Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 19
19 FYRSTI HLUTI A OLVMPIUSLOÐUM<^m í AUSTURRIKI Þaö kom engum á óvart aö Austurríkis- menn völdu Axamer Lizum skíða- svæðiö fyrir vetrarólympíuleikana 1964 og 1976. Hæð þess (1600-2400 m) tryggir frábæran skíðasnjó allan veturinn og glæsileg og fjölbreytt aðstaðan hæfir jafnt ólympíu- meisturum sem byrjendum. Við fljúgum í leiguflugi frá Keflavík beint á staðinn - því aðeins 20 mínútna akstur er frá flugvellinum í Austurríki að hóteldyrunum. Gist er á öndvegishóteli í Axams, vinalegum og fallegum skíðabæ, sem á kvöldin lifnar við með eldfjörugri Týrólastemmningu. Verð kr. 24.700 Innifalið: Flug fram og til baka, akstur til og frá flugvelli erlendis, fararstjórn, gisting í 14 nætur á Hotel Neuwirt með morgun- og kvöldverði. Munið hóp- og barnaafsláttinn. (Ef gist er í íbúðum í Natters er verðið 20.700) „ Brottfarardagar: 20. des. - 3. jan 22. jan. - 5. feb 5. feb - 19. feb (Fá sæti laus) 19. feb - 4. mar (Biðlisti) 4. mar - 18. mar (Fá sæti laus) Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 við svissneska álfélagið — mennt- aður í Austur-Þýskalandi eins og Hjörleifur og Guðrún. Vilborg Harðardóttir, fyrrum fréttastjóri Þjóðviljans. Þór Vigfússon, skóla- meistari Selfossi, fyrrum borgar- fulltrúi í Reykjavík. Þorgeir Þor- geirsson, rithöfundur. Af öðrum SÍA-mönnum má nefna: Hallfreð Ö. Eiríksson, Helga Haraldsson, dr. Ingimar Jónsson, fyrrum forseta Skáksam- bandsins og formann Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi, Krist- mund Halldórsson, Margréti Guttormsdóttur, systur Hjörleifs og Lofts, ólaf Eiríksson, Stein- unni Stefánsdóttur, Þorstein Þor- steinsson og Þránd Thoroddsen. Þess má geta að Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, dvaldist einnig við nám í Austur- Þýskalandi, en þá voru félagar hans flestir horfnir heim til ís- lands, og SÍ A uppleyst. Tilgangur SÍA Yfirlýstur tilgangur SÍA var „annars vegar sá, að halda jarð- sambandinu heim, hins vegar að fylgjast með hinni sósíalísku upp- byggingu í dvalarlöndum okkar, bæði á efnahags- og menningar- sviði” (bls. 198). I félaginu átti að halda saman þeim mönnum sem hlotið höfðu þjálfun austantjalds og áttu að taka við forystu fyrir Alþýðubandalaginu í framtíðinni. Um þetta sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, formaður leynifélagsins. „Oft hefur það viljað brenna við með róttæka námsmenn, sem er- lendis hafa dvalið um lengri tíma, að samband þeirra við hreyfing- una hefur rofnað og pólitískur áhugi þeirra dofnað svo mjög að heimkomnir hafa þeir horfið inn í makráð embætti og tapazt hreyf- ingunni. Það var til að hindra þetta, að við eystra stofnuðum SÍA“ (bls. 198). í skýrslu, sem Austur-Þýskalandsdeild SÍA sendi Einari Olgeirssyni, var sér- staklega hnykkt á þeim uppeldis- tilgangi, sem lá að baki dvalarinn- ar austantjalds: „Það má margt læra af dvöl hér í landi, og við erum þakklátir fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að nema hér. Jafn- framt erum við ákveðnir í að nýta okkur þennan tíma sem allra bezt, flokki okkar og þjóð til gagns í framtíðinni" (bls. 44). Einar Olgeirsson hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum með SÍA-menn fyrir hönd flokks síns. Uppeldið eystra hefur verið SÍA-mönnum nota- drjúgt í stjórnmálabaráttunni eins og Einar vonaðist til, er hann sendi þá í fóstur hjá „félögunum" austan við tjaldið. Birgir Thorlacius ógnar SÍA! í einni leyniskýrslunni er t.d. haft eftir Hjörleifi Guttormssyni, fyrrum iðnaðarráðherra og for- manni SÍ A: „Námsmenn þeir, sem fóru austur fyrir tjald, og þá fyrst og fremst til DDR (þ.e. Austur- Þýskalands, innskot Mbl.), höfðu allir farið á vegum flokksins og því eðlilegt, að þeir hefðu fyrst og fremst samband við hann“ (bls. 231). Þegar íslenskir námsmenn tóku að sækja um námsdvöl eystra án milligöngu flokksforystunnar, þótti SÍA-mönnu það ógnun við sig og leiðtoga sína. Tveir af for- ingjum SÍA, Þór Vigfússon og Tryggvi Sigurbjarnarson (frammá- menn í Alþýðubandalaginu nú á dögum), tóku þetta mál upp við háttsettan embættismann aust- ur-þýsku stjórnarinnar, Lange. Þeir félaga segja svo frá í einni leyniskýrslunni: „Veður höfðum við fengið af því, að ýmsir einstakir stúd- entar heima hefðu snúið sér til verzlunarfulltrúans (austur- þýska í Reykjavík) með beiðni um að fá að stúdera í DDR (Austur-Þýskalandi), hann síð- an komið þessu áleiðis til utan- ríkisráðuneytisins hér og það síðan sent málið til háskólar- áðuneytisins, þar sem verið væri að yfirvega hvort leyfa skyldi mönnum þessum að koma og veita þeim styrk. Þótti okkur sem þá væri illa komið, ef þetta næði fram að ganga. Hófum við því upp mál okkar við Lange og mæltum svofelldum orðum: „Félögum okkar í nágrannalöndunum CSR (þ.e. Tékkóslóvakíu), Pól- landi og Sovét er mikill vandi á höndum. Þannig er mál með vexti, að stjórnir ríkja þcssara hafa gert „menningarsam- skipti" um stúdentaskipti við íslensku stjórnina. Þar með hefur menntamálaráðuneytið, eða öllu heldur Birgir Thor- lacius, það á valdi sínu, hverjir íslenzkir stúdentar veldust til náms í löndum þessum." Bent- um við honum á, að með þess- um hætti mundu íhaldsmenn, flokksbræður Birgis, veljast þangað til náms öðrum fremur. Þar með væri SÍA dauðadæmt, auk þess væri sú hætta fyrir hendi, að íhaldið gerði hrein- lega út menn til landa þessara í þeim tilgangi einum að rægja þau þegar heim væri komið. Nefndum við honum dæmi um náungann Þórð Sigfússon, sem fór til Júgóslavíu og lét Mogg- ann hafa viðtal við sig á eftir. Sögðum við honum, að útlitið væri nógu slæmt í löndum þessum, þó myndi taka stein- inn úr, ef hinir og þessir náungar færu að stúdera i DDR“ (bls. 211-12). Það er greinilegt, að SÍA-menn ætluðu ekki að láta embættismenn íslenska ríkisins standa í veginum milli Alþýðubandalagsins og kjöt- katlanna í Austur-Evrópu. Upp- eldið í þágu flokksins var í hættu, ef foringjar bandalagsins hættu að velja menn til náms eystra í samráði við SÍA. Þeir stofnuóu SÍA I febrúar 1958 var talsverður hópur íslenskra námsmanna kom- inn til austantjaldsríkjanna á veg- um Alþýðubandalagsforystunnar. Var þá gengið í að stofna með þeim leynifélagsskap þann sem hér er til umræðu. Stofnfundurinn var haldinn í Dresden í Austur- Þýskalandi. Það var engin tilvilj- un, því að tengsl fslenskra komm- únista við þetta lögregluríki voru afar náin, og þar voru fleiri ís- lendingar við nám en í öðrum ríkj- um Austur-Evrópu. Formaður var kjörinn Hjörleifur Guttormsson. Félagsmenn voru lengst af um 30 í 7 löndum, Austur-Þýskalandi, Sovétríkjunum, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu, Póllandi, Rauða- Kína og íslandi. Félagarnir eru nú flestir í forystusveit Alþýðu- bandalagsins, en þeir voru m.a. auk Hjörleifs: Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur og frammámaður í Samtökum her- stöðvaandstæðinga, Björgvin Salómonsson, frambjóðandi og atkvæðamaður í Suðurlandskjör- dæmi. Eysteinn Þorvaldsson, Finnur T. Hjörleifsson, Franz Adolf Gíslason og Loftur Gutt- ormsson, forystumenn í „gáfu- mannadeild“ Alþýðubandalagsins. Guðmundur Ágústsson, hagfræð- ingur, fyrrum formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Guðrún Hallgrímsdótt-ir, frambjóðandi í Reykjavík og samstarfskona Hjörleifs Guttormssonar í iðnað- arráðuneytinu — menntuð í Austur-Þýskalandi eins og ráð- herrann fyrrverandi. Hallveig Thorlacius, eiginkona Ragnars Arnalds, fyrrverandi fjármála- ráðherra. Hjalti Kristgeirsson, helsti hugmyndafræðingur Al- þýðubandalagsins. Jóhann Páll Árnason, heimspekingur og hug- myndafræðingur, nú búsettur er- lendis. Jón Böðvarsson, skóla- meistari í Keflavík. Tryggvi Sig- urbjarnarson, verkfræðingur í Orkustofnun og önnur hönd Hjör- ieifs Guttormssonar i deilunum Fótboltaengillinn írr ER komin hjá Máli og menningu skáldsagan Kótboltaengillinn eftir danska rithöfundinn Hans-Jargen Nielsen. Kristján Jóh. Jónsson sneri sögunni á íslensku. I frétt frá útgefanda segir m.a. um efni bókarinnar: „Sagan segir frá tveim vinum, Frands og Frank, sem alast upp í sömu blokkinni og spila fótbolta saman fram á unglingsár. Þá skilur leiðir. Bókin er 215 bls., sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, bundin hjá Bókfelli hf. Hún er gefin út með styrk frá Norræna þýð- ingarsjóðnum. Þorvaldur Þorsteins- son gerði kápumynd. fbtbolta engillinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.