Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 1
Fjallganga 52 Nóvemberkaktus... 52 Hundahald 55 Or viðtalsbók ... 56 Rall 59 Bókmenntir/listir 60/61 Ritskoðun? 66 Fimmtudagur 17. nóvember Viðskipti 68/69 Myndasögur 70 Skák/bridge 70 Fólk í fréttum 71 Dans/bíó/ieikhús 72/75 Velvakandi 76/77 Járnsiðan/popp 78/79 Rætt við Jón Gunnarsson í Sædýrasafninu „Vonlaust að ætla tveim körlum einn kvenmann“ Húsnædi Ijónanna hefur nú stækkað um helming frá því sem ádur var. Ljónin eru blíðleg og gæf á svipinn, en varhugavert er að treysta útlitinu einu saman. því Ijón eru rándýr og geta verið grimm ef að þeim er veist. Á myndinni sést hversu leiður karl- inn er orðinn á „fyrirsætustarfinu'* Sæljónin eru hávaðasöm, en mjög skemmtileg dýr og að mati Jóns Gunnarssonar, skemmtilegustu dýr sem hægt er að hafa í dýragörðum. Þarna eru tveir karlar saman, sá þriðji er ekki „sambýlishæfur“, sakir skapstyggðar. Hann býr því í hvalalauginni í einbýli, þar til öðru verður komið við SÆDÝRASAFNIÐ var opnað aftur fyrir skömmu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á vistarverum dýranna og útivistarsvæði undanfarna mánuði. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins komu við í safninu er undirbúningsvinna fyrir opnunina stóð sem hæst, ræddu við Jón Gunnarsson, forstöðu- mann, og heilsuðu upp á dýrin. „Já, við erum búnir að standa í heilmikilli vinnu hérna upp á síðkastið," segir Jón. „Við erum búnir að byggja upp nýtt hús fyrir ljónin og apana, en þeir eru í sama húsi. Aparnir verða ekki í búri núna, heldur verða þeir uppi á nokkurskonar sviði, sem verður aöskilið frá fólkinu með fjögurra metra breiðu vatnskeri. í vatnskerinu verður síðan komið fyrir fiskum og á „apasviðið" verða sett tré, sem þeir geta klifrað í. Kr ekki hætta á að aparnir fái sér bara sundsprett og kornist yf- ir til fólksins? „Nei, nei, það held ég fjanda- kornið ekki. Þú sérð að þetta er fjögurra metra breitt svæði. Það getur verið að þeir dýfi fætinum aðeins ofan í vatnið fyrst, en það er engin hætta á að þeir syndi fjóra metra. Ég er miklu hræddari um að mann- fólkið leggi á sig sundsprett til að nálgast apana en að aparnir geri það til að nálgast mennina. Aparnir eru nefnilega alls ekki svo vitlausir, skal ég segja þér.“ Er þetta ekki óhentugur tími til að opna safnið, nú þegar kulda- boli geysist um landið? „Jú, auðvitað væri skemmti- legra að geta opnað á vori, en SJÁ NÆSTU SÍÐU Aparnir næra sig bak við rimla. Nú verða þeir ekki lengur í búri, hcldur á nokkurs konar sviði, þar sem þeir hafa tré til að klifra í og leika ýmsar „ap- akunstir" fyrir okkur „hina ap- ana", eins og frómur maður orðaði það. Selurinn hefur mannsaugu, segja sumir. Aðrir halda því fram að selir séu drukknaðir sjó- menn. Hvort sem það er rétt eður ei, verður ekki annað sagt um sel- inn en hann sé fallegur. Enda hafa ekki ómerkari konur en Brigitte Bartod barist fyrir friðun sela og kópa. Kengúrurnar eiga einnig sitt „einbýlishús". Upphaflega komu þrjár kengúrur til Hafnarfjarðar, en nú hafa þær fjölgað sér í sjö. Daginn, sem myndin var tekin, var hráslagalegt veður og voru kengúrurnar tregar til að fara út í snjóinn og vildu helst halda sig innandyra, enda ekki amalegt að hafa einbýlish- ús útaf fyrir sig ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.