Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 31 enda er ég alinn upp við það. Hins vegar getur það ekki orðið annað en hlægilegt þegar harðmælisáráttan er orðin svo mikil hjá hinum snjöllu fagurkerum tungunnar, að þeir skjóta inn hörðum hljóðum þar sem þau eiga ekki að vera samkvæmt eðlilegum harðmælisframburði. Þá tala þeir um stutentsárin og alþink- ismenn (og kannski komast þeir í samband við enkla fyrir handan). Svona tal er öllum ærlegum norð- lendingum (ekkinorlendingum) til hinnar mestu armæðu. Og ætli grónum Skaftfellingum verði ekki svipað um það þegar menn fara að hveða hvæði og segja góðan da-ginn, gakktu í ba-ginn,“ o.s.frv. Hvað er maðurinn að fara? Er hann að gefa í skyn, að þetta sé framburðurinn sem leiði af kennslu á hörðum framburði? Hvar hefur Kristján heyrt þetta hrognamál, sem hann hér bregður upp? Að minnsta kosti hef ég aldr- ei heyrt það hjá mínum nemend- um, þótt þeir skipti hundruðum. Enda væri maður fljótur að leið- rétta slíkt, ef fyrir bæri. Ég minn- ist þess reyndar ekki að hafa heyrt það, nema hjá einum manni fyrir mörgum árum. Sá maður hafði hins vegar ekki lært harðan framburð, heldur var hann alinn upp við hann. Þetta var maður sem erfitt var að komast hjá að heyra, því hann var einn mælsk- asti maður alþingis. Það var Jónas heitinn frá Hriflu, sem oft talaði um „lantið sitt“ o.s.frv. Ætli þessi ýkti harði framburður sé ekki tíð- ari hjá þeim, sem alist hafa upp við harðan framburð en hinum sem læra hann? Kristján Árnason segist hafa alist upp við harðan framburð. Er hann með þessu hrognamáli að lýsa eigin fram- burði? Ævar R. Kraran er leikari. vinnustaðinn. Eftir því sem fram- leiðsla á vörum verður sjálfvirkari þeim mun færri þurfa að mæta á staðinn og þeim mun fleiri munu vinna við ólíkamleg störf, sem ekki krefjast viðveru í fyrirtækinu nema endrum og eins. Menn hafa mjög mismunandi viðhorf til heimavinnu. Talið er að hún geti einangrað fólk frá félagslegum samskiptum á vinnustað. Þetta er efalítið að hluta til rétt. Sókn hús- mæðra á vinnumarkaðinn á sér t.d. bæði félagslegar og efnahags- legar ástæður. Hinu má hins veg- ar ekki gleyma að heimavinna færir mönnum til baka bætt fjöl- skyldutengsl sem iðnbyltingin raskaði svo mjög. Þeir menn sem vinna hin óstað- bundnu störf geta átt heima hvar sem er, en það er ólíklegt að þeir velji sér búsetu í dreifbýli án þess að hafa þar aðgang að fullkominni þjónustu. Það er því mikilvægt að hægt sé að afla sér menntunar, njóta heilbrigðisþjónustu o.s.frv. sem víðast. Og hér kemur hátæknin enn til sögunnar. Það þarf að nota nú- tíma fjarskipti og tölvutækni til að geta dreift allri mögulegri þjónustu sem víðast, en einnig til að gera tölvutengingar starfs- manna og móðurtölva mögulegar. Hér er um það að ræða að sameina sem flesta kosti þéttbýlis hinum ótvíræðu kostum dreifbýlisins, eins og nálægð við náttúrulegt umhverfi, minni streitu og fleiri þáttum lífsgæða sem fólk sækist svo mjög eftir nú. Án þess að átak verði gert til þess að nota hátæknina til þess að gera búsetu í dreifbýlinu betri mun hún gera hana verri. Grípa til jákvæðra aðgerða til sóknar í byggðaþróun. Möguleikar iðnaðar eru verulegir, jafnvel þar sem dreifbýlast er. Þeir möguleikar munu þó ekki verða framkvæmdir nema þeir sem í þessum héruðum búa hafi trú á þeim og að aðstaða verði sköpuð til að hrinda þeim í framkvæmd. Sigurður Guðmundsson er að- stoðarframkvæmdastjóri hyggða- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins. 'vwjo »ior«o» P Mfatðvik MyrMSn *l*rón MdtAm Þriðja útgáfa af sjúkrahúss- sögu Sigrúnar BARNASAGAN Sigrún fer á sjúkrahús eftir Njörð P. Njarðvík, myndskreytt af Sigrúnu Kldjárn, er nú komin út í þriðja sinn hjá Máli og menningu en hún kom út í fyrsta sinn árið 1976. „Þetta er eins konar heimildasaga fyrir börn. Sigrún er fjögurra ára og þarf að fara á sjúkrahús til að losna við hálskirtlana. Afhenti trúnaðarbréf Nýskipaður sendiherra Spánar, Juan Durán-Loriga, afhenti nýlega forseta Íslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra. Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta íslands á Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Spánar hefur aðsetur í Osló. IUt urlífið. svífur ót uma-------- litla ljósálfinn ðu. Þín bíður turlestur í frá félaösskan. Þú færo í síma hringt tla ljósálfinn hvar Litli ljósálfurinn víðar að g< Hve hafðu félaga með í f< álfurinn getur lí við rafhlöður og arpað ljósi sínu em er. VKKANUM, Borgartúni 22. 9 og fengið hann sendan um hí Borgartúni 22, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.