Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Miklagarðs á skrifstofu sinni. Út um
gluggann í bakgrunni má sjá yfir verslunina. Myndirnar tók Kristján Örn
Elíasson.
Gunnar Kjartansson og Sigurður Björnsson verslunarstjórar ásamt deildar- og innkaupastjórum.
Mikligarður opnar í dag:
100 manns afgreiða meira en 30.000 vöruteg-
undir í 4.700 fermetra stóru verslunarhúsnæði
MIKLIGARÐUR — hin nýja stórverslun KRON, Sambandsins og Kaupfé-
laganna í Hafnarfirði, á Suðurnesjum og í Kjalarnesþingi — verður opnuð í
dag, fimmtudag, kl. 10. Mikligaröur er til húsa í Holtagörðum, húsi Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga við Sundin í Reykjavik. Blaðamaður og
Ijósmyndari heimsótti Miklagarð nú um helgina, og hittu þar meðal annarra
að máli framkvæmdastjórann, Jón Sigurðsson, og hann var beðinn að segja
frá umfangi verslunarinnar og helstu nýjungar þar.
Stærsta verslun landsins
„Mikligarður verður stærsta
verslun landsins," sagði Jón, „og
er staðsettur við Sundin, á mótum
Kleppsvegar, Holtavegar og Ell-
iðavogs. Verslunarhúsnæði Mikla-
garðs er 7680 fermetrar, en það
eru um 2,30% af öllu verslunar-
húsnæði í Reykjavík. Sölugólf inni
er 4.700 fermetrar, eða rétt um
hálfur hektari, rösklega ein dag-
slátta. Og svo ég haldi áfram að
þylja tölur, þá erum við hér með
t.d. frystikistur, sem geta rúmað
alls um sex tonn af frystum mat.
Afgreiðslukassar eru fjórtán tals-
ins, starfsmenn verða um eitt
hundrað, bílastæði eru um fimm
hundruð.
Lægsta mögulega vöruverð er
takmark þessarar verslunar, og
stærð Miklagarðs, vöruúrval og öll
nýjasta tækni í verslunarrekstri
er við það miðuð, að lækka vöru-
verð enn frá því sem best hefur
verið gert í þeim efnum, án þess
þó að slaka á kröfum um góðar
vörutegundir. Samnorræn inn-
Kaup eru ein leið að þessu marki,
og Mikligarður hefur tekið upp
samstarf við stórverslanir á Norð-
urlöndunum um innkaup með
meiri magnafslætti en íslenskar
verslanir geta vænst að ná einar
sér. Við nýtum okkur tölvutækni
og nútíma tækjakost til að lækka
rekstrarkostnaðinn, einkum við
birgðahald, orkunotkun og vegna
rýrnunar. Þá endurvekjum við
einnig gömul vinnubrögð, því í
matvörudeild leiðbeina verð-
merkingar á hillubrún um lægsta
einingarverð í hverjum vöruflokki.
Kostar tugi milljóna króna
— Einhverjum kynni að detta í
hug, hvað það kosti að koma versl-
un sem þessari á fót, hvernig slíkt
sé fjármagnað og fleira í þeim dúr.
„Já, ég hef ekki nákvæmar upp-
lýsingar um kostnað við uppsetn-
ingu verslunarinnar, en hann er
mikill, nemur milljónatugum
króna. Þetta fé er framlag eigenda
verslunarinnar og lánsfé, en eig-
endurnir eru KRON, sem á rúman
helming, Sambandið á tæpan
þriðjung, og kaupfélögin í Hafnar-
firði, Kjalarnesþingi og á Suður-
nesjum eiga svo jafn stóra hluti.
Séð yfir hluta verslunarinnar Miklagarðs, sem er um
hálfur hektari að flaUrmáli.
Mikligarður hefur bóksöluleyfi, og hér er verið að raða
bókum í hillur fyrir opnun verslunarinnar.
Húsnæðið er hins vegar leigu-
húsnæði, sem Sambandið á.“
— Og er versluninni gert að
skila hagnaði þegar í stað, eða
geta eigendur hennar hugsað sér
að jafnvel megi reka hana með
tapi fyrst í stað á meðan er verið
að hasla henni völl á markaðnum?
„Það er að sjálfsögðu stefnt að
því að verslunin beri sig, það er
ekki hægt að reka fyrirtæki án
þess. Engar ráðagerðir eru þess
vegna uppi um að þola taprekstur,
en hitt er annað mál að vafalaust
tekur það verslunina nokkurn
tíma að ná upp þeim viðskiptum
sem þarf, þannig að ekki er við því
að búast að lokatakmarki um
reksturinn verði náð þegar í byrj-
un.
Flytja mest inn sjálfir
— Hvaðan kaupið þið innflutt-
ar vörur, í gegnum heildsala, Sam-
bandið eða flytjið þið sjálfir inn
ykkar vörur?
„Við skiptum að sjálfsögðu mik-
ið við fjölda heildverslana, og á
boðstólum hjá okkur verða eðli-
iega allar sömu vörur og er að
finna i öðrum verslunum hér á
landi. Við flytjum talsvert inn í
gegnum Sambandið einnig, en
mest flytjum við þó inn sjálfir. —
Þar koma til hin stóru og hag-
kvæmu samnorrænu innkaup, sem
ég nefndi fyrr, og gera okkur kleift
að flytja vörur inn mun hag-
kvæmar en ef eingöngu væri keypt
inn fyrir íslenskan markað eða
jafnvel aðeins eina verslun á ís-
landi.
Vöruúrval verður því meira hér
en annars staðar þekkist, í tuttugu
deildum fyrirtækisins verður
vöruúrval, sem enga hliðstæðu á
hérlendis.
{ matvörunni einni eru yfir 7000
vörutegundir og -merki á boðstól-
um. Á 10 metra löngu kjötborði
eru framreiddar allar tegundir
ófrosins kjöts og leiðbeina kjöt-
meistarar og matsveinar um með-
Starfsfólk í óða önn að raða vörum í hillur.
Sérstök snyrtivörudeild verður í miðri verslun Miklagarðs.
Vörumóttaka Miklagarðs er stór eins og annað í versluninni og
geta vörufiutningabifreiðir ekið inn í húsið við affermingu.