Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 41

Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 41 Meðal vina í Drammen í Noregi Frá gróðursetningu „íslands-trésins“. Talið frá vinstri: Guðmundur Bern- harðsson, Sigríður Wilhelmsen, frú Björnli, Atle Björnli og Ingibergur Bald- vinsson. — eftir Guðmund Bernharðsson Um miðjan júní síðastliðið sumar var ég gestur í Drammen í Noregi, hjá Sigríði dóttur minni og Erik Wilhelmsen manni henn- ar, ásamt nokkru frændfólki mínu. Skemmtum við okkur ágæt- lega og fórum víða um fagra staði í Drammen og Oslóborg. Eg dvaldi 10 daga í Drammen, en frændfólk mitt fór til Svíþjóðar. í Drammen er starfandi „ís- lenskt og norskt félag“, sem hefur á stefnuskrá sinni ýmis skemmti- og kynningarstörf fyrir frændþjóð- irnar. Atle Björnli lögfræðingur í Drammen og vararæðismaður ís- lands og frú hans hafa verið mikl- ir þátttakendur og unnendur fé- lagsins, Atle Björnli sem lögfræði- legur ráðunautur félagsmanna og félagsins. Sunnudaginn 20. júní buðu Björnli-hjónin félagsmönn- um í íslensk-norska-félaginu til skemmtisamkomu í sumarbústað sínum í Hovengen. Þessu var vel tekið. Mér var líka boðið, hafði kynnst Atle Björnli fyrir tveimur árum í 50 ára afmæli Sigríðar dóttur minnar. Hópferð félagsmanna var hafin frá ákveðnum stað í Drammen. Leiðin til sumarbústaðar Björnli- hjónanna er 40 km. Ingibergur Baldvinsson, form. félagsins, hafði minnst á það við stjórn félagsins, að félagsmenn gerðu eitthvað til minja um þessa ferð. Skjótlega var ákveðið að fá stóra og fallega furutrésplöntu og gróðursetja hana í heimalundi þeirra hjón- anna í Hovengen. Tréð skyldi heita íslandstré. Þegar á leiðinni nefndi formaður félagsins við mig, hvort ég vildi nú ekki sem íslensk- ur gestur þeirra félaga ávarpa Björnli-hjónin, afhenda þeim tréð og gróðursetja það með þeim. Ég féllst á það, þó með nokkrum sem- ingi. Allir, sem gist hafa Noreg, vita, að alls staðar nemur skógargróð- urinn land, hvern blett landsins, nema þar sem tún, akrar, vegir og götur sveita og bæja eru. Jafnvel klettar og berghnollar fóstra tré og runna, ef einhverjar glufur eða sprungur eru í yfirborði þeirra. Á hæstu fjallabrúnum gnæfa há tré, og eru eins og „risar á verði" við himininn að sjá. Við einn hliðarveg frá aðalveg- inum stóð lítil íslensk fánastöng, merki þess að þar væri vegur heim til Hovengen, sumarbústaðar Björnli-hjónanna. Búgarðinn leigja þau hjónin öðrum bændum til afnota, en íbúðarhúsið er sumarbústaður þeirra ásamt úti- húsum. Atle Björnli heilsaði með skemmtilegri ávarpsræðu til okkar ferðafólksins. Mér er sagt að þau Björnli-hjónin séu miklir íslandsvinir og á margan hátt hjálpleg íslendingum um mörg lögfræðileg efni. Þau hjónin hafa líka heimsótt ísland og eiga þar vini. Allt umhverfi bústaðar þeirra Björnli-hjónanna var fallegt og snyrtilegt. Húsagarðurinn var al- settur borðum og stólum til afnota fyrir okkur gestina við matar- neyslu og hvíldar eftir þörfum. Erik Wilhelmsen, tengdasonur minn, kom með tré úr skógi Ole Westby’s vinar síns og þá var gengið til þess staðar er það skyldi standa og gróðursetjast. Þá ávarpaði Ingibergur Bald- vinsson Björnli-hjónin og sagði frá áformi félagsmanna, að þeir vildu minnast þessarar samkomu- stundar, með því að gefa og gróð- ursetja þessa furutrésplöntu og óskaði henni lífs og þroska — og vísaði síðan að vænta mætti ávarps frá mér — í þessu sam- bandi. Jú, með nokkrum orðum ávarpaði ég Björnli-hjónin, fyrst með þökkum fyrir áhuga og vel- vilja þeirra til íslendinga hér í Drammen. Einnig í garð íslands og íslensku þjóðarinnar. Tréð skyldi heita „Islandstré" — Óskin okkar allra væri sú, að tréð yxi vel og þroskaðist svo skjól yrði undir greinum þess og gæti minnst á vaxandi vináttu og skilning á sam- eiginlegum málum þjóðanna í framtíðinni. Af sérstökum ástæð- um hefði ég gleði af að handleika hér í dag norska mold við gróður- setningu trésins, þar eð ég fyrir réttum 60 árum hafi sáð túnfræi í norska mold, eftir að hafa plægt hana og grjóttínt. — Ég ann Nor- egslandi og norsku fólki. „Atle Björnli, heill sé ykkur hjónum fyrir starfið við félagið hér, ís- lensku þjóðina og landið okkar.“ Margt fór þarna fram frumlegt og skemmtilegt og áttu þau hjónin flest af þeim tilbrigðum leikanna. Fyrst var mikið sungið, spilað á harmoniku, dálítið dansað og mik- il samtöl, sem vöktu hlátur og gleði. Hestamenn komu með ís- lenska hesta og sýndu reið- mennsku og akfærni sína — leyfðu gestunum að fara á bak þe'im, kjassa þá og klappa. Atle Björnli skipulagði keppni í poka- hlaupi og teknar voru margar myndir, er menn misstu fóta í pokunum og kútvelltust um völl- inn. Einnig bauð hann að ganga á stilkum, þá yrðu menn „hærri í loftinu". — Þetta sanna mörgu myndirnar sem teknar voru. Þá fór að halla góðum degi, með sól og miklum hita, um 28 stig. Allir voru glaðir yfir að hafa hist og notið góðs fundar, en einna mest ég að lifa mig inn í norskt- íslenskt samstarf og félagslíf og nýtt land. Innilega var kvaðst og liðið af stað heim með þökk í huga, lófaklappi og góðum framtíðar- óskum. Þau Björnli-hjónin stóðu við Is- landstréð og veifuðu okkur með litlum Islandsfána. Við gerðum slíkt hið sama. Sunnudagurinn 20. júní var lið- inn. Að lokum, áður en ég fór heim frá Noregi, heyrði ég að Atle Björnli, vararæðimaður Islands í Drammen, yrði sextugur í sept. Hvort heillaskeyti hafi borist hon- um frá íslendingi eða íslensku þjóðinni veit ég ekki. Það heyrði ég líka að Atle Björnli hafi lagt Frydenlund, fyrrum utanríkisráð- herra Norðmanna, lið í sambandi við aðstoð hans í samningum Is- lendinga og Breta í þorskastríði þjóðanna. Hvort nokkur Islend- ingur veit það eða man veit ég ekki. Þó trúlega Einar Ágústsson, sendiherra, og þá utanríkisráð- herra Islands og einn ötulasti samningamaður Islendinga í samninganefndinni við Breta. Cudmundur Bernharðsson er fyrr- um bóndi að Astúni i Ingjalds- sandi. Stórfulgurnar til bændanna — eftir Jens í Kaldalóni Magnús Kristinsson útgerðar- maður, Vestmannaeyjum, sendir okkur bændum sinn fagurhljóma svanasöng í Morgunblaðinu 8. júlí með eftirf. hlýju: „Við erum varla búnir að fá þetta framan í okkur þegar maður heyrir að nú sé Bjarg- ráðasjóður búinn að fá 15 millj- ónir til að bjarga nokkrum bændum fyrir norðan, og þeir sem eru varla vaknaðir eftir vonda veðrið, mennirnir. Það hefur ekkert heyrst frá þessum mönnum en skyndilega eru þessi samtök þeirra búin að berja þessa fúlgu útúr ríkinu til að bjarga þeim.“ Já — þessi sterku samtök bænd- anna búin að berja þessa stóru fjárfúlgu út úr ríkinu til að bjarga þeim sem þó ekki einu sinni eru vaknaðir eftir vonda veðrið — en sem þó vonandi að rumska fari, þá er gullið glóir á rúmstokknum. Ékki held ég að nokkur maður þurft hefði í vandræðum að vera með að koma skoðunum sínum á framfæri án þess að ausa slíkum óþverra í andlit meðbræðra sinna, sem þó í ekki betri raunum standa en útgerðarmaðurinn þessi ágæti — og í þær raunir mátt rata nú á síðastliðnum vetri að lifa einn þann alharðasta vetur og lengsta, sem yfir stóran hluta bænda að dunið hefur á þessari öld. Slíkur maður sem þú Magnús mættir kynna þér svolítið betur erfiðleika og aðstæður þeirra bænda sem harðast hafa úti orðið í árferði undangenginna ára — áður en slíkum óþverra þú hendir í andlit þeirra, algerlega að óverðskuld- uðu, og sjálfsagt ætlar — eftir svefninn þeirra langa, að vekja þá til meðvitundar um þau heillakjör sem við þeir búa — og þá ekki síður til vitundar um þær stóru fjárfúlgur sem barið er út fyrir þá úr ríkiskassanum. Ekki þar fyrir að bændum bregði við kaldar kveðjur úr ýmsum áttum, svo sællega sem að þeim er smurt, en að slíkur óþverri komi frá, að maður taldi heiðarlegan útgerð- armann, sem ekki í ósvipuðum sporum stendur við að afla sér og sínum lifibrauðs úr hafdjúpunum — en bændur af jarðarmold — er svo beiskur biti að kyngja, að sárna mun flestum, sem heila dómgreind bera til raunhyggju þeirra eðlisþátta, sem oft hátt rísa í andbyri þeirra höfuðatvinnu- og undirstöðuþátta þessa lands: sjáv- arútvegs og landbúnaðar. Það getur ekkert leyndarmál verið, að þegar svo gífurleg áföll yfir dynja á augnabliki, að allt að 50 úthafsskip þessarar þjóðar eru allt í einu svift þeim lífsbjargar- máta, sem þau svo listilega af stórhug og manndáð til voru snið- in — þá enga loðnubröndu fiska máttu — að það segði til sín í stórkostlegustu vandræðum sem yfir hafa dunið í áraraðir — ekki bara útgerðaraðilum þeim einum til handa heldur öllu landsfólkinu til handa á ótal sviðum. Slík áföll verða aldrei bætt með lánum ein- um saman á lán ofan og að farga þessum skipaflota á nokkurn hátt er nákvæmlega jafn háskalegt einsog hjá bændunum að þurfa að drepa niður bústofn sinn vegna grasbrests og harðinda. En hvað skyldi þá einnig um bændur og gengismunarsjóðinn — þá hirtar eru af bændum 40 millj- ónir af fóðurbætisskatti til einnar stærstu ríkisverksmiðju landsins, áburðarverksmiðjunnar, uppí óreiðuskuldir undangenginna ára — og svo hefur þú Magnús efni á því, að núa bændum því um nasir, að 15 milljónir séu barðar útúr ríkinu til að gefa sofandi bænda- ræflum slíkar fúlgur. Eða veistu það góði maður, að af hverri ein- ustu krónu sem við borgum fyrir mélið, rennur þriðji parturinn í fóðurbætisskattinn, eða einn poki af hverjum þremur. En þar svo ofaní kaupið, að verða í vor að borga megnið af áburðinum útí Jens í Kaldalóni hönd uppí 150—200 þúsund á bæ, en svo fyrir alla þá peninga, síðla í júlí rétt komin kúabeit á túnin — en óvíða slægjublettur um allt vestan- og norðanvert landið. Stórar spildur steindauðar ofaní rót svo ekki einu sinni að arfi spretti þar og kýr leystar af bás- um um miðjan júlí, og svo getur þú sent rýtinginn í bakið á þeim bændum, sem harðast hafa úti orðið að ekki sé vaknaðir af vær- um blundi til að hirða fjársjóðinn sem án nokkurrar verðskuldunar er að þeim réttur. En allur þessi mikli sjóður sem svo sex þér í aug- um af þeim tekinn aftur nú í haust í lækkuðu kjötverði til endur- greiðslu á öllum fjársjóðnum, sem þó rétt dugði fyrir aðeins einu litlu tonni af méli á bæ í öllum harðindunum, og mætti í allri greiðvikninni helst líkja við lág- launabæturnar fyrir jólin í fyrra, í öðru en því, að þær voru þó ekki teknar til baka aftur. En sama einskisverða andsk. vitleysan sem engum kom til nokkurrar bjargar, eða hvað heldur þú góði maður, að eitt tonn af méli hafi dregið okkur langt, að fá það lánað fram á haustið? Svo getur þú og þínir lík- ar gasprað um að sofandi bændur fái á rúmstokkinn að sér réttar stórar fjárfúlgur, sem ekki hafið svo minnstu hugmynd um hvað þið eruð að fara með. Hvorki ég né að ég held aðrir bændur öfunda ykkur útgerðar- menn af neinni auðsæld. Furðar mig frekar um þann dug sem með ykkur býr — að hafa ekki löngu gefist upp á því neyðarbrölti og andstreymi oft á tíðum sem á ykk- ur herjar, og ég held einnig að enginn sé öfundsverður af allri þeirri miðstýringu, sem þið sæta megið ekki síður en bændur, og þegar svo er komið, að fiski- mannaþjóð eins og okkar, að ekki megi lengur smíða fiskibát til viðhalds eða endurnýjunar fiski- flotanum, en láta það gamla duga og dampast í það endalausa, þá er illa komið, og manni heyrist að frekar megi hrækja á hverja þá fleytu sem í höfn að flýtur í fyrsta sinn, en að bjóða hana í guðs nafni velkomna með fararheill i vega- nesti um rysjótt höf. En meðan svona er í pottinn bú- ið, og þeir allir talnafræðingar fiskistofna okkar þykjast svo rétt vita um hjarðir þær í hafdjúpun- um að upp á pund megi telja hverju farga megi í hverri slátur- tíð, er meiri furða hvað hin alda- gamla þrautseigja érfst hefur með þegnum þessa lands í margslung- inni viðleitni til lífsins dáða — að ennþá seiglast sjómenn og bændur í erfiðum vindum og illu árferði við þá höfuðundirstöðu, sem allt okkar líf og tilvera byggist á: sjáv- arútveg og landbúnað, eða hver væri tilvera okkar á landi hér án þeirra þátta, og hæfir það góðum drengjum í basli með útgerð sína, að henda óverðskulduðum hnútum til hinna, sem í svipuðu basli standa, þótt á landi séu? Jens í Kaldalóni KONUR—Munið verðlaunasamkeppni Útsýnar og SÁÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.