Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
27
F.v. Ólafur Ólafsson, Húsgagnaiðju KR, situr í einum stólanna og við hlið
hans er danski hönnuðurinn, Flemming Hvidt. Stólarnir sem þeir sitja í eru
með rafknúnum mótor sem lyftir setunni til að gera eigandanum auðveldara
með að setjast og standa upp.
Sérhönnuð húsgögn
fyrir eldra fólk og fatlaða
— íslensk framleidsla, dönsk hönnun
Húsgagnaiðja Kaupfélags Rang-
æinga hefur hafið framleiðslu á sér-
stökum húsgögnum fyrir eldra fólk
og fatlaða, til notkunar hvort heldur
á einkaheimilum eða stofnunum.
Húsgögnin nefnast Sería 100 og eru
hönnuð af dönskum húsgagnaarki-
tekt, Flemming Hvidt, í samvinnu
við sjúkra- og iðjuþjálfara og
hugsanlega notendur. Auk Dan-
merkur og fslands eru þessi hús-
gögn nú framleidd með einkaleyfum
í V-Þýskalandi, Kanada og Bret-
Dregið í happ-
drætti Sjálf-
stæðisflokksins
DREGIÐ var síðastliðinn laug-
ardag í Happdrætti Sjálfstæðis-
flokksins og kom aöalvinningur-
inn, sumarbústaður frá Húsa-
smiðjunni, upp á miða númer
63776, en 15 þúsund króna vöru-
úttekt kom upp á númer: 21876,
97872, 32503, 2301, 9357, 37761,
9506, 1740, 26252 og 87672.
Númer þessi eru birt án ábyrgð-
ar Morgunblaösins.
f fréttatilkynningu frá happ-
drættinu segir að eigendur
vinningsmiðanna hafi sam-
band við skrifstofu Sjálfstæð-
isflokksins í Valhöll, Háaleit-
isbraut 1. Sjálfstæðisflokkur-
inn þakkar þátttökuna í happ-
drættinu.
Vikan 45
í DAG, 17. nóvember, eru nákvæm-
lega 45 ár síðan Vikan hóf göngu
sína. Vikan er nú eina fjölskyldu-
blaðið sem kemur út vikulega hér á
landi.
f fréttatilkynningu frá Vikunni
í tilefni afmælisins segir svo m.a.:
Hársnyrting
Villa Þórs 10 ára
HÁRSNYRTING Villa Þórs, Ármúla
26, er 10 ára í dag, fimmtudag.
Villi Þór býður 1 tilefni afmælis-
ins öllum viðskiptavinum stofunnar
til síðdegisdrykkju klukkan 17 til 19
í dag. Allir viðskiptavinir stofunnar
eru velkomnir, en Villi Þór mun þar
bregða á leik og kynna ýmsar nýj-
ungar.
landi. Verslunin Epal mun annast
sölu á Seríu 100 í Reykjavík en hún
hefur haft milligöngu um samstarf
Flemmings Hvidt og húsgagnaiðju
KR.
Húsgagnaarkitektinn er stadd-
ur hérlendis og á blaðamanna-
fundi sem Epal hélt á þriðjudag,
lýsti hann notkunarmöguleikum
Seríu 100.
„Húsgögnin ná frá einföldum
grunnstól sem hægt er að laga að
hverjum einstakling og til flókn-
ari stóla með mismunandi raf-
knúnum hlutum," sagði Flemm-
ing. „Við grunnstólinn má bæta
einingum eins og höfuðpúðum,
bólstruðum örmum, stuðningspúð-
um og ef þörf krefur, til dæmis ef
eigandanum versnar, má breyta
stólnum og bæta við öðrum ein-
ingum eins og rafknúnu baki eða
setu. Tilgangurinn er að skapa
húsgögn sem henta fólki sem situr
mikið og á erfitt með hreyfingar
og gera þeim léttara að standa
upp og setjast niður. Þegar hjálp-
ar er þörf létta þessi húsgögn
þeim sem hana veita, hvort sem
það er fjölskyldan eða starfsfólk á
stofnunum."
Opnuð hefur verið sýning á
Seríu 100 í húsakynnum Epal,
Síðumúla 20. Verður hún opin frá
kl. 9—6, virka daga og 10—12 á
laugardögum ofe stendur til mán-
aðamóta.
ára í dag
„Vikan metur beint samband
við lesendur og vakandi áhuga
þeirra mjög mikils. Þess vegna
hyggst Vikan ekki halda upp á af-
mælið með veisluhöldum og
húrrahrópum, heldur með veglegri
afmælisgetraun, sem kynnt er í
46. tbl. þessa árs, en það kemur
einmitt út á sjálfan afmælisdag-
inn.
Verðmæti vinninga er yfir 600
þúsund krónur og þeir ekki valdir
af verri endanum: 4 vandaðir
ferðavinningar og bíll.
Fyrsti ritstjóri Vikunnar var
Sigurður heitinn Benediktsson.
Útgefandi var Steindórsprent hf.
Útgefandi nú er Frjáls fjölmiðlun
hf., ritstjóri Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson og ritstjórnarfulltrúi
Hrafnhildur Sveinsdóttir."
Skipverjar Kampen bera skipstjóra og útgerð þungum sökum:
„Vi< seu )f( )rui n all Itoí
it 1 frá 1 t>orð i“
— segir Reeders
Schulz, einn
skipverjanna
SKIPVERJAR á m/s Kampen,
sem lifðu af þegar skipiö sökk við
suðurströnd íslands á dögunum,
hafa borið skipstjórann og útgerð-
ina þungum sökum vegna skips-
skaðans. „Við höfðum siglt í lið-
lega 40 klukkustundir með mikla
slagsíðu, áður en skipið sökk og
sjö félagar okkar týndu lífi,“ segir
Reeders Sehulz, einn skipverj-
anna, í viðtali við þýzka blaðið Bild
í síðustu viku.
„Annars varð mönnum fyrst
um og ó, þegar slagsíða skipsins
var komin yfir 20 gráður, en
mönnum þótti reyndar nóg um
áður og höfðu lýst þeirri skoðun
sinni við skipstjórann,“ segir
Schulz ennfremur í viðtalinu.
Þá kemur fram í viðtali Bild
við Schulz, að bæði hafi vantað
loftskeytamann um borð, auk
þess sem einn háseta vantaði,
„en þetta var fyrst og fremst
gert til að spara útgerðinni
kostnað. Reyndar varð loft-
skeytamaðurinn veikur í heima-
höfn og var þá tekin ákvörðun
um að skipstjórinn og stýrimað-
ur myndu sjá um hans hlutverk.
Við fórum alltof seint frá
borði, en skipstjórinn sagði allt-
af þegar hann var spurður, já, já,
við förum að koma okkur í bát-
ana, þar til það í raun var um
seinán," segir Schulz.
Þá fullyrðir Schulz í samtal-
inu við Bild, að ef skipverjar
hefðu verið almennilega búnir,
þegar þeir yfirgáfu skipið, hefðu
flestir ef ekki allir þeirra bjarg-
ast, „en það kostar peninga fyrir
útgerðina að sjá mönnum fyrir
slíkum búnaði."
Sólheima-bingó
SIDASTLIÐIN 25 ár hefur Lions-
klúbburinn /Egir stutt við bakið á
Sólheimum í Grímsnesi. Á þessu
tímabili er klúbburinn búinn að
bæta aðstöðu vistmanna á margan
hátt, auk þess gefið fjölda tækja til
heimilisins. Þessi árangur hefur
náðst með samstilltu átaki Lionsfé-
laga og dyggilegum stuðningi al-
mennings. Verðmætin skipta millj-
ónum.
Fimmtudagskvöldið 17. nóv-
ember munu Lionsfélagar halda
skemmti-bingó í Sigtúni til fjár-
öflunar fyrir Sólheima.
Auk þessa munu Lionsfélagar
standa fyrir sölu á kertum fyrir
jólin, framleiddum af vistmönnum
á Sólheimum úr bývaxi, svonefnd
Sólheimakerti. Útsölustaðir eru
Vörumarkaðurinn, Gunnar Ás-
geirsson hf. og Biering, Laugavegi
6, Rvík.
Eitt af síðustu verkum klúbbs-
ins var að endurbyggja sundlaug-
ina.
Úr kvikmyndinni Trúboðinn.
Trúboðinn í Stjörnubíói
STJÖRNUBÍÓ frumsýnir í dag
kvikmyndina „Trúboðinn", sem á
frummálinu heitir „The Mission-
ary“. Myndin er brezk gaman-
mynd um unga trúboða, sem reyn-
ir að bjarga föllnum konum i
Soho-hverfi í London.
Aðalhlutverk í myndinni leika
Michael Palin, Maggie Smith,
Trevor Howard, Denholm Elliot,
Michael Hordern og Pheobe Nich-
olls.
Rjúpnaskytt-
an lést af
völdum áverka
af falli
RJÚPNASKYTTAN sem fannst látin
á þriðjudagsmorgun, skammt frá
bænum Dæli í Sæmundarhlíð, lést af
völdum falls, en ekki vegna voða-
skots, eins og fram hefur komið í
sumum fjölmiðlum, samkvæmt upp-
lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá
Halldóri Þ. Jónssyni, sýslumanni á
Sauðárkróki, i gær. Maðurinn sem
lést hét Sæmundur Jónsson og var 22
ára að aldri.
I gær lá fyrir niðurstaða úr
krufningu og kom þar í ljós að
Sæmundur heitinn hafði hlotið
áverka af falli. Brattlendi er þar
sem Sæmundur fannst og er talið
að honum hafi skrikað fótur í hálku
uppi í fjallinu og runnið niður á
talsverðum hraða og lent á stein-
nibbu. Af því fékk hann sár sem dró
hann til dauða.
Hafarnarslysið:
Sjóprófum
lokiö
SJÓPRÓF vegna sjóslyssins, þegar
Harörninn fórst á Breiðafirði, fóru
fram fyrir nokkru, samkvæmt upplýs-
ingum sem Mbl. fékk hjá sýslu-
mannsembættinu í Stykkishólmi í
gær.
I sjóprófunum kom það m.a. fram
að báturinn hafi fengið á sig öldu
og hallaðist hann þá 30—40 gráður,
og áður en tókst að rétta bátinn við,
fékk hann á sig brotsjó, lagðist á
hliðina og sökk fáum andartökum
síðar.
Skipverjarnir þrír sem björgðuð-
ust fóru út um dyr á stýrishúsi, en
aðrir skipverjar voru frammi í
skipinu, þegar atburðir þessir urðu.
Stórsjór var þegar slysið varð, en
báturinn fórst skammt vestan við
Bjarneyjar á Breiðafirði.