Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Við sem ólumst upp í þeirri trú,
að Islendingar væru ein mesta
bókmenntaþjóð heims, og að hin
almenna þekking væri óvíða meiri
en hér á landi, hðfum orðið fyrir
gífurlegum vonbrigðum með at-
vinnuuppbygginguna í landinu á
undanförnum áratugum og
stefnumörkun stjórnvalda og
sjóðakerfis á þessu sviði.
Er það hreint undrunarefni
hvað illa hefur til tekist varðandi
iðnaðaruppbygginguna hjá okkur
með hliðsjón af þróuninni í ná-
grannalöndunum, jafnvel að Fær-
eyingum ekki undanskildum.
Jafnframt því sem það er haft á
orði, að við þurfum fleiri atvinnu-
tækifæri, vegna aukins fólksfjölda
þá hefur það færst hratt í aukana,
að útlendingar baki fyrir okkur
brauðin og kexið, búi til sælgætið,
hrota mikils skipainnflutnings.
Var það aðllega innflutningur á
140—150 brl. stálskipum frá Nor-
egi, ætluðum til síldveiða. Þessi ár
notuðu Norðmenn tækifærið og
breyttu tréskipastöðvum í stál-
skipastöðvar.
Þessi alda skipainnflutnings
hjaðnaði er á leið (sjöunda) ára-
tuginn með útrýmingu íslenska
síldarstofnsins. Og sú smíði stál-
báta, sem hér var hafin á áratugn-
um dróst verulega saman.
Upp úr 1970 tóku íslensk stjórn-
völd togaratrú sjálfsagt í fram-
haldi af stækkun landhelginnar,
og um leið hófst stanslaus niður-
skurður á fjölda umsókna um
smíði minni fiskibáta, og þannig
hefur það gengið til síðan, með
óverulegum undantekningum.
Þetta kom hart niður á verkefna-
Þorbergur Olafsson
Það versta sem fyrir gæti komið
er það, að ef svo færi að fækka
þyrfti þjálfuðu starfsliði í stöðv-
unum frá því sem nú er, vegna
lítilla verkefna, minnkuðu enn
möguleikar á því að endurbyggja
flotann hér heima, fjórða hol-
skefla skipainnflutnings mundi
dynja yfir okkur.
Samkvæmt könnun á aldri fiski-
flotans, er stór hluti hans þegar
kominn á endurnýjunaraldur, og
eftir fá ár þarf að endurnýja hann
allan.
Endurnýjunarþörf
flotans
Hæfilegt aldurshámark á öðr-
um skipastærðum en togurum er
talið vera 25 ár, en meðalaldur
fyrir að hlaupa með til útlanda.
Svo miklum fjárhæðum hefur ver-
ið varið til að styrkja og efla land-
búnað og sjávarútveg, að nú hlýt-
ur að vera komið að því að rétt-
mætt sé að verja fé í sama mæli til
eflingar tækni og iðnaði, er veita
mun um 5.000 manns atvinnu um-
fram landbúnað og sjávarútveg
samanlagt, svo að þessi atvinnu-
grein verði samkeppnisfær við
iðnað í nágrannalöndunum. Sam-.,
kvæmt fjárhagsáætlun fyrir
næsta ár, er gert ráð fyrir að iðn-
aðurinn fái ríkisframlag, sem er
aðeins um eða innan við þriðja-
part á við það sem landbúnaður og
sjávarútvegur fá hver fyrir sig.
Ætla má að það skipti sköpum
varðandi samkeppniaðstöðu og
iðnaðaruppbyggingu, ef fjármagni
yrði ekki svo misskipt. Vinda þarf
Framtak íslensks skípaiðn-
aðar hindrað frá stíðslokum
— Avarp Þorbergs Olafssonar á Iðnþingi
smíði skápa, rúm og stóla og inn-
flutt íbúðarhús. Iðnaðaruppbygg-
ing hefur ekki verið áhugamál
ráðamanna. Sýnir það best hinn
mikli fiskiskipafloti okkar, sem að
langmestum hluta er erlendur iðn-
aður, líkt og að hætti vanþróaðra
ríkja með lélega tækniþekkingu,
er flytja inn þróaðan iðnað, en
byggja afkomu sína á hráefnisöfl-
un.
Stærsti skipamarkaður
í heimi miðað
við þjóðarstærð
Við, sem byrjuðum á skipaiðn-
aði á stríðsárunum, vonuðum að
innan fárra ára yrði okkar stóri
fiskiskipafloti innlend smíði, þar
sem að auki miklir flutningar að
og frá landinu kalla á stóran
skipaflota af ýmsum stærðum og
mun nú okkar innlendi skipa-
markaður vera sá stærsti í heimi
miðað við þjóðarstærð.
En þessi von hefur brugðist,
þessi stóra iðngrein, skipaiðnaður-
inn, hefur að lagmestum hluta
verið í höndum útlendinga, sam-
anber að af um 100 togurum eru
um 90 togarar smíðaðir erlendis,
en aðeins eilítið betra er ástandið
varðandi aðrar stærðir og gerðir
flotans, en þó hefur langmest ver-
ið smíðað erlendis.
Hér á öldum áður, í okkar
snauða bændaþjóðfélagi, voru all-
ir fiskibátar smíðaðir innanlands,
að vísu sem opnir bátar, en eftir
að hafa komist í kynni við erlenda
tækni m.a. með skólanámi erlend-
is þá hverfur þessi iðngrein að
mestu út úr landinu.
Mundi slíkt og annað eins geta
skeð í nokkru öðru landi?
Skýringin er auðsæ.
Á undanförnum árátugum, og
allt til þessa dags, hefur stjórnlist
okkar gengið út á það, að verja
sáralitlu fé til eflingar iðnaðar í
hlutfalli við fjármagnsstreymi
skattborgara til landbúnaðar og
útgerðar.
Ég tók svo eftir, að fram kom í
erindi Þórðar Friðjónssonar, efna-
hagsfulltrúa forsætisráðherra, um
efnahagsstefnur ríkisstjórna, að
þar væri minnst á samdrátt á at-
vinnusviðinu á árunum ’48—’52
eða þeim árum sem mest gætti
áhrifa frá hinum mikla skipa-
innflutningi frá Svíþjóð eftir
seinni heimsstyrjöldina.
Hrun innlcnds
skipaiðnaðar
Innlend skipasmíði, sem hér óx
ört á stríðsárunum, brotnaði svo
til alveg niður í mörg ár á fimmta
áratugnum.
Fækkun í iðninni nam um 40%
á sama tíma og skipasmíðar efld-
ust á hinum norðurlöndunum.
Um og upp úr 1960, hófst önnur
stöðu þeirra stöðva, sem höfðu að-
hæft sig smíði minni fiskibáta.
Verkefnastaða hjá þeim sem
smíðuðu togara, var að sjálfsögðu
mun betri, en þó ekki það góð, að
til greina kæmi hlutasmíði í minni
stöðvunum, eins og rætt var um.
Þegar alda togarainnflutnings-
ins reis sem hæst, var talið að á
einu ári hafi innflutt skip náðum
12.500 brúttólestum en innlend
smíði 1.500 lestum.
Svarta skýrslan 1972, um ofveiði
fiskistofnanna var höfð að engu,
nema sem bremsa á smíði báta í
minni stöðvunum, undir 100 rúm-
lestum, en voru eftirsóttir, og
nauðsynleg vinnujöfnun með við-
gerðum. Varð því verkefnastaðan
mjög slæm á áttunda áratugnum
og hindraði eðlilega og tæknilega
uppbyggingu.
Var talið af samtökum okkar að
fækkun starfsmanna í iðninni hafi
orðið á árunum frá ’71 til ’75 266
menn. Með örfáum orðum vil ég
nefna dæmi um þetta sem ég gjör-
þekki. Á árinu ’73, eða 25 árum
eftir stofnun Bátalóns, hafði verið
lokið við nýsmíði 420 báta af ýms-
um gerðum, úr tré og stáli, þeir
stærstu voru stálbátar 70 rúmlest-
ir. Um 70 menn störfuðu þá hjá
fyrirtækinu, og að sögn skattstof-
unnar, var Bátalón og Raftækja-
verksmiðjan þá stærstu iðnfyrir-
tækin í Hafnarfirði. Á sl. ári ar
öllum nýsmíðasamningum fyrir-
tækisins um smfði báta af stærð-
inni 30—100 rúmlestir synjað, 10
að tölu, og nú starfa í Bátalóni
aðeins 25—30 manns. Ég nefni
þetta sem dæmi um það alvarlega
ástand í iðngreininni sem skapast
þegar þjálfaður mannskapur
hættir í starfinu, en framundan
eru stór verkefni, að endurbyggja
okkar aidna flota.
Þrátt fyrir, að kennt var um of
stórum flota, kom okkur þessi af-
staða til innlends skipaiðnaðar
nokkuð á óvart, enda þótt fjárfest-
ingarstofnanir virtust að mestu
þrotnar að fé, til annars en til
skipakaupa erlendis frá.
Það hefur líka veikt mjög verk-
efnastöðuna hvað mörg fiskiskip
hafa farið til útlanda til viðgerða
og breytinga á undanförnum ár-
um. Oft hafa skipseigendur verið
félitlir og átt í erfiðleikum með að
greiða sitt framlag, sem ekki hef-
ur fengist lán fyrir, að hefur það
tafið framkvæmdir, en þegar skip
hafa farið úr landi, hafa íslenskir
bankar tekið á sig greiðsluábyrgð
fyrir öllu verkinu, sem hefur þýtt
það, að erlendu stöðvarnar hafa
getað fengið greiðslur jafnt og
verkinu hefur miðað áfram.
„Iðnaðurinn verður að
fá fjármagnsfyrir-
greiðslu í jöfnu hlutfalli
við landbúnað og sjávar-
útveg. Forkastanlegt er,
ef þjóðin þarf að kaupa
erlent vinnuafl til skipa-
smíða með innistæðu-
lausum ávísunum á er-
lendan gjaldeyri, sem
næstu kynslóðir verða
að borga.“
Þörf fyrir iðnaðar-
«PPbyggingu
Um það er rætt, og ekki að
ástæðulausu, að nú þurfi að bæta
við atvinnutækifærum vegna
fjölgunar fólks á vinnumarkaði á
næstu árum. Horfur eru á, að
hvorki landbúnaður eða sjávarút-
vegur bæti nú við sig fólki, svo að
nokkru nemi.
Það er því augljóst að aukin at-
vinnutækifæri verður að skapa
með auknum iðnaði. Margir beina
huganum að stóriðju. En sá hæng-
ur virðist þar á, að vatnsorkan er
það dýr hjá okkur, að lítil eða eng-
in von er til þess að stóriðjan
borgi það fyrir orkuna, sem kostar
að framleiða hana og greiða upp
áfallnar skuldir, í sambandi við
virkjanirnar. Athyglisvert er, að í
bátum og skipum í höfnum, er
ódýrara í mörgum tilfellum að
nota olíu en rafmagn úr landi. En
vonandi er að rætist úr þessum
vanda.
Staða atvinnuveganna virðist
þannig í dag, að með öllum ráðum
þurfi að efla sem flestar tegundir
iðnaðar.-Ástæða er þvf til að beina
athygli að skipaiðnaðinum og
þeim iðnaði sem honum er sam-
fara. Ekki er ástæða til annars en
ætla, að það megi takast, því að
sögn tæknimanna sem starfað
hafa í erlendum stöðvum, höfum
við yfirleitt duglegri starfsmenn,
og vissulega ódýrari vinnukraft en
í nágrannalöndunum.
Iðnaðurinn verður að fá fjár-
magnsfyrirgreiðslu í jöfnum
hlutföllum við landbúnað og sjáv-
arútveg. Forkastanlegt er, ef þjóð-
in þarf að kaupa erlent vinnuafl
til skipasmíða með innistæðulaus-
um ávísunum á erlendan gjald-
eyri, sem næstu kynslóðir verða að
borga.
þessara skipa er nú nærri 19 ár,
svo að 6 ár vantar nú upp á há-
marksaldur þeirra. Hámarksaldur
togara er talinn vera 17 ár, en
meðalaldur þeirra er nú 9—10 ár,
eða 7 ár vantar upp á að togara-
flotinn hafi náð meðaltals há-
marksaldri.
Skip geta vissulega orðið eldri,
en eftir að skip hafa náð umrædd-
um hámarksaldri er talið að við-
haldskostnaður verði mjög hár
miðað við kröfur Siglingamál-
stofnunar.
Heildarrúmlestatala fiskiflot-
ans, samkvæmt upplýsingum Sigl-
ingamálastofnunar, var við síð-
ustu áramót 111.800 brl. Væri þá
öll vinna við endursmíði þessarar
flotastærðar 18—19.000 ársverk
miðað við það sem nú virðast vera
meðalafköst við smíði á mismun-
andi skipstærðum frá 15 til 500
rúmlestir, eða ca. 6 brl. ársverkið.
Mundu þessi ársverk þ.e. vinna við
stál, vélar og tæki, innréttingar og
raflögn, deilast niður á það tíma-
bil sem endurnýjunin tæki.
Hugmyndir hafa komið fram
um að minnka heildarstærð fiski-
flotans um 25%, en líkur eru til
þess að minni bátar muni nokkuð
stækka að rúmlestatölu, vegna
þess að kröfur aukast um meiri
þægindi skipshafna, svo og meira
rými fyrir búnað sem þarf til betri
nýtingar á afla en verið hefur.
Nú eru horfur á, að næsta skref-
ið í útgerðarmálum verði rekstur
minni skipa en togara. Rétt er að
hafa í huga, að fleiri og minni
skip, þýða miklu fleiri atvinnu-
tækifæri fyrir sjómenn, miðað við
óbreytta flotastærð og mun betri
nýtingu á afla, að áliti margra
reyndra útgerðarmanna. Engu að
síður er augljóst að útgerð togara
hlýtur jafnan að vera stór þáttur
útgerðar á íslandi. Þá er athug-
andi að stærstu stöðvarnar hyggi
að því, að efla enn tæknina, og
endurbyggi strandferða- og milli-
landaskip í náinni framtíð.
Framlög til iðnaðar
stórheft
Allar horfur eru á að verðmun-
ur á innlendri og erlendri nýsmíði
geti lækkað, bæði hvað við kemur
fjármagnskostnaði og smíði, ef
þannig yrði á málum haldið með
aukinni og samfelldri vinnu við
nýsmíði og viðgerðir, að fram-
leiðslan yrði miðuð við stærð flot-
ans og aldur, eða að sömu grund-
vallarreglur gildi eins og í öðrum
atvinnugreinum, svo sem land-
búnaði og útgerð, sem ekki liggur
bráðan bug að því að kanna hvort
skipaiðnaður okkar, sem og annar
iðnaður, stæði ekki fyllilega jafn-
fætis á almennum markaði og inn-
fluttur iðnaður, ef hann nyti fjár-
magnsaðstoðar á borð við land-
búnað og sjávarútveg, á meðan
hann þarfnast tæknilegrar upp-
byggingar, sem ekki hefur tekist
til þessa, vegna verkefna- og fjár-
sveltis. Svo að dæmi sé nefnt
þyrfti skipiðnaðurinn að fara sem
mest fram inni í húsi, miðað við
íslenska veðráttu, sem minnst úti í
frosti, stormi, snjó eða regni, og að
skip séu staðsett við viðlegukanta
stutt frá verkstæði. Verkefna-
svelti hindrar tækjakost og tækni-
lega uppbyggingu. Ýmsu verður að
breyta, svo sem fjármagnskostn-
aði, þar til samkeppnisaðstaða við
niðurgreiddan útlendan iðnað hef-
ur náðst.
Áhersla á smíði
lítilla fiskibáta
Fregnin í Dagblaðinu og Vísi 25.
okt. sl. um að á næsta ári eigi að
lækka lántökur til skipasmíða inn-
anlands úr 200 milljónum í 150
milljónir, en hækka lántökur til
erlendrar smíði ur 190 milljónum
á árinu '83 í 530 milljónir á árinu
’84, finnst mér kóróna vitleysuna á
tímum nauðsynlegrar aukningar
atvinnutækifæra og þá fyrst og
fremst við að endurbyggja okkar
stóra flota.
Með tilliti til aldurs fiskiflotans
og háskalegrar stöðu skipaiðnað-
arins, þá legg ég á það áherslu að
horfið verði strax að því að leyfð
verði smíði nokkurra lítilla fiski-
báta af stærð sem væri um og inn-
an við 100 rúmlestir. Nokkrir bát-
ar af þessari stærð, mundu lítið
auka heildarrúmlestatölu flotans,
og falla vel inn í þær hugmyndir
ýmissa útgerðarmanna í dag, að
útgerð þeirra muni standa mikið
nær því að geta borið sig en útgerð
togara.
Smíði nokkurra báta, ef dreift
yrði niður á stöðvarnar, mun gera
stórkostlegt gagn nú þegar og í
náinni framtíð. Það mundi stöðva
fólksflótta úr stöðvunum, og
þannig verða til þess að halda
þjálfuðum mönnum í starfi, og
með því yrðum við langtum betur
í stakk búnir til þess að taka við
stórum verkefnum í skipaiðnaði á
næstu árum, og minnka stórlega
flóðbylgju mikils skipainnflutn-
ings.
Mikið reynir nú á samtök okkar,
að þeim takist að snúa við þróun
undanfarandi ára og áratuga og
að árangur náist sem fyrst undir
kjörorði þessa iðnþings,
„Efling iðnaðar,
ný sókn í atvinnumálum".
ltorbergur Ólafsson er stjórnarfor-
maður Bátalóns.