Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
63
„Er ekki kjarni málsins
einmitt sá, að almennt
séð, og alveg sérstak-
lega eftir síðustu kjör-
dæmabreytingu til al-
þingis, þarf landsbyggð-
in, héruð landsins utan
Reykjavíkur, að fá nýja
skipan á stjórn sinna
mála. Það þarf líka að
leysa „kjördæmamál“
þar. Að öðrum kosti
höldum við bara áfram
að spóla í sama hjólfar-
inu.“
Af kosningafyrirkomulaginu
leiðir að sýslunefndarfundir hinna
einstöku sýslunefnda landsins eru
mismunandi fjölmennar samkom-
ur, eða frá 5 til 18 fulltrúar. Sýslu-
nefnd er ályktunarfær ef helming-
ur nefndarmanna er á fundi og
ræður afl atkvæða úrslitum.
Verkefni sýslunefnda eru tví-
þætt. Annars vegar yfirstjórn
sveitarmálefna hreppa sýslufé-
lagsins og hins vegar stjórn mál-
efna, er varða sýslu í heild.
Samkvæmt 92. gr. sveitarstjórn-
arlaga annast sýslunefnd eftirlit
með öllum fjárreiðum allra
hreppa innan sýslufélagsins.
Þá hefur sýslunefndin almennt
umsjón með því að hreppsnefnd-
irnar starfi yfirleitt í sveitar-
stjórnarmálum samkvæmt gild-
andi lögum og reglugerðum.
Eftirlit sýslunefndar sem æðra
setts stjórnvalds með hrepps-
nefndum kemur aðallega fram í
því að hafa eftirlit með fjármál-
um, reikningshaldi og einstökum
ráðstöfunum samkvæmt sveitar-
stjórnarlögum.
Auk yfirstjórnar hreppsmál-
efna, fer sýslunefnd einnig, eins og
áður segir, með stjórn þeirra mál-
efna, er varða sýslufélagið í heild,
bæði samkvæmt sveitarstjórnar-
lögum og öðrum lögum er fela
sýslunefnd ákveðin verkefni.
Síðan segir í 92. gr. sveitar-
stjórnarlaga, að hlutverk sýslufé-
laga sé að annast álitsgerðir um
mál, sem varðar einstaka hreppa
eða sýsluna, enda skal engu slíku
máli til lykta ráðið fyrr en álits-
gerðar sýslunefndar hefur verið
leitað, og ennfremur að annast
stjórn allra sveitarstjórnarmála,
er varða sýsluna í heild, svo og
tillögur um hvað eina, sem verða
má sýslunni til gagns eða til að
afstýra bjargarskorti eða hallæri.
Með hliðsjón af þessu má ljóst
vera, að hlutverk sýslufélaga er
ærið fjölþætt og mikilvægt. Verk-
efnin eru nánast óteljandi og
ótæmandi. Sýslusjóðir hafa á und-
anförnum árum látið stórfé af
hendi rakna, m.a. til menntamála,
heilbrigðismála og atvinnumála.
Þeir hafa víða verið aðilar að skól-
um af ýmsu tagi, bókasöfnum og
héraðsskjalasöfnum, elliheimil-
um, sjúkrahúsum, læknisbústöð-
um og hafnaframkvæmdum. Svo
mætti lengi telja. Þá hafa mörg
sýslufélög reynt af fremsta megni
að styðja við og styrkja margs
konar menningar- og líknarstarf-
semi í héraði, svo sem störf
íþrótta- og ungmennafélaga og
kvennasamtaka, björgunar- og
sjúkrahjálp. Framlög hafa verið
veitt til náttúruverndarmála,
skógræktar og gróðurverndar. Þá
hafa greiðslur verið inntar af
hendi til jarðhitaleitar og til þess
að hraða framkvæmdum í raf-
orkumálum, svo að dæmi séu
nefnd.
Sýslufélög landsins eru mis-
munandi fjárhagslega sterk, svo
sem kunnugt er, og hafa nokkuð
mismunandi mikilvægu hlutverki
að gegna. Sum sýslufélög eiga
stóreignir og hafa lyft grettistaki í
héraði í þágu íbúanna á liðnum
árum.
En í dag virðist vera komið að
því að taka afstöðu til framtíðar
þessara stofnana, sem verið hafa
við lýði síðan 1872 og markað
vissa sögu í héraðsmálum í land-
inu. Sumir vilja leggja sýslunefnd-
ir niður, svo sem ég hefi þegar
vikið að.
Það er athyglisvert, að það eru
almennt ekki sveitarstjórnarmenn
úti á landi eða íbúar þessa héraða
sem gerast talsmenn fyrir því.
Röddin kemur að sunnan, frá for-
ystumönnum samtaka sveitarfé-
laga og fleiri aðilum, sem í þessum
efnum vilja hafa vit fyrir öðrum.
Ég er þeirrar skoðunar, að
nauðsynlegt sé að hafa sýslu-
nefndir áfram sem stjórnsýsluein-
ingar. En ég tel að rétt sé að
endurskoða stöðu sýslunefnda og
gera breytingar. Þær breytingar
eru í aðalatriðum á þann veg, að
sýslunefndir hætti að vera æðra
sett stjórnvald, er hafi sem slíkt
eftirlit með hreppsnefndum, svo
sem nú er. Þessi verkefni mætti
annaðhvort fela embættum sýslu-
manna eða öðru stjórnvaldi. Þess í
stað verði sýslunefnd áfram fjöl-
skipað stjórnvald, skipað full-
trúum allra hreppsfélaga í sýsl-
unni. Þannig yrði sýslunefndin
vettvangur fyrir samstarf hrepp-
anna og sýslan í raun og veru eitt
stórt sveitarfélag, sem gæti farið
með þá málaflokka, sem heppilegt
og skynsamlegt er að fjalla um og
leysa sameiginlega fyrir allt svæð-
ið nú og í framtíðinni.
Til þessara verkefna ætti sýslan
að fá þann hluta söluskatts, sem
sveitarfélögin fá nú, en þau eftir
sem áður aðra tekjustofna, útsvar,
aðstöðugjald, fasteignagjöld
o.s.frv.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
fyrir árið 1984 er hluti sveitarfé-
laga af söluskatti áætlaður 595
millj. kr. Af þessari upphæð fær
Reykjavík í sinn hluta rúml.
200—250 millj. önnur sveitarfélög
350-400 miilj.
Til greina kæmi að kaupstaðir
innan landfræðilegra marka
sýslufélagsins ættu einnig aðild að
slíku samstarfi og hefðu fulltrúa í
sýslunefnd. Með því móti kæmist
líka á víðtækara samstarf milli
þéttbýlis og dreifbýlis, en það er
æskilegt markmið í nútíma þjóð-
félagi. Heildarfjöldi slíkra sýslu-
félaga í landinu gæti þá orðið um
20—22. Mér þykir vafasamt að
skipting landsins í 23 sýslur og 22
kaupstaði, eins og nú er, sé heppi-
legt fyrirkomulag til frambúðar.
Stofnun kaupstaða hefur enda
verið handahófskennd og ekki
alltaf haft við næg rök að styðjast.
Sýslufélögin hafa verið klofin í
sundur og staða þeirra veikt.
Kosningar til sýslunefnda í núver-
andi mynd yrðu felldar niður. Með
tilliti til þess að sýslunefndin yrði
fyrst og fremst samstarfsvett-
vangur allra sveitarfélaganna,
ættu oddvitar, kjörnir eftir hverj-
ar sveitarstjórnarkosningar, hver
í sínum hreppi og stöðu sinni sam-
kvæmt, að taka sæti í sýslunefnd
fyrir sinn hrepp. Á sama hátt ætti
forseti bæjarstjórnar að taka sæti
kaupstaðar í sýslunefnd þar sem
um það væri að ræða. Hinir fjöl-
mennari staðir gætu átt fleiri full-
trúa til jöfnunar.
, Það mætti hugsa sér að sýslu-
nefnd kæmi saman til regluíegra
funda, svo sem ársfjórðungslega.
Það er spurning hvort nauðsyn-
legt sé að viðkomandi sýslumaður
sitji í forsæti á fundum í þannig
kjörinni sýslunefnd. Vissulega
væri ekkert því til fyrirstöðu að
fulltrúi ríkisvaldsins kæmi þar
fram og hefði ákveðnu hlutverki
að gegna, enda kæmu tekjustofnar
frá ríkinu og samskipti við ríkis-
valdið hlytu alltaf að verða nokk-
ur. Þetta er spurning um fyrir-
komulag og hagræðingu. Ég tel
rétt að halda nafninu sýslunefnd,
það hefur þegar áunnið sér festu í
málinu.
Jóhannes Árnason er sýslumadur í
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.
JOLIN
JOLIN
JÓLIN
koma brátt
Þá verður húsið málað
bæði lágt og hátt
NÚ MÁLUM VID MED
HÖRPUSILKI
;
U*BÍX90
Smávaxna eftirherman
Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga
minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma.
Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa
og pantanir streyma inn.
«ir#
á
SKRI FSTi DFUVÉLAR H.F.
: x ' R? Hverfisgötu 33 —Sími 20560-