Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Um héraðsmál og umdæmaskipan ,— eftir Jóhannes Arnason Fyrri hluti í 76. gr. stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1944 segir, að rétti sveitar- félaganna til að ráða sjálf málefn- um sínum með umsjón stjórnar- innar skuli skipað með lögum. Hliðstætt ákvæði var í stjórn- arskránni frá 1874. f þessu stjórnarskrárákvæði felst fyrst og fremst stefnuyfirlýs- ing stjórnarskrárgjafans, sem þýðir það að til skuli vera einhver sveitarfélög í landinu, sem hafi sjálfstjórn í tilteknum málum. Að öðru leyti eru hendur almenna löggjafans óbundnar um fyrir- komulag þessara mála, þ.á m. um skipun sveitarfélaga, hverjar sveitarstjórnir skuli vera og hvaða málefni skuli fengin í hendur sveitarstjórnum. Landinu er nú skipt í hreppa, kaupstaði og sýslur með tilliti til sjórnunar sveitarstjórnarmála og slíkra staðbundinna viðfangsefna. Hreppar á íslandi eiga sér langa sögu. Þegar á þjóðveldistímanum var landinu skipt í hreppa vegna sveitarstjórnar- og framfærslu- mála. Hreppar voru samfelld stað- bundin umdæmi. Talið er að hreppar eigi rætur sínar að rekja til fjallskila og afréttareigna, einnig að ómagaframfærsla hafi verið eitt af fyrstu verkefnum hreppa. Þá eru til heimildir um gagnkvæmar búfjártryggingar manna innan hvers hrepps, en í hverjum löghreppi skyldu vera 20 bændur hið fæsta, nema lögrétta leyfði afbrigði þar frá. Mun þarna vera að finna einhverjar fyrstu reglur um tryggingar á fslandi. Enginn mátti heldur taka sér ból- festu nema með samþykki hrepps- bænda og þurftu nýir bændur að fá sérstakt byggðaleyfi. Umdæmaskipting landsins er, að því er varðar ríkismálefni, fyrst og fremst byggð á hag- kvæmnisástæðum, en þó gætir einnig þess sjónarmiðs að stjórn- skipuð stjórnvöld búi yfir þekk- ingu á staðháttum og hafi nokk- urn kunnugleika á högum og þörf- um þess fólks, er störf þeirra lúta að. Þannig fara sýslumenn og bæj- arfógetar, auk dómarastarfa og löggæzlu, með margvísleg stjórn- gæzlustörf í sýslum og kaupstöð- um. Sýslumenn og sýslufélög eiga sér einnig langa sögu. Þess er þá fyrst að geta, að með lögtöku Járnsíöu 1271—1273 var landinu skipt í 12 umdæmi, sem þing voru kölluð. Helzt sú skipting eftir Jónsbók. Yfir þessi þing voru skip- aðir embættismenn, sem oftast voru kallaðir valdsmenn, en þó stundum í Jónsbók einnig sýslu- menn og varð það embættisheiti ofan á. Fyrst framan af mun sýsluskiptingin hafa verið nokkuð á reiki og tala sýslumanna breyti- leg. Sum þinganna munu alltaf hafa verið ein sýsla, eitt lögsagn- arumdæmi, en öðrum hefur verið skipt í smærri sýslur. Er menn tóku að vakna til vit- undar um forn landsréttindi, fór fljótlega að bera á kröfum um að endurheimta sjálfsstjórn hérað- anna. A hinu endurreista Alþingi 1845 komu því fljótlega fram kröf- ur um það að gera þyrfti breyt- ingar á sveitarstjórninni. Bárust bænaskrár frá ýmsum héraðs- fundum um endurbætur á stjórn sveitarmálefna. Árið 1855 lagði stjórnin í Kaupmannahöfn fram á Alþingi frumvarp til sveitar- stjórnarlaga. Alþingi gerði veru- legar breytingar á þessu frum- varpi, sem stjórnin vildi ekki fall- ast á. Það er svo fyrst 1871 að nýtt frumvarp um þessi málefni var lagt fram og var síðan gefin út tilskipun um sveitarstjórn á ís- landi frá 4. maí 1872. Með þessari tilskipun voru sveitarstjórnar- kosningar teknar upp á ný og sveitarfélögin fengu aftur nokkra sjálfstjórn í málefnum sínum. Sveitarstjórnin var falin kjörn- um hreppsnefndum, sýslunefnd- um og amtsráði. Hreppstjóra- Jóhannes Árnason staklega eftir síðustu kjördæma- breytingu til alþingis, þarf lands- byggin, héruð landsins utan Reykjavíkur, að fá nýja skipan á stjórn sinna mála. Það þarf líka að leysa „kjördæmamál" þar. Að öðrum kosti höldum við bara áfram að spóla í sama hjólfarinu. Það þarf með öðrum orðum að byrja á byrjuninni, endurskoða umdæmaskipan í héraðsmálum með tilliti til breyttra aðstæðna og á þann veg að dreifa fram- kvæmdavaldinu út um landið til meðferðar í fáum stórum umdæm- um er gætu verið hliðstæð við höf- uðborgina og á raunhæfan hátt valdið þeim verkefnum, sem al- þingismenn tala um að færa til sveitarfélaganna. Það þýðir ekkert koma af stað umræðu og athugun þessara mála og framkomin sjón- armið, sem hníga í þessa átt, eru að mörgu leyti eðlileg miðað við aðstæður í dag, þar sem veruleg fólksfækkun hefur orðið í mörgum sveitum. Hugmyndir um samein- ingu sveitarfélaga í stórum stíl virðast hins vegar ekki vera raunhæfar, eins og nú standa sak- ir. Lausn á umdæmaskipan sveit- arfélaga, sem að einhverju gagni má verða í framtíðinni, fæst held- ur ekki að öllu leyti eftir þeirri leið. Má raunar öllum vera ljóst, að þetta er hlutur, sem ekki verð- ur leystur með einhvers konar áhlaupi. Hér verður að eiga sér stað eðlileg þróun, sem hlýtur að fara mest eftir hagsmunum og vilja íbúanna á hverjum stað og að vandlega athuguðu máli. Lög- þvingun eða valdboð ofan frá kem- ur ekki til greina. Hreppar á Is- landi eru aldagamlar stofnanir, eiga sér rætur frá upphafi ís- landsbyggðar. Skipting þeirra er bundin við ákveðin landsvæði og hefur haldist nokkuð, a.m.k. í seinni tíð. Þessi skipan mála er greypt í huga fólksins frá einni kynslóð til annarrar, fólki þykir vænt um hreppinn sinn, hann er hluti af hinu daglega lífi þess. Þess er því vart að vænta að heimamenn rjúki upp til handa og Efling sýslufélaga og landsfjórð- unga — dreifing valds og ábyrgðar starfið var þá greint frá sveitar- stjórninni og hreppstjórum eftir það eingöngu falin störf varðandi stjórnsýslu ríkisins. Á þeirri tilhögun í sveitar- stjórnarmálum, sem lögleidd var með tilskipuninni 1872 hefur verið byggt síðan að því er varðar hreppa og sýslur. Nú gilda um þessi mál sveitar- stjórnarlög nr. 58 frá 1961, sem er heildarlöggjöf um hreppa, sýslur og kaupstaði. Liggur nú fyrir að endurskoða þessi lög með tilliti til breyttra aðstæðna og er það út af fyrir sig ekki óeðlilegt. Endurskoðun umdæma sveitarstjórna og héraðsstjórna Forystumenn sveitarfélaga hafa átt með sér langa umræðu og stranga um það á hvern veg skuli breyta skipan sveitarstjórnar- umdæma á landi hér. Hafa þeir einkum haft tvennt fyrir augum. Hið fyrra er sameining sveitarfé- laga, hið síðara að leggja niður sýslunefndir. Þetta tvennt á að vera laust á öllum vanda. Hið síð- arnefnda mun raunar einkum vera alveg sérstakt sáluhjálparatriði, enda hvað sýslumenn vera emb- ættismenn frá konungstímabilinu, og því engin smá vanhelgun á sjálfu kerfinu að slíkir embætt- ismenn sitji í forsæti sýslunefnda. Ritaðar hafa verið margar blaða- greinar og flutt mörg ræðan til að leggja nógu mikla áherslu á þessi atriði, að ekki sé nú minnzt á allt ráðstefnuhaldið. Vandinn er hins vegar sá að menn eru alltaf að basla í sama hjólfarinu og það sem verra er, þeir spóla í sífellu. Það gengur auðvitað ekki. Menn þurfa endilega að líta út fyrir túngarðinn hjá sjálfum sér og gera meira en líta á aðstæðurnar á líðandi stund, því hér þarf annað og meira að koma til. Hagur og heill íslenzkra byggða verður að sitja í fyrirrúmi. Þegar við í dag ræðum um sveit- arfélög, umdæmaskipan og hér- aðsmál á íslandi, þá er ekki nóg að horfa á líðandi stund eða jafnvel til næstu aldamóta, heldur þarf að marka stefnu, sem er líkleg til að henta íslenzkum aðstæðum í þess- um efnum lagt fram á næstu öld. Athugum þetta nánar. Svo sem mönnum er kunnugt, var á síðasta alþingi samþykkt breyting á stjórnarskránni varð- andi kjördæmaskipan í landinu, „kjördæmamálið", eins og það hef- ur verið kallað, var leyst með alls- herjarsamkomulagi hinna póli- tísku afla. Það á að fjölga þing- mönnum og útfæra núverandi hlutfallskosningar á þann veg að þingmönnum þéttbýlisins á suð- vesturhorni landsins mun fjölga verulega. Jafnframt dregur úr styrk landsbyggðarinnar á þing- inu nú og síðan örugglega því meir, sem fram líða stundir. Hið rétta hefði auðvitað verið að skipta landinu öllu upp í ein- menningskjördæmi og ákveða fjölda alþingismanna 40—50, en það er nú önnur saga. Um leið og þetta var gert sögðu alþingismenn, að til að bæta upp hlut landsbyggðarinnar ætti að endurskoða verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, flytja aukin verkefni og tekjustofna til sveitar- félaganna og efla sveitarfélögin, dreifa valdinu. Að mínu mati er þetta meira í orði en á borði miðað við óbreyttar aðstæður og kemur til með að missa marks að veru- legu leyti, nema þá helzt fyrir Reykjavík og stærstu kaupstaðina í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðreyndin er nefnilega sú, að sveitarfélögin í landinu eru svo ólík sem hugsazt getur. Kaupstað- ir eru nú 22, hreppar 201, alls 223 sveitarfélög, sem spanna yfir allt frá hinu fámennasta, Múlahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu með 14 íbúa (og raunar enginn þeirra heima yfir veturinn) til höfuð- borgarinnar, Reykjavík, með 86.092 íbúa, sem svarar til nær 37% þjóðarinnar, og svo allt þar á milli. En allt eru þetta sveitarfé- lög, hliðstæð umdæmi, sem í meg- inatriðum gilda sömu reglur um, skipt í hreppa og kaupstaði, sbr. almenn sveitarstjórnarlög nr. 58 frá 1961. Að mínu mati þjónar engum til- gangi að tala um að dreifa vald- inu, nema til séu í landinu stofn- anir, umdæmi, til að taka við þessu valdi og fara með það. Er ekki kjarni málsins einmitt sá, að almennt séð, og alveg sér- kák í þessum efnum, ef við ætlum á annað borð að ná okkur upp úr hljólfarinu og komast á beinu brautina. Því ber að leggja áherzlu á, að það er grundvallaratriði í nútíma þjóðfélagi, að umdæmaskipting landsins í héraðsmálum og ríkis- málefnum og skipting verkefna til þeirra sé með þeim hætti, að stjórnsýsluumdæmi geti leyst þessi verkefni af hendi á mark- vissan og farsælan hátt miðað við allar aðstæður í hverju umdæmi og veitt sem bezta þjónustu því fólki, sem þar býr. Er þá mikil- vægt að byggja á því, sem fyrir er og vel hefur reynzt, meta stöðuna á líðandi stund og horfa með opnum huga og víðsýni fram á veginn. Það er algjör forsenda fyrir jákvæðri byggðaþróun. Þjóðfélagsmálin, þarfir mann- legs samfélags í nútíð og framtíð, eru margbrotin og flókin. Sum staðbundin verkefni eiga heima í hreppum, jafnvel tiltölulega fá- mennum sveitahreppum, önnur ber að leysa á héraðsvísu í stærri og fjölmennari umdæmum og loks eru önnur á lands vísu. Skipan þessara mála þarf því að miðast við aðstæður og bjóða upp á markvissa stjórnun. Þess vegna þarf skiptingin að miðast við 1) sveitarfélög, þ.e. hreppa og kaupstaði, sem eru grunnein- ingar í kerfinu, og sýslufélög, sem eru samstarfsvettvangur þeirra. 2) landsfjórðunga, Vestfirðinga- fjórðung, Norðlendingafjórð- ung, Austfirðingafjórðung og Sunnlendingafjórðung með kjörið fjórðungsþing og veru- lega sjálfstjórn í eigin málum, eða önnur hliðstæð fjölmenn umdæmi. Um sameiningu sveitar- félaga, hreppa, kaup- staöi og sýslur Mikið hefur verið rætt og ritað hin síðari ár um að sameina sveit- arfélög, bæði hreppa og eins jafn- vel kaupstaði og hreppa. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að fóta eftir kalli ofan frá og vilji raska þessu aldagamla skipulagi. Þarf raunar mikla bjartsýni til að ætla að svo sé. Eða hver vill í dag afsala sjálfstjórnarrétti sveitar sinnar til að ráða eigin málum, þegar betri leiðir bjóðast. Eg held þess vegna, að það sé farsælla að láta þessi mál þróast á eðlilegan hátt, auka samstarf sveitarfélaganna og nýta jafn- framt sýslufélögin sem stjórn- sýslueiningar og samstarfsvett- vang fyrir sveitarfélögin til að ná þeim markmiðum, sem forystu- menn sveitarstjórnarmanna hyggjast ná með sameiningu sveitarfélaga. Sýslufélögin eru að mörgu leyti heppilegar einingar sem stjórn- sýsluumdæmi i landinu og hafa allt frá því tilskipun um sveitar- stjórn á Islandi frá 4. maí 1872 tók gildi, áunnið sér trausta stöðu í stjórnkerfi héraðanna og landsins. Menn horfðu til sýslunefndarinn- ar varðandi lausn mikilvægra stærri mála héraðsins og forystu í þeim efnum. Og ég er ekki búinn að sjá að það hafi verið rétt stefna löggjafans gegnum árin að draga úr umsvifum sýslunefnda, í stað þess að nýta þessa umdæmaskipt- ingu meira í þágu stjórnsýslunn- ar, veita þeim tekjustofna og fela þeim viðeigandi verkefni til með- ferðar. Sýslunefnd er fjölskipað stjórn- vald, sem fer með yfirstjórn stað- bundinna málefna í hverri sýslu, en sjálfsstjórnarumdæmi verða sýslurnar ekki fyrr en með sveit- arstjórnartilskipun frá 4. maí 1872, svo sem fyrr greinir. Þá fékk sýslufélagið sjálfstjórn um tiltek- in sameiginleg héraðsmálefni. Stjórn þeirra var falin sýslunefnd, sem þá var fyrst stofnað til í nú- verandi mynd. Sýslunefnd er skipuð fulltrúum frá öllum hreppum innan sýslufé- lagsins. Hver hreppur á þar einn fulltrúa, sem kosinn er, ásamt varamanni, til fjögurra'ára í senn, beinni kosningu af íbúum hvers hrepps um leið og almennar sveit- arstjórnarkosningar fara fram. Kjörnir sýslunefndarmenn eru því jafnmargir og hreppar sýslunnar en auk þeirra á sýslumaður sæti í sýslunefnd og er hann oddviti nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.