Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 20

Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — Umsjón Sighvatur Blöndal Liðlega 10 milljónir „Norðurlandabúa“ eru í Bandaríkjunum — 32.586 „íslendingar" 4. ársfjórðungur 1983: Minnkandi hagnaður Apple milli ára HVER skyldi trúa því, að liðlega 10 milljónir manna í Bandaríkjunum eigi í raun ættir sínar að rekja til Norður- landanna. Eigi að síður staðreynd, samkvæmt opinberum tölum í Banda- ríkjunum. 1.518.273 eiga rætur sínar að rekja til Danmerkur, 615.872 til Finnlands, 32.586 til íslands, 3.453.839 til Nor- egs og 4.345.392 til Svíþjóðar. — Um 55% söluaukning milli ára HAGNAÐUR Apple-tölvufyrirtækisins bandaríska á 4. ársfjórðungi síðasta reikningsárs var um 5,1 milljón dollara, sem er mun minni hagnaður en á sama tíma í fyrra, þegar hann var um 18,7 milljónir dollara. John Scully, aðalforstjóri Apple, sagði ástæðuna fyrir þessum minnkaða hagnaði vera mikla fjárfestingu vegna framleiðslu LISA-tölvunnar, aukna samkeppni frá IBM og síðan hefði ekki verið staðið rétt að markaðssetningu LISU, en breytt heföi verið um stefnu í þeim málum. „Við sjáum fyrir okkur erfiða tima næstu mánuðina og reiknum með minni hagnaði á 1. og 2. árs- fjórðungi reikningsársins, sem er að hefjast af framangreindum orsökum. Við erum hins vegar sannfærðir um að hlutirnir verða komnir í eðlilegt horf eftir það. Átak hefur verið gert í fyrirtæk- inu til að draga úr kostnaði, auk þess sem við sjáum þegar árangur af breyttri markaðsstefnu í sam- bandi við LISU. Hún var einfald- lega verðlögð of hátt í upphafi," sagði John Scully ennfremur. Það kom fram í máli John Scully á blaðamannafundi á dög- unum, að sala Apple hefði aukizt um 55% á 4. ársfjórðungi síðasta reikningsárs, þegar hún hefði numið liðlega 273,2 milljónum dollara, en til samanburðar var heildarsala Apple á sama tíma í fyrra um 175,8 milljónir dollara. Söluaukningin er minni en á fyrstu níu mánuðunum, þegar hún var um 74% og sagði John Scully aðalástæðuna vera aukna sam- keppni frá IBM, sem hefði nú hasl- að sér völl á einkatölvusviðinu, en IBM hefði til þessa eingöngu verið í framleiðslu á stærri tölvum og tölvukerfum. „Markaðurinn þarf að fá tíma til að aðlaga sig því, þegar risi eins og IBM kemur inn í myndina." Heildarhagnaður Apple á árinu 1983 var um 76,7 milljónir dollara borið saman við 61,3 milljónir dollara á árinu 1982. Aukningin rnilli ára er um 25%. IBM kynnir PCJR í Norður-Ameríku Micro 11 ný tölva frá Digital kynnt hér á landi: Hentar fyrir 2—6 notendur í einu TÖLVUDEILD Kristjáns Ó. Skagfjöró kynnti á dögunum nýja tölvu frá Digital Equipment Corp. en sú nefnist Micro 11, aó sögn Frosta Bergssonar, deildarstjóra tölvudeildar fyrirtækisins, sem sagði vélina vera þá minnstu í hinni svokölluðu PDP-II línu frá Digital. „Það má segja, að Micro 11 sé tölvukerfi, sem henti fyrirtækjum og stofnunum, sem þurfa öfluga vél fyrir a.m.k. 2—6 notendur á sama tíma. Það má segja, að hönnun kerf- isins sé nútímalegt, sem sést m.a. á því, að grunnkerfið er ekki meira umfangs en venjuleg ferðataska, 20—30 kg að þyngd,“ sagði Frosti. Það kom fram í samtalinu við Frosta, að starfsemi tölvudeildar- innar hefur farið vaxandi frá stofn- un hennar á árinu 1975, en í dag starfa í henni 17 starfsmenn. Deildin byggist að mestu upp i kringum sölu á tölvum og tölvukerfum frá Digital, en auk þess er fyrirtækið með umboð fyrir sænska fyrirtækið Ericsson In- formationa System og fyrirtækið Tektronix Ltd. Frosti sagði að Digital Equipment Corp. hefði verið stofnað 1957 og væri í dag annar stærsti tölvufram- leiðandi í heimi. „Síðan 1975 höfum við sett upp liðlega 100 tölvukerfi frá fyrirtækinu, þar af 12 svokölluð VAX-kerfi, sem eru mjög umfangs- mikil tölvukerfi. VAX-vélarnar eru í mjög afkastamiklar fjölnotenda- tölvur og má í því sambandi nefna, að Reiknistofa háskólans hefur eina slíka með um 100 útstöðvum". Þá kom það fram í samtalinu við Frosta, að námskeiðahald væri vax- andi þáttur í starfsemi tölvudeildar- innar. „Leiðbeinendur hafa bæði verið eigin starfsmenn og sérfræð- ingar erlendis frá. Það er alveg ljóst, að meðal viðskiptavina okkar er al- mennt þörf á aukinni fræðslu á tölvusviðinu. Varðandi hugbúnaðarpakka höf- um við haft náið samstarf við ýmis hugbúnaðarfyrirtæki, sem hafa sérhæft sig hvert á sínu sviði. Að okkar mati henta sérhönnuð íslensk forrit betur fyrir fyrirtæki, en er- lendir forritapakkar," sagði Frosti. Að síðustu kom það fram í samtal- inu við Frosta Bergsson, deildar- stjóra tölvudeildar Kristjáns ó. Skagfjörð, að stefna fyrirtækisins væri að bjóða tölvulausnir fyrir sem flesta aðila, eða allt frá tölvum fyrir einn notanda og upp í tölvur fyrir tugi eða jafnvel hundruð notenda. „Annars má segja um kerfin frá Digital, að hægt er að byrja smátt og stækka síðan eftir þörfum hvers og eins og nota áfram sama hugbúnað- inn.“ IBM kynnti i vikunni nýjustu fram- leiöslu sína, sem er svokölluö PCJR-tölva, eöa Personal Computer Junior, en hún er ætluö til nota á heimilum, í skólum og í fyrirtækjum. Tölvan verður fyrst um sinn aöeins fáanleg í Bandaríkjunum og Kan- ada, að sögn Guðmundar Hannes- sonar, sölustjóra IBM á fslandi. Guðmundur sagði aðspurður, að væntanlega yrði PCJR-tölvan kynnt á Evrópumarkaði áður en langt um líður, en þessi sami hátt- ur var hafður á þegar IBM kynnti nýja einkatölvu fyrirtækisins, PC, eða Personal Computer, fyrr á þessu ári. í frétt IBM segir, að með nýju tövlunni verði ýmis konar ný for- rit fáanleg, eins og í sambandi við við heimilishald, kennslu, við- skipti og skemmtun. PCJR-tölvan verður boðin í tveimur mismunandi útfærslum, annars vegar vél með 64k-minni, en sú vél kostar í Bandaríkjunum 699 dollara og síðan vél með tvö- falt stærra minni, eða 128k, en sú vél kostar 1.269 dollara. Nýju vélarnar geta nýtt 30 for- rit, sem IBM er þegar með á mark- aði, auk nokkurra hundraða for- rita, sem framleidd eru af öðrum framleiðendum. PCJR-tölvan var kynnt í vik- unni, en gert er ráð fyrir að hún verði formlega til sölu í desember og verði síðan til á lager þegar í ársbyrjun 1984. Fjalla um um- búðatækni í dag FÉLAG íslenzkra iönrekenda og Iðntæknistofnun hafa ákveðið aö gangast fyrir ráöstefnu um umbúðamál, aö sögn Þórarins Gunnarssonar, skrifstofu- stjóra Félags íslenzkra iðnrekenda. Á ráðstefnunni verður fjallað um stöðu umbúðatækni í dag, notkun staðlaðra umbúðaeininga og væntanlega þróun á þessu sviði á næstu árum. Á ráðstefnunni munu innlendir framleiðendur og notendur um- búða flytja erindi um stöðu inn- lendrar umbúðaframleiðslu og notkun umbúða í íslenzku at- vinnulífi. Ennfremur mun Terje Lunde, framkvæmdastjóri Den Norske Emballasjeforening, flytja erindi um væntanlega þróun í um- búðatækni á næstu árum. Ráðstefnan verður haldin laug- ardaginn 26. nóvember nk., og mun standa frá kl. 13.00 til 17.00. Framleiðslan hefur þre- faldast á síðustu 10 árum — segir Sakea Ohara, aðalforstjóri Daihatsu Motor Corporation „VIÐ höfum óneitanlega átt miklu gengi aö fagna undanfarin misseri, bæöi hvaö varöar heimamarkaö og markaöi erlendis. Reyndar má segja, að þessi velgengni endurspeglist mjög vel hér á íslandi,“ sagði Sakea Ohara, aöalfor- stjóri Daihatsu Motor Co., í samtali við Morgunblaöiö. Sakea Ohara kom hingaö til lands á dögunum, ásamt tveimur Daihatsu-mönnum til þess aö afhenda Daihatsu-bfl númer 3.000 hér á landi, en aðeins eru liðin liölega sex ár frá því aö fyrstu Daihatsu-bflarnir komu hér á göturnar. Sakea Ohara sagðist eiga von á umtalsverðri söluaukningu á heimamarkaði, sérstaklega hefði Daihatsu gengið vel með lítinn dísilbíl, sem kynntur var á liðnum vetri. „Salan á þessum bíl fór svo fram úr öllum áætlunum, að við önnum vart eftirspurn, enda gerð- ist það í fyrsta sinn í sögu fyrir- tækisins, að það komst i 4. sæti listans yfir söluhæstu bílana í Japan, sem við erum ákaflega ánægðir með. Reyndar er uppgangur fyrir- tækisins í sjálfu sér ekki síðri á erlendum mörkuðum, að við ger- um ráð fyrir um 10% söluaukn- ingu á þessu ári og enn frekari aukningu á því næsta. Það sem hefur hins vegar valdið okkur eins og öðrum japönskum framleiðend- um vandræðum eru hin miklu inn- flutningshöft, sem verið hafa við lýði, m.a. í Bandaríkjunum og í Evrópu. Við myndum án efa selja þó nokkuð meira, ef þau væru af- nurnin," sagði Sakea Ohara. „Heildarframleiðsla og sala Daihatsu á þessu ári er í námunda við 600.000 bíla og hefur fram- leiðsla fyrirtækisins liðlega þre- faldast á síðustu tíu árum, en árið 1973 lætur nærri, að við höfum framleitt í námunda við 200.000 bíla. Af þessu er ljóst, að okkar aukning er með því mesta sem þekkist," sagði Sakea Ohara. Aðspurður hvers vegna Dai- hatsu hefði eingöngu fengizt við framleiðslu á litlum bílum, sagði Sakea Ohara, að það væri einfald- lega vegna markaðarins. „Eftir- spurn eftir litlum bilum og milli- stórum hefur stöðugt verið að vaxa á undanförnum árum og því höfum við lagt höfuðáherzluna á þá framleiðslu. í því sambandi hefur okkur gengið einstaklega vel með Daihatsu Charade-bílinn, sem hefur staðið sig mjög vel. I sambandi við Charade-inn má reyndar skjóta því að, að kominn er á markaðinn nýr bíll, sem hefur verið hannaður frá grunni. Hann er væntanlegur hingað til íslands í nóvembermánuði." Morgunblaðið/Ól.K.M. Sakea Ohara, aöalforstjóri Daihat.su Motor Corp. Það kom fram i samtalinu við Sakea Ohara, að útflutningur fyrirtækisins nemur á bilinu 25—30% af heildinni. „Það er hins vegar ekkert launungarmál, að við stefnum að þvi að auka þennan hluta verulega í framtíðinni. Sér- staklega gerum við okkur vonir um að geta náð umtalsverðri aukningu í Bandaríkjunum og í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.