Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 48
Bítlaæðið
w
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Ragnar Ben. ÍS 210 fórst við Hellissand f gærkvöldi:
Fjögurra manna áhöfii
var bjargað af skeri
FJÓRIR skipverjar af Ragn-
ari Ben. ÍS 210 björguöust af
skeri við Brimnes, rétt utan
við Hellissand á Snæfells-
nesi, laust eftir klukkan 18 í
gærkvöld. Báturinn steytti á
skeri 20—30 metra frá landi,
lagðist á hliðina á svipstundu
og brotnaði í spón í briminu
við skerið. Veður var ágætt
þegar þetta gerðist en tals-
vert brim og slæmt skyggni.
Þrír skipverjanna komust
nær strax upp á skerið en nokk-
ur tími leið áður en þeim
fjórða, Guðmundi Kristjóns-
syni, skipstjóra, var bjargað af
bátsflakinu, þar sem hann hékk
í brotnu mastrinu, og upp á
klettinn. Tveir sona hans voru
um borð, Guðmundur og Krist-
jón. Fjórði skipverjinn var
Ómar Þórhallsson. Björgunar-
báturinn kastaðist upp á skerið
en vegna brimsins var ekki við-
lit að freista þess að fara á hon-
um í land. Skipverjar biðu því
björgunar blautir og kaldir á
skerinu í um hálfa klukku-
stund. Er menn úr björgunar-
sveit SVFÍ frá Hellissandi bar
að skutu þeir línu til skipbrots-
mannanna, sem festu hana í
gúmmibjörgunarbátinn og voru
dregnir á honum í land í einni
ferð. Þá var báturinn sokkinn.
Ragnar Ben. ÍS 210 var að
koma úr dragnótaróðri er slysið
varð. Hann var 30 lesta eikar-
bátur, smíðaður 1973, og átti að
gera hann út frá ólafsvík til
áramóta. Eigandi og útgerðar-
maður Ragnars Ben., Ásgeir
Þórðarson, var jafnframt vél-
stjóri á bátnum. Hann var las-
inn í gærmorgun og réri því
ekki að þessu sinni.
Sjá bls. 2: Erfitt að horfa á
pabba hanga svona í mastrinu.
Morgunblaðið/ RAX.
Guðmundur Kristjón, fimm ára, heldur um háls föður síns, Kristjóns Guömundssonar, sem
bjargaðist ásamt bróður sínum, föður þeirra og fjórða manni í gærkvöldi.
Rannsókn
þyrluslyssins:
Aðskota-
hlutur í
forþjöppu
LJÓST er að lokinni fyrstu skoð-
un á þyrlu Landhelgisgæslunnar
TF-RAN, sem hrapaði í Jökul-
fjörðum aðfaranótt miðvikudags-
ins í síðustu viku, „að einhver
aðskotahlutur hefur lent í for-
þjöppu hægra hreyfils og laskað
hana“, eins og segir í frétta-
tilkynningu frá Flugmálastjórn
og Flugslysanefnd.
Aðspurður um, hvers kyns
aðskotahlutur þessi væri, sagði
Karl Eiríksson, formaður
Flugslysanefndar, sem eftirlit
hefur með rannsókn slyssins,
að þeir vildu ekki leiða getum
að því að svo komnu máli.
Bjóst hann við að rannsóknin
ætti eftir að taka langan tíma
og nánari frétta varla að
vænta fyrr en seinnipartinn í
næstu viku.
Varðskipið Óðinn kom til
Reykjavíkur í gærmorgun með
TF-RÁN og lík mannanna
tveggja sem fundust um borð í
henni.
Sjá frásögn af björgun þyrl-
unnar og myndir á miðsíðu.
Athugun á rekstrarkostnaði vinnslustöðva:
Fjársvikamálið:
Er 245 milljóna hagnað-
ur á rekstri sláturhúsa?
HEILDARHAGNAÐUR af rekstri
sláturhúsa í landinu getur numið
um 245 milljónum króna skv. at-
hugun, sem Þorvaldur Búason, eðl-
isfræðingur, hefur gert á rekstr-
arkostnaði þessara vinnslustöðva
landbúnaðarins. Hluti þessa hagn-
aðar er vegna of hárrar áæltunar á
sláturkostnaði, en einnig verður til
hagnaður vegna afurðalánakjara
og svonefndrar niðurgreiðlsu á
vaxtakostnaði. Er hluti úr greinar-
gerð Þorvalds Búasonar um þetta
efni birtur í Morgunblaðinu í dag,
en næstu daga verða birtir aðrir
þættir í greinargerðinni.
í greinargerðinni eru rök leidd
að þeirri niðurstöðu, að hagnað-
ur sláturhúsanna geti numið allt
að 169 milljónum króna og er þá
miðað við verðlag í marz 1983.
Lausafjárstaða húsanna geti
numið 661 milljón króna að jafn-
aði á landinu öllu og skynsamleg
ávöxtun þess veltifjár geti aukið
hagnaðinn um 76,5 milljónir
króna, þannig að heildarhagnað-
ur geti numið um 245 milljónum
króna. í þeim hluta greinargerð-
ar Þorvalds Búasonar, sem birt-
ur er í Morgunblaðinu í dag eru
færð rök að því að sláturkostn-
aður á Nýja-Sjálandi, sem er
mikið sauðfjárræktarland, sé að-
eins um þriðjungur sláturkostn-
aðar eins og hann er áætlaður
við verðlagningu búvara hér.
Ennfremur er heildarkostnaður
við vinnslu talinn vera um 32%
lægri en hann er áætlaður við
verðákvörðun sexmannanefndar.
Sjá nánar á bls. 12 og 13: Hvers
vegna er sláturkostnaður á ís-
landi talinn miklu hærri en á
Nýja-Sjálandi.
Gæzluvarð-
haldskrafa
Rannsóknarlögregla ríkisins gerði í
gær kröfu um að þriðji maðurinn f
stórfelldu fjársvikamáli, sem upp kom
fyrir helgi, verði úrskurðaður í gæzlu-
varðhald til 23. nóvember. Svo sem
fram kom í Mbl. í gær, þá hafa tveir
menn verið úrskurðaðir í gæzluvarð-
hald til sama tíma. Dómari tók sér
frest þar til í dag til að úrskurða.
Fjórði maðurinn var handtekinn f
fyrrinótt vegna rannsóknar málsins en
var sleppt í gærkvöldi.
Mennirnir eru grunaðir um að
ætla að svíkja stórfé, milljónir
króna, út úr bankakerfinu. Annars
vegar með því að svíkja út gjaldeyr-
isyfirfærslu og hins vegar leggja fé
inn á handhafa sparisjóðsbækur
með innistæðulausum ávísunum.