Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Skipulag miðsvæðis nýja miðbæjarins:
„Aðstaða fyrir
fjölbreytt mannlíf ‘
— segir formaður skipulagsnefndar en minnihlutinn segir hrapalleg skipulagsmistök
Skipulagstillagan aö
miðsvæöi nýja miðbæjar-
ins. Verzlunarmiöstööin
(Hagkaup og sérverzlanir)
er uppaf berzínstöö Skelj-
ungs viö Miklubraut.
Á fundi borgarstjórnar á fimmtu-
dag fóru fram miklar umræóur um
tillögur að nýju skipulagi miðsvæðis
Nýja miðbæjarins í Revkjavík. Mál-
ið verður afgreitt á fundi borgar-
stjórnar í kvöld. í miðkjarnanum er
gert ráð fyrir verzlunarmiðstöð
(Hagkaup og sérverzlanir), Borgar-
bókasafni, hótelbyggingu og Borgar-
leikhúsið er í byggingu á þessu
svæði. Fyrr á þessu ári var samþykkt
deiliskipulag að íbúðarbyggð vestan
Hvassaleitis þar sem m.a. verða
byggðar söluíbúðir fyrir aldraða á
vegum Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, auk 80 íbúða í rað- og
fjölbýlishúsum. Austan miðkjarn-
ans, næst Kringlumýrarbraut og
Húsi verzlunarinnar, hefur Árvakur
hf. fengið lóð, og eru byggingar-
framkvæmdir á henni þegar hafnar.
Á milli Árvakurs og Húss verzlunar-
innar verður byggt skrifstofuhús-
næði.
Á svæðinu milli Háaleitis og
Ofanleitis var Verzlunarskóla Is-
lands úthlutað lóð og austan skól-
ans er gert ráð fyrir u.þ.b. 100
íbúðum í fjölbýlishúsum. Á þess-
um svæðum Nýja miðbæjarins var
í eldra skipulagi frá 1970 gert ráð
fyrir að byggðir yrðu 136 þúsund
fermetrar gólfflatarmáls sem
skiptust þannig að undir smásölu-
verzlun voru ætlaðir 53 þús. m',
skrifstofur og stofnanir 46 þús. m',
opinberar byggingar 26 þús. m',
ráðgjafarstofur og þjónusta 5 þús.
ra!, og íbúðarbyggð 6 þús. m2. Sam-
kvæmt nýju skipulagi þessa svæð-
is er skipting gólfflatarmáls, sem
áætlað er að verði um 113 þúsund
mz, þannig: íbúðarbyggð 26.400 mz,
Borgarleikhús, Borgarbókasafn og
Verzlunarskólinn 22.800 mz, Hús
verzlunarinnar, Árvakur, skrif-
stofur og þjónusta 27 þús. m2,
Hagkaup og sérverzlanir 20 þús.
mz, önnur starfsemi í verzlunar-
kjarna s.s. kjötvinnsla, saumastof-
ur o.fl. 10 þús. mz og hótel 6.700
mz. Komu þessar upplýsingar
fram í máli Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, borgarfulltrúa, for-
manns skipulagsnefndar.
„Þessi samanburður sýnir að
allveruiega hefur verið dregið úr
gólfflatarmáli ætluðu undir verzl-
un, en íbúðarbyggð hefur þess í
stað verið aukin.
Við skipulagningu miðkjarna
þessa svæðis, ekki sízt stórmark-
aða og sérverzlana undir sama
þaki, í tengslum við nálægar bygg-
ingar, s.s. Borgarbókasafn, Borg-
arleikhús og hótel, hefur verið
reynt að skapa aðstöðu fyrir fjöl-
breytt mannlíf. 1 verzlunarkjarn-
anum er gert ráð fyrir að hafa
megi aðra starfsemi, t.d. skrifstof-
ur, veitingastofur o.fl. í tillögunni
er gert ráð fyrir að innan verzlun-
arkjarnans verði göngugata með
glerþaki.
Verzlunarmiðstöðin, Borgar-
bókasafnið, Borgarleikhúsið og
hótelið mynda torg að svipaðri
stærð og Austurvöllur, sem gefur
möguleika á margs konar notkun,
t.d. fyrir útimarkaði, útisamkom-
ur og útifundi, auk þess sem torgið
hvetur til aukinnar notkunar á
svæðinu.
Varðandi rými stórmarkaðarins
verður að hafa í huga, að um til-
færslu á Hagkaupum er að ræða.
Verzlunin er nú í bráðabirgða-
húsnæði í Skeifunni, sem ætlað
var undir iðnaðarstarfsemi. Ekki
er gert ráð fyrir að þar verði stór-
markaður áfram. Nú hafa Hag-
kaup um 6 þúsund mz í Skeifunni
undir verzlunina og lager er verð-
ur með sama hætti í Nýja mið-
bænum 9.000 mz. Ýmsir þættir
starfsemi Hagkaupa eru á víð og
dreif um borgina, á sex stöðum,
saumastofa, kjötvinnsla, lager o.fl.
f Nýja miðbænum er gert ráð fyrir
að Hagkaup hafi alla sína starf-
semi,“ sagði Vilhjálmur.
Blm. spurði hann um það, hvort
þörf væri fyrir allar þær 25 sér-
verzlanir sem ráð væri fyrir gert í
verzlunarmiðstöðinni. „Ég svara
því játandi, því borgaryfirvöldum
er þegar kunnugt um áhuga fjölda
fyrirtækja og einstaklinga á verzl-
unaraðstöðu í þessum kjarna. Auk
þess verður að hafa í huga, að
þessi verzlunarmiðstöð verður
3—4 ár í uppbyggingu, þessar
framkvæmdir gerast ekki á einum
degi. Það verður líka að gera ráð
fyrir að alltaf verði fyrir hendi
ákveðin eftirspurn eftir verzlun-
arhúsnæði í borginni."
Aðspurður um umferðarmann-
virki sagði Vilhjálmur að ætíð
hefði legið ljóst fyrir að með til-
komu fyrirtækja, stofnana og
íbúða á þessu svæði þyrfti að
leggja í kostnað vegna gatnagerð-
ar. Umfang verzlunar á svæðinu
skipti engu um þær framkvæmdir.
Til dæmis þyrfti að byggja undir-
göng undir Miklubrautina og
breikka hana um eina akrein í
hvora átt austan bensínstöðvar
Skeljungs og þessar framkvæmdir
þyrfti að gera hvort sem byggður
yrði stórmarkaður í Nýja miðbæn-
um eða ekki. Með tilkomu Bú-
staðavegar á brú yfir Kringlumýr-
arbraut til tengingar við Hafnar-
fjarðarveg mætti gera ráð fyrir að
úr umferð um Miklubraut drægi
og ennfremur yrði að gera ráð
fyrir því að þegar Reykjanesbraut
kemst í gagnið og tengist Breið-
holtsbraut, en þeim framkvæmd-
um á að ljúka 1986, mundi það
létta á umferð um Kringlumýrar-
braut a.m.k. sem næmi 5—7 þús-
und bílum á sólarhring og enn-
fremur á Miklubrautinni.
„Innra gatnakerfi Nýja miðbæj-
arins er að mestu leyti óbreytt frá
því sem eldri skipulagstillagan
gerði ráð fyrir, og ef eitthvað er þá
verður það ódýrara í framkvæmd.
Vel er séð fyrir bílastæðum á
svæðinu, en á öllu svæðinu norðan
Ofanleitis verða um 2.500 bíla-
stæði."
Gagnrýni minnihlutans —
hrapalleg skipulagsmistök
Fyrir borgarstjórn lá tillaga frá
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,
borgarfulltrúa kvennaframboðs-
ins, um að gerð yrði framkvæmda-
og fjármögnunaráætlun fyrir
stórmarkað og verzlunarmiðstöð,
áður en skipulag svæðisins yrði
afgreitt. I máli Ingibjargar kom
fram að kvennaframboðið teldi að
varðandi þetta svæði væru á ferð-
inni hrapalleg mistök í skipu-
lagsmálum, sem geti haft ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar í för með
sér. Nefndi hún stórmarkað sér-
staklega í því sambandi. Kvað hún
stórmarkað ekki eiga heima inni í
miðri borg, m.a. vegna þeirrar um-
ferðar sem hann skapaði. Flutn-
ingsgeta Miklubrautarinnar væri
fullnýtt og í tillögunni væri ekki
tekið á þeim vanda sem skapast
vegna þeirrar umferðaraukningar
sem hún mundi hafa í för með sér.
Nauðsynlegt væri að styrkja
verzlun og þjónustu á austursvæð-
um borgarinnar. Mikil uppbygg-
ing smásöluverzlunar í Nýja mið-
bænum gæti dregið úr vaxtamögu-
leikum verzlunar á austursvæðun-
um. Kaupmætti almennings væru
takmörk sett og þ.a.l. væru tak-
mörk fyrir því hversu mikla smá-
vöruverzlun hann geti borið. Stór-
markaðir takmarki rekstrar-
grundvöll hverfaverzlana sem
kæmi harðast niður á bíllausu
fólki og öldruðum. Nauðsynlegt
væri því að marka stefnu varðandi
fjölda, stærð og legu stórmarkaða
en láta ekki tilviljunina eina ráða
eins og nú væri.
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
færði þau rök fyrir andstöðu sinni
við skipulagstillöguna að hún mót-
aðist um of af stórmarkaðinum.
Verzlunarrýmið samkvæmt henni
væri alltof mikið og mundi yfir-
skyggja aðra starfsemi á svæðinu,
svo sem menningarstofnanir.
Stórmarkaður tvöfalt stærri en
Hagkaup eru nú ætti ekki heima á
þessum stað. Hans vegna færi of
mikið land undir bílastæði eða um
10 þúsund fermetrar. Þá ræddi
hann um áhrif stórmarkaðar og
nokkurra tuga sérverzlana á verzl-
anir í nágrenninu og við Lauga-
veginn, kostnað af umferðamann-
virkjum sem borgin þyrfti að
byg&ja vegna hins mikla verzlun-
arrýmis og ennfremur gerði hann
gatnakerfið að hverfinu og frá að
umræðuefni.
í máli Sigurðar E. Guðmunds-
sonar, borgarfulltrúa Alþýðu-
flokksins, kom fram að hann teldi
margt benda til þess, að stórkost-
leg offjárfesting færi fram í bygg-
ingu þeirrar verzlunarsamstæðu,
sem ætlunin væri að reisa á svæð-
inu og kvað ekki liggja fyrir upp-
lýsingar um hver kostnaður borg-
arsjóðs af framkvæmd skipulags-
ins yrði og hverjar yrðu tekjurnar.
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins sögðu m.a. að í þessu
skipulagi væri ekki sýnt fram á að
umferðarmálin yrðu leyst með
viðunandi hætti, alltof mikið rúm
væri ætlað fyrir stórmarkað og
verzlanir honum tengdar en sam-
kvæmt könnun á verzlunarþörf í
Reykjavík væri þar um alranga
staðsetningu að ræða. Yrði þetta
skipulag samþykkt væru það al-
varleg skipulagsmistök.
Davíð Oddsson, borgarstjóri
sagði að í þeim tillögum að mið-
svæði Nýja miðbæjarins sem fyrir
lægju fælist stefnubreyting. Hinn
langi tími sem ekkert raunhæft
gerðist í uppbyggingu þessa svæð-
is sannaði hve rangt gamla skipu-
lagið væri. Alþýðubandalagið
hefði komið með breytingartillög-
ur við skipulagið 1975, en í tíð
vinstri meirihlutans hefði lítið
gerst, en þá hefði Alþýðubanda-
lagið haft forsjá í þessum mála-
flokki. Á því kjörtímabili hefðu
engar hugsanir verið færðar í let-
ur sem byggjandi væri á. Síðan
væri mikil hreyfing komin á þessi
mál. Þarna væri allsstaðar verið
að byggja á rúmlega ári.
Umræður minnihlutans um
þörfina fyrir verzlunarrými, til-
vitnanir í verzlunarskýrslur og til-
lit til kaupmanna hefðu falskan
tón, þegar umræður um stórmark-
að á svæði hafnarinnar í nóvem-
ber 1979 væru hafðar í huga og
hann var „heimilaður" í andstöðu
við álit m.a. umferðarnefndar og
hafnarstjórnar. Þetta svæði væri
ætlað fyrir verzlun og viðskipti og
ef slík aðstaða byggðist ekki upp
þarna mundi hún byggjast utan
borgarmarkanna.
Gatnagerðargjöld mundu sam-
kvæmt áætlun mæta 70—80%
kostnaðar við að gera þetta svæði
byggingarhæft, og væri það betri
niðurstaða en víðast annars stað-
ar.
Um það hver ætti að ákveða
stærð verzlunar á þessum stað, þá
væri sú ákvörðun fyrst og fremst
kaupmannsins, en ekki í höndum
sjálfskipaðra forsjáraðila. Varð-
andi samræmingu á þeim 25 smá-
verzlunum sem ráð væri fyrir
gert, þá væri sú skipulagning nú í
höndum Egils Skúla Ingibergsson-
ar, fyrrverandi borgarstjóra.
Vegna orða um að erlendis væru
stórmarkaðir venjulega byggðir í
útjaðri borga þá væru aðrar að-
stæður hér á landi. Reykjavíkur-
borg ætti meginþorra landsins
innan borgarmarkanna og verð á
landi hækkaði ekki eða lækkaði
eftir svæðum.
Sagði borgarstjóri að í lok þessa
kjörtímabils yrði meginhluti
þessa svæðis byggður. Málinu var
vísað til umhverfismálaráðs og
verður "það afgreitt á fundi borg-
arstjórnar nk. fimmtudag.