans sést. Hann hafði áð- ur sagt, að hann myndi ekki fara frá Tripoli fyrr en hann hefði fengið tryggingu fyrir því, að öryggi stuðn- ingsmanna sinna á meðal skæruliða og óbreyttra Palestínumanna væri borið. „Bardagarnir hafa dvínað að sinni," sagði talsmaður Arafats í kvöld. „Ekki hefur þó verið samið um neitt vopnahlé og við vitum ekki, hvað gerist næst.“ Talsmaðurinn sagði, að mikið mannfall hefði orðið á lífi? að stjórn Heineken-verksmiðj- anna hefði á ný reynt að ná sam- bandi við mannræningjana með því að setja auglýsingu á dulmáli í blöð. Þannig birtist svohljóð- andi auglýsing í morgunútgáfu De Telegraaf í dag: „Hjartanleg- ar hamingjuóskir. Grasið er grænt fyrir hérann. Til þess að hægt sé að ná í grasið, þá er nauðsynlegt að hafa samband." Því er haldið fram í blaðinu, sem birti svipaðar auglýsingar á föstudag og laugardag, að þarna séu á ferðinni skilaboð á dulmáli frá milligöngumönnum Heinek- en-verksmiðjanna og sé tilgang- urinn með þeim að koma á samn- ingaviðræðum við mannræningj- ana í von um að fá mennina tvo lausa. Walesa og Danuta kona hans. Danuta sækir um vegabréf til Osló Oslo, 16. nóv. A!>. FRÚ DANUTA Walesa, eiginkona Lech Walesa, friðarverðlaunahafa Nóbels, hefur sótt um vegabréf til þess að fá að fara til Osló og taka þar við friðarverðlaununum fyrir hönd manns sins. Skýrði dr. Jacob Sverdrup, ritari norsku Nóbels- nefndarinnar, frá þessu í dag. Hefur Danuta jafnframt sótt um vegabréf handa Bogdan, syni þeirra hjóna, sem fara mun með henni. Walesa hafði áður skýrt svo frá, að hann myndi ekki vilja fara frá Póllandi til þess að veita verð- laununum viðtöku af ótta við, að pólsk yfirvöld myndu ekki leyfa honum að snúa heim á ný. Er Heineken enn Ítalía: Mannræningjarnir senda frá sér ljósmynd af fóngunum tveimur Amsterdam, 16. nóv. AP. MANNRÆNINGJAR þeir, sem rændu Alfred Heineken, forstjora samnefndra bjórverksmiðja í Hol- landi og bílstjóra hans, hafa látið frá sér fara Ijósmvnd af föngunum tvcimur. Skýrðu blöðin Het Parool, stærsta kvöldblað Amsterdam, og Algemeen Dagblad í Rotterdam frá því, að Ijósmyndin sýni mennina tvo saman, þar sem þeir eru með dagblað á milli sín og sé myndin sennilega frá því á laugardag. Klaas Wilting, talsmaður lög- reglunnar í Amsterdam, vildi ekki staðfesta þessa frétt í dag né heldur talsmaður Heineken-verk- smiðjanna. Hins vegar var haft eftir heimild í hollenzka dóms- málaráðuneytinu, að mannræn- ingjarnir hefðu sent frá sér þessa ljósmynd. Myndin, sem ekki hef- ur verið birt, yrði fyrsta sönnunin um, að Heineken og bílstjóri hans væru enn á lífi, en nú er vika liðin síðan þeim var rænt af þremur vopnuðum mönnum rétt fyrir utan aðalskrifstofu Heineken- verksmiðjanna í Amsterdam. Dagblaðið De Telegraaf í Amsterdam skýrði frá því í dag, Eldflaugaáætl- unin samþvkkt Róm, 16. nóvember. AP. ÍTALSKA stjórnin fékk í dag samþykki þjóðþingsins fyrir þeirri ákvörðun sinni að koma fyrir 112 stýrieldflaugum á Sikiley. Var tillaga stjórnar- innar samþykkt með 351 at- kvæði gegn 219 í neðri deild þingsins. Tvær tillögur komm- únista, sem gengu í andstæða átt, voru felldar með svipuöum meirihluta. fengið einkennisstafina SSN-X-21. Er búist við, að síðan verði eld- flaugar af þessari tegund fram- leiddar sem unnt verður að skjóta frá jörðu og loks sams konar eld- flaugar, sem skjóta má frá flug- vélum. ítalskir kommúnistar skoruðu í dag á Sovétríkin að taka niður „verulegan" fjölda af SS-20 eld- flaugum sínum í staðinn fyrir að seinkað verði að koma fyrir kjarn- orkueldflaugum frá Bandaríkj- unum í aðildarlöndum NATO í Vestur-Evrópu. Var áskorun þessi borin fram af Enrico Berlinguer, leiðtoga ítalska kommúnista- flokksins, í ræðu, sem hann flutti á ítalska þinginu á síðasta degi umræðnanna þar um meðaldrægu eldflaugarnar. Gert er ráð fyrir, að Sovétríkin byrji sjálf að koma fyrir sínum eigin stýrieldflaugum á næsta ári og verði þeim fyrst komið fyrir í kafbátum. Hafa eldflaugar þessar Fórnarlömb stríðsins Skelfingin skín af andlitum þessara barna, er þau voru flutt frá Baddawi-flóttamannabúð- unum á síðustu stundu. I allan gærdag dundi stórskotahríðin á flóttamannabúðunum. Síðasta virki Arafats brennur Mikill reykur stígur upp af Baddawi-flótta- mannabúðunum í Tripoli, síðasta virki Yasser Arafats og manna hans, eftir geysiharða bar- daga þar í gær. Óvíst um örlög Arafats: Uppreisnarmenn innan PLO í gær ið, að þeir megi sín nokkurs gegn andstæðingum sínum, sem eru bæði fjölmennari og betur vopnum búnir. Er því búizt við, að menn Arafats muni annað hvort gefast upp innan skamms eða reyna að komast burt frá Líbanon. unnu algeran sigur Trinnli 16 nnv AP ^ ^ * Tripoli, 16. nóv. AP. YASSER ARAFAT og stuðningsmenn hans yfirgáfu síðasta virki sitt, Badd- awi-flóttamannabúðirnar, í kvöld eftir gcysiharða bardaga við uppreisnar- menn innan Frelsisfylkingar Palest- ínumanna (PLO), sem staðið höfðu all- an daginn. Sóttu uppreisnarmennirnir fram úr þremur áttum undir skrið- drekavernd Sýrlendinga, sem studdu þá á allan hátt. í Baddawi-flótta- mannabúðunum miðjum var barizt af hörku í návígi, unz menn Arafats urðu að láta undan síga. Um sólarlag höfðu uppreisnarmennirnir flóttamannabúð- irnar nær alveg á valdi sínu. Arafat og stuðningsmenn hans höfðu þá hörfað inn í Tripoli-borg, en Baddawi-búðirn- ar standa á norðurmörkum hennar. í bardögunum, en reynt hefði verið að koma þeim, sem særzt hefðu, á sjúkrahús í Tripoli. Enn væru þó engar tölur fyrir hendi um fallna og særða. Talið er víst, að Arafat muni fara frá Tripoli mjög bráðlega. Stjórn Saudi-Arabíu hefur áður boðizt til þess að senda skip til þess að sækja hann. Þá hafa Italir einnig boðizt til þess að flytja hann burt frá Líban- on. Enda þótt Arafat hafi enn nokk- ur þúsund vopnaðra manna undir stjórn sinni í Tripoli, þá er ekki tal-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.