Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 4

Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Peninga- markadurinn GENGISSKRÁNING NR. 213 — 11. NÓVEMBER 1983 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl.09.15 Kaup Sala gengi I Dullar 28,040 28,120 27,940 1 St.pund 41,686 41,805 41,707 1 Kan. dollar 22,691 22,755 22,673 1 Oonskkr. 2,9144 2,9227 2,9573 1 Norsk kr. 3,7717 3,7825 3,7927 1 Saensk kr. 3,5563 3,5665 3,5821 1 Fi. mark 4,9004 4,9144 4,9390 1 Fr. franki 3,4516 3,4615 3,5037 1 Belg. franki 0,5168 0,5182 0,5245 1 Sv. franki 12,9785 13,0155 13,1513 1 lloll. gvllini 9,3795 9,4063 9,5175 1 V þ. mark 10,4995 10,5295 10,6825 1 ftlíra 0,01733 0,01738 0,01754 1 Austurr. sch. 1,4927 1,4969 1,5189 1 Port escudo 0,2212 0,2219 0,2240 1 Sp. peseti 0,1821 0,1827 0,1840 1 Jap. yen 0,11937 0,11971 0,11998 1 frskt pund 32,695 32,788 33,183 SDR. (SérsL dráttarr.) 11/11 29,5448 29,6292 1 Belg. franki 0,5121 0,5136 V Vextir: (ársvextir) Frá og með 21. október 1983 INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur.............32,0% 2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1).34,0% 3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1) . . 36,0% 4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar. 0,0% 5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 1,0% 6. Avisana- og hlaupareikningar... 19,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæður í dollurum..... 7,0% b. innstæður i sterlingspundum. 8,0% c. innstæður í v-þýzkum mörkum... 4,0% d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÍJTLÁNSVEXTIR: HÁMARKSVEXTIR (Verðbótaþáttur i sviga) 1. Víxlar, forvextir......... (27,5%) 30,5% 2. Hlaupareikningar .......... (28,0%) 30,5% 3. Afurðalán, endurseljanleg (25,5%) 29,0% 4. Skuldabréf ................ (33,5%) 37,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0% b. Lánstími minnst 2% ár 2,5% c. Lánstimi minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán...............4,75% Lífeyrissjóðslán: Lifeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 260 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundið með lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt að 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er litilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstimann. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast við lániö 10.000 nýkrónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi- legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóðsaöild er lánsupphæöin orðin 300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrir nóvember 1983 er 821 stig og er þá miöaö viö vísitöluna 100 1. júní 1979. Byggingavísitala fyrir október—des- ember er 149 stig og er þá miöaö viö 100 í desember 1982. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. Fer inn á lang flest heimili landsins! „Allir aðrir en Norðlendingar beðnir að slökkva á útvarps- tækjum sínum kl. 20.30“ - segir Ólafur H. Torfason hjá RÚVAK „Rás 1 b — fræðilegur möguleiki?" nefnist þáttur, sem kynntur er í dagskrá útvarpsins klukkan 20.30 í kvöld. Haft var samband við Ólaf H. Torfason hjá RÚVAK, til að afla nán- ari upplýsinga um þáttinn. „Þannig er,“ sagði Ólafur, „að við höfum kallað útvarpsstöðina á Skúlagötu Rás 1. Nú er Rás 2 að taka til starfa og því er ekki rétt að kalla útvarpsstöðina hér á Akureyri sama nafni. Okkur fannst því tilval- ið að nefna hana einfaldlega Rás 1 b, en Skúlagötustöðina Rás 1 a. Nú, við viljum endilega festa þessa nafngift í sessi og kalla stöðina okkar Rás 1 b í framtíðinni, skil- urðu? Ólafur H. Torfason Hér er um að ræða landshlutaút- varp, sem eingöngu er ætlað Norð- lendingum. Það eru því algjör mis- tök, ef þátturinn endursendist á önnur landssvæði. Það kann þó að fara svo að þátturinn heyrist í hin- um landshlutunum. Við biðjumst þá bara velvirðingar á því, en biðjum alla aðra en Norðlendinga að slökkva bara á útvarpstækjum sín- um til vonar og vara, því eins og ég sagði áðan er dagskráin eingöngu ætluð Norðlendingum." Aðspurður um efni þáttarins, sagði Ölafur að hér væri um svokall- að dreifbýlisefni að ræða. „Erla Stefánsdóttir, sem er besta söng- kona á landinu, þ.e. Norðurlandinu, ætlar að syngja," sagði hann. „Kristján Guðmundsson spilar und- ir hjá henni á píanó og Hannes Arason á harmónikku. Svo munu leikararnir Hjalti Rögnvaldsson og Þórir Karlsson flytja efni eftir Reyni Antonsson og sjálfan mig. Þetta er svona afþreyingarefni, kannski grínefni..." sagði Ólafur og hélt svo áfram: „Við erum gífur- lega stoltir af útvarpinu okkar og mér finnst allt í lagi þó það komi fram að við erum komnir með nýjan tækjakost hérna fyrir norðan, sem er alveg eins og Rás 2 verður með, það er alveg satt! En, elskan mín gleymdu nú ekki að minna alla aðra en Norðlendinga á að slökkva á út- varpstækjunum sínum! Nýjar bækur „Kynning á nýjum bókum á þess- um árstíma hefur verið venja út- varpsins áratugum saman,“ sagði Andrés Björnsson hjá ríkisútvarp- inu. „Þegar valið er efni til kynn- ingar, miðum við við að um sé að ræða íslensk rit eftir íslenska höf- unda. Undanfarin ár höfum við ekki náð að kynna allar þær bækur, sem borist hafa til kynningar, en í ár virðist minna gefið út af bókum en undanfarin ár. Þó á ég von á að um næstu mánaðamót fjölgi íslenskum bókum á markaðinum verulega. f kynningunni í dag verða kynntar þrjár bækur. Sigríður Schiöeth les úr bók eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. Bók hans nefnist „Fólk, sem ekki má gleym- ast“. Sverrir Kr. Bjarnason les úr ljóðabók Maríu Skagan, sem ber heitið „f brennunni". Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Loks les Erlingur Davíðsson úr eigin bók sinni, „Með reistan makka“. Kynning nýrra bóka er á dagskrá útvarpsins flesta virka daga. í dag og á morgun hefst hún klukkan 14. Hvernig verður hegt að bæta kjör okkar, þegar sjávaraflinn dregst saman? Útvarp kl: 22.35: Helgi Pé og Kári í beinu sambandi „Þetta er einn af þessum marg- frægu vandamálaþáttum," sagði Helgi Péturssson, fréttamaður út- varpsins og annar umsjónarmanna umræðuþáttar sem útvarpað verður í kvöld. „Yfirskrift þáttarins er „Hvernig er hægt að bæta kjörin, þegar sjávaraflinn dregst saman?“ og munum við Kári Jónasson ræða við ýmsa aðila í því sambandi. Kári verður í Vestmannaeyjum og ætlar að ræða við Jón Kjart- ansson, formannn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Sigurð Einars- son, út^erðarmann og fiskverk- anda. Eg verð hérna í bænum, nánar tiltekið á Skúlagötunni, og ræði við Magnús Gunnarsson, for- stjóra Vinnuveitendasambandsins og Þórð Friðjónsson, hagfræði- ráðunaut ríkisstjórnarinnar. Auk þess verður haft samband við fleiri aðila sem hafa sérþekk- ingu á málefninu. Hlustendur geta einnig haft samband við okkur ef þeir vilja segja álit sitt, eða bera fram spurningar til þeirra, sem taka þátt í umræðunum. Síma- númerið okkar er 22260 og hægt verður að hringja meðan útsend- ing stendur yfir, en þátturinn er 70 mínútna langur. Eftir þann tíma verða örugglega allir orðnir þreyttir, bæði hlustendur og við.“ Inga María Eyjólfsdóttir syngur einsöng Inga María Eyjólfsdóttir söng- kona syngur þjóðlög, sem Jón Ás- geirsson hefur útsett í útvarpi í kvöld kl. 21.30. f þættinum, sem er 25 mínútna langur og nefnist „Einsöngur í út- varpssal", syngur hún lög eftir Karl O. Runólfsson, Eyþór Stef- ánsson, Sigfús Einarsson, Jón Þórarinsson og Þórarin Guð- mundsson. Undirleikari Ingu Maríu er Ólafur Vignir Alberts- son. Útvarp Revkjavík FIMMTUDtkGUR 17. nóvember. MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð- urfregnir. Morgunorð: — Gísli Friðgeirsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Katrín" eftir Katarína Taikon. Einar Bragi les þýðingu sína (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ég man þá tíð“. Lög frá liðnum árum. Umsjón: Lóa Guð- jónsdóttir. 11.15 Kann ekki við að tapa. Þór- arinn Björnsson ræðir við Björn Pálsson fyrrum bónda og al- þingismann á Ytri-Löngumýri í Austur-Húnavatnssýslu. Fyrri hluti. 11.45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍDDEGID 14.00 Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýj- um bókum. Kynnir: Dóra Ingva- dóttir. 14.30 Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. György I’auk og Peter Frankl leika Fiðlusónötu í A-dúr K. 526 eftir Wolfgang Amadeus Moz- art/Mstislav Rostropovitsj og Martha Argerich leika Sellósón- ötu í g-moll op. 65 eftir Frédéric Chopin. 17.10 Síðdegisvaka 18.00 Af stað með Tryggva Jak- obssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. FÖSTUDAGUR 18. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryges-‘*on- Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.00 Skonrokk. Dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.30 Kastljós. Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi ÁgúsLsson og Sigurveig Jóns- dóttir. 22.35 Sybil — fyrri hluti. Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1976 sem styðst við sanna lífs- reynslusögu. Leikstjóri Daniel Petrie. Aðalhlutverk: Joanne Woodward, Sally Field og Brad Davis. Geðlæknir fær til með- ferðar stúlku, Sybil að nafni, sem átt hefur erfiða æsku og á í miklu sálarstríði. Rannsóknir læknisins leiða i Ijós að í Sybil búa sextán mismunandi persón- ur. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. (M).I5 Dagskrárlok. KVÖLDID 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Erlingur Sigurð- arson flytur þáttinn. 19.50 Við stokkinn. Stjórnendur: Guðlaug María Bjarnadóttir og Margrét Bjarnadóttir. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Jórunn Sigurðardóttir. 20.30 Rás lb- fræðilegur mögu- leiki? (Þetta er ekki það sem þið haldið.) Umsjón: Ólafur H. Torfason. (RÚVAK). 21.30 Einsöngur í útvarpssal. Inga María Eyjólfsdóttir syngur þjóðlög í útsendingu Jóns Ásg- eirssonar lög e. Karl O. Run- ólfsson, Eyþór Stefánsson, Si- gfús Einarsson, Jón Þórarinss- on og Þórarin Guðmundsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 21.55 Ljóð eftir Ara Jósefsson. Herdís Þorvaldsdóttir les. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöjdsins. 22.35 í beinu sambandi milli landshluta. Helgi Pétursson og Kári Jónasson stjórna umræðu- þætti í beinni útsendingu frá tveimur stöðuin á landinu. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.