Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Tuttugu ár frá útkomu Rauðu bókarinnar
Þeir stofhuðu
leynifélag íslendinga
SÍA kallaðist leynifélag nokkurra
íslendinga, sem Sósíalistaflokkur-
inn (fyrirrennari Alþýðubandalags-
ins) sendi til náms og þjálfunar aust-
ur fyrir járntjaldið. Félagsmenn í
SÍA, Sósíalistafélagi Islendinga
austantjalds sitja nú í æðstu stofn-
unum Alþýðubandalagsins og hafa
náð miklum völdum og áhrifum í
íslensku þjóðfélagi, ekki síst á þeim
sex árum sem bandalagið sat í ríkis-
stjórn.
SÍA var síðast til umræðu á síðum
Þjóðviljans sl. sumar, þegar deilt var
um það, hvort Alþýðubandalagið
ætti á ný að taka opinberlega af-
stöðu með sovétkerfinu eða hafna
því í orði kveðnu eins og SÍA-menn
hafa gert síðustu árin.
Því hefur oft verið haldið fram í
Þjóðviljanum, að SÍA-menn, kjarn-
inn í hinni nýju valdstétt Alþýðu-
bandalagsins, hafi snúist gegn sósí-
alisma að austrænni fyrirmynd
vegna reynslu sinnar á kerfinu í
Austur-Evrópu. Það er m.a. til að
sannreyna slíkar staðhæfingar, sem
Morgunblaðið ætlar að rifja upp ým-
islegt forvitnilegt úr leyniskýrslum
SÍA, sem vöktu geysilega athygli er
fyrst var flett ofan af þeim hér í
blaðinu á sjöunda áratugnum.
llpprifjun Mbl. sýnir, að alþýðu-
bandalagsforustan tók engum
raunverulegum sinnaskiptum við
dvölina austantjalds. Viðkvæðið var:
þetta er „alltént sósíalismi og hreint
ekki svo ósympatískt þjóðfélag að
lifa í. Við aðlögumst því að meira
eða minna leyti, og teljum okkur
skylt að verja það fyrir óvinum þess
í ræðu og riti“. Ógnir stalínismans
voru taldar réttlætanlegar.
Það fór vel um valdamenn Al-
þýðubandalagsins austantjalds. Þeir
nutu fríðindanna, sem stjórnendur
Austur-Evrópu buðu þeim upp á og
áttu margs konar samstarf við yfir-
völd og „bræðraflokka" í gistilönd-
um. SÍA-skýrslurnar sanna, að
flokkur íslenskra kommúnista fékk
fé og alls kyns stuðning frá austan-
tjaldsríkjunum. Flokksskóli Sósíal-
istaflokksins var meira að segja
haldinn í Austur-Þýskalandi með
styrk kommúnista þar!
Gamlir forystumenn Alþýðu-
bandalagsins héldu skýrslunum frá
SÍA-mönnum stranglega leyndum á
sínum tíma. Þrátt fyrir hollustu við
sovétkerfið, var að finna lýsingar á
ýmsu sem miður hafði farið austan-
tjalds. Þessar lýsingar þorðu gömlu
forystumennirnir ekki að láta koma
fyrir augu flokksmanna sinna, m.a.
vegna þess, að þær afhjúpuðu full-
komlega blekkingar þeirra um sælu-
ríki sísíalismans, sem hafði verið
uppistaðan í málflutningi þeirra um
áratuga skeið. Þessum blekkingum
ætluðu SÍA-menn einnig að viðhalda
með pukri sínu. „Þetta voru heiðar-
leg, varfærnisleg og vísindaleg
vinnubrögð heilsteyptra sósíalista,“
sagði einn SÍA-mann, Árni Björns-
son, í Þjóðviljanum 19. ágúst sl.
Þegar Mbl. svipti leyndinni af
skýrslum SÍA-manna, komst allt á
annan endann í flokki íslenskra
kommúnista, enda hafði aldrei fyrr
verið Ijóstrað upp um helstu flokks-
leyndarmál þeirra meö þessu hætti.
Einar Olgeirsson fyrirskipaði SÍA-
mönnum að leysa upp félagsskap
sinn og brenna skýrslurnar. En það
var of seint, skýrslurnar voru komn-
í Austur-Evrópu
FORINGJAR SIA
Hjörleifur Guttormsson
Eysteinn Þorvaldsson
Loftur Guttormsson
Jón Böóvarsson
Arni Bergmann
Franz A. Gíslason
Guömundur Agústsson
Tryggvi Sigurbjarnarson
Foringjar Alþýðu-
handalagsins, Einar
Olgeirsson og Brynjólf-
ur Bjarnason höfðu
milligöngu um að
koma ungum flokks-
mönnum sínum til
náms og þjálfunar
austur fyrir tjaldið.
Arni Björnsson
Finnur T. Hjörleifsson
Guörún Hallgrímsdóttir
Vilborg Haröardóttir
Einar Olgeirsson
Björgvin Salómonsson
/
Ingimar Jónsson dr.
Hjalti Kristgeirsson
Þór Vigfússon
Brynjólfur Bjarnason
ar í hendur ungra sjálfstæðismanna,
sem gáfu þær síðar út í einni bók,
Rauðu bókinni.
Tóku SÍA-menn að lokum þann
kostinn að krefjast höfundarlauna
af ungum sjálfstæðismönnum.
Allar tilvitnanir í upprifjun þessari
eru úr Kauðu bókinni og vísað til
blaðsíðutals hennar.
Nú er tímabært að lesa, hvað hinn
nýi valdaaðall Alþýðubandalagsins
skrifaði um kerfið hjá „félögum"
austantjalds í trausti þess, að það
kæmi aldrei fyrir almenningssjónir.
I fóstur austur
fyrir tjald
„Fólk innan flokksins og Fylk-
ingarinnar er nú mjög tekið að
sjsekúlera í og spyrja um, hvað
þessi SÍA sé nú eiginlega, og eru
margir hverjir tortryggnir í garð
samtakanna og telja, að þau séu
að mynda klíku innan „ÆF“ (þ.e.
Æskulýðsfylkinngarinnar, inn-
skot Mbl.). Þannig komst Vilborg
Harðardóttir, einn af forsprökk-
um Sí A, að orði í skýrslu til félaga
sinna erlendis. Víðar kemur fram í
leyniskýrslum, að flokksbræður
SIA-manna í Sósíalistaflokknum
(Alþýðubandalaginu) og Fylking-
unni grunuðu þá um græsku,
höfðu illan bifur á leyndinni, sem
SÍA hjúpaði sig og töldu félagið
stefna að valdatöku í bandalaginu.
Þetta reyndist ekki ástæðulaus
ótti eins og fram kom síðar.
Upphafið að leynifélagsskapn-
um má rekja til þess er Alþýðu-
bandalagið myndaði vinstri stjórn
með Framsókn og Alþýðuflokki
1956 og beitti sér fyrir því að tekin
væru upp stóraukin viðskipti við
austantjaldslöndin. Með þessu
ætlaði bandalagið að reyna að
koma íslandi út úr vestrænu sam-
starfi, en taka í staðinn upp náin
tengsl við austantjaldsríkin. Göm-
ul sambönd íslenskra kommúnista
við þessi ríki voru styrkt meðal
annars á þann hátt að senda úrval
af ungliðum Alþýðubandalagsins
til náms og pólitískrar innræt-
ingar austur fyrir tjaldið. Mark-
miðið var að koma hér upp hópi
þjálfaðra „kadera", fyrirliða, sem
ætlað var að taka við forystu í Al-
þýðubandalaginu. Ef valdadraum-
ar flokksins rættust, þurfi hann
að eiga fyrirliða, sem hlotið höfðu
menntun til að byggja hér upp
sæluríki sósíalista að hætti læri-
feðranna austan tjalds.
Sú merkilega staðreynd birtist
oft í Sf A-skýrslunum að foringjar
Alþýðubandalagsins (að undan-
skildum Hannibal Valdimarssyni
og félögum, sem þá voru enn í
slagtogi með kommúnistum)
höfðu alla milligöngu um nám
hvar eru þeir nú?
Á þessu ári eru 20 ár liðin frá Jjví að Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í
Keykjavík, gaf hinar svonefndu SIA-skýrslur út í bók en árið áður, eða vorið 1962, höfðu
kaflar úr þeim birzt hér í Morgunblaðinu.
Af þessu tilefni birtir Morgunblaðið í dag og næstu daga nokkra samantekt um
SÍA-skýrslurnar til upprifjunar fyrir þá, sem muna þær frá fyrri tíð og til fróðleiks fyrir
yngri kynslóðir, sem ekki hafa kynnzt þeim að ráði.
Landsfundur Alþýðubandalagsins er settur í dag og svo vill til að margir þeirra, sem
helzt komu við sögu í SÍA-skýrslunum eru nú meðal helztu ráöamanna Alþýðubandalags-
ins. Er því forvitnilegt fyrir yngra fólk í Alþýðubandalaginu að kynna sér forsögu þessara
ráðamanna. Fyrsti hluti samantektar Morgunblaösins fer hér á eftir.
ungra flokksmanna sinna í komm-
únistaríkjunum. Foringjar komu
fram eins og opinberir erindrekar
þessara ríkja og „bræðraflokk-
anna“. Ungliðarnir sneru sér beint
til þeirra um námsdvöl og foringj-
arnir, einkum Einar Olgeirsson,
völdu þá menn sem þeir töldu
tryggasta málstaðnum og best til
forystu fallna. „Félagarnir" eystra
lyftu síðan upp járntjaldinu, tóku
hina ungu íslendinga I fóstur og
gáfu þeim hlutdeild í fríðindum
sinum.