Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Furðuleg skrif Kristjáns
lektors um framburðarmál
— eftir Ævar R.
Kvaran
Þegar ég á fyrri árum var að
kenna í leiklistarskóla mínum
nemendum mínum framburð og
framsögn, kom eitt sinn að máli
við mig hinn kunni orðabókarhöf-
undur Árni Böðvarsson. Spurði
hann mig, hvort það kæmi til
greina að hann mætti koma til
mín í skóiann og hlusta á fram-
burðarkennslu mína. Það var vit-
anlega auðsótt mál og kom hann í
marga tíma. Þegar þessi lærði ís-
lenzkumaður hafði kynnt sér
þessa kennslu mína að vild, þá
þakkaði hann mér fyrir með þeim
hlýlega hætti, að gefa mér áritaða
bók sína um hljóðfræði. í fram-
burði kenndi ég þá — eins og ég
kenni enn í dag — réttmæli,
hv-framburð og harðan framburð.
Ástæðan til þess að ég kenndi
þennan framburð var sú, að mér
þótti sá framburður, sem ég sjálf-
ur hafði alist upp við sem inn-
fæddur Reykvíkingur ekki nógu
harður til þess að ég treystist til
að kenna hann sem góðan fram-
burð. Ég hafði bæði linan fram-
burð og bar þau orð sem byrja á
hv fram eins og þau væri skrifuð
með kv. Ég þjálfaði mig því í hörð-
um framburði og hv-framburði
sjálfur þar sem ég vissi ekki til að
neinn kenndi hann. Vitanlega
gladdi það mig einnig, þegar ég
hlustaði síðar á Árna Böðvarsson í
útvarpsþættinum Daglegt mál að
heyra, að hann hefur einmitt
hvorttveggja framburðinn. Ég hef
því aldrei kennt það sem ég hef
alist upp við, heldur þvert á móti
það sem ég valdi úr öðrum lifandi
framburði tungunnar og taldi
skýrara og fegurra.
f Morgunblaðinu þann 5. nóv-
ember sl. birtist grein, sem bar
fyrirsögnina Enn um framburð.
Hún er eftir Kristján Árnason
lektor og beint til undirritaðs sök-
um þess, að ég hafi að nokkru leyti
misskilið sig að dæma eftir grein
minni um skoðanir hans, sem birt-
ist hér í blaðinu þann 26. október
sl.
Ég hef það að reglu þegar ég er
að gera athugasemdir við skoðanir
annarra, sem fram koma í blaða-
greinum, að vitna jafnan orðrétt í
þau ummæli, sem ég tel vert að
gera athugasemdir við. „Misskiln-
ingur“ hlýtur því að stafa af því að
viðkomandi meinar annað en það
sem hann skrifar; þyrfti því að
þjálfa sig í því að orða ljósar hugs-
anir sínar.
í þessari grein mun ég halda
fyrri venju og vitna orðrétt í það,
sem Kristján segir í síðustu grein
sinni Enn um framburð. Önnur
málsgrein hennar er svona:
„Til þess að taka af allan vafa
skal ég fyrst árétta þá skoðun
mína að upplýst málrækt er betri
en málrækt sem byggir á sleggju-
dómum og sjálfsupphafningar-
hvöt þeirra sem telja sig tala bet-
ur en aðrir."
„Ég hlýt aö líta svo á aö
hér sé fram komin
sálgreining á mér, aö
það sem ég skrifi um
málræktarmál eigi sér
rætur í þörf til þess að
upphefja sjálfan mig.
Svona furðulegar full-
yrðingar eru lærðum
manni til lítils sóma.“
Við skulum nú skoða þennan
kafla örlítið nánar. Það hlýtur
fyrst að vekja athygli lesenda, að
hér kemur fram í fyrsta sinn sú
furðulega skoðun, að málrækt
skiptist í tvennt, „upplýsta" mál-
rækt og þá vitanlega einnig óupp-
lýsta málrækt. Þar sem þetta er
ný skoðun væri full ástæða til þess
að höfundur segði okkur hvað
„upplýst“ málrækt er. Hins vegar
geri ég ráð fyrir að Kristján eigi
við það, að sín málrækt sé að sjálf-
sögðu „upplýst" málrækt, því
hann sé lærður háskólamaður í ís-
lenzku. Hún er að sjálfsögðu betri
en „málrækt sem byggir á sleggju-
dómum og sjálfsupphafningar-
hvöt þeirra sem telja sig tala bet-
ur en aðrir“.
Ég geri ráð fyrir, að þetta eigi
að vera lýsing á skoðunum mínum
og hvötum úr því maðurinn er að
svara mér.
Hins vegar þætti mér skárra, að
einhver rök væru færð fyrir því
sem hann nefnir sleggjudóma, svo
hægt væri að átta sig á því, hvað
hann á við. Það gætir talsverðs
hroka hins „upplýsta" manns hjá
Kristjáni, því hann lætur sér ekki
nægja sitt eigið fag, heldur bætir
orðaforða sálfræðinnar með hinu
langa orði „sjálfsupphafningar-
hvöt“. Ég hlýt að líta svo á að hér
sé fram komin sálgreining á mér,
að það sem ég skrifi um málrækt-
armál eigi sér rætur í þörf til þess
að upphefja sjálfan mig. Svona
fullyrðingar eru lærðum manni til
lítils sóma.
Ég get ekki stillt mig um að
birta hér annan kafla úr þessari
furðulegu grein Kristjáns, þótt
hún komi reyndar ekkert fram-
burði við. Þetta er kaflinn:
„Það er alltof algengt að litlir
menn feli sig bak við skel hins
rétta máls og noti það til þess að
upphefja sjalfa sig. Ef einhverjum
verður á að segja: „Mér langar að
taka til máls en ég þori því ekki“
(br. letur Kristjáns) í návist litla
mannsins með stóra málvöndun-
arsannleikann, getur sá síðar-
nefndi hugsað með sjálfum sér:
„Hann er ómerkilegri en ég.“
Þessi misnotkun á málræktinni er
hættuleg, og of einstrengingsleg og
illa upplýst meinlætastefna gerir
engum gagn. Og ég fer ekki ofan af
því aó háskólar eigi frekar að upp-
lýsa en dæma.“
Ævar R. Kvaran
Þótt þessi kafli viróist mér ekki
ætlaður, því ég kenni ekki málfræði,
þá geri ég ráð fyrir, að íslenzkukenn-
urum þyki að nú taki málin að
vandast, því ef þeir leiðrétta þágu-
fallsvillur nemenda eru þeir sam-
kvæmt dómi Kristjáns með því ein-
ungis að reyna að upphefja sjálfa sig!
Og þeim er meira að segja sagt hvað
þeir hugsa um nemandann um leið
og þeir leiðrétta villuna, nefnilega:
„Hann er ómerkilegri en ég!“ Þetta
kallar Kristján illa upplýsta og ein-
strengingslega meinlætastefnu!
Þetta er vægast sagt undarlegt orð í
þessu sambandi. Það er engu líkara
en Kristján viti ekki hvað orðið
„meinlæti“ þýðir! Já, ekki vantar
dómhörkuna hjá þessum manni.
Þegar hann þess vegna endar þenn-
an kafla með því að lýsa því yfir að
háskólar eigi fremur að upplýsa en
dæma, hlýtur hann að eiga við ein-
hverja aðra en sjálfan sig.
Enn verð ég að vitna í skrif Krist-
jáns, svo lesendur trúi orðum mín-
um. Hér kemur annar kafli úr grein
hans:
„í sjálfu sér hef ég ekkert á móti
því að harðmæli fái meiri útbreiðslu,
Smáiðnaður og dreifbýli
— eftir Sigurö
Guðmundsson
Margt hefur verð rætt og ritað á
undanförnum árum hér á landi
um nauðsyn iðnþróunar. Menn
greinir kannski minna á í þessu
máli en ýmsum öðrum. Það kann
að stafa af vanþekkingu á því
hvernig standa skuli að eflingu
iðnaðar. Nágrannaþjóðir okkar
hafa löngum verið okkur til fyrir-
myndar og margt gagnlegt má af
þeim læra. Að því er varðar raun-
hæfar aðgerðir til eflingar iðnaði,
og þó sérstaklega í dreifbýli er
reynsla annarra hvorki ítarleg né
löng. í þessari grein er reynt að
stikla á stóru um nokkur atriði er
varða iðnþróun í dreifbýli ef þau
kynnu að verða einhverjum til
umhugsunar eða hvatningar.
Til að skapa ný störf og nýja
framleiðslu þarf framtak: Hugs-
andi einstaklinga sem eru til í að
ráðast á vandamál í þeim tilgangi
að leysa þau. En þeir sem stofna
eigin fyrirtæki eru þar með orðnir
atvinnurekendur. Þeir hafa haft á
sér svo slæmt orð í þjóðfélaginu að
þeir, sem áhuga hafa haft á því að
standa í eigin atvinnurekstri hafa
orðið að yfirvinna það félagslega
óhagræði, sem fylgir því að vera
kallaður gróðapungur. Mat sam-
félagsins á hugkvæmni, framtaki
og dirfsku þeirra sem vilja brjót-
ast áfram sjálfir hefur verið ærið
lágt. Ef slíkir menn komast í álnir
eru þeir litnir hornauga.
Á hinn bóginn hefur það vel-
ferðarþjóðfélag, sem við búum í
haft meiri áhuga á launþegum og
þeirra vandamálum. Það er vissu-
lega göfugt að svitna fyrir brauði
sínu. Menn mega hins vegar ekki
gleyma því að það er líka göfugt
starf að sitja á rassinum og hugsa.
Það er afar mikilvægt að breyta
hinu ríkjandi viðhorfi til þeirra
sem standa í eigin atvinnurekstri,
þótt erfiðara sé að benda á leiðir
til að ná því markmiði. Reynslan
hefur sýnt að töluverður fjöldi
einstaklinga er til, sem hafa vilja
til þess að ráðast í stofnun eigin
fyrirtækja, ef þeir fá til þess upp-
örvun og aðstöðu. Það þarf að
breyta þjóðfélaginu þannig að litið
sé jákvætt á slíkt framtak og beita
margþættum aðgerðum til að
skapa því viðunandi aðstöðu. Eng-
inn veit hversu langt væri hægt að
ná ef reynt væri að rækta upp
framtak og hugmyndaauðgi á
kerfisbundinn hátt.
Almenn menntun hlýtur að vera
nauðsynleg forsenda slíkrar
breytingar, og hér á landi ætti
hún ekki að vera fyrirstaða. Þó
telja ýmsir að hið almenna skóla-
kerfi sé ekki við það miðað að efla
með nemendum framtakssemi.
Því er jafnvel haldið fram að
menntakerfið dragi úr viðleitni
nemenda til að leysa mál á eigin
spýtur, enda þótt það sé efalítið
ekki vísvitandi.
Því miður er það sennilega svo
að til þess að ráðast í eigin at-
vinnurekstur í velferðarþjóðfélag-
inu þarf ákveðið stig af fáfræði,
þ.e.a.s. þekkingarskort á þeim
vandamálum, sem við er að etja í
atvinnurekstri, ásamt skeytingar-
leysi um það álit, sem þjóðfélagið
hefur á atvinnurekendum. Það má
einnig færa rök fyrir því að löng
skólaganga dragi úr framtaki og
að henni lokinni vilji menn að aðr-
ir útvegi þeim vinnu.
Þeir þurfa að verða fleiri, sem í
það vilja ráðast að reka sjálfstæða
atvinnustarfsemi. Þeir þurfa að
koma úr öllum stéttum þjóðfélags-
ins. Aðgerðir í menntakerfinu eru
mikilvægar, bæði í hinu almenna
menntakerfi og þó sérstaklega
upplýsingamiðlun um stofnsetn-
ingu og rekstur fyrirtækja. Að-
gerðir þarf til að hvetja einstakl-
inga til að koma fram með hugm-
yndir sínar að nýrri framleiðslu
og lausnir á vandamálum.
Að sínu leyti stendur dreifbýlið
ekkert verr en þéttbýlið að því er
þennan þátt varðar. Þar eru íbú-
arnir oft í nánari tengslum við það
telja ýmsir að
hiö almenna skólakerfi
sé ekki viö það miöað að
efla meö nemendum
framtakssemi. Því er
jafnvel haldið fram að
menntakerfiö dragi úr
viöleitni nemenda til að
leysa mál á eigin spýtur,
enda þótt það sé efalítið
ekki vísvitandi.“_____________
framtak, sem til staðar er. Því má
t.d. ekki gleyma að bændur eru
með sjálfstæða atvinnustarfsemi,
að mestu á eigin ábyrgð, enda þótt
landbúnaður í heild njóti verulegs
fjárstuðnings hins opinbera.
í flestum tegundum framleiðslu
er hægt að greina á milli þess þeg-
ar verið er að þróa vöruna og
koma henni á markað annars veg-
ar og hins vegar þegar varan er í
fullri framleiðslu. Fyrra stigið
mætti kalla sköpunarstig og hið
síðara framleiðnistig. Það er mjög
erfitt að hugsa sér félagslegt
framtak í fyrra stiginu en allt
öðru máli gegnir um síðara stigið.
Mörg framleiðsluhugmyndin hef-
ur brostið vegna þess að reynt hef-
ur verið að beita á öðru stiginu
þeim reglum, sem gilda á hinu.
Einstaklingarnir og fyrirtækin
starfa í ákveðnu umhverfi. Það er
að sumu leyti gert af náttúrunnar
hendi og nær óbreytanlegt, en að
öðru leyti til orðið af manna völd-
um. Eitt af því, sem komið hefur í
ljós í norrænum rannsóknum á
smáiðnaði og byggðaþróun er mik-
ilvægi hins almenna umhverfis
fyrir nýsköpun í atvinnulífinu.
Það er ekki nema að litlu leyti
hægt að sjá samband milli iðn-
þróunar í dag og umhverfis að því
er náttúrulegar auðlindir varðar.
Slíkt samband verður enn veikara
í framtíðinni. En hér verður að
skilgreina náttúrulegar auðlindir
fnjög þröngt. Stór hluti iðnþróun-
ar á næstu árum mun byggjast á
umhverfi sem auðlind í víðari
skilgreiningu. Þarna er átt við
möguleika, sem byggjast á stað-
bundnum aðstæðum af ýmsu tagi.
Eftirfarandi dæmi skýrir þessa
staðhæfingu vonandi: Rafeinda-
iðnaður er alls ekki stór iðngrein
ennþá hér á landi en hann hefur
vaxið töluvert. Á ísafirði er öflug-
ur rafeindaiðnaður. Þar leggja
menn höfuðáherzlu á háþróaðan
tæknibúnað, sem er notaður í fisk-
veiðum og fiskvinnslu. Framleiðsl-
an er prófuð á heimamarkaði sem
gerir miklar og sérstakar kröfur
og síðar er framleiðslan seld vítt
og breitt um heiminn. Þetta er
dæmi en ekki er hægt að segja til
um hversu gott það er til alhæf-
ingar. Þó bendir margt til þess að
sérstaða hinna ýmsu héraða sé
eftir því meiri sem grannar er
skoðað og því felist meiri mögu-
leikar í framleiðslu'l)yggðri á sér-
stöðu þeirra hvers um sig en útlit
er fyrir við fyrstu sýn. Hér er ekki
verið að ræða um neina sjálfs-
þurftastefnu en þvert á móti um
opið viðhorf gagnvart umheimin-
um, byggt á eigin sérstöðu, eigin
umhverfi.
Auk hins atvinnulega umhverfis
skiptir hið félagslega ekki minna
máli. Á það má minna að það er
greinilegt að öll samfélagsgerðin
skiptir verulegu máli. Þau svæði,
sem hafa skarað fram úr að því er
varðar nýsköpun í iðnaði einkenn-
ast af jákvæðum viðhorfum til
fyrirtækjasköpunar, samvinnu
fyrirtækja og framtaks einstakl-
inga. Eins og um marga aðra
þætti samfélagsgerðarinnar er
erfitt að benda nákvæmlega á það
hvaða atriði það eru sem mestu
máli skipta. Ennþá erfiðara er að
benda á aðgerðir af hálfu stjórn-
valda, sem leitt geta til þess að
slíkt félagslegt umhverfi myndist,
þar sem það er ekki til þegar. En
hér komum við enn og aftur að því
að það er líklega auðveldara að
framkvæma slíkar aðgerðir
(hverjar sem þær kunna að vera) á
litlum stöðum en stórum.
Niðurstaðan er því sú að menn
eiga að snúa vörn í sókn, taka upp
Sigurftur Guðmundsson
aðgerðir sem hvetja til fram-
leiðslu, sem byggir á sérstöðu hér-
aða, frekar en að stefna sífellt að
því að gera alla eins.
Þær tæknibreytingar, sem
mögulegar eru nú þegar geta skipt
sköpum fyrir þróun búsetu.
Hingað til hafa menn verið mjög á
varðbergi gagnvart hinni nýju
tækni og talað um að hún myndi
hafa í för með sér tilhneigingu til
þess að allt færðist á sama stað-
inn. En þetta er rangt. Þvert á
móti færir ný tækni okkur mögu-
leika á miklu fjölbreyttara at-
vinnulífi í dreifbýlinu og betra
mannlífi. Slíkir möguleikar munu
hins vegar alls ekki verða að raun-
veruleika af sjálfu sér. Það þarf að
taka rösklega til hendi um að not-
færa sér þá möguleika sem há-
tækni býður upp á til að bæta
lífsskilyrði á landsbyggðinni.
Við erum því vön að hugsa
okkur að þeir sem á vinnumark-
aðnum eru starfi í iðnaðar- eða
þróunarfyrirtækjum. Flestir fara
að heiman frá sér í vinnu fimm
daga í viku og vinna frá morgni til
kvölds. Þetta er hins vegar að
breytast og á eftir að breytast
mjög mikið á næstu árum. Hjá
ýmsum stórum fyrirtækjum er
það svo þegar í dag að fjöldi
starfsmanna, einkum þeir sem
vinna við tölvur, þurfa ekki lengur
að mæta til vinnu í fyrirtækinu
nema takmarkaðan dagafjölda á
ári. Að öðru leyti vinna þeir að
verkefnum sínum heima hjá sér
með tölvuna sína tengda við