Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 29 e Þrettán tilboð frá sex löndum Snemma á þessu ári voru boðnar út breytingar og viðgerðir á Vikingi AK. 13 tilboð bárust frá sex löndum. 1. Slippstööin Akureyri ................ kr. 22.598.540,- 2. Brattavog Noregi ..................... kr. 23.439.374,- 3. Stálvík Garðabæ ...................... kr. 24.784.344,- 4. Flekkefjord Noregi ................... kr. 25.013.556,- 5. Þorgeir & Ellert Akranesi ............ kr. 26.099.755,- 6. Fiskestrand Noregi ................... kr. 27.650.024,- 7. Georg Eide Noregi .................... kr. 28.173.764,- 8. Ejner Nilsen Danmörku ................ kr. 28.686.208,- 9. Vlaadringen Öst. Hollandi ............ kr. 29.954.146,- 10. Haugasund slipp ...................... kr. 30.742.756,- 11. Globe Engineering .................... kr. 34.036.919,- 12. Miitsefeld Þýskalandi ................ kr. 35.186.628,- 13. Danebrog værft. Danmörku ............. kr. 38.920,852,- Látum útveg og iðnað blómstra hlið við hlið — eftir Jón Sveinsson Hér fer á eftir ræða, sem Jón Sveinsson flutti á 40. Iðnþingi íslendinga fyrir skömmu. Tilurð íslenskrar þjóðar byggð- ist á því að landnemarnir áttu skip og voru sægarpar. Afkoma ís- lensku þjóðarinnar hefir lengi byggst á starfi dugmikilla sjó- manna. Til þess að sjómenn okkar megi gegna hlutverki sínu, verða þeir að hafa vel búin skip og góð, svo takast megi giftusamlega þeirra harða sjósókn. Einu sinni áttu þeir ekki snæri, segir Kiljan. Fiskiskipafloti okkar hefir stækkað ört síðan um 1940, en ekki ert hægt að segja að það hafi gerst jafnt og þétt, heldur í óskipulegum stökkum, sem benda ekki ákveðið til góðrar stjórnunar. Stjórnvöld hafa viljað ráða bót hér á, en gengið misvel. Hafa ber í huga að öflugur floti hefir fært okkur til bjargálna búskapar. Um 1970 var kominn hér upp allmyndarlegur skipaiðnaður. Smíðaðar um 2.000 brúttórúmlest- ir á ári og rúmlega 50% af því, sem þá þurfti til þess að halda stærð fiskiskipaflotans óbreyttri og veginni meðalævi skipanna í 22 árum eins og þá stóð á og þótti sæmilegt. Mörg skip voru smíðuð og hafa reynst vönduð eins og landsmönnum er vel kunnugt. Gekk nú allvel um hríð og örar framkvæmdir hafa átt sér stað í innlendri skipasmíði. Árið 1974 skellur verðhækkun á olíu og bitn- aði það strax á útgerðinni, sem fór að ganga illa. Gangi útgerðin illa, bitnar það fljótt á innlendri skipa- smíði. Káð til úrbóta Til þess að draga úr vanda, sem hlaust af auknum oliukostnaði voru ný ráð nauðsynleg. 1. Sparneytnari skip. 2. Færri menn og fullkomnari tækni um borð. Innlendar skipasmíðastöðvar stóðu ekki aðgerðarlausar. Tæknifræðingar þeirra og verk- fræðingar unnu ötullega í nánu samstarfi við rannsóknarstofnan- ir, útgerðarmenn og sjómenn. Eldri skip voru umsköpuð og af- köst þeirra aukin svo um munaði. Árið 1977 var komið í gang fyrir tilstilli FDS öflugt þróunarstarf hjá innlendum skipasmíða- stöðvum, sem miðaði að því að ná fram betri nýtingu á orku með betra skipslagi, mun stærri og hæggengari skrúfu en áður tíðkað- „Reglan, sem sett var um aö leita skuli tilboöa inn- anlands í skipaviögerðir áöur en samið er erlendis, er farin að verka og reyn- ist vel. í tilboðum hafa innlendu stöðvarnar yfir- leitt staðið sig vel og er greinilegt í mörgum tilfell- um að þær halda niðri verðinu.“ ist, brennslu svartolíu fyrir orku á skrúfu og rafla, nýtingu afgas- varma o.fl. Góöur árangur hefír náðst Nú eru erlend fyrirtæki að aug- lýsa nýjungar, er gefi 40% sparn- að, þeim sparnaði höfum við náð fram fyrir mörgum misserum. Það hefir reynslan sýnt, en ekki meira um það að þessu sinni. Seinustu árin hefir verðbólgan vaxið og þrengt æ meira að atvinnulífinu og lánastofnunum. Skipasmiöum viö Faxaflóa fækkar um 300 Undanfarin ár hafa nærri allir innlendir skipasmíðasamningar verið felldir í Fiskveiðasjóði ís- lands. Það leiddi m.a. til þess að við Faxaflóa hefir starfsmönnum í skipasmíði fækkað um 300. Fréttir berast frá Akureyri um að í undir- búningi sé að segja upp 150 skipa- smiðum, eða öðrum hverjum manni. Stöðnun blasir við, nema ráð finnist til úrbóta. Hver er orsökin? Þetta er heimatilbúinn vandi. Við höfum flutt of mikið inn af skipum, nýjum og gömlum, hálfsmíðuðum og jafnvel sum þeirra gömlu nærri ónýt og hafa aldrei uppfyllt lágmarkskröfur til úthafssiglinga. Samkvæmt skipaskráningu ríkisins hefur verið flutt inn 41 fiskiskip á árunum 1979—1983, sem gera samtals 10.187 brl. Öll þessi ár hefir flotinn verið sagður of stór. Þetta samsvarar 5 ára vinnu fyrir allar innlendar skipa- smíðastöðvar. Ég tel það skyldu okkar að halda þannig á málum að svona mistök verði sem sjaldnast endurtekin og helst aldrei. Við eigum sjálfír stóran skipasmíða- markað, ef allt væri með felldu, um 3.800 brl. á ári, samkv. skýrslu frá 1971, þá miðað við óbreytta stærð flotans. Við þurfum að gæta þessa markaðar á sama hátt og við gætum 200 mílna landhelginn- ar, það jafngildir gjaldeyrisöflun. Okkur virðist ekki vorkunn með gjaldeyri þegar svona er á málum haldið. Ég er ekki hræddur við að nokkur hundruð skipasmiðir fái ekki vinnu við önnur störf, þetta eru úrvals fagmenn, en hættan er fólgin í því að þeir þrengi að vinn- unni fyrir öðrum og þá einkum unga fólkinu, 25—30 þús., sem leitar út á vinnumarkaðinn á næstu 20 árum. Það er líka hætt við að þeir leiti ekki til baka í skipasmíði seinna, ef þeir einu sinni hafa misst vinnuna. Þjálfun þeirra hefir kostað langan tíma og mikið fé. Veginn meðalaldur fiskiskipa- flotans er nú þegar um 19 ár, veg- in meðalævi hefir hækkað úr 22 árum í 38 frá 1971. Ráðamenn landsins hleyptu öllum fyrrnefnd- um 41 skipi inn á sl. 5 árum, mörg- um bakdyramegin. Ég vona að menn átti sig á því nú, þegar að hefir kreppt, að farsælla myndi vera að standa öðruvísi að þessum málum. Því hefir oft verið haldið fram að innlend skipasmíði væri dýrari. Ég tel hins vegar að hún sé full- komlega samkeppnisfær við ná- grannalönd okkar bæði hvað verð og gæði snertir. Verðbólgan og fjármagnskostnaður er hins vegar þjóðfélagsvandamál sbr. ummæli Matthíasar Bjarnasonar, ráð- herra, á sl. vetri. Hitt er stað- reynd, að vandi skipasmíðastöðv- anna er stór um þessar mundir. Ég tel þó alrangt, sem fram er haldið, að hann hafi verið færður yfir á útgerðina eins og t.d. sagt er í Dagblaðinu 13. þ.m. og haft er eftir hæstvirtum sjávarútvegs- ráðherra, Halldóri Asgrímssyni. Almenningur sér að tæplega verð- ur húsasmiðum kennt um þótt fjármagnskostnaður af nýju frystihúsi sé svo hár að óbæri- legur er orðinn og atvinna í heilu sjávarþorpi stöðvast, sbr. Patreks- fjörð. Hvað annað en verðbólgan olli fjárhagsvanda sambandsverk- smiðjanna á Akureyri 1982? Hvað annað en verðbólgan olli fjárhags- vanda Hitaveitu Akureyrar 1982? Hvað annað veldur þeim vanda, sem hvarvetna blasir við? Er það ekki verðbólga sem er m.a. að éta upp allt verðmæti skreiðarinnar, sem seld hefir verið til Nígeríu og fæst e.t.v. ekki greidd fyrr en tveimur árum eftir að hún veidd- ist? Hið rétta er að verðbólga, sem náði um 130% hraða á ársgrund- velli síðastliðið vor, hefir fært stóran vanda yfir alla atvinnu- starfsemi í landinu, hverju nafni sem hún nefnist. Þess vegna dugir engri einni atvinnugrein annarri um að kenna. Vænlegra er að taka höndum saman og reyna að leysa vandann og losa sig út úr verð- bólgunni. Þetta hefir almenningur í landinu séð og vill leggja hart að sér til þess að snúa vörn í sókn. Undanfarin ár hefir verið unnið ötullega að framþróun, hagræð- ingu og þjálfun starfsliðs í helstu skipasmíðastöðvum landsins, m.a. með því að kalla til starfa bestu erlenda og innlenda hagræð- ingarmenn og nú seinustu árin einkum innlenda. Framfarir hafa orðið miklar, það hafa m.a. tíma- mælingar og tilboð leitt í ljós sbr. fjölþjóða tilboð í nýsmíðar, breyt- ingar og viðgerðir. Snemma á þessu ári voru boðn- ar út breytingar og viðgerðir á Víkingi AK. 13 tilboð bárust frá 6 löndum. Af 5 lægstu tilboðunum voru þrjú innlend og tilboðið frá Slippstöðinni lægst. Hæsta tilboð- ið var 72% hærra en það lægsta. Ég vek athygli á því að íslend- ingar hafa haft mikil viðskipti við erlendu stöðina, sem gaf hæsta til- boðið, án þess að íslenskum fyrir- tækjum gæfist tækifæri til þess að bjóða í verkin. Reglan, sem sett var um að leita skuli tilboða innanlands í skipa- viðgerðir áður en samið er erlend- is er farin að verka og reynist vel. í tilboðum hafa innlendu stöðv- arnar yfirleitt staðið sig vel og er greinilegt í mörgum tilfellum að þær halda niðri verðinu. Því má snúa nefndri fullyrðingu Dagblaðsins við og segja að inn- lendur skipaiðnaður bægi stórum vanda frá útgerðinni. Nýtískuskip er ekki lengi hægt að gera út án viðgerðarþjónustu. Raðsmiðina ber að nefna. Ríkisstjórnin gaf út tilkynningu 11. maí 1981 um 5% viðbótarlán til raðsmíðabáta, lán þá samtals 90%. Skömmu seinna ákvað stjórn Fiskveiðasjóðs að lækka sín lán um 15% og Byggða- sjóður um 5% þannig að lánin urðu 70% í stað 90%. Hér ákvað ríkisstjórnin eitt, en embættis- menn annað og hagkvæmni rað- smíðinnar var runnin út í sandinn. Brúa þarf erfitt tímabil Viðgerðir og viðhald flotans eru nú að mestu leyti í landinu, því þarf að viðhalda. Þá reglu, sem ákveðin var, þarf að halda, þegar raðsmíðaskip hefir verið selt má hefja smíði á því næsta. Höggva þarf upp marga gamla og ónýta báta, sem ekki geta fiskað fyrir olíu- og viðgerðarkostnaði. Leita þarf áfram erlendra markaða fyrir gömul og ný skip. Endurnýj- un landróðrabátanna verður inn- an fárra ára óumflýjanleg. Ég spái því að gera þurfi fleiri skip fær um að verka aflann á fjarlægustu miðunum til þess að tryggja rekst- ur og afkomu útgerðar með besta hráefni. Örvar hefir skilað 100% aflans í 1. flokk og Hólmadrangur 99,5% i 1. flokk, sbr. nýútkomnar skýrslur. Örvar hefir verið í notk- un sem næst eitt og hálft ár síðan hann var smíðaður á Akureyri og staðið við allar skuldbindingar við sjóðina sbr. Mbl. 10. sept. ’83. í framtíðinni er mörg verk að vinna í skipasmíðum. Smiða verð- ur sparneytnari skip og hagkvæm- ari, sem færa okkur betri matvæli og betri afkomu. Að þessu marki verður að vinna vel hér heima með opnum hug. Gerum vel í dag, en betur á morgun, þá munu útvegur og iðnaður blómstra hlið við hlið. Jón Sveinsson er íramkvæmda- stjóri Stálvíkur í Carðabæ. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Jfltir£xtnX>Iafcií> smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar handmenntaskólinn 91 - 2 76 44 f/ÍÆ KYNHmGARRIT SI(lkiNS SEWT HEIM j HVlTer bréfaskoli nemendur okkar um allt land.læra teikninsu.skrautskríft og fl.i smum tima-iiýtt :Adýrt bnináimkeib Pípulagnir — Viögeröir Önnumst allar smærrl viðgeröir á bööum. eldhúsum, þvottahús- um. Vanir fagmenn. Síml 31760. □ Mímir 598311177 — 3. I.O.O.F. 5 = 16511178’/!! = ET. I/BR □ St.: St.: 598311177 VII Arinhleösla Upplýsingar í síma 84736 I.O.O.F. 11 = 16511178W = I. tn9lll Vegurinn Almenn samkoma veröur i kvöld kl.2.30 í Síöumúla 8. Allir vel- komnir. Hjálpræðis- *| herinn Kirkjustræti 2 Hermannasamkoma í kvöld, fimmtudag. kl. 20.30. Velkomnir. Góðtemplarahúsiö Hafnarfiröi Félagsvistin í kvöld fimmtudag 17. nóv. Veriö velkomin og fjöl- menniö. Ad KFUM Amtmannsstíg 2B Fundur í kvöld kl. 20.30. Krlsti- lega starfiö og fjármagniö. Um- ræöufundur. Framsögumenn: Árni Sigurjónsson, Arnmundur Kr. Jónasson og Vigfús Hall- grímsson. Boöiö veröur uppá kaffi og tilheyrandi á fundinum. Allir starfsmenn KFUM og KFUK eru sérstaklega velkomnir á fundinn. Nefndin. | Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Almenn samkoma kl. 20.30. ! Ræöumenn Svanur Magnússon og Sam Glad. fomhjólp Samkoma aö Hverflsgötu 42 i kvöld kl. 20.30. Mikill söngur. Ræöumaöur Clarence Glad. Allir velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Tryggvi Eiríksson. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur i safn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. Félagið svæðameðferð Muniö fundinn á Hallveigarstöö- um i kvöld kl. 8.30. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Sunnudagurinn 20. nóv. kl. 13.00 Gönguferö um Jótepsdal — Ólafttkarö — Blákollur. Létt gönguferö fyrir alla. Veriö ! hlýlega klædd. Verð kr. 200. gr. v/bílinn. Fariö frá Umferöar- I miöstööinni aö austanveröu. | Ath. í óskilum er úr. sem fannst i | Þórsmörk. Feröafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.