Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÚVEMBER 1983 Bankarnir neita að innheimta söluskatt — Þó fer talsverð söluskattsskyld verzlun í gegnum þá, segir Guðmundur H. Sigmundsson, bóksali „BANKARNIR, og þá ríkisbankarnir í fararbroddi, eru einu aðilarnir hér á landi, mér vitandi, sem neita art fara eftir lögum ríkisins um ad innheimta söluskatt eins og aðrir. Allt kerfið, að þeim undanskildum, frá tollþjónust- unni til smásalans fer eftir þessum lögum. Af þessum sökum er meðal annars mun ódýrara fyrir einstaklinga panta bækur að utan og greiða þær í banka , en að kaupa þær í verzlun. I>ær eru tollfrjálsar og fara því ekki í gegnum tollakerfið," sagði Guðmundur 11. Sigmundsson, bóksali, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Guðmundur sagði ennfremur, að á þennan hátt væri verið að selja mikið af bókum, meðal ann- ars, sem bankakerfið tæki greiðslu fyrir, en sæi ekki um að innheimta söluskattinn. Þess vegna væri um fjórðungi ódýrara að greiða bók- ina í banka. Hlypi bóksalinn út í banka og næði í bókina fyrir viðskiptavininn og afgreiddi hana yfir búðarborðið, væri honum hins vegar skylt að innheimta sölu- skattinn. Þetta fyndist bóksölum mjög ósanngjarnt og ástæðulaust. Að vísu yrði þetta ódýrara fyrir kaupandann; en tengdist ekki óskinni um niðurfellingu sölu- skatts af innlendum bókum, hér væri aðeins um erlendar bækur að ræða. Vegna þessa kemur það fyrir að bóksalar hreinlega bentu viðskiptavinum á þessa leið. Han.i vissi, að farið hefði verið fram á það, að bankarnir innheimtu sölu- skattinn, en þeir hefðu neitað því. Bókin um E.T. SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur gefið út bókina E.T. — Geim- vitringurinn og ævintýri hans á jörðinni. Höfundur bókarinnar er William Kotzwinkle og er hún byggð á kvikmyndahandriti Melissa Mathison. Þýðandi er Gissur 0. Erl- ingsson. Bókin var fyrst gefin út í Bandaríkjunum í júní 1982 og var endurprentuð 19 sinnum á tveimur mánuðum. Kvikmyndin var frumsýnd vestanhafs í fyrrasumar og varð mest sótta kvikmyndin í Bandaríkjunum. Hún hefur verið sýnd hér á landi. Bókin um E.T. er 195 blaðsíður. Prentsmiðja Björns Jónssonar vann bókina. eftir Aly Mahmoud Hér afhendir Stefán Baldursson, leikhússtjóri LR, Davíð Oddssyni, borgarstjóra, eintak plötunnar „Við byggjum leikhús" að viðstöddum nokkrum aðstandendum LR og plötunnar. „Við byggjum leikhús" -hljómplata frá Leikfélagi Reykjavíkur „Við byggjum leikhús" var yfirskrift skemmtidagskrár sem Leikfélag Reykjavíkur flutti í Laugardalshöllinni þann 17. júní sl. og nú nýverið i sjónvarpssal. Var skemmtidagskráin, sem að mestu byggðist á söngvum, flutt til styrktar byggingu Borgarleikhússins. Nú hefur Leikfélag Reykja- víkur gefið út samnefnda plötu, þar sem 19 leikarar og starfmenn LR syngja lögin úr dagskránni og rennur allur ágóði plötunnar í húsbygg- ingarsjóð LR. Húsbyggingarsjóður LR var stofnaður árið 1953, en þá hafði LR starfað í Iðnó frá árinu 1897 og var farið að þrengja að starf- seminni. Bygging Borgarleik- hússins var ákveðin 1975 og ári seinna tók þáverandi borgar- stjóri, Birgir Isleifur Gunnars- nguna að I kjíl son, fyrstu skóflustune húsinu í Kringlumýri. I kjölfar þess var grunnplata hússins steypt, en síðan lágu fram- kvæmdir niðri til ársins 1980, þegar LR áskotnaðist arfur, gjöf frá hjónunum Sigurliða Krist- jánssyni og Helgu Jónsdóttur sem, ásamt auknum fjárfram- lögum Reykjavíkurborgar, hleypti krafti í bygginguna. Er ráðgert að koma húsinu undir þak á næsta ári og að taka það í notkun á 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar, sumarið 1986. Eins og áður segir taka 19 Ieikarar og starfsmenn LR lagið á plötunni, en auk þeirra koma þar við sögu um 20 hljóð- færaleikarar, þ.á m. Sigurður Rúnar Jónsson sem sá um út- setningu laga. Samhliða útgáfu plötunnar hefur Leikfélag Reykjavíkur opnað póstgíró- reikning 1 66 20-0 til styrktar Borgarleikhúsinu. Framkvæmdasjóður íslands: Tók 594 millj. kr. lán í Japan — Helmingur til endurgreiðslu láns, hinn lánaður atvinnufyrirtækjum FRAMKVÆMDASJÓÐUR íslands tók nýverid lán í Tokyo ad upphæð 5.000 milljónir yena, sem er jafnvirði um 594 millj. ísl. kr. Lánið er til 10 ára, en án endurgreiðslu fyrstu 5 árin, og með 8,4% breytilegum vöxtum. Gengið var frá lánssamningi hinn 7. nóvember sl. Af hálfu Framkvæmdasjóðs önnuðust samningagerðina Tómas Árnason og Guðmundur B. Ólafsson. í fréttatilkynningu frá Fram- samningnum: The Sumitomo kvæmdastofnun segir að rúmlega helmingur lánsins verði notaður til endurgreiðslu bráðabirgðaláns, sem tekið var hjá Sumitomo Bank snemma árs 1982, samkvæmt lánsfjáráætlun þess árs. Að öðru leyti sé lánið tekið í samræmi við lánsfjáráætlun ársins 1983 og verður notað í lánveitingar til hinna ýmsu greina atvinnulífsins. Eftirgreindar fjármálastofnan- ir í Tokyo standa að baki láns- Bank, Limited; Citibank, N.A. Tokvo; The Hokkaido Takushoku Bank, Limited; The Meiji Mutual Life Insurance Company; The Mitsubishi Bank, Limited; The Fuji Bank, Limited; Manufactur- ers Hanover Trust Company, Tokyo. Sumitomo Bank, Limited hafði á hendi forustu um lánveit- ingu þessa og fékk fyrrgreindar lánastofnanir til þátttöku. Innbrotsþjófur staðinn að verki: Reyndi gegnum GÆZLUMENN öryggisfyrirtækisins Securitas heyrðu sérkennileg hljóð koma frá húsi í Skipholti aðfaranótt sunnudagsins. Þeir fóru á vettvang og komu þá að innbrotsþjófi, sem var að reyna að brjóta sér leið út úr húsinu með því að aka sendiferðabifreið, sem hann hugðist stela, í gegnum hurðina. Þjófurinn hafði gert eina að aka hurðina tilraun til að brjóta sér leið út þegar Securitas-menn komu á vettvang og stöðvuðu hann. Slegið fram að óathuguðu máli — segir forstjóri OLÍS um gagnrýni LÍÚ á olíufélögin „ÞAÐ ER á mörkunum að ég telji þetta svaravert. Ég er satt að segja hissa á Kristjáni, því ég tel yfirleitt ástæðu til að taka mark á honum,“ sagöi Þórður Ásgeirsson, forstjóri OLÍS hf., í spjalli við blm. Morgunblaðsins um harða gagnrýni Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, á olíufélögin í setningar- ræðu sinni á aðalfundi sambandsins fyrir skömmu. Þar sagði Kristján m.a. óþolandi að útgerðin standi undir dreifingu á olíu um allt land eins og nú sé. „Þótt við séum ekki haldnir öf- „Auðvitað er eins miklu hag- und yfir góðu gengi annarra, er ræði beitt eins og hægt er,“ sagði næsta furðulegt meðan ríkisvaldið er að fást við verðákvarðanir á olíu, að sjá okkar aðalviðskipta- vini, olíufélögin, búa við blóm í haga. Þar virðist takmarkaðs að- halds gætt og litlu hagræði beitt, eins og að koma olíu til skipa í leiðslu, í stað þess að aka henni nær allri á bifreiðum, svo ekki sé minnst á kaup eins olíufélags á útgerðarfyrirtækjum," sagði Kristján orðrétt í ræðu sinni. Þórður Ásgeirsson. „Dreifingar- kostnaður er hinn sami og álagn- ingin og þeim kostnaði reynum við auðvitað að halda niðri eins og hægt er, ekki síður til að lækka verðið en til að tryggja okkar hag. Það eru leiðslur víða um land í höfnum. Þær eru notaðar þar sem skip fást til að fara undir þær — en það hefur einmitt verið vanda- málið í Reykjavík að útgerðarm- enn fást ekki til að setja skip sín undir leiðslurnar, sem hér eru, vegna þess að til þess þurfa þeir að ræsa út aukalega mannskap. Og vitaskuld er ekki hægt að leggja leiðslur um allar bryggjur, það segir sig sjálft. Þar fyrir utan er oft ódýrara að nota bíla, þannig er t.d. hægt að komast af með einn starfsmann í stað tveggja við leiðslurnar." Þórður sagði að sums staðar væri hagkvæmt að nota leiðslur úr tönkum en misjafnlega langt væri úr geymum að bryggju. „Á sumum stöðum er hreinlega bannað að nota leiðslur, m.a. vegna hættu á olíumengun," sagði Þórður. „Kristján slær þessu fram án þess að hafa skoðað málið ofan í kjöl- inn og því er ég hissa á. Hann kvartar líka yfir því, að ekki sé alls staðar sama verð á olíu til „stórra" viðskiptavina og smárra. Staðreyndin er bara sú, að hér er verðjöfnun á olíu, stefnan er að hafa sama verð um allt land. Ég er ekki viss um að útgerðarmenn væru ánægðir ef litlu útgerðarfé- lögin ættu að borga meira en þau stærri — nema þeir vilji hafa verðjöfnun fyrir fiskiskip og eitthvað annað fyrir aðra olíunot- endur,“ sagði Þórður Ásgeirsson. Dalborg EA seldi í Hull NÚ HEFUR dregið talsvert úr söluferðum íslenzkra fiskiskipa til Englands og Þýzkalands. Er það í kjölfar versnandi gæfta og minnkandi afla, en gott verð hef- ur fengizt fyrir aflann erlendis. Eitt skip seldi afla sinn í Englandi á mánudag og fyrir- hugað er að tvö skip selji í Englandi og Þýzkalandi næst- komandi föstudag. Það var Dalborg EA sem í gær seldi 101,3 lestir í Hull. Heildarverð var 2.913.100 krónur, meðal- verð 28,76.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.