Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 7 v »■ —_______________________________/ Kópavogsbúar athugio! Víð bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, blástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. Veriö velkomin. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. G E N D U R G E N D U R ri Jeep Veturinn er genginn í garö. Fyrirbyggið óþægindi. Mótorstillum Yfirförum bílinn og bendum á hvaö þurfi aö lagfæra. Mótorstilling dregur verulega úr bensíneyöslu. Hafiö samband viö verkstjóra, símar: 77756 og 77200. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, sími 77200. Leiðin til vara- formennsku? Allt bendir nú til þess aö þau muni takast á um varaformennsku á lands- fundi Alþýðubandalagsins, Vilborg Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur er nýjasti liðs- auki Alþýðubandalagsins á þingi og hefur látið töluvert til sín taka síðustu daga. Hann er ómyrkur í máli þegar hann ræðir um sjálf- stæði og öryggi þjóðarinnar og hverfur að minnsta kosti 20 ár (ef ekki 30 ár) aftur í tímann í rök- færshim sínum sem byggj- ast að verulegu leyti á þvi að gera hlut Sovétríkjanna sem bestan. Þegar rætt var um innrásina á Grenada sagði Steingrímur meðal annars í þingræðu: „Það er Ijóst að þessi innrás þverbrýtur alþjóðalög. Og hún er að því leyti verri og siðlausari en innrás Rússa f Afganistan, sem hér var vitnað í, að enginn, ekki einu sinni leppstjórn, bað Bandaríkjamenn um að- stoð.“ í þessum orðum endurtekur Steingrímur J. Sigfússon þá alþjóðlegu lygi að Hafízullah Amin, forseti Afganistan, hafi kallað á sovéska innrásar- liðið, en hann var fyrsti fyrírmaðurinn í Kabúl sem Sovétmenn létu drepa. í umræðum á alþingí um hugmyndir um nýjar rat- sjárstöðvar á íslandi hafði Steingrímur J. Sigfússon þetta helst til málanna að leggja: „Sl. desember hóf B-52 sprengjufíugvélin að æfa fíug frá Bandaríkjun- um og út yfir Norður- Atlantshaf og það er Ijóst að tilkoma flugvéla sem geta boríð meðaldrægar kjarnorkufiaugar og skotið þeim á lofti í allt að 2500 km fjarlægð frá skotmarki sínu er ný og voveifleg ógnun séð frá sjónarhóli Sovétmanna og þeir eiga þann einan kost á átaka- tímum að skjóta flugvél- arnar niður og granda öll- um búnaði, sem þeim teng- ist áður en fhigvélarnar sleppa skeytum sínum, þ.e.ajs. í loftinu yfir eða suður af íslandi." f ræðu þingmannsins kom ekki fram hvað hann Steingrímur J. Sigfússon Sigríður Dúna Rætt um ratsjárstöðvar í Staksteinum í dag er vitnað til umræðna á alþingi á þriðju- daginn um nýjar ratsjárstöðvar á íslandi og vakin athygli á ummælum þriggja nýrra þingmanna sem eru í stjórnarand- stöðu. Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, hitti naglann á höfuðið í þessum umræðum þegar hann spuröi: „Eru sjónaukar yfir vissan styrkleika ögrun viö útlendinga ef þeir eru notaöir af fjallatoppum hér við land?“ teldi rétt að gera í tilefni af þessari lýsingu sinni, hvort færa ætti fsland til á hnett- inum, búa þannig um hnúta að Sovétmenn geti skotið bandarísku flugvél- arnar niður annars staðar til dæmis með því að veita Sovétmönnum afnot af ís- lensku landi eða vestræn ríki ættu að afvopnast ein- hliða þannig aö Sovétmenn gætu athafnað sig áhyggju- laust alls staðar á norður- hveli jarðar. Steingrímur J. Sigfússon lét þess auðvitaö að engu getið að það eru Sovétmenn sem hafa breytt hernaðarstöðunni í lofti og á legi umhverfis ís- land með útþenslu og margvíslegum yfirgangi. Það mun koma í Ijós nú næstu daga hvort málflutn- ingur af þessu tagi er ör- uggasta leiðin til varafor- mennsku í Alþýöubanda- laginu. Hvað um stríð? í þessum umræðum um ratsjárstöðvarnar lagöi Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, megin- áherslu á að vegna öfiugs varnarviðbúnaðar á vegum Atlantshafsbandalagsins þyrði hugsanlegur and- stæðingur ekki að ráðast til atlögu gegn bandalagsríkj- unum. Ekki mætti hvika frá þessari stefnu. Geir þótti hernaöarhugur Steingríms J. Sigfússonar óhugnanlegur og sagði síð- an: „Við erum hér á fs- iandi að hafa varnarvið- búnað og eftirlit, einmitt til þess að koma í veg fyrir það að til styrjaldarátaka komi...“ Eftir að utanríkisráð- herra hafði lýst þessu við- horfi komu þau meðal ann- ars f ræðustólinn Sigrfður Dúna Kristmundsdóttir frá Samtökum um kvennalista og Stefán Benediktsson frá Bandalagi jafnaðarmanna. Ræður þeirra beggja vöktu athygli af sömu ástæðu. Þau töldu óraunhæft hjá utanrikisráðherra að miða varnir fslands við friöar- tíma. llm þetta atriði sagði Stefán Benediktsson: „Því næst neitar hann (Geir Hallgrímsson innsk. Stak- steina) hreint og beint að hugsa til styrjaldarástands. Það hefði einhvern tima einhver maður talið það bera vott um mikið óraunsæi eða að vera ekki með báða fætur niðri á jörðinni." Og Sigríður I Dúna spurði: „Telur ráð- herra það virkilega ekki vera í verkahring sínum aö hugsa fyrir þeim mögu- leika fyrir stöðu íslands í því samhengi (að ófriður geti brotist út í Norðurálfu innsk. Staksteina)? Er slík afstaða verjanleg í heimi sem inniheldur gjöreyð- ingarvopn á borð við kjarn- orkuvopn? Ég vil biðja þingheim að íhuga þetta." I tilefni af þessum ræð- um sagði Geir Hallgríms- son: „En mér þykir sér- staklega vænt um að tals- menn Bandalags jafnað- armanna og Kvennalistans skuli þó sýna það raunsæi að menn verði að ræða hvernig við skuli bregðast ef til voðaatburðar eins og ófriðar kæmi, en umfram allt vonast ég tíl að þessir talsmenn þessara tveggja þingfiokka séu reiðubúnir til þess aö gera þær ráð- stafanir á fslandi sem til þess séu fallnar aö koma í veg fyrír að til ófriðar dragi. Og það er megin- markmið varnarviðbún- aðar á íslandi." Taki Sigríður Dúna og Stefán Benediktsson ekki undir þetta viðhorf utan- ríkisráöherra hlýtur stefna þeirra að vera sú að ekkert skuli gert til að verja ís- land en það viðhorf er vis- I asta leiöin til ófarnaöar. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Grásanseraöur. eklnn 38 þús. Útvarp + seg- ulband. Verö kr. 375 þús. (Góð grelöslu- kjör.) Honda Accord EX 1980 Grásans.. 5 gíra, aftatýrl, eklnn aóeins 42 þús. km. Verö 220 þus. (Skipti möguleg.) Volvo 244 DL 1982, karrý-gulur, sjáltsk., atl- stýri, 2 dekkjagangar. Verð 420 þús. (Sklptl * ódýrari.) Mazda 323 1981. Brúnsanseraöur. 5 dyra, siáltsk. Ekinn aöeins 19 þús. 2 dekkjagang- ar. Verö kr. 210 þús. ■mt Charade 1982 Rauöbrúnn, a|áMsk., eklnn aöeins 18 þús. km. Útvarp + segulband, 2 dekkjagangar Verö kr. 220 þús. 11 Saab 99 GL 1980 Brúnn, 4ra dyra. Ekinn aöeins 36 þús. Verö kr. 250 þús. Bronco Sport 1983 Brúnsanseraöur + hvítur. 8 cyl. (302), beinsk. m/aflstýri. Fjöldi aukahluta. Jeppi i sérflokki. Verö kr. 190 þús. Toyota Hilux 1981 Hvítur. Útvarp ♦ segulband. Ekinn 30 þús. Fallegur bíll. Verö 450 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.