Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
47
Lawrenson frábær
— er írar rótburstuðu Möltubúa
Fré Bob Hennesty, fréttamanni Morgun blaðsins í Englandi.
ÍRAR burstuðu Möltu 8:0 í Dublin
í gærkvöldi í 7. riðli Evrópu-
keppninnar, en ísland var einmitt
í þeim riðli. Yfirburöir íra voru
ótrúlegir frá fyrstu mínútu til
hinnar síðustu á öllum sviðum.
Staðan í hálfleik var 3:0, en írar
hefðu þá þegar átt að geta verið
búnir að skora sjö til átta mörk.
Markvöröur Möltubúa kom einn í
veg fyrir það.
Enginn lék betur en Mark Lawr-
enson, miðvöröurinn frábæri frá
Liverpool. Hann var kjörinn maður
leiksins. Hann tók virkan þátt í
sókninni og skoraði tvö mörk.
Hann gerði fyrsta markiö á 25.
mín. meö stórglæsilegu skoti frá
vítateigslínu. Frank Stapleton, sem
var fyrirliði ira, skoraði annað
markiö á 29. mín. úr vítaspyrnu,
sem hann fékk sjálfur og Kevin
O’Callaghan gerði mark númer
þrjú á 35. mín. Liam Brady sendi
glæsilega sendingu á Kevin sem
stakk vörnina af sér og skoraði
með föstu skoti.
i seinni hálfleiknum skoruöu irar
svo fimm sinnum. Lawrenson gerði
fjórða markið, Kevin Sheedy þaö
fimmta, Liam Brady geröi tvö
næstu, og Gerry Daly skoraði síð-
asta markið. Þess má geta að
Jacko McDonagh, ungur leikmaö-
ur frá Shamrock Rovers, kom inn á
í hálfleik fyrir Kevin Moran, og á
84. mín. fór hinn frábæri Lawren-
son út af fyrir Gary Waddock.
Gullit tryggði
Hollandi sigur
HOLLENDINGAR sigruðu Spán-
verja 2:1 í 7. riðli Evrópukeppn-
innar í gærkvöldi í Rotterdam, og
þar með jukust líkurnar á því að
þeir komist áfram í úrslitakeppn-
ina. Bæöi lið eiga eftir einn leik —
við Möltubúa á heimavelii — en
þau eru nú jöfn að stigum. Hol-
lendingar eru nú þegar meö betra
markahlutfall.
60.000 áhorfendur tróðu sér inn
á völlinn í gærkvöldi og hvöttu flest
Tyrhir unnu
Austurríkismenn
TYRKIR sigruðu Austurríkismenn
í 6. riöli Evrópukeppninnar í
knattspyrnu í gær, í Tyrklandi,
3:1. Staöan í hálfleik var 0:0.
Ilyas skoraöi fyrsta mark leiks-
ins fyrir heimaliöiö á 62. mín. og
níu mín. síöar skoraði Selcuk ann-
aö mark liösins. Koncilia í markinu
réð ekkert við fast skot hans.
Baumeister skoraöi eina mark
Austurrikismanna á 71. mín. eftir
slæm mistök í vörn Tyrkja. Selcuk,
besti maöur Tyrkja, skoraði síð-
asta markið úr víti á 76. mín.
allir heimamenn óspart. Þeir
brugðust við meö því aö leika
snilldarknattspyrnu og var leikur-
inn stórskemmtilegur. Peter
Houtman skoraöi fyrsta mark
leiksins á 26. mín. eftir sendingu
Fonald Koeman. Arconada í mark-
inu átti ekki möguleika á aö verja.
Carlos Alonso jafnaði meö
skalla eftir hornspyrnu Juan Senor
á 41. mín., en í síöari hálfleik skor-
aði Ruud Gullitt sigurmarkið. Hol-
lendingar sóttu mjög stíft allan síö-
ari hálfleikinn og skoraöi Gullitt á
63. mín. Fastur jarðarbolti hans af
20 metra færi söng í netinu. Gerald
Vanenburg átti allan heiðurinn af
markinu.
-
• Preben Elkjær skorar hér fyrra mark Dana í Aþenu í gærkvöldi. Þá voru sextán mín. liðnar af leiknum.
Hann skoraöi markið eftir glæsilega sendingu Alan Simonsen. Gríski markvörðurinn Sarganis kom engum
vörnum við. Morgunblaðiö/ Símamynd AP
„Stærsta stund lífs míns
iá
— sagði Alan Simonsen eftir sigur Dana í Aþenu
Enn tapa
ítalir
Heimsmeistarar Ítalíu töp-
uðu enn einum leiknum í gær-
kvöldi, nú fyrir Tékkum í
Evrópukeppninni. ítalir hafa
ekki unnið leik í Evrópu-
keppninni til þessa og nú er
þátttöku þeirra í henni lokið
að sinni. Tékkar, sem léku vel,
sigruöu, 2:0.
Tékkar voru mun betri og sigur
þeirra því sanngjarn. Það var
leikmaður aö nafni Petr Rada
sem skoraði bæöi mörk Tékka.
Heimaliöiö lék létta og
skemmtilega knattspyrnu — og
komu þeir ítölum á óvart með
góðum leik. Enzo Bearzot,
þjálfari ítala, sagði fyrir leikinn
aö hann yröi greinilega aö fara
að „búa til nýtt liö fyrir heims-
meistarakeppnina í Mexíkó
1986“. Þaö hefði 0:3 tapiö fyrir
Svíum á dögunum sýnt. Ekki
tók betra viö í gær; tap gegn
Tékkum.
Lið itala var þannig skipaö: Giuseppe
Bergomi, Antonio Cabrini, Salvatore
Bagni (Giancarlo Antognoni á 75. mín.),
Pietro Wierchowod, Ubaldo Righetti,
Carlo Ancelotti, Giuseppe Dossena,
Marco Tardelli, Paolo Rossi, Bruno Giord-
„ÞETTA er stærsta stundin í
mínu lífi,“ sagði Alan Simonsen
eftir að Danir höfðu sigrað Grikki
í Aþenu í gær 2:0 og þar meö
tryggt sér sæti í úrslitakeppni
Evrópukeppninnar í Frakklandi
næsta sumar. Englendingar kom-
ust því ekki áfram, þrátt fyrir 4:0
sigur á Luxemborg. „Ég hef oröið
mikillar ánægju aðnjótandi á
mínum knattspyrnuferli. Verið
kjörinn Knattspyrnumaöur Evr-
ópu svo eitthvað sé nefnt, en
þetta er þaö allra besta,“ sagði
Simonsen.
Þetta er frábært afrek hjá Dön-
um — og hafa þeir nú skipað sér
varanlega á bekk meö bestu
knattspyrnuþjóðum Evrópu.
Preben Elkjær skoraði fyrra
mark Dana á 16. mín. Alan Sim-
onsen, sem átti frábæran leik i
Aþenu, sendi glæsilegan bolta frá
miðju fram á Elkjær sem komst
einn í gegn eftir að hafa plataö
varnarmanninn Nikos Caroulias og
skoraði af öryggi (sjá símamynd aö
ofan). Grikkir reyndu aö sækja eft-
ir markið, en engu aö siöur voru
þaö Danir sem réöu ferðinni allan
tímann. Þeir höföu mikla yfirburði
og Grikkir voru mjög slakir. Náöu
mjög sjaldan aö ógna danska
markinu.
Simonsen fékk dauðafæri í fyrri
hálfleiknum en markvöröur Grikkja
bjargaöi snilldarlega eftir aö „sá
litli“ hafði komist í gegnum vörn-
ina. En Simonsen var aftur á ferð-
inni strax á annarri mín. síðari hálf-
leiks. Hann fékk þá sendingu frá
Prebjen Elkjær og skoraði þá síð-
ara mark Dana af stuttu færi.
Grísku áhorfendurnir voru ekki
ánægöir með sína menn og baul-
uöu óspart á þá. Greinilegt aö þeir
bjuggust við betri leik sinna
manna, en þeir geröu reyndar ekki
mikiö til aö hvetja þá. Áhorfendur
voru um 40.000 — þar af um 1.000
Danir.
Það kom mjög á óvart hve
Grikkir voru lélegir. Leikur þeirra
var mjög illa skipulagður. Danir
léku aftur á móti viö hvern sinn
fingur — og stjórnuðu leiknum.
Sören Lerby átti frábæran leik á
miöjunni. Þessi snjalli leikmaður
frá Bayern Múnchen stjórnaöi leik
Dana af snilld.
Sepp Piontek, sem Danir hafa
ráðið sem landsliösþjálfara áfram,
þar til 1988, var að vonum mjög
ánægöur eftir leikinn. „Við unnum
þetta sanngjart og örugglega. Ég
bjóst viö Grikkjunum mun ákveön-
ari,” sagöi hann.
Liö Dana var þannig skipað í
leiknum: Ole Kjær, Sören Busk,
Ivan Nielsen, Morten Olsen, Jens
Bertelsen, Alan Simonsen (Frank
Arnesen á 88. mín.), Jesper Olsen,
Klaus Berggren, Preben Elkjær,
Sören Lerby, Ivan Rasmussen
(John Lauridsen á 50. mín.).
• Glenn Hoddle étti góóan leik meó Englendingum í gær. Hér sést
hann kljóst viö Alan Hansen og Mark Lawrenson í leik Tottenham og
Liverpool é laugardag. Kenny Dalglish fylgist meó. Aliir voru þessir
leikmenn í sviösljósinu í gær nema Hansen.
Létt hjá enskum
— en það skipti engu máli
Frá Bob Hvnnatty, frétlsmanni Morgunblaötinl í Englandi.
ENGLENDINGAR unnu mjög létt-
an sigur é Luxemborgarmönnum
í Luxemborg í gærkvöldi í Evr-
ópukeppninni. Sá sigur skipti
reyndar engu méli, og það vissu
Englendingarnir éöur en leikur-
inn hófst. Danir höföu þé þegar
sigrað Grikki í Aþenu og voru því
komnir éfram úr riölinum, en aö-
eins eitt lið kemst í úrslitakeppn-
ina í Frakklandi næsta sumar.
Englendingar réöu lögum og lof-
um á vellinum. Bryan Robson
skoraði tvívegis í leiknum, Paul
Mariner skoraöi eitt og Terry
Butcher eitt. Tony Woodcock varð
að fara út af á 25. mín. vegna
meiðsla og kom John Barnes inn á
í hans stað. Bryan Robson var
besti maöur Englands — lék mjög
vel, og einnig var Glenn Hoddle
góöur. Englendingar áttu auðvitað
allan leikinn eins og viö var aö bú-
ast, en þó léku þeir ekki af þeim
krafti sem þeir eiga aö geta. Skýr-
ingin er eflaust sú að leikurinn
skipti þá i rauninni ekki máli.
Ray Clemence stóö í enska
markinu og hafði nánast ekkert að
gera. Hreyföi sig um í teignum til
aö halda á sér hita.